Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993
27
Minning
*
Asgeir Gunnars-
son frá Höfn
Laugardaginn 14. ágúst sl. skart-
aði Hornafjörður öllum sínum feg-
urstu myndum, spegilsléttum firði
með eyjum og gróandi land umhverf-
is og glitrandi jökla og tignarleg fjöll
þar upp af. Ekki nutum við dásemda
umhverfisins sem skyldi því að
tengdaföður mínum, Ásgeiri Gunn-
arssyni frá Þinganesi, hafði ekki lið-
ið vel síðasta sólarhringinn og var
veikari en undanfarið. Þegar við
kvöddum hann í sjúkraflugvélinni á
flugvellinum við. Árnanes gerðum
við samt ráð fyrir að hann kæmi
aftur eftir meðferð sérfræðinga eins
og gerst hafði undanfarnar vikur.
En eigi má sköpum renna. Tæpum
sólarhring síðar var hann burtkallað-
wr og lést í Landspítalanum aðfara-
nótt sunnudagsins 15. þ.m. Það á
'3kki að koma á óvart þó tæplega
áttræður maður kveðji þessa jarð-
vist, en í okkar huga var Ásgeir
ekki eins gamall og árin töldu. Utlit
hans og athafnir gáfu ekki til kynna
að komið væri að leiðarlokum. Hann
var alla tíð hraustur og reglusamur
og allt fram á síðustu misseri stund-
aði hann mikið útiveru, fór í göngu-
ferðir, hjólaði tugi kílómetra á viku
og synti daglega. Þess vegna komu
fréttir af veikindum hans fjölskyld-
unni og vinum í opna skjöldu.
Ásgeir var fæddur í Þinganesi í
Nesjum 22. febrúar 1914. Foreldrar
hans voru Gunnar Jónsson bóndi í
Þinganesi og síðar bóksali á Höfn
og kona hans Ástríður Sigurðardótt-
ir frá Reyðará. Móðir Asgeirs lést
af barnsförum við fæðingu hans.
Sjálfur sagði hann svo frá þessum
atburði að koma þessa níu marka
orms í heiminn hefði ekki mátt kosta
minna en líf móðurinnar. Guðbjörg
móðursystir hans, sem bjó á hluta
jarðarinnar, gekk Ásgeiri í móður-
stað og kallaði hann hana jafnan
móður sína. Síðar giftist faðir hans
Björgu Jónsdóttur frá Múla.
Ásgeir átti þrjú eldri systkini og
tvo yngri hálfbræður, samfeðra:
Systkinin eru: Ragna, fædd 1904,
gift Guðjóni Bernharðssyni gullsmiði
í Reykjavík sem er látinn; Signý,
fædd 1907, ljósmóðir á Höfn, gift
Karli Unnari Magnússyni verslunar-
manni á Höfn, þau eru bæði látin;
Signý, lést 9. febrúar sl.; Guðmund-
ur Björgvin, fæddur 1911, bygging-
arfulltrúi og kennari á Akureyri,
giftur Önnu Tryggvadóttur sem nú
er látin; Karl, fæddur 1926, lést 13
ára gamall; og Jón Hilmar, fæddur
1929, byggingarmeistari í Reykja-
vík^ giftur Árnýju Friðriksdóttur.
Ásgeir ólst upp í Þinganesi og
sleit þar bamsskónum. Það var ekki
mikið ríkidæmi í þann tíð. Engu að
síður rifjaði hann stundum upp góð-
ar minningar frá æskuárum sínum.
Öll Þinganessystkinin bera þess
merki að á heimilinu hafa menning-
ar- og þjóðleg verðmæti verið í há-
vegum höfð.
Sextán ára gamall fór Ásgeir til
náms í gagnfræðaskóla Akureyrar
og ári síðar að Bændaskólanum á
Hvanneyri. Þar kynntist hann konu-
efni sínu, Maren Þorkelsdóttur, sem
ávallt var kölluð Mæja. Hún var
fædd 20. apríl 1912 að Rauðanesi í
Mýrasýslu. Foreldrar hennar vora
Þorkell Þorvaldsson og Ingveldur
Guðmundsdóttir og fluttust þau síð-
ar í Borgarnes.
Ásgeir og Mæja hófu búskap í
Þinganesi 1936 og þá í sambýli við
Gunnar föður Ásgeirs. Þegar faðir
hans fluttist á Höfn 1938 tóku þau
alfarið við búsforráðum í Þinganesi.
Ásgeir hafði alla tíð mikinn áhuga
á iandbúnaði og ræktaði jörð sína
vel. Það var ekki aðeins að hann
byggði upp gripastofn heldur rækt-
aði hann íjöibreyttan matjurtagarð
sem ekki var algengt þá. Eftir því
var tekið hvað umgengni um öll
amboð, tæki og áhöld var góð og
hef ég það fyrir satt að þau biluðu
aldrei meðan Ásgeir bjó í Þinganesi.
Fyrirhyggja, samviskusemi og hög
hönd lagfærðu allt slit áður en tæki
og tól gengu úr lagi. Ekki var Mæja
eftirbátur eiginmannsins í uppbygg-
ingu búsins og svo rösk og ötul var
hún til verka bæði úti og inni að
hún gekk nærri heilsu sinni. Senni-
lega var það ástæðan fyrir því að
þau brugðu búi og fluttust á Höfn
1947. Á Höfn byggðu þau í sam-
vinnu við Karl og Signýju systur
Ásgeirs hús á Afkastahól, sem
reyndar var oftast nefndur Guð-
mundarhóli. Húsið nefndu þau Þing-
hól eftir æskuheimilinu.
Mæja var einstaklega hógvær og
notaleg manneskja og hjónaband
þeirra einkenndist af mikilli og
gagnkvæmri virðingu sem endurspe-
glaðist í notalegu heimili og frá
fyrstu heimsóknum var eins og mað-
ur hefði alla tíð verið heimilisfastur
þar. Mæja lést 24. júní 1980.
Börn Ásgeirs og Marenar era:
Erla Sigríður, fædd 1937, banka-
starfsmaður í Kópavogi, maki Sverr-
ir Brimar Guðnason, en hann lést
1988. Þeirra börn era Birkir og
Sjöfn. Gunnar Þorvaldur, fæddur
1943, skipstjóri á Höfn, maki Ás-
gerður Arnardóttir. Þeirra börn era
Arnþór, Ásgeir og Elín Arna. Ing-
valdur, fæddur 1948, skipstjóri á
Höfn, maki Gréta Friðriksdóttir.
Börn þeirra eru Friðrik Þór, Ingvald-
ur Mar, Sandra Lind og Lóa Hrönn.
Ásta Guðbjörg, fædd 1951, banka-
starfsmaður á Höfn, maki Albert
Eymundsson. Börn þeirra eru Sævar
Þór, Maren, Anna Kristín og Inga
Birna.
Ásgeir bar mikla umhyggju fyrir
fjölskyldu sinni og nú seinni árin
naut hann þess að fylgjast með öllum
afabörnunum sem orðin eru 18.
Sama dag og hann háði sína lokabar-
áttu fylgdist hann af veikum mætti
með því er nýr fjölskyldumeðlimur,
barnabarnabarnið, Sverrir Brimar,
kom í heiminn á fæðingarheimilinu
rétt handan götunnar og leit hann
dagsins ljós nokkrum klukkustund-
um fyrir andlát Ásgeirs.
En nú hvíslar afi ekki lengur í
lítið eyra „besta stelpa í heimi“ eða
segir Búkollusögur og önnur ævin-
týri með tilþrifum og ekki raular
hann lengur vísur og ljóð. Afa mun-
aði meira að segja ekki um að setj-
ast niður við orgelið og semja og
skrifa lag tileinkað litlum músíkanti
og hljóðfærinu hans eða bara af-
mæli. Þó að sterka röddin sé þögnuð
lifir ómur hennar áfram í litlum
hjörtum og minningunni um góðan
afa sem svo auðvelt var að þykja
vænt um og elska. Sérstakar þakkir
á afi skilið frá Sævari Þór sem fékk
fyrstu árin að dveljast á heimili og
í faðmi afa og ömmu á Þinghóli og
síðar meir á sumrin meðan fjölskyld-
an bjó tímabundið fyrir sunnan.
Eftir að Ásgeir og Mæja fluttust
á Höfn hóf Ásgeir störf hjá Kaupfé-
lagi Austur-Skaftfellinga og vann
þar til starfsloka. Gegndi hann ýms-
um störfum, var kartöflumatsmaður,
umboðsmaður Samvinnutrygginga
um árabil og einnig allra skipafélaga
og vöruflutninga á landi. Jafnframt
þessum störfum var hann iðulega
kallaður til við húsbyggingar og þá
helst til að sjá um jámabindingar.
Ásgeir kom víða við í félagsmálum
héraðsins. Tónlist og söngur skipuðu
sérstakan sess í lífi hans. Hæfileikar
hans á þeim sviðum þóttu óvenjuleg-
ir og víst er að til hans var leitað
Minning
Per Jónsson dr. agro
Nýlega lézt í Ríkisspítalanum í
Kaupmannahöfn dr. Per Jónsson.
Per var sonur Péturs Á. Jónsson-
ar óperasöngvara og fyrri konu
hans Ida Marie Kögler.
Per fæddist í Darmstadt í Þýzka-
landi 26. maí 1919, en faðir hans
starfaði þá við óperuna þar. í
Þýskalandi bjó fjölskyldan til ársins
1933, en þá fluttist hún heim til
Islands. Ekki var íslenzka töluð á
heimilinu, heldur danska, sem var
móðurmál móðurinnar og þýzka,
sem Pétur þurfti að þjálfa sig í
vegna starfsins.
Kunnátta Per var því engin í ís-
lenzku og fyrir þá sök var honum
neitað um skólvist í MR og var
sendur á heimavistarskóla í Bir-
keröd í Danmörku. Eríka, eldri syst-
irin, fór að vinna í Sjóvátrygginga-
félagi íslands og Margrét, yngri
systirin, í skóla.
Á stríðsáranum var Per við nám
í Búnaðarháskólanum í Kaup-
mannahöfn, auk þes sem hann
starfaði með andspyrnuhreyfing-
unni. Að prófí loknu árið 1944 hélt
hann til íslands ásamt unnustu
sinni, Elly. Þau dvöldu hér í rúmt
ár og starfaði hann þá meðal ann-
ars á Sámsstöðum í Fljótshlíð og
einnig hjá Reykjavíkurborg. Eftir
það hélt hann aftur til Danmerkur
og þá til framhaldsnáms til Edin-
borgar og að því loknu í nám til
Bandaríkjanna. Ævistarfs Per ar á
sviði svínaræktar og um það efni
varði hann doktorsritgerð við Bún-
aðarskólann í Kaupmannahöfn árið
1965. Hann var eftirsóttur fyrirles-
ari og vísindamaður og ferðaðist
víða.
Pér lézt eftir þriggja mánaða
sjúkrahússlegu hinri 15. júlí síðast-
liðinn. Stutt var á milli andláts
Pers og seinni eiginkonu Péturs,
Karenar Louise, sem gekk honum
í móðurstað, en hún lézt 15. maí
síðastliðinn.
Eftirlifandi eiginkona Pers er
Elly, og eignuðust þau tvo syni:
Peter, sem starfar að endurhæfíngu
fíkniefnasjúkliriga, og Ole, sem er
kennari.
Þau hjón voru yndisleg heima að
sækja og gestrisin með eindæmum.
Þau gengu dætrum Margrétar í
foreldrastað í Kaupmannahöfn.
Hildur Karen, eldri systirin, bjó þar
í 10 ár með íjölskyldu sína. Hólm-
fríður, sú yngri, vann þar í tvö sum-
ur. Eiga þær þaðan ómetanlegar
minningar.
Per er sárt saknað af ættingjum
og vinum og er tómlegt að hugsa
sér Kaupmannahöfn án hans.
Ættingjar og vinir á íslandi.
með söng, ýmist með öðrum eða
með einsöng, við ólíkustu tækifæri.
Hann fékk strax í uppeldinu gott
veganesti og var Þinganesheimlið
annálað fyrir gott söng- og músík-
fólk. Tækifæri hæfileikafólks á þess-
um árum voru ekki mörg en söng-
hæfileika sína reyndi Ásgeir að
þroska af sjálfsdáðum í dagsin önn.
Jafnvel í miðjum heyönnum var sest
við orgelið í hádeginu og eitt lag
tekið meðan beðið var eftir að allir
lykju máltíð sinni. Á skólaárum sín-
um á Akureyri söng hann í Karla-
kórnum Geysi ásamt Guðmundi
bróður sínum og fleiri Hornfirðing-
um. Mér hefur verið sagt að kórinn
hafi styrkst mikið með tilkomu þess-
ara manna. Á Hvanneyri söng hann
í kvartett.
Þegar heim kom var strax tekinn
upp þráðurinn og það voru margar
ferðirnar 'sem farnar voru inn að
Brekkubæ til Bjarna og sungið þar
tímunum saman. Þá gilti einu hvern-
ig veður og færð vora, klofstígvélin,
sjóstakkurinn og sjóhettan vora tek-
in fram því það skyldi sungið. Eg
hef heyrt þá sögu að á stríðsárunum
hafi karlakórinn sungið fyrir breska
hernámsliðið og Ásgeir sungið ein-
söng við það tækifæri. Eftir þá uppá-
komu kölluðu Bretarnir Ásgeir jafn-
an „manninn með gullbarkann“.
Ótalin er þátttaka hans í kirkjukór-
um um áratugaskeið. Ásgeir gerði
miklar kröfur til alls tónlistarflutn-
ings og var ekki sáttur við neitt
fúsk í þeim efnum. Virðing hans
gagnvart sönglistinni var meiri en
svo að slíkt mætti líða. Mestar kröf-
ur gerði hann þó til sjálfs sín og
hann var ekki tilbúinn að koma fram
öðru vísi en að vera fullviss um að
skila sínum hlut vel.
Ásgeir var alia tíð mjög virkur
þátttakandi í leikstarfsemi í hérað-
inu. Hann tók þátt í fjölda leiksýn-
inga og lék mörg stór og krefjandi
hlutverk á sviði. Það var sama hvert
hlutverkið var, hvort það var
Skugga-Sveinn í samnefndu verki
eða Bastían bæjarfógeti í Kard-
imommubænum, í öll hlutverkin var
lögð sama alúðin.
Ekki gat Ásgeir setið auðum hönd-
um eftir að kom að starfslokum hjá
KASK. Maðurinn var vel á sig kom-
inn til líkama og sálar og kunni ekki
aðgerðarleysinu. í félagsskap aldr-
aðra fann hann verkefni við hæfí.
Þar gekk hann fram af sama áhugan-
um og samviskuseminni og áður og
fór fremstur í að bæta og viðhalda
félagsheimili aldraðra, Miðgarði.
Húsið ber handbragði og vandvirkni
hans og öðram félögum gott vitni.
Sömuleiðis fékk hann að viðhalda
tónlistaráhuganum með því að syngja
í kór aldraðra og tók hann að sér
stjómun hans. Þátttaka hans í störf-
um aldraðra veitti honum mikla
_______________Brids______________________
Umsjón: Arnór Ragnarsson
Sumarbrids 1993
Miðvikudaginn 4. ágúst var spilaður
tölvureiknaður Mitchell með þátttöku
32 para. Spiluð vora 30 spil. Miðlung-
ur var 420. Efstu pör vora:
NS:
1. HjálmarS.Pálsson-SveinnR.Þorvaldsson 497
2. BaldurBjartmarss-GuðmundurÞórðars. 486
3. EyþórJónsson-VíðirJónsson 457
4. Bjöm Amarson-Alfreð Kristjánsson 450
AV:
1. SteingrímurJónasson-MagnúsAspelund 470
2. GunnarB.Kjartanss.-ValdimarSveinss. 468
3. Dóra Friðleifsdóttir—Sigríður Ottósdóttir 464
4. Dagurlngimundarson-KarlG.Karlsson 457
Fimmtudaginn 5. ágúst mættu 36
pör til ieiks í Sumarbrids. Spilaður var
tölvureiknaður Mitchell. Spilaðar voru
15 umferðir með 2 spilum á milli para.
Miðlungur var 420. Efstu pör vora:
NS:
1. Þrösturingimarsson-GeorgSverrisson 545
2. ErlaSiguijónsd.-BemharðurGuðmunds. 508
3. Annaívarsdóttir-GunnlaugEinarsdóttir 492
4. HelgiNíelsen-ElvarGuðmundsson 456
AV:
1. JónSteinarlngólfsson-RagnarJónsson 488
2. ErlendurJónsson-BragiBjamason 482
3. EyjólfurMagnúss.-JónViðarJónmundss. 465
4. BjömTheodórsson-GísliHafliðason 454
Föstudaginn 6. ágúst mættu 46 pör
til spilamennsku í Sumarbrids. Spiluð
voru 30 spil með Mitcheli fyrirkomu-
lagi. Miðlungur var 420. Efstu pör
voru:
NS:
1. Hörður Pálsson—Vilþjálmur Sigurðsson 523
2. Jón Stefánsson-Sveinn Sigurgeirsson 493
3. ÓmarOlgeirss.-GuðmundurHermannss. 475
ánægju seinni árin og fullnægði at-
hafna- og félagsþörf hans í lokin.
Það hefur oft verið sagt að hið
stórbrotna og fagra umhverfí Austur-
Skaftafellssýslu ásamt einangran
héraðsins hafí mótað sérstakt mann-
líf hér um slóðir og úr þessum jarð-
vegi hafí vaxið sterkir og sérstæðir
persónuleikar. Ég held að það sé
mikið til í því og þetta á vel við um
Ásgeir. Hann var hógvær og lítillátur
og aldrei heyrði ég hann hreykja sér
af hæfileikum sínum eða verkum.
En undir rólegu yfirborðinu bjó sterk
og traust manneskja sem var föst
fyrir en jafnframt þægilega skemmti-
ieg. Hann var sérstaklega vandaður
til orðs og æðis enda naut hann mik-
ils trausts og virðingar samferða-
manna sinna. Ég er þess fullviss að
það er sama hvað Ásgeir hefði tekið
sér fyrir hendur, hann hefði leyst
hvaða verkefni sem var vel af hendi.
Ásgeir var skarpgreindur, víðles-
inn og fylgdist vel með öllum atburð-
um bæði í nálægð og úti í hinum
stóra heimi. Hann hafði mjög gott
vald á tungunni og það var bæði
uppbyggiiegt og skemmtilegt að
spjalla vjð hann í næði. Maður kom
ekki að tómum kofunum þar og þá
gilti einu hvert umræðuefnið var.
Á yfirborðinu var Ásgeir alvöru-
gefinn, en hann var hrókur alls fagn-
aðar í góðra vina hópi. Ég var svo
lánsamur að eiga góðar stundir með
Ásgeiri og systkinum hans eftir að
ég tengdist fjölskyldunni. Þá kom
vel í ljós þessi skemmtilega kímni
og glettni sem mér fannst einkenna
þau öll. Það var á við bestu skemmt-
anir að eiga samverustundir með
þeim.
Ásgeir var ræktunarmaður í víð-
um skilningi. Hann ræktaði sinn
garð vel og ekki síður naut samfélag-
ið góðs af fjölþættum hæfileikum
hans og kostum. Hann hafði góð og
bætandi áhrif á þá sem hann um-
gekkst.
Eftir að Ásgeir veiktist í vor naut
hann einstakrar og hlýlegrar umönn-
unar hjúkrunarfólks og starfsliðs
Krabbameinsdeildar Landspítalans.
Hann bar mikið traust til þess og
honum leið vel þar. Fyrir það eru
þessum aðilum færðar alúðar þakkir
fjölskyldunnar. Sömuleiðis færum
við Guðmundi og Sigrúnu á Dverga-
steini bestu þakkir fyrir að veita
okkur húsaskjól í Kópavogi í sumar
meðan Ásgeir þurfti að koma dag-
iega á spítalann.
Eins og fram kemur í upphafi
greinarinnar var laugardagsmorg-
uninn sem Ásgeir kvaddi heima-
byggð sína einhver fallegasti dagur
ársins og ekki kæmi mér á óvart
að með því vildi héraðið hans og
máttarvöldin kveðja hann og þakka
fyrir langa og nána samleið.
Albert Eymundsson.
4. BjömÞsrláksson-AndrésÁsgeirsson 469
AV:
1. SigrúnPétursdóttir-AldaHansen 485
% HalldórÞorvaldsson-KarlBrynjarsson 456
3. KjartanJóhannsson-HelgiHermannsson 449
4. SveinnR.Þorvaldsson-PállÞórBergsson 447
Sunnudaginn 8. ágúst var spilaður
tölvureiknaður Mitchell með þátttöku
20 para. Spilaðar voru 8 umferðir með
4 spilum á milli para. Miðlungur var
224. Efstu pör voru:
NS:
1. ErlendurJónsson-SveinnR.Þorvaldsson 267
2. Logi Pétursson-Bjöm Bjömsson 250
3. ÞorsteinnErlingss.-SigurleifurGuðjónss. 242
AV:
1.-2. Sturla SnæbjömssoiWón Stefánsson 271
1.-2. GylfiÓlafsson-SiguijónTryggvason 271
3. EyþórJónsson-VignirSigursveinsson 255
Sumarbrids er spilaður alla daga
vikunnar. Alla virka daga auk sunnu-
daga er spilaður tölvureiknaður Mitch-
ell. Spilamennska byijar stundvíslega
kl. 19.00. Á laugardögum er spilaður
einmenningur og byijar spilamennska
þá kl. 14.00. Spilað er í húsi Bridge-
sambands íslands að Sigtúni 9 og eru
allir spilarar velkomnir.
Bridsfélag Reykjavíkur
Framhaldsaðalfundur verður
haldinn 25. ágúst 1993 í Lionssaln-
um, Sigtúni 9, kl. 17. Athygli er
vakin á lagabreytingum.
Dagskrá fundar:
1. Lagabreytingar
2. Kosning stjórnar, endurskoð-
enda og annarra fulltrúa.
3. Ákvörðun um félagsgjald og
keppnisgjald starfsárið 1993-
1994.
4. Önnur mál.