Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 40
TVÖFALDUR1. vinningur LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Opinber heimsókn Shimonar Peresar utanríkisráðherra ísraels Fríöarhorf- ur og- við- skiptamál efst á baugi SHIMON Peres, forsætisráð- herra ísraels, ræddi einkum frið- arhorfur og samningaviðræður í Mið-Austurlöndum og við- skiptamál íslands og ísraels á fundum sínum með Davíð Odds- syni forsætisráðherra og Vigdísi Finnbogadóttur forseta Islands í gær. Mál Eðvalds Hinrikssonar var ekki tekið upp, og sagðist Peres telja að enn skorti á nægi- leg sönnunargögn í málinu. Opinber heimsókn Peresar hófst í gær, en hann lenti á Keflavíkur- flugvelli á öðrum tímanum síðdeg- is. Peres átti fundi með ráðamönn- um síðdegis í gær og í gærkvöldi hélt Davíð Oddsson honum veizlu í Þingholti. Ráðherrann fer af landi brott á morgun, en í dag heldur hann blaðamannafund á Þingvöll- um. Viðskipti verði aukin „Við ræddum einkum friðarhorf- ur í Mið-Austurlöndum og leiðir til að auka viðskipti íslands og ísra- els,“ sagði Peres eftir fund þeirra Davíðs. „Hvað vináttu varðar, höf- um við fullan skammt, en við vild- um gjarnan bæta við hann með verzlunar- og efnahagstengslum.“ Ráðherrann bætti við að hann væri bjartsýnn á friðarhorfur fyrir botni Miðjarðarhafs. Um það bil 500 manns mót- mæltu stefnu ísraela í Mið-Austur- löndum á útifundi á Lækjartorgi, sem haldinn var er viðræður Peres við forseta og forsætisráðherra voru að heijast. Sjá einnig bls. 15. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ströng öryggisgæzla SHIMON Peres og Davíð Oddsson ræða á efri myndinni við frétta- menn eftir fund sinn í gær. Tals- verður viðbúnaður er hafður af hálfu íslenskra yfirvalda til að gæta öryggis Peresar, líkara því að um þjóðhöfðingja væri að ræða en utanríkisráðherra, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins. Auk þess sem Peres hefur með sér til landsins fimm manna sveit eigin öryggisvarða fylgir sérsveit íögreglunnar í Reykjavík ráðherranum og aðrar deildir lögreglunnar gæta þeirra staða þar sem ráðherrann kemur og veita honum fylgd á ferð milli staða. A minni myndinni er sér- sveitarmaður við bílinn, sem flutti Peres frá Keflavíkurflug- velli til Reykjavíkur. Færeysk- um togara vísaðútfyr- ir miðlínu FOKKER Landhelgisgæsl- unnar stuggaði færeysk- um togara út fyrir miðlín- una milli Islands og Fær- eyja í gærdag. Fokkerinn var í hefðbundnu eftirlits- flugi er hann kom að tog- aranum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem færeysk- um togurum er vísað úr efnahagslögsögu íslands á þessum slóðum en þarna hafa þeir sótt í bæði karfa og rækju á undanförnum árum. Gunnar Bergsteinsson for- stjóri Landhelgisgæslunnar segir að Færeyingarnir telji sig í fullum rétti að veiða inn- an miðlínunnar þar sem þeir viðurkenna ekki Hvalbak sem viðmiðunarpunkt í efnahags- lögsögu íslands. Hins vegar hafi þeir ávallt orðið við óskum Landhelgisgæslunnar um að færa sig út fyrir miðlínuna þegar að þeim er komið. Að sögn Gunnars er svæðið sem deilt er um u.þ.b. 9.000 ferkílómetrar að stærð en fær- eysku togararnir eru á veiðum á mjög litlum hluta þess innan miðlínu Islands. Aðspurður segist hann ekki vita til að verið sé að vinna að lausn þessa máls hér heima og bend- ir á að þetta sé mál sem utan- ríkisráðuneytið þurfi að taka upp við Færeyinga. Ekki tókst að ná tali af Jóni Baldvini Hannibalssyni utanríkisráð- herra í gærdag. Ásakanir Norðmanna um smáfiskadráp Íslendingaí Barentshafi Sjómenn og útgerð telja þær lið í áróðursherferð Hólmadrangur heimsóttur tvisvar sama daginn af norsku strandgæslunni SJÓMENN og útgerðarmenn telja að ásakanir Norðmanna um smá- fiskadráp íslendinga í Barentshafi séu liður í áróðursherferð gegn veiðum þeirra og til þess gerðar að koma þeim af veiðisvæðinu í Smugunni. Asakanir Norðmanna um ólögleg veiðarfæri eigi heldur ekki við rök að styðjast en þar hafi þeir átt við notkun fimm togara á flottrollum sem bönnuð eru innan norskrar lögsögu. Hólmadrang- ur var fyrsti togarinn sem reyndi flottroll og fékk hann 20 tonna hol í það. Sökum þessa heimsótti norska strandgæslan Hólmadrang tvisv- Sent út frá Metropolit- anóperunm TIL stendur að sérstök óperukvöld verði á kvöld- dagskrá Rásar 1 á laugar- dögum í vetur þar sem út- varpað verður óperum frá Metropolitan-óperuhúsinu í New York, auk stórra óperuhúsa í Evrópu. Var þetta samþykkt á fundi út- varpsráðs í gær þegar geng- ið var frá drögum að vetrar- dagskrá fyrir Rás 1 og Rás 2 í vetur. Áætlað er að vetrardag- skráin hefjist 4. október og að fyrsta óperukvöldið verði 9. október, en þá verður út- varpað Galakonsert í tilefni af því að tuttugu ár eru liðin frá því að Luciano Pavarotti og Placido Domingo stigu • fyrst á svið. Fyrstu mánuðina verður ekki um beinar útsend- ingar að ræða en unnið er að því að þær geti hafist haustið 1994. Verður aðaláherslan lögð á útsendingar frá Metro- politan-óperunni. Sjá „Uppfærslur frá Metrópólitan...“ á bls. 14. ar sama daginn og mældi aflann. Samkvæmt skeyti sem útgerðar- manni Snæfuglsins barst í gær frá togaranum um niðurstöður af mæl- SJÖTUGUR maður beið bana eftir að hafa orðið fyrir bíl á Dverg- höfða í Reykjavík í gærmorgun. Bílnum ók ungur maður sem hafði verið sviptur ökuréttindum. Maðurinn gekk út á götuna og varð þar fyrir Lada-fólksbíl sem ekki ingum Norðmanna á afla um borð í nokkrum íslenskum togurum er smáfiskur í afla þeirra að meðaltali var ekið á miklum hraða, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús og lést þar skömmu síðar af áverkum sínum. Lögregla vildi ekki gefa upp nafn mannsins í gær að ósk ættingja hans. um 27%. Hinsvegar vekur athygli að í þeim tveimur mælingum sem framkvæmdar voru um borð í Hólmadrangi reyndist smáfískur 10% í annarri en 18% í hinni. Hlöð- ver Haraldsson skipstjóri Hólma- drangs segir að flottrollið gefi betri fisk en botnvarpan á þessum miðum og hann hafí ekki heyrt athuga- semdir við notkun togarans á þessu veiðarfæri frá norsku strandgæsl- unni. „Eg bauð þeim svo að koma aftur í heimsókn til okkar í dag til að mæla aflann en þeir þáðu það ekki,“ sagði Hlöðver í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Áróðursherferð Norðmenn gáfu út tilskipun um bann við veiðum norskra togara í Smugunni eftir að niðurstöður úr mælingum á hlutfalli smáfisks lá fyrir. Sturla Einarsson skipstjóri á Ákureyrinni segir að þessi tilskipun sé skrýtin í ljósi þess að engir norsk- ir togarar séu á þessu svæði né hafi verið þar frá því að íslensku skipin hófu veiðar. Þá þykja aðferð- ir Norðmanna við mælingar undar- legar og nefnir Hlöðver það að þeg- ar mælt var um borð hjá honum var helmingur af aflanum tekinn úr einu holinu og hver fiskur mældur, líka næli; sfli og annað. Sturla segir að þessar mælingar séu langt frá því sem þeir eigi að venjast á íslandsmiðum. „Mér sýnist þetta vera eins og hvert annað áróð- ursbragð hjá þeim,“ segir Sturla. Tveir útgerðarmenn sem Morg- unblaðið talaði við sökum þessa máls bentu á að íslensku skipin væru með 155 mm möskvastærð í pokunum á trollum sínum meðan að norskir sjómenn mættu hafa 135 mm möskvastærð. Sjá ennfremur á miðopnu. Banaslys í umferðinm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.