Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993 Norsk stjórnmál Gro Harlem Brundtland eykur vin- sældir sínar Ósló. Reuter. VINSÆLDIR Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, og Verkamannaflokks hennar fara nú vaxandi meðal kjósenda ef marka má tvær nýj- ar skoðanakannanir. Samkvæmt könnun vinstriblaðsins Arbeid- erbladet vilja 54% kjósenda að Brundtland verði áfram forsæt- isráðherra en samsvarandi hiut- fall var 41% í apríl 1992. Þingkosningar verða í Noregi 13. september. Klofningur í röðum jafnaðarmanna og vaxandi at- vinnuleysi hafa átt mikinn þátt í því að fylgi við Verkamannaflokk- inn- hefur verið_ í lágmarki undan- farin ár og jafnvel verið minna en 30% í könnunum. í könnun Aften- posten, sem er hægrisinnað, fær flokkurinn nú 32,8% en hafði 31,6% í liðinni viku. Hægriflokkur- inn fór úr 23,2% niður í 20,3% og fylgi Miðflokksins, sem hefur bar- ist af mikilli hörku gegn væntan- legri aðild landsins að Evrópu- bandalaginu, reyndist 11,6% eða 1,3% minna en í síðustu viku. í könnun Arbeiderbladet kemur fram að aðeins 15% vilja að leið- togi hægrimanna, Kaci Kullmann Five, verði forsætisráðherra en 18% studdu hana í apríl í fyrra. Sérfræðingar telja að batnandi efnahagur síðustu mánuðina ráði mestu um aukið álit kjósenda á Brundtland. Hann á afmæli ... / BILL Clinton Bandaríkjaforseti varð 47 ára í gær. Af því tilefni snæddi hann afmælistertu um borð í forsetaþotunni en Clinton var þá á leið í 10 daga frí á eynni Martha’s Vineyard undan Massachusetts. Birting slqala um morðið á Kennedy CIA vill halda hluta skialanna Washington. Reuter. BANDARÍSKA leyniþjónustan (CIA) sagðist í gær vi(ja halda eftir 10.000 síðum af skjölum úr rannsókninni á morði Johns F. Kennedys Bandaríkjaforseta árið 1963. Á mánudag ber CIA að afhenda þjóð- skjalasafninu í Washington skjöl um ingur þá fengið aðgang að þeim. Alls munu skjöl CLA vegna rann- sóknar á morði Kennedys nema rúm- lega 300 þúsund síðum en þar af eru um 150.000 síður á míkrófilmum. Til þess að fá að halda hluta gagnanna áfram verður stofnunin að færa fyrir því fullnægjandi rök og sagði Peter Emest, talsmaður CLA, að svo yrði gert á mánudag. Hann sagði nauðsyn- legt að halda áfram leynd yfir viðkom- andi skjölum til að vemda heimildar- morðrannsóknina og getur almenn- menn og halda starfsaðferðum CIA leyndum. Bandaríkjaforseta bar að skipa sér- staka nefnd til þess að meta rann- sóknarskjöl sem lögregluyfirvöld vilja banna birtingu á fyrir 25. janúar sl. eða aðeins fimm dögum eftir að Bill Clinton tók við embætti. Nefndin hef- ur völd til að hnekkja ákvörðun CLA um að halda eftir hluta skjala úr Kennedy-málinu. Hæstiréttur Israels kemur til móts við óskir þrennra gyðingasamtaka Demjanjúk haldið áfram Jerúsalem. Reuter. MEIR Shamgar, forseti hæstaréttar ísraels, úrskurðaði í gær að John Demjanjuk skyldi haldið föngnum til 2. september næstkomandi að minnsta kosti til þess að gefa þrennum gyðinga- samtökum kost á að sækja hann að nýju til saka fyrir meinta stríðsglæpi. Shamgar var formaður fimm dóm- ara réttar sem sýknaði Demjanjúk 29. júlí sl. af ákæru um að vera ívan grimmi, illræmdur gasklefastjóri í útrýmingarbúðum nasista í Tre- blinka. Þrír dómarar til viðbótar ít- rekuðu þann úrskurð sl. miðvikudag og mæltu svo fyrir um að Demjanjúk skyldi sleppt úr fangelsi. Brugðust gyðingasamtökin þijú hart við og kröfðust nýrrar málshöfðunar. Féllst Shamgar að kanna réttmæti kröf- unnar. Yoram Sheftel, lögmaður Demj- anjúks, gagnrýndi Shamgar í gær fyrir að skjóta því enn á frest að sleppa skjólstæðingi sínum úr fang- elsi. „Átta dómarar við hæstarétt hafa ákveðið að engin ástæða sé til þess að rétta að nýju í máli hans. Það eru engin fordæmi fyrir því í ísraelskri réttarsögu að manni sé haldið í fangelsi þremur vikum eftir að hæstiréttur hefur sýknað hann.“ Shamgar féllst á kröfu gyðinga- samtakanna sem vilja sækja Demj- anjúk til saka að þau fengju tæki- færi til þess að skila inn skriflegri röksemdafærslu fyrir nauðsyn þess að hefja ný réttarhöld gegn honum. Þegar fresturinn rennur út stendur Shamgar frammi fyrir þremur kost- um; að hafna kröfu um réttarhöld og láta sleppa Demjanjúk, að fyrir- skipa réttarrannsókn á því hvort efni sé til nýrra réttarhalda eða dóms- rannsókn á því hvort næg rök séu fyrir hendi til þess að hefja nýja rétt- arrannsókn. Noam Federman, fulltrúi öfga- samtakanna Kach, sem eru ein sam- takanna þriggja sem krafist hafa nýrra réttarhalda yfir Demjanjúk, ítrekaði í gær líflátshótanir í hans garð. „Daginn sem hann verður lát- inn laus munum við biðja alla þá sem vilja að réttlætið nái fram að ganga að drepa hann,“ sagði Federman. Efraim Zuroff, forstjóri Simon Wiesenthal-stofnunarinnar, sagði eftir úrskurð Shamgars í gær: „Nú verðum við að taka til hendi og gera allt til þess að finna sönnunar- gögn ... ég er sannfærður um að það finnist gögn sem ekki hafa verið könnuð til þessa." Fimm manna sendinefnd rússneskra þingmanna í heimsókn hér á landi í boði Alþingis Jeltsín kann ekki að starfa með löggjafanum VALERÍJ Gerasímov þingmaður á rússneska þinginu hefur verið hallur undir Borís Jeltsín en í samtali við Morgunblaðið gagnrýnir hann forsetann fyrir að kunna ekki að starfa með löggjafarþing- inu. Gerasímov er einij af fimm rússneskum þingmönnum sem hafa dvalið hérlendis undanfarna daga í boði Alþingis. Hann segir að nú sé stjórnarandstaðan að ná undirtökunum í þjóðfélaginu, menn eins og Jeltsín og Rúslan Khasbúlatov þingforseti hverfi brátt úr sviðs- (jósinu. Valeríj Gerasímov er læknir að mennt og stjómaði rekstri sjúkra- húss áður en hann sneri sér að stjómmálum. Hann er varaformað- ur heilbrigðismálanefndar rúss- neska þingsins. Gerasímov er einn af þremur leiðtogum þingflokks esm kallar sig „Vinstri miðjan“ og eru 63 þingmenn í þeim hópi. Þrátt fyrir nafnið segir Gerasímov að samtök þessi séu hægrisinnuð og fijálslynd á vestrænan mælikvarða. Einn kunnasti forvígismaður þeirra er hershöfðinginn Volkogonov sem átt hefur þátt í að upplýsa um glæpi á Stalínstímanum. Gerasímov segir að framanaf hafi Vinstri miðjan stutt Jeltsín en nú sé sá stuðningur alls ekki skil- yrðislaus. Einkavæðingin gangi of hægt, lífskjör séu hörmuleg og Jeltsín sé ráðalaus. Það sé eitt helsta einkenni góðra stjómmála- manna að kunna að eiga við lög- gjafann en þá list hafí Jeltsín ekki tileinkað sér. „Skýringin er líklega sú að hann á sér fortíð í kommún- istaflokknum," segir Gerasímov. Hann segir að nú sé „stjómarand- staðan að ná undirtökunum á þingi og í þjóðfélaginu". Með stjórnar- andstöðunni á hann við öll þau öfl sem séu í beinni andstöðu við Jelts- ín án þess þó að vera endilega andlýðræðisleg. Að hluta til geti Jeltsín sjálfum sér um kennt því hann hafí kallað marga atkvæða- mestu stuðningsmenn sína úr þing- inu til starfa hjá framkvæmdavald- inu. Jeltsín hefur krafist þingkosn- inga nú í haust en forysta þingsins hafnar því. Gerasímov segir að sinn flokkur sé hlynntur kosningum bæði til þings og forseta vorið 1994 sem er ári fyrr en stjómarskráin mælir fyrir um. „Eg get hins vegar ekki tekið undir að síðustu kosning- ar hafi verið ólýðræðislegar," segir Gerasímov. „Þær voru mjög lýð- ræðislegar en þá vantaði fjölskrúð- uga flokkaflóru. Þegar stjómmála- flokkar verða búnir að festa rætur verður hægt að kjósa aftur og þá geta menn farið að starfa af holl- ustu við flokk sinn fremur en ein- hveija einstaklinga eins og nú er. Nú er maður eiginlega neyddur til að gera upp á milli Khasbúlatovs og Jeltsíns. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að hvomgur kosturinn sé góður og þetta séu menn sem eigi eftir að víkja fyrir nýrri kyn- slóð manna.“ Loforð Jeltsíns dýr Gerasímov ver gerðir þingsins þegar hann er spurður hvort þar sé ekki helsta athvarf afturhalds- afla og því jafngott að leysa það upp. „Eg get ekki að öllu leyti tek- ið undir þá gagnrýni sem fram Vélsleðaferð ÞINGMENNIRNIR brugðu sér upp á Vatnajökul á fimmtudag. Gerasímov sem Morgunblaðið ræddi við er fyrir miðju með yfir- skegg. Honum á hægri hönd eru Friðrik Ólafsson skrifstofustjóri Alþingis og þvínæst Agafonov, formaður rússnesku sendinefndar- innar. hefur komið á þingstörfin. Við höf- um verið skammaðir fyrir að sam- þykkja fjárlög með miklu meiri halla en ríkisstjómin áformaði. En má ég benda á að fjárlögin sem við afgreiddum byggðust á loforð- um sem Jeltsín gaf fyrir þjóðarat- kvæðagreiðsluna í vor. Einkavæð- ingin eins og hún er nú framkvæmd er dæmd til að mistakast vegna þess að einkavæðingarseðlamir sem almenningur fékk hafa reynst verðlausir. Því var nauðsynlegt að breyta um stefnu. En ég var ekki sáttur við þá leið sem meirihluti þingmanna valdi, að færa starfs- mönnum fyrirtækja hlut í þeim, ég tel að það gangi ekki upp, en það verður að viðurkennast að þessi leið nýtur fylgis meirihluta almenn- ings. Við höfum verið skammaðir fyrir að vilja setja hömlur á starf- semi fjölmiðla. Það er ekki óeðlilegt að þingið geti skipt sér af starfsemi sjónvarps- og útvarpsstöðva í rík- iseigu og vildi ég reyndar að fram- kvæmdavaldið fengi einnig setu í eftirlitsnefndunum. Sjónvarpið flytur alls ekki hlutlausar fréttir og er fullt af klámi og sora sem ekki þekkist í Bandaríkjunum til dæmis." Gerasímov kvartaði í lok sam- talsins undan þeim þrýstingi sem Rússar sættu að kalla herlið heim frá Eystrasaltsríkjunum. „Öll stjómvöld í Rússlandi eru sammála um að kalla beri herliðið heim en þessi þrýstingur er óþolandi og getur skapað vandamál.“ Þegar þingmaðurinn er spurður hvort sjálfstæð ríki eins og Eystrasalts- Morgunblaðið/RAX A fundi með utanríkismálanefnd RÚSSNESKU þingmennirnir hafa hitt íslenska ráðamenn að máli og hér sjást þeir á fundi með utanrikismálanefnd. rikin eigi ekki rétt á að losna við erlent herlið sem fyrst spyr hann á móti hvers vegna það sé ekki gagnrýnt hvemig stjóm Eistlands komi fram við Rússland. Eistlend- ingar hafí samkvæmt útflutnings- skýrslum flutt út mikið af málmum á síðasta ári sem ekki hafa að geyma jám eins og t.d. ál og nikk- el. Samt sé enga slíka málma að finna í Eistlandi. Skýringin sé sú að málmunum sé smyglað frá Rúss- landi til Eistlands og þetta líði eist- neska stjómin. íslendingar aðstoði við hafnargerð ofl. Valentín Agafonov, einn af vara- forsetum rússneska þingsins, er formaður sendinefndarinnar hér á landi. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að eitt helsta málið sem rætt hefði verið við hérlenda viðmælendur væri hugmynd um að íslendingar aðstoðuðu Rússa við framkvæmdir þær sem fylgja opn- un siglingaleiðarinnar frá Atlants- hafi til Kyrrahafs í gegnum íshafið fyrir norðan Rússland. Nefndi Ágafonov einkum hafnargerð, smíði dráttarbrauta og aðstoð er lýtur að fjarskiptum. PÞ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.