Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993 Svört náttúruvernd eftir Hermann Sveinbjörnsson Upp á síðkastið hefur nýtt hugtak - „svört náttúruvernd"- rutt sér til rúms meðal þeirra sem starfa að endurheimt landgæða hér á landi. Er hugtakið notað um hugsjónir þess fólks sem mótmælir og berst gegn útbreiðslu innfluttra tegunda til skógræktar og landgræðslu - fólk sem dásamar hina ósnortnu fegurð uppblásinna auðna og sandfláka. í hugum þess fólks, sem aðhyllist svarta náttúruvernd, felur náttúru- vernd í sér viðhald á óbreyttu ástandi, sem í daglegu tali kallast stöðnun. I hugum þessa fólks flokk- ast því uppgræðsla oft undir' hrein náttúruspjöll, sérstaklega ef um er að ræða innfluttar tegundir. Slíkum plöntum hefur sumum tekist í lítil- læti sínu að tóra og jafnvel dafna og bjóða íslenskri veðráttu og eyð- ingaröflum byrginn. Þá breytist ásýnd landsins úr svörtu í grænt - og jafnvel blátt! Þjónustuíbúð fyrir aldraða Til sölu þjónustuíbúð í Hæðargarði 35, 65 fm. Innangengt í Þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar. Upplýsingar í símum 45186 og 75894. ÓDAL f asteignasala. Skeifunni 11A, 3. hæð, ® 679999. Laufvangur - Hafn. Erum með í einkasölu 4ra herb. endaíbúð 125,9 m2 á 3. hæð í 3ja hæða blokk. Gott sjónvarpshol, rúmgott eldhús, þvottahús og búr innaf eldhúsi, stór stofa og borðstofa, suðursvalir, 3 svefnherbergi á sérgangi, baðherbergi með kari og sturtu. íbúðin er laus strax. Áhvílandi hagstæð lán ca kr. 3.700.000,-. Verð kr. 8.400.000,-. ÓÐAL f asteignasala. Skeifunni 11A, 3. hæð, ® 679999. Mosfellsbær Glæsilegt parhús Erum með í sölu sérlega glæsilegt og vandað parhús á einni hæð samtals 164,2 m2 ásamt bílskýli. 4 rúm- góð svefnherbergi, eldhús með glæsilegum innrétting- um og borðkrók. Parket á gólfi, þvottahús innaf eld- húsi, stofa með marmara, sólstofa út frá stofu, sjón- varpshol með parketi, snyrting með kari og sturtu, flís- ar á gólfi. Húsið er einstaklega vandað að allri gerð. Sjón er sögu ríkari. Áhvílandi hagstæð lán ca 6.200.000,-. Verð 12.950.000,-. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjori KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu - eignir sem vekja athygli: Vesturborgin - allt sér - bílskúr Glæsileg 6 herbergja efri hæö í þríbýlishúsi. Innbyggöur bílskúr meö geymslu 37,4 fm. Glæsileg lóð með háum trjám. Grunnflötur hússins 154,8 fm. Einn vinsælasti staður í Vesturborginni. Sanngjarnt verð. Fyrir smið eða laghentan í Smáibúðahverfi endaraðhús með 4ra-5 herb. íbúð á tveimur hæðum, 115 fm. Þvottahús og geymsla í kjallara. Þarfnast nokkurra endur- bóta. Skipti æskileg á 2ja-3ja herb. íbúð í hverfinu. Gott verð. Einkasala. Skammt frá Borgarspítalanum Neðri hæð í tvíbýli, 3ja herbergja, 82 fm. Allt sér. Öll eins og ný. 40 ára húsnæöislán kr. 3,6 millj. Tilboð óskast. Laus fljótlega. Safamýri - Stóragerði - endaíbúðir Vel með farnar 4ra herbergja íbúðir á 1. hæð. Geymslur og þvottahús í kjallara. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Góð eign í Garðabæ 4ra herbergja ibúð á 2. hæð við Lyngmóa. Þrjú svefnherb. Sér þvotta- aðstað. Bílskúr. Útsýni. Tilboð óskast. Nokkrar 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir Með „gömlu og góöu“ 40 ára húsnæðislánunum, 2,5 - 3,6 millj. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Litlar ódýrar íbúðir M.a. viö Njálsgötu og Gunnarsbraut. Vinsaml. leitið nánari upplýsinga. • • • Opiðídag kl. 10-14. Fjöldi eigna í makaskiptum. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. AIMENNA FASTEIGNASALAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Lifi lúpínan! Á undanfömum vikum hef ég verið á ferð víða um landið. Á slíkum ferðum gleður fátt mig meira en að sjá myndarlegar bláar lúpínubreiður í blóma, hvort sem er í hlíðum Siglu- fjarðar, í bröttum skriðum Skorra- dais, við Rauðavatn í útjaðri Reykja- víkur, eða á svörtum Mýrdalssandi. Ég fyllist lotningu og aðdáun á dugnaði og þegnskap þessa land- nema við að þekja sanda og vindsorf- in holt með grænum og bláum litum. Jafnframt verður mér oft hugsað til dugnaðar og framsýni Hákonar Bjarnasonar, skógræktarstjóra, sem m.a. sótti lúpínuna til_ Alaska í lok fimmta áratugarins. í dag er svo komið að Landgræðsla ríkisins flytur út lúpínufræ og grasfræ til Alaska. Það er stórkostlegt þegar slík sam- vinna tekst milli þjóða, báðum aðil- um til hagsbóta og blessunar. Það er ekki að undra að lúpínan skuli vera einn helsti þyrnir í augum þess fólks á íslandi sem aðhyllist svarta náttúruvernd. Sagt er að lúp- ínan setji blett á ásýnd íslenskrar náttúru, það sjáist grænir og bláir litir í landslaginu þar sem einungis ættu að vera sandar og grámyglu- legar auðnir. Heyr á endemi! Þessu halda jafnvel fram annars vel mennt- aðir og málsmetandi menn á sviði náttúrufræða. Hefur þetta jafnve! náð svo langt að á vegum Náttúru- verndarráðs er háð heilagt stríð gegn lúpínu í þjóðgarðinum í Skaftafelli. Er því m.a. haldið fram að þjóðgarð- urinn fái ekki einhveija evrópska viðurkenningu sem óspjallaður þjóð- garður ef þar finnst innflutt plöntu- tegund! En hvað er ekki innflutt? Þyrftu þá ekki tún, skjólbelti, og ýmis fleiri mannanna verk einnig að víkja í Skaftafelli og öðrum hlið- stæðum stöðum? Hvar ætti slík vit- leysa að enda, t.d. varðandi trjágróð- ur við Þingvelli? Ég sendi neðanjarð- ar- og andspyrnuhreyfingu lúpín- unnar innilegt hugskeyti og vona að hún sigri klippur Náttúruverndar- ráðs og spretti aftur upp að vori. Blómlegur gróður er miklu meira virði í okkar fáklædda landi heldur en einhver erlend viðurkenning. Eflum flóruna Vegna landfræðilegrar einangr- unar Islands er tegundafjöldi flór- unnar ekki í neinu samræmi við breiddargráðu landsins. Það sést best þegar borið er saman gróðurfar Hermann Sveinbjörnsson „Það er hryggilegt til þess að vita að vormenn Islands, starfsmenn við landgræðslu og skóg- rækt, þurfi að ryðja brautina framhjá hælbít- um svartrar náttúru- verndar.“ í Alaska, Norður-Noregi, og Rúss- landi. Tegundafæðin er stór ástæða fyrir veikleika íslenskra gróðurlenda femá&ináQ Umsjónarmaður Gísli Jónsson „Mig langar að minnast hér á málvillu sem er orðin nokkuð algeng, að hafa stutt sérhljóð í stað langs við tilteknar aðstæður I orðum á borð við_ brú, á, slá, rá, kló, spá o.s.frv. í þolfalli ein- tölu með greini höfum við venju- lega langt sérhljóð: við brúna yfir ána, hann málaði slána og rána, réttu mér klóna, heyrðirðu spána? Þetta er líka það sem við er að búast miðað við ritaða mynd orðsins þar sem eitt sam- hljóð, n, fylgir, en sérhljóð eru venjulega löng í áhersluatkvæð- um á undan einu samhljóði eða engu. Nú ber þó svo við að ósjaldan hefur fólk þarna stutt sérhljóð en samhljóðið lengist að sama skapi: við „brúnna“ yfir „ánna“, hann málaði „slánna“ og „ránna“, réttu mér „klónna“, heyrðirðu „spánna"? Þetta er rangur framburður og á ekki að heyrast í Ríkisútvarp- inu. Á hinn bóginn koma orð- myndir á borð við brúnna, ánna, slánna, ránna, klónna, spánna réttilega fyrir í eignarfalli fleir- tölu með greini: brýrnar, um brýrnar, frá brúnum, til brúnna, spárnar, um spárnar, frá spán- um, til spánna og svo framveg- is. Þarna, þegar verið er að tala um margar brýr eða spár, og greinir hafður með, er hárréttur framburður að segja brúnna, spánna og þar fram eftir götun- um enda í samræmi við ritmynd- ina með tveimur /i-um. Þegar átt er við eina brú, eina spá o.s.frv. tölum við um brúna, spána, ána, klóna - teygjum á sérhljóðinu enda er þar aðeins eitt n í rituðum myndum orð- anna. Við eigum sem sé að játa trúna en ekki „trúnna", vaða yfír ána en ekki „ánna“, hlusta á spána en ekki „spánna". Sú villa, sem hér var gerð að umtalsefni, virðist þegar allt kemur til alls frekar vera beyg- ingarlegs eðlis en hreinræktuð framburðarvilla enda þótt rugl- ingur milli beygingarmynda komi auðvitað fram í fram- burði.“ (Tungutak, júní 1993, ritstj. Ari Páll Kristinsson.) Birt með þökk til ritstjórans fyrir gott og árangursríkt starf. Kjartan Ragnars í Reykjavík bregður ekki tryggð sinni við þáttinn. Honum er I nöp við dönskuslettur eins og að „reikna með“ í staðinn fyrir að búast við eða gera ráð fyrir. Hann saknar, eins og umsjónarmaður, orðsins bjarndýr. Honum leiðist orðið hvítabjörn og ísbjörn og finnst erlendur keimur að því seinna. Orðrétt segir Kjartan í bréfi: „Þegar við strákar á Akureyri þreyttum jakahlaup þar sem nú skarta Ráðhústorg og Nýja bíó, varaði amma mín, fjörgömul, stranglega við bjarndýrum sem sætu ævinlega um börn þegar sjór væri ísi lagður. Hún hefur sjálfsagt viljað forða piltum úr glæfraleik jakahlaups sem gat vissulega verið hættulegt. Síðan hef ég ávallt nefnt þessar skepn- ur bjarndýr, enda er það heiti einnig skráð á gamlar bækur. - Reyndar er landbjörn einnig bjarndýr, en þá nefnist hann skógarbjörn." Að lokum vonar Kjartan Ragnars að umsjónarmanni líði vel, en hann óskar þess ekki að neinn „hafí það gott“. Umsjón- armaður þakkar Kjartani á sama hátt. Vilfríður vestan kvað: Ég er háþróuð hindúasál, ét hálftannað námskeið i mál; ég er röff, ég er töff, fæ mér stera og stöff og sting mig til spari með nál. Oft má sjá í blöðum og tíma- ritum hörmulega skiptingu orða milli lína, og hafa margir að vonum komið að máli við um- sjónarmann vegna þessa, nú síð- ast Guðrún Kristín Magnúsdóttir í Reykjavík. Henni þótti um þverbak keyra, er hér í blaðinu var svo skipt samsetningu af orðinu hestur, að í fyrri línunni voru aðeins stafírnir he. Ég hef nokkrum sinnum um þetta fjallað og rækilegast í 629. þætti. Þótt ekki sé lengra um liðið tek ég þann kost að 706. þáttur endurbirta það sem um þetta efni stóð þar: „Umsjónarmaður verður fyrst að svara fyrir sig og sinn þátt, svona eins og Ragnar Reykhás fyrir sig og sína fjölskyldu. Próf- arkalestur á þættinum íslenskt mál hefur lengst af verið, og einkum nú um langt skeið, til mikiilar fyrirmyndar og er þó sérlega vandasamur á þætti sem þessum. Að öðru leyti svarar Ingvar Hjálmarsson starfsmaður Morg- unblaðsins spurningunni um prófarkalestur á þessa leið: Við erum með orðaskiptingar- forrit sem hannað var fyrir okk- ur í Noregi, og ég held að þeir hafí lesið alla Orðabók Menning- arsjóðs inn í kerfíð. Síðan er til önnur skrá innan þessa forrits sem heitir undantekningarlisti, og þar eiga að skrást þau orð sem kerfíð skiptir ítrekað skakkt hjá okkur, t.d. Hallgrímur sem verða vill Hal-lgrímur. Þannig reynum við allt sem tölvutæknin leyfir til þess að vanda orða- skiptingu sem best. En auðvitað verður aldrei sett undir allan hugsanlegan leka. Um prófarkalesara er það að segja, að þeir hafa ekki tæki- færi til að fylgjast með orða- skiptingum í öllum þeim ókjörum lesmáls sem í blaðinu birtist. Þar verða helst útundan fréttaskrif og annað það sem lendir í mestu tímahraki hveiju sinni, ef svo mætti segja. En kunnugt er mér um það að hlutfallsiegur fjöldi prófarkalesara hjá Morgun- blaðinu er mjög hár, þrír á hverri vakt, og ailt úrvalsfólk. Að lyktum þessa máls segir umsjónarmaður að auðvitað verður ekki sæst á annað en réttar orðaskiptingar í blöðum og bókum. Hann óskar tölvusér- fræðingum og prófarkalesurum góðs sigurs í viðskiptum við vill- urnar.“ Það er almenningsálit í sveitinni, að ást séra Marteins á geitinni megi hreint ekki lá þegar litið er á hve lík hún er Jórunni heitinni. (Jóhann S. Hannesson)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.