Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993
Stefanía Emilía Guðrún
Lárusdóttir frá Arbæ,
Sauðárkróki — Minning
Fædd 26. mars 1896
Dáin 8. ágúst 1993
Emilía Lárusdóttir lést á sjúkra-
húsinu á Sauðárkróki 8. ágúst sl.
97 ára. Emma á Árbæ eins og hún
var kölluð meðal vina og ættingja
var ein tólf systkina, en foreldrar
hennar voru Sigríður Björk Sveins-
dóttir og Lárus Jón Stefánsson frá
Skarði, Skarðshreppi.
Emilía giftist Brynjólfi Danivals-
syni frá Litla-Vatnsskarði A-Húna-
vatnssýslu og bjuggu þau hjónin á
Suðurgötu 24, Sauðárkróki (Ár-
bænum). Þau eignuðust fímm böm,
Svein, Stefaníu, Jóhönnu, Ragn-
heiði og Erlu, en tvær þær síðast-
nefndu eru látnar.
Ég kynntist Emmu og Binna í
Árbæ þegar ég var bam að aldri
og átti heima á Reykjaströnd. Tíð
og góð samskipti foreldra minna
við þau, sem vom reyndar systkina-
börn þeirra í báðar ættir. Árbærinn
var fastur viðkomustaður okkar á
Sauðárkróki, þangað vildu allir
koma, enda vom þau hjónin góðir
og skemmtilegir gestgjafar. Hús-
rými var ekki stórt, en þó alltaf
nóg, það er alltaf nægjanlegt rými,
þar sem líf og fjör ríkir og skemmti-
legir hlutir gerast, það má alltaf
hola einum niður var orðtæki Emmu
frænku þegar öll sæti, hom og
gangvegir vom fullir af gestum.
Þrátt fyrir þröngan fjárhag var öll-
um gestum veitt góðgæti, hver man
ekki eftir kandísnum og brjóstsykr-
inum hennar Emmu.
Emma hafði fastmótaðar skoðan-
ir á mönnum og málefnum og það
fór aldrei á milli mála hvað hún
meinti. Pólitískum andstæðingum
hennar fannst æði hart að sitja
undir ádeilum hennar, en enginn
mátti þó ósáttur að heiman fara.
Heimili þeirra hjóna var oft vett-
vangur líflegra stjórnmálaum-
ræðna. Þar voru stefnur og hug-
sjónir jafnaðarmanna viðraðar, en
samhjálp, jafnrétti og hvers konar
mannréttindi voru Emmu og Binna
afar hugleikin. Emma sagði oftast
það sem henni lá á hjarta, hún var
hreinskiptin einlæg og afar næm á
spaugilegar hliðar lífsins. Hún hafði
alltaf á reiðum höndum skemmti-
legar sögur af mannlífínu í Skaga-
fírði og ófáar dýrasögur, en hún
og Binni voru mikli dýravinir. Það
var gaman að sjá þau gefa fuglun-
um í vetrarhörkunni, þessum litlu
vinum okkar fjölgar ár frá ári, sagði
Emma. Ég minnist líka orða hennar
er ég heimsótti hana á sjúkrahúsið
í fyrrasumar. Hún horfði út um
gluggann og sagði: Það mætti
breyta öllum þessum móum og
melum í skrúðgarð, allt sem þarf
er viljinn. Það þarf að hlúa að sér-
hveijum litlum blómsprota, allt
nærist sem lifír ella visnar og deyr,
sagði þessi aldna merkiskona, sem
alla tíð ræktaði sinn eigin garð á
Árbænum af einstakri alúð og
smekkvísi.
Það er stundum sagt að hann eða
hún setji sterkan svip á umhverfí
sitt. Það tóku allir eftir Emmu á
Króknum, það vissu allir hver hún
var og það vissu líka allir að þar
fór manndómskona. Nú er þessi
aldna frænka mín farin yfír móðuna
miklu. Hún kveið ekki brottför sinni
úr þessum heimi, hún vildi aftur
eiga samvistir við brottkveðna ást-
vini.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Sveini, Stefaníu, Jóhönnu og öðr-
um aðstandendum og ástvinum
votta ég samúð mína.
Kristján Pétursson.
Föðursystir mín Emelía Lárus-
dóttir lést á Sjúkrahúsinu á Sauðár-
króki 8. ágpíst síðastliðinn, 97 ára
gömul. Eiginmaður hennar var
Brynjólfur Danivalsson, sem andað-
ist 14. september 1972. Allan sinn
búskap bjuggu þau á Sauðárkróki,
í gömlu húsi við Suðurgötu, sem
alla tíð gekk undir nafninu Árbær
(nú Suðurgata 24). Þeim hjónum
varð fímm bama auðið: Sveinn verk-
stjóri, býr í Keflavík, eiginkona hans
er Guðrún Þorsteinsdóttir, þau eiga
þijú böm. Ragnheiður ljósmóðir,
sem lést 16. október 1986. Mikil
heiðurskona og vel látin í starfí. Hún
átti einn son. Hún bjó lengst af í
Keflavík og á Sauðárkróki. Stefanía
húsmóðir, býr í Reykjavík, gift Ara
Jónssyni, bankaútibússtjóra, þau
eiga einn son. Jóhanna heilsugæslu-
forstjóri, býr í Keflavík, gift John
Toffolo, þau eiga tvö böm. Yngst
er Erla, sem átti heima hjá móður
sinni alla tíð. Hún var sjúklingur
alla sína ævi. Hún lést 30. ágúst
1990.
Emma í Árbæ, eins og hún var
ætíð kölluð, var einstök kona í orðs-
ins fyllstu merkingu. Allir gamlir
Sauðárkróksbúar og fjölmargir úr
sveitum Skagafjarðar þekktu
Emmu. í nokkur ár sáu þau hjónin,
Brynjólfur og Emelía, um sýsluhest-
húsið, sem stóð rétt hjá Árbæ. Á
þeim árum komu Skagfírðingar úr
næstu sveitum við á Sauðárkróki
ríðandi til verslunarferða þangað og
geymdu hesta sína hjá þeim hjónum
og þurftu þeir því eiígar áhyggjur
að hafa af sínum hestum meðan á
kaupstaðarferðinni stóð, því vel var
um þá hugsað. Þau hjónin áttu
lengst af kindur, kýr og hænsni. Þau
sáu einstaklega vel um sínar skepn-
ur, höfðu þær í húsum alveg við
íbúðarhús sitt. Fannst því mörgum
sveitamanninum heimilislegt að
heimsækja húsráðendur í Árbæ.
Þau hjón kunnu vel að taka á
móti gestum, Brynjólfur eða Binni,
eins og hann var alltaf kallaður,
ræddi við gesti um hvað helst væri
að gerast í þjóðmálunum hveiju
sinni, var hann þar vel með á nótun-
um og átti þar jafnaðarstefnan góð-
an liðsmann. Emma ræddi við sína
gesti á öðrum nótum, um búskapinn
og hvað helst var að gerast hjá
mannfólkinu á Króknum. Þar nutu
einstakir frásagnarhæfíleikar henn-
ar sér vel, hún hafði sérstakt lag á
að koma gestum sínum í gott skap.
Börn í nágrenni við Árbæ sem ólust
upp á sama tíma og börn Emmu og
Binna höfðu góðan aðgang að leika
sér við Árbæ og fengu þá stundum
eitthvað í svanginn, þegar maginn
fór að kalla hjá smáfólkinu. Emma
var því vinsæl hjá unga fólkinu.
Margir héldu sambandi við hana alla
tíð og heimsóttu hana, þegar þeir
áttu leið um. Eins og fram hefur
komið var gestkvæmt hjá frænku
minni í Árbæ og leið öllum vel sem
þangað komu.
Margar af fyrstu endurminning-
um mínum eru bundnar við frænd-
fólk mitt í Árbæ. Þegar við bræðum-
ir frá Steini á Reykjaströnd, Jóhann,
Kristján og ég, vorum sendir í ýms-
um erindagjörðum til Sauðárkróks,
komum við alltaf til Emmu, alltaf
tók hún á móti okkur, þessum litlu
frændum sínum úr sveitinni, af mik-
illi gestrisni. Við vorum leiddir til
stofu og gefíð að borða, minna mátti
það ekki vera, saddir og ánægðir
fórum við frá henni. Oft sagði hún
okkur sögur um broslega hluti, sem
við mundum lengi og margt munum
við enn.
Eftir að við bræður fluttum suður
og urðum fjölskyldumenn fórum við
aldrei svo um Skagafjörð, að ekki
væri komið við hjá Emmu í Árbæ,
eða á sjúkrahúsið eftir að hún fór
að dvelja þar, hin allra síðustu ár.
Alltaf tók hún á móti fjölskyldum
okkar með sama rausnarbrag.
Gamla stofan í Árbæ hefur frá
mörgu að segja, þar hafa margir
hlegið dátt og minnast nú Binna og
Emmu. Frásagnarhæfíleikar þeirra
voru einstakir, en hvort með sínu
lagi. Þar hef ég átt margar af mínum
skemmtilegustu stundum. Með
Emmu frænku minni, sem nú er
hnigin til moldar, er gengin sönn
hetja, sem vann öll sín störf með
dugnaði og samviskusemi. Heimili
hennar bar þess alltaf merki. Hún
vildi hafa sitt á hreinu í lífínu og
henni tókst það, hvort það var held-
ur húsið, garðurinn, eða annað sem
hugur hennar stóð til.
Nú fækkar þeim óðum, börnum
Lárusar og Sigríðar frá Skarði í
Gönguskörðum, sem urðu tólf tals-
ins, nú eru aðeins eftir á lífi Guð-
mundur, búsettur í Reykjavík, og
Klara, búsett á Sauðárkróki.
Eftirlifandi börn Emmu, sem öll
búa fyrir sunnan, voru einstaklega
dugleg að heimsækja hana norður
og hjálpa henni á allan hátt, svo hún
gæti búið sem lengst í húsinu sínu
kæra við Suðurgötuna á Króknum.
Ég og fjölskylda mín vottum að-
standendum samúð okkar.
Blessuð sé minning hennar.
Hilmar Pétursson.
í-dag fer fram á Sauðárkróki út-
för ömmu minnar, Emmu í Árbæ
eins og hún var jafnan kölluð. Hún
lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks á 98.
aldursári. Amma var fædd að Skarði
í Skarðshreppi, rétt ofan við Sauðár-
krók. Aðeins þriggja ára fluttist hún
með afa sínum og frænku í lítið kot
á Eyrinni á Sauðárkróki. Sjálfsagt
hefur verið þröngt í búi hjá foreldr-
um hennar þar sem þau voru barn-
mörg. Frá sjö ára aldri bjó amma í
Árbæ, sem er syðsta húsið undir
Nöfunum á Króknum, enda kennd
við þann stað.
Hún var gift afa mínum Brynjólfi
Danivalssyni, en hann lést fyrir tæp-
um 20 árum. Ömmu get ég ekki
minnst án þess að tala um Erlu
yngstu dóttur hennar, en þær bjuggu
alltaf saman þar til Erla dó úr
krabbameini fyrir þremur árum.
Amma hafði mikinn persónuleika
og er minnisstæð þeim sem kynnt-
ust henni. Lífsorka og dugnaður
voru aðalsmerki hennar. Hún setti
svip á umhverfi sitt og tryggð henn-
ar við Árbæinn, þar sem hún bjó í
90 ár, sýnir að hún lét aldrei fyrir
róða þá arfleifð sem afi hennar og
frænka létu henni eftir.
Amma var mér kærari en flestir
aðrir. Síðan ég man eftir mér vorum
við systkinin á sumrin hjá þeim
mæðgum fyrir norðan og þess á
milli þegar ferð féll til. Engir aðrir
staðir freistuðu okkar þegar ævin-
týralandið í Árbænum var annars
vegar. Nærveran við ömmu og Erlu
einkenndist af vitrænni uppörvun og
andlegri næringu sem þær miðluðu
og sem situr eftir. Við systkinin
gerðum okkur ekki grein fyrir aldri
t
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
KARITAS KRISTINSDÓTTIR,
Árhóli,
Dalvík,
lést (Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 18. ágúst.
María Jónsdóttir, Sigurjón Sigurbjörnsson
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
ÁRNIÁRSÆLSSON
læknir,
lést 13. ágúst í Hafnarbúðum.
Útförin hefur farið fram.
Erna Sigurleifsdóttir,
Bergljót Árnadóttir,
Leifur Árnason.
t
Eiginkona mín, móðirokkar, tengdamóðir, amma og langamma,
JARÞRÚÐUR ÞÓRHALLSDÓTTIR MAACK,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 23. ágúst
kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarfélag lamaðra
og fatlaðra.
Aðalsteinn P. Maack,
Aðalheiður Maack, Óðinn Geirsson,
Pétur A. Maack, Kristjana Kristjándóttir,
Þórhallur Maack, Gyða Bárðardóttir,
Gfsli Maack, Kristbjörg Áslaugsdóttir,
Sigríður Maack, Már Másson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móðir mín, amma og lang-
amma,
KRISTÍN ÁGÚSTA
GUNNLAUGSDÓTTIR
frá Siglufirði,
Framnesvegi 57,
Reykjavík,
lést fimmtudaginn 19. ágúst á elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund.
Margrét Eyjólfsdóttir,
Guðbjartur Þórarinsson, Jóhanna Hrafnkelsdóttir,
Danfel Guðbjartsson.
ömmu og þótti sjálfsagt að hún tæki
þátt í leikjum okkar svo sem bolta-
leikjum og fallin spýtan þó að aldurs-
munurinn væri 74 ár. Það var fjöl-
skrúðugt lið sem tók þátt í lífinu við
Árbæinn, bæði menn og málleysingj-
ar. Amma lét sér ekkert óviðkom-
andi og hlutleysi eða skoðanaleysi
var hættulegt að hennar mati. Að
taka afstöðu var nauðsynlegt.
Hún var mikill dýravinur og svo
lengi sem hún mundi hafði hún gef-
ið hrafninum. Hann var ekki bara
heimilisvinur hann var einn af okkur
í „liðinu hjá ömmu“ alveg eins og
mýsnar.
Öll nutum við gjafmildi hennar
og félagsskapar. Af meðfæddri hlýju
voru allir velkomnir. Sífellt voru þær
mæðgur að gefa og það var svo
áreynslulaust. Þær voru alltaf að
gefa gjafír og styrkja góð málefni.
Þær voru meðvitaðar um hinn him-
neska auð og er mér minnisstæð
eftirfarandi vísa sem amma kenndi
mér mjög ungum.
Hver sem á himneska auðinn
frá honum stelur ei dauðinn
Þ6 eigi hann ekki á sig kjólinn
er hann samt ríkari en sólin.
(Matthías Jochumson)
Amma var listamaður í höndunum
og þeir eru margir sem eiga heklaða
dúka eftir hana. Hún heklaði fram
á síðasta dag og var það hennar
aðal dægrastytting. Snemma byijaði
amma í umönnunarstörfum sem ein-
kenndust af hjartahlýju hennar og
fómfýsi. Hún annaðist veikan afa
sinn sem var í umsjá hennar þar til
hann dó. Einnig annaðist hún
frænku sína og fóstru þar til yfir
lauk. Veikum eiginmanni sínum
hjúkraði hún heima, en hann var
lamaður síðustu tvö árin sem hann
lifði og fór hann aldrei á sjúkrahús.
Þegar Erla frænka fæddist reyndi
enn á ömmu því að Erla fæddist
mikið fyrir tímann o var hreyfihöml-
uð allt sitt líf. Erla dó úr krabba-
meini árið 1990. Raunar voru þær
mæðgur óaðskiljanlegar í 55 ár.
Einnig var Ragga frænka henni
mjög náin þar sem hún giftist aldrei
og eyddi öllum sínum frístundum í
Árbænum og átti þar heima síuðstu
árin. Hún dó 1986, einnig úr krabba-
meini. Amma ól upp einkason
Röggu, Brynjólf Dan, og var hann
og fjölskylda hans ömmu mjög kær.
Mikið og náið samband hafði hún
líka við önnur börn sín og barnabörn
sem komu oft í Árbæinn.
Heimili ömmu var alltaf mann-
margt og sóttist fóik eftir félagsskap
hennar. Hún var alltaf hrókur alls
fagnaðar og fór á kostum. Húsið var
alltaf fullt af lífi og var amma þar
ávallt miðdepill og andrúmsloft Ár-
bæjarins einkenndist af persónu hen-
ar. Amma trúði á mátt bænarinnar
og bað af alhug og einlægni fyrir
okkur afkomendum sínum og þeim
sem áttu bágt. Ég veit að ástúð
hennar og fyrirbænir ná út yfir gröf
og dauða.
Þó að amma hafí verið orðin há-
öldruð og næstum lifað í heila öld,
södd lífdaga og tilbúin að fara þá
var hún í mínum huga eilíf. Hún
hafði þraukað eins og klettur í haf-
inu. Eins og segir í ljóðlínum eftir
Stefán G.: Bognar aldrei — brotnar
í bylnum stóra seinast.
Danival.