Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 35
MOKGUNBLAÐIÐ LAUGAKOAGUK 21.. ÁGÚST ,1,993 35 DAUÐASVEITIN Þegar lögreglumaðurinn Powers var ráðinn í sérsveit lögreglunnar, vissi hann ekki að verkefni hans væri að framfylgja lögunum með aðferðum glæpamanna. Hvort er mikilvægara að framfylgja skipunum eða hlýða eigin samvisku? Mynd, sem byggð er á sannsögulegum heimildum um SIS sérsveitina í L.A. lögreglunni. Sýnd í A-sal kl. 5,7,9 og 11 Stranglega bönnuð innan 16 ára HELGARFRÍ MEÐ BERNIEII „WEEKEND AT BERNIE’S 11“ Frábaer gamanmynd Sýnd kl. 5,7,9 og 11. HERRA FÓSTRI Hulk Hogan er Herra Fóstri Hann er stór. Hann er vondur. Hann er í vandræðum. Mynd fyrir alla fjölskylduna. Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð innan 12 ára. FEILSPOR OIME FALSE MOVE ★ ★★★ EMPIRE ★ ★★MBL ★★★✓iDV : sakamálamynd, sem hvarvetna hefur fengiö dúndur aösókn. Sýnd kl. 9 og 11, b. 1.16 ára. Verðlaunagetraun á Bíólínunni 991000. Hringdu í Bíólínuna í síma 991000 og taktu þátt í skemmti- legum og spennandi spurningaleik. Boðsmiðar á myndina í verðiaun. Verð 29,90 mfnútan. Bíólínan 991000. Héðinn vann Borgarskákmótið Teflt í Ráðhúsinu FRÁ Borgarskákmótinu í Káðhúsi Reykjavíkur. HÉÐINN Steingrímsson vann Borgarskákmótið sem Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélagið Hellir stóðu fyr- ir í Ráðhúsi Reykjavíkur á afmælisdegi borgarinnar 18. ágúst. Keppnin hófst með því að borgarstjóri, Markús Örn Antonsson, lék fyrsta leik í skák þeirra Jóhanns Hjartarsonar, sem tcfldi fyrir Eramess ísgerð- ina og Braga Þorfinnssonar sem tefldi fyrir Samsölu- bakarí. Keppendur voru samtals 62, þar af tveir stórmeistarar, þeir Jóhann Hjartarson og Guðmundur Sigurjónsson. Röð efstu manna varð: Héðinn Steingrímsson, Dag- vist barna, Olafur Brynjar Þórsson, íslenskar sjávaraf- urðir, Jóhann Hjartarson, Emmess ísgerðin, Ágúst Sindri Karlsson, Síld og fisk- ur, Helgi Áss Grétarsson, Rafmagnsveita ríkisins, Jó- hann Öm Siguijónsson, Eim- skipafélag íslands, Andri Áss Grétarsson, Reykjavíkurborg, Sigurður Daði Sigfússon, Fé- lag bókagerðarmanna, Þráinn Vigfússon, Visa Island og Ingvar Ásmundsson, Pizza- húsið. Héðinn sigraði Ólaf í auka- keppni um Borgarbikarinn 2-1. SÍMI: 19000 ÞRÍHYRNINGURINN m 4 flK 8 J J Vegna vinsælda færum við þessa frábæru gam- anmynd í A-sal kl. 9 og 11. ★ ★★★ Pressan ★ ★★1/2 DV Ellen hefur sagt upp kærustu sinni (Connie) og er farin að efast um kyn- hneigð sína sem lesbíu. Til að ná aft- ur í Ellen ræður Connie karlhóruna Casella til að tæla Ellen og koma svo illa fram við hana að hún hætti algjör- lega við karlmenn. Frábær gamanmynd. Aðalhlv.: William Baldwin („Silver", „Flatliners"), Kelly Lynch („Drugstore Cowboyu) og Sherilyn Fenn („Twin Peaks“). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 12 ára. Fór beint á toppinn í Bretlandi STÓRMYND SUMARSINS SUPER MARIO BROS Vegna vinsælda færum við þessa stórmynd í A-sal kl. 5 og 7. Allir sem koma á Super Mario Bros. um helgina fá gefins meiriháttar plaggat. Aðalhiutverk: Bob Hoskins, Dennis Hopper og John Leguizamo. „Frumleg saga sem gengur upp, góðu karlarnir vinna og allt og alit. Myndin er skemmtileg, fyndin og hentar flestum meðlimum fjölskyldunnar." ★ ★ ★ G.Ó. PRESSAN Sýnd kl. 5,7,9og 11. AMOS&ANDREW MEIRIHÁTTAR GRÍN- OG SPENNUMYND Aðalhlutverk: Nicolas Cage og Samuel L. Jackson „Amos & Andrew er sannkölluð gam- anmynd. Henni tekst það sem því miður vill svo oft misfarast i Holly- wood, nefnilega að vera skemmtileg." G.B. DV. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. TVEIR ÝKTIR 1 Sýndkl.5,7,9 og 11. Sfðustu sýningar. LOFTSKEYTA- MAÐURINN ★ **GE-DV ***Mbl. Sýnd kl. 5,7,9og11. Fræösludeild kirkjunnar Leikmanna- skólinn að hefjast Morgunblaðið/Kristinn McDonald’s-húsið VIÐSKIPTI hjá McDonald’s á íslandi munu hefjast þann 10. september næstkomandi en næstu daga fara tilvon- andi starfsmenn á námskeið,-þar Sem þeim verður kennt að matreiða og afgreiða hina hefðbundnu McDonalds- rétti. Undirbúningur gengur mjög vel hjá McDonald’s UNDIRBÚNINGUR vegna opnunar skyndibitastaðar- ins McDonald’s er nú á lokastigi. Hús er risið við Suðurlandsbraut og Kjartan Örn Kjartansson, fram- kvæmdastjóri staðarins, segir að þegar verði vart inikillar umferðar í kringum bygginguna. Föstudaginn 10. september klukkan tíu verður staðurinn opnaður almenningi en formlega daginn áður, þann níunda. „Þessa dagana er verið að ganga frá húsinu að utan og unnið er að því að korna vél- um og tækjum fyrir,“ sagði Kjartan. Hann segir að nán- ast sé lokið við að ráða alla starfsmenn en þjálfun þeirra hefjist um mánaðamótin. „Það er undirstöðuatriði á veitingastöðum McDonald’s að þjálfa starfsmenn þess áður en það hefur störf. Það má og geta þess að þeim er haldið í stöðugri og reglu- legri þjálfun á meðan þeir starfa fyrir fyrirtækið." Opnunar beðið Kjartan segir að fólk sé greinilega spennt og bíði með nokkurri eftirvæntingu eftir að staðurinn opni. Umferð í kringum húsið hafi verið mikil að undanfómu. Hann segir að matseðill verði hefð- bundinn en hann muni þróast og stækka með tíð og tíma eftir að reynsla sé komin á reksturinn. Verði verður aft- ur á móti haldið leyndu allt fram á opnunardag. EINS og undanfarin ár verður Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar starfrækt- ur á vetri komanda. Skól- inn starfar á vegum Fræðsludeildar kirkjunn- ar í samvinnu við guð- fræðideild Háskóla ís- lands. Leikmannaskólinn býður upp á fjölbreytta fræðslu fyrir almenning um kristna trú. Meginnámskeið vetrarins verður með sama sniði og undanfarin ár. - Kennslu- greinar verða: Inngangs- fræði Gamla testamentisins, inngangsfræði Nýja testa- mentisins, trúfræði, helgis- iðir og táknmál kirkjunnar, siðfræði, sálgæsla og þjón- usta leikmannsins í kirkj- unni. Kennlsa hefst 22. sept- ember nk. og verður á mið- vikudögum kl. 20-22 í Odda, kennsluhúsnæði há- skólans, stofu 101. Auk þessa samfellda námskeiðs, sem tekur yfír haust- og vormisseri, verður boðið upp á styttri námskeið um helstu trúarbrögð mann- kyns með samanburði við kristna trú, um kristna íhugun, nýtrúarhreyfíngar, trúarheimspeki (tilgang lífs- ins) og leiðsögn við lestur Biblíunnar. Innritun fer fram á Fræðsludeild kirkjunnar, Biskupsstofu, Suðurgötu 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.