Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993
23-
Landeigendur Eiðis á Langanesi senda utanríkisráðherra bréf
Kvarta um tómlæti
utanríkisráðuneytis
Aðstoðarmaður ráðherra segir þá hafa fengið viðbrögð ráðuneytis
LANDEIGENDUR Eiðis á Langanesi hafa sent utanríkisráðherra
bréf þar sem þeir kvarta yfir tómlæti varðandi kröfugerð þeirra á
hendur bandarískum stjórnvöldum vegna úrgangshauga og mann-
virkjaleifa á Heiðarfjalli á Langanesi. I bréfinu er óskað eftir skýr-
ingum utanríkisráðuneytisins um hvaða hlutdeild það eigi í málinu
og hvort starfsmenn ráðuneytisins hafi samið umboðslaust um mál-
efni landeigenda. Þröstur Ólafsson aðstoðarmaður utanríkisráðherra
segir það rangt að landeigendur hafi engin viðbrögð fengið frá ráðu-
neytinu.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Ný kynslóð frá MF
RICHARD Ghent sölustjóri (í miðið) kynnti nýju gröfuna fyrir starfs-
mönnum vélasölu Ingvars Helgasonar og hér eru þeir með honum
Guðjón Haukur Guðjónsson (t.v.) og Guðbrandur Elíasson.
Gröfur frá Massey
Ferguson kynntar
NY gerð af Massey Ferguson traktorsgröfum frá Englandi verður
kynnt hjá umboðinu, Ingvari Helgasyni hf., um helgina en fyrirtæk-
ið tók fyrir nokkru við MF umboðinu af Jötni. Hér er um að ræða
nýja kynslóð af gröfum og er hönnun og bygging hennar ný frá
grunni, byggð á langfri reynslu MF en komnar eru til sögunnar
ýmsar tækninýjungar sem ekki voru í fyrri gerðum. Tvær gröfur
eru komnar til landsins og verða þær sýndar hjá umboðinu laugard
og sunnudag.
í bréfinu segja eigendur Eiðis að
fulltrúar bandaríska varnarliðsins á
íslandi hafí ítrekað vísað þeim á
starfsmenn íslenska utanríkisráðu-
neytisins varðandi viðskilnað
Bandaríkjamanna á úrgangi og
mannvirkjaleifum á landi þeirra á
Heiðarfjalli. Segjast þeir ítrekað
hafa óskað bréflega eftir fundi með
Jóni Baldvin Hannibalssyni utanrík-
isráðherra um þetta mál án árang-
urs. í bréfinu segjast eigendur Eið-
is ekki ná sambandi við ábyrga
aðila og virðist sem eitthvert sam-
komulag hafí verið gert um að
hindra að eðlilegar viðræður geti
hafíst um lausn málsins.
Þröstur Ólafsson segir að bréfínu
hafí ekki enn verið svarað en það
verði væntanlega gert af vamar-
málaskrifstofu utanríkisráðuneytis-
ins. „Það er ekki hægt að kvarta
yfír því að þeir hafí ekki fengið við-
Að sögn forstöðumanns Gallerís
Bardúsa, Eddu Hrönn Gunnarsdótt-
ur, er mikill áhugi fyrir slíkum
markaðsdegi og segist hún eiga von
á góðri þátttöku, bæði frá seljend-
um og viðskiptamönnum. Markað-
urinn hefst kl. 12 og stendur fram
eftir degi.
brögð héma; þeir hafa bæði fengið
viðtal við skrifstofustjóra varnar-
málaskrifstofu og fengið svör við
sínum fyrirspumum,“ segir Þröstur.
Fjárhagslegt tjón
í bréfinu segir m.a.: „Landeig-
endur hafa orðið að hætta öllum
áformum í bleikju- og laxeldi á Eiði
vegna þeirrar ógnar sem kom í ljós
árið 1989 og hvílir yfír svæðinu.
Þeir höfðu lagt mikla vinnu í rann-
sóknir og undirbúning fiskeldis um
15 ára skeið (1974-1989). Tilrauna-
verkefni hafði verið í gangi og voru
niðurstöður lofandi. Við núverandi
aðstæður er ekki hægt að halda
áfram þessari starfsemi með um
10 þúsund tonn af herstöðvarúr-
gangi hangandi yfir vatnsforða
svæðisins. Afleiðingarnar eru veru-
legt fjárhagslegt tjón. Að okkar
áliti þá þarf að fjarlæga allan úr-
Galleríið hefur verið opið í sum-
ar, bæði virka daga og um helgar,
en umferð hefði mátt verða meiri.
Edda Hrönn segir viðskiþtamenn
ánægða með framboð vöm og ekki
síður verðið, en vömr eru seldar í
umboðssölu fyrir framleiðendur.
- Karl.
gang og mannvirkjaleifar og sann-
reyna að ekki nokkur umhverfís-
spillandi efni hafí lekið niður í
vatnsleiðandi jarðveg ofan grunn-
vatnsgeyma."
Tóku við landinu án
athugasemda
„Þeim hefur verið skýrt frá því
hver hefur verið afstaða ráðuneytis-
ins til þessa máls,“ segir Þröstur.
„Við höfum talið að málið félli ekki
undir skaðabótarétt. Þegar Amerí-
kanamir fóru í burtu þá var landið
afhent fyrrverandi eigendum at-
hugasemdalaust af þeirra hálfu.
Síðan var það selt núverandi eig-
endum; þeir tóku við landinu líka
án athugasemda. Svo er það ekki
fyrr en all löngu seinna, sem þeir
fara að gera kröfur um þetta. Það
hefur líka gengið brösuglega að fá
að taka þarna sýni til þess að at-
huga hvað þessi mengun er mikil.
Þeir hafa ekki verið alveg samstíga
um það hvernig standa ætti að
þeirri sýnatöku og ýmislegt fleira.“
-------------------------
■ TAFLFÉLAGIÐ HELLIR
heldur ágústmánaðarmót mánu-
daginn 23. ágúst nk. Tefldar verða
sjö umferðir Monrad með sjö mín-
útna umhugsunartíma á mann.
Þátttökugjald verður 300 kr. fyrir
félagsmenn en 400 kr. fyrir aðra
og renna 60% af þátttökugjöldum
til sigurvegarans. Mánudaginn 6.
september hefst svo vetrardagskrá-
in með vikulegum æfingum á mánu-
dögum.
■ KVENNAKLÚBBUR Hafnar-
fjardar heldur Kvennakvöld á A.
Hansen í kvöld og er það tileinkað
Keflavík. Boðið verður upp á létt
snarl og drykk milli kl. 21 og 22.
Sýndur verður einþáttungur og
karlkynsfatafella kemur í heim-
sókn. Rætt verður um tilboð í fyrir-
hugaða ferð Kvennaklúbbsins á er-
lenda grundu og önnur málefni.
Richard Ghent sölustjóri
FERMEC sem sér um framleiðslu
og sölu á MF gröfunum hefur að
undanfömu kynnt starfsmönnum
vélasölu Ingvars Helgasonar hf.,
kosti nýju gröfunnar en hingað til
lands eru komnar tvær gerðir MF
965 og 865. Segir hann megin
breytinguna þá að ekki sé um að
ræða traktor með sérstökum gröfu-
búnaði eins og verið hefur heldur
sé nýja grafan byggð á sérhann-
aðri grind sem geri hana sterkari
og að vél, gírkassi og hús sitji á
sérstökum púðum sem dragi mjög
úr titringi sem einkennt hafí eldri
gerð. Önnur meginbreyting eru sjálf
stjórntækin sem eru rafeindastýrð
en vökvakerfí er áfram notað til
að knýja skóflur og gálga gröfunn-
ar og er hægt að velja tvenns kon-
ar álag eða kraft á vökvakerfinu.
Með tveimur stjórnpinnum sem
staðsettir eru við armpúðana á
sæti gröfunnar hefur tækjastjórinn
alla stjórn á hendi og þegar hann
snýr fram stýrir hann skóflunni
framan á gröfunni en gálganum að
aftan þegar sætið snýr aftur. Meðal
öryggisatriða er að stjómpinnarnir
virka ekki nema tækjastjórinn sitji
í sæti- sínu.
Ýmsar aðrar nýjungar er að finna,.
á hinni nýju línu frá MF, svo sem
sjálfvirka lárétta stillingu á skóflu
eða gaffli þegar fremri gálgi er
færður upp eða niður, beygju á
afturhjólum og svonefnda krabba-
beygju en með því móti getur graf-
an athafnað sig á mun þrengra
svæði og snúist nánast á punktinum
og hægt er að skipta um skóflu á
afturgálganum án þess að fara úr
stjórnhúsinu. Þá segir Richard
Ghent dísilvélina mjög lágværa og
heyrist aðeins 80 dB hávaði í húsi
gröfunnar en vélin er 90 hestöfl eða
nokkru aflmeiri en eldri vélin.
Markaður á Hvammstanga
Hvammstanga.
GALLERÍ Bardúsa, sem er verslun sem sérhæfir sig í sölu handunn-
ina muna og minjagripa, stendur fyrir útimarkaði á Hvammstanga
í dag, laugardag. Fjölmargir munu selja þar vöru sína og þjónustu.
Markaðurinn verður í sölutjaldi á lóð Pósts og síma og einnig í
húsakynnum Bardúsa.
Nú er spurning hvort Norð-
urá nær að ijúfa tvö þúsund
laxa múrinn á þessu sumri.
Seinni hluta fimmtudagsins
voru komnir um 1.800 laxar úr
ánni, en ekki sami kraftur í
veiðinni og áður. Að sögn Hall-
dórs Nikulássonar veiðivarðar
er eftir sem áður mikið magn
af laxi í ánni, en mjög lítið vatn
er í henni og næturkuldar gera
það að verkum að laxinn tekur
mjög illa. Verður afli síðustu
daga ekki nefndur annað en
reytingur. „Það þarf að koma
veruleg veðurbreyting ef þetta
á að fara yfir 2.000 fiska,“ sagði
Halldór. I Norðurá er veitt til
loka ágúst.
Nýr fiskur að ganga í
Miðfjarðará
Frekar rólegt hefur verið yfír
veiðum í Miðfjarðará að undan-
förnu og þrjú síðustu holl verið
að fá þetta 40 til 50 laxa. Hópur-
inn sem lauk veiðum á fímmtudag
varð hins vegar var við talsvert
af nýjum laxi á ferðinni og sást
hann víða í Miðfjarðará og Aust-
urá og Vesturá neðanverðum.
Óhagstætt veðurlag hefur hins
vegar staðið veiðiskap fyrir þrif-
um, sérstaklega eru Vesturá og
Núpsá ræfilslegar vegna þurrk-
anna. Þó er mikill lax í Vesturá,
en hann hefur bunkað sig á
nokkra djúpa staði þar sem vont
er við hann að eiga.
Á fimmtudag voru komnir um
770 laxar á land úr ánum. Megu-
ið er eins árs fiskur úr sjó, mis-
jafn að gæðum, bæði fallegur 6
til 7 punda og svo smælki ofan í
3 pund í bland. Síðustu daga hafa
svo enn minni fiskar, nýrunnir,
verið á sveimi, einkum í Vesturá.
Innan um er einnig hinn hefð-
bundni skammtur af vænni fiski
og nokkrir í ánni eru augljóslega
um og yfir 20 pund. Aflinn er um
150 löxum minni heldur en á sama
tíma í fyrra. Laxleysi er þó ekki
fyrir að fara, heldur má kenna
um afleitri tíð til veiði og laxa-
gangna.
Góð útkoma í Svartá
Um 250 laxar eru komnir á
land úr Svartá, en þar er aðeins
Samvinna
HANDAGANGUR í öskjunni, einn peyinn hefur sett í vænan regn-
boga í Hvammsvík og lítil frænka hans býst til að hjálpa til með
háfinn.
veitt á 3 stangir síðan 1. júlí. Síð-
asta tveggja daga holl fékk 29
laxa og félagarnir misstu að auki
14 fiska. Sáu menn mikið líf í
ánni, jafnt ofarlega sem neðar-
lega. I aflanum voru allt að 16
punda laxar og margir laxar voru
dregnir á flugu. Einn risi slapp,
ungur veiðimaður sem steig sín
fyrstu spor á veiðibrautinni setti
í fískinn í vatnsskilunum við
Blöndu og notaði spón. Fékk
drengurinn ekki við neitt ráðið
þrátt fyrir að hann nyti fulltingis
föður síns, laxinn herjaði út alla
línu þeirra feðga og sleit. Fylgdi
sögunni að rétt áður en fískurinn
sleit hafi hann slengt sporðinum
upp úr ánni og hafí engu verið
líkara en verið væri að vinka þeim
feðgum með skóflublaði.
Paradís barnanna
Rífandi veiði hefur verið í
Hvammsvíkurtjörninni í Kjós, þar
sem leigutakar hafa sleppt miklu
magni regnbogasilungs og
bleikju, m.a. 1.500 regnbogum
fyrir skömmu. Allur er fiskurinn
1 til 4 pund, mest 2 til 3 pund
og sprækur á færi. Þarna eru
einnig nokkrir laxar og gríðar-
vænir urriðar sem taka af og til,
en þeir hafa átt það til að slíta.
Eru urriðamir allt að 16 til 17
pund. Margt hefur verið um
manninn í Hvammsvíkinni og
mikið um að hinir fullorðnu fari
þangað með bömin, enda hafa
margir orðið til að lýsa staðnum
sem paradís fyrir bömin.
Verðmunur á danskri
og íslenskri málningu: * '
Osambærilegt
segja íi’am-
leiðendur
ÍSLENSKIR málningarframleið-
endur segja að í frétt blaðsins um
verðmun á íslenskri og danskri
málningu í fyrradag hafi ekki um
sambærilega hluti að ræða. Verð
á danskri málningu með gljástig 5
sé borið saman við verð á íslenskri
málningu með gljástig 10. Þeir
segja að hjá íslenskum frainleið-
endum sé svipuð málning og sú
danska seld á sama eða mjög svip-
uðu verði og hún.
Kolbeinn Siguijónsson, sölustjóri
hjá Málningarversmiðju Slippfélags-
ins í Reykjavík, segir að hjá útsöluað-
ilum Slippfélagsins kosti 12 lítra fata
af Vitretex úti- og innimálningu í ljós-
um litum 4.500 krónur. „Þetta höfum
við verið að auglýsa í allt sumar. Lítr-
inn í því tilfelli er á 375 krónur. Þessi
málning er sambærileg við dönsku
málninguna," segir Kolbeinn. „Lítrinn
af dönsku málningunni er á 295 krón-
ur. Síðan á eftir að lita hana og þá^
kostar lítrinn 335 krónur. Þama er
því um mjög svipað verð að ræða,“
segir hann.
Kolbeinn segir að hjá Málningar-
verksmiðju Slippfélagsins sé einnig á
boðstólnum lofta- og veggjamálning,
Vitretex almatt, á svipuðu verði og
sú danska. Tólf lítra fata af þeirri
málningu kosti hjá Slippfélaginu^
3.742 krónur."