Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993
í sveppamó í ágúst 1986.
MATSVEPPIR
Blóm vikunnar
Umsjón Ágústa Björnsdóttir
277. þáttur
Nú er runninn upp sá tími sum-
ars, þegar unnendur sveppa grípa
körfur sína og hefja leit að þessum
ljúffenga jarðargróða. Oft er byij-
að óþarflega seint, full ástæða er
til að fara að líta í kringum sig
um miðjan júlí og síðan getur
tínslutíminn orðið a.m.k. tveir
mánuðir á góðu hausti. Tæmandi
þekking á ættum, tegundum og
sérkennum sveppa útheimtir
ástundun flókinnar fræðigreinar
og við sem berum fyrst og fremst
til þeirra matarást þurfum varla
að fyrirverða okkur fyrir fræðileg-
ar takmarkanir. Við erum svo lán-
söm að tiltölulega lítil líkindi eru
á eitrun frá þeim sveppum, sem
við fínnum og neytum og þessi
líkindi eru nánast engin ef við
öflum okkur lágmarksþekkingar
og fylgjum þeirri góðu og gildu
reglu að leggja okkur ekki annað
til munns en það, sem við vitum
nokkum veginn hvað er. Hér á
Reykjavíkursvæðinu má finna
ýmsa ágæta matsveppi, það er
meira að segja ekki fátítt að rek-
ast á þyrpingu ætisveppa inni í
miðri borg. En fyrst og fremst
eru það líklega 2-3 „fjölskyldur"
sem við unnendur hinnar einföldu
sveppatínslu sækjumst eftir, en
það eru sveppir af ættunum lecc-
inum, suillus og boletus. Þá fyrst
nefndu köllum við einu nafni Kúa-
lubba en af suillus-ætt eru smjör-
sveppur, lerkisveppur og furu-
sveppur. Síðastnefnda ættin er
líklega sjaldséðust, en af henni
eru m.a. Kóngasveppur.
Hver sveppur fylgir tilteknum
gróðri, einkum tijám eða runnum.
Við leitum því helst að kúlalubba
í námunda við birki, en smjör-
svepps og ættingja hans hjá lerki
eða furu eða öðrum barrtijám, oft
dágóðan spöl frá tijánum. Það
má víða leita fanga, t.d. í Öskju-
hlíðinni, og þá eki síður í Heið-
mörk. Búum okkur út með körfu
eða annað ílát sem loftar um, því
sveppimir verða slepjulegi í plasti
og svipuðum umbúðum. Hníf þarf
að hafa og svo er sjálfsagt að
stinga í vasann Sveppakverinu
eftir Helga Hallgrímsson, sem
Garðyrkjufélag Islands gaf út.
Sveppakverið hefur því miður ver-
ið ófáanlegt í nokkur ár, en má
e.t.v. finna hjá fombókasölum.
Ungir sveppir em bestir og full-
vaxnir em þeir oft ónýtir vegna
ásóknar skordýra, en flugur verpa
eggjum sínum í sveppi og þeir eru
uppáhald snigla. Skemmdir af
völdum skordýra má stundum að
nokkm skera burt, en sjálfsagt
er að skera sveppi strax í sundur,
sem nokkur vafí leikur á um, og
bera sem minnst heim af því sem
ónýtt er.
Þegar heim er komið með feng-
inn bíður vemleg vinna við þrif
og frágang, en síðan má matreiða
sveppina á fjöimargan hátt: sjóða,
steikja og borða þá bestu hráa,
t.d. í salati. Geymsla á soðnum
eða steiktum sveppum er auðveld
í frysti og þurkkun er algeng varð-
veisluaðferð.
Nýlega hefur komið út bókin
Villtir matsveppir á ísiandi eftir
Ásu Margréti Ásgrímsdóttur og
Guðrúnu Magnúsdóttur með
myndum eftir Onnu Fjólu Gísla-
dóttur, sem er mjög handhæg
fyrir þá sem hafa fest matarást
á sveppum og góð að hafa með
sér út í mörkina. Eins em til
margar ákaflega vandaðar og
þægilegar erlendar handbækur
um sveppi, sem gagnast geta ís-
lendingum. Skulu nefndar tvær
sænskar, sem vel hafa reynst:
Svamp at plocka og iaga eftir
Sven Tollin og Svampar i naturen
eftir Bo Mossberg, Sven Nilsson
og Olle Persson.
Og þá er að óska sveppastínslu-
fólki ánægjulegra stunda í yfir-
veguðum samskiptum við um-
hverfi og náttúm.
Hinrik Bjamason.
Margt á döfinni í skákheiminum
___________Skák________________
Margeir Pétursson
Það hefur sjaldan eða aldrei
verið jafnmikið á döfinni í skák-
heiminum og á vetri komanda. I
byijun september fara fram tvö
einvígi um heimsmeistaratitiiinn,
annað á vegum FIDE milli
Karpovs og Timmans og hitt á
milli Kasparovs og Short í Lond-
on á vegum Atvinnumannasam-
bands þeirra. Undirbúningur
næstu heimsmeistarakeppna er
einnig langt á veg kominn. Hér
heima hafa þegar verið skipu-
lögð tvö alþjóðleg skákmót í vet-
ur, en starfsemin hefst með
keppni í landsliðsflokki á Skák-
þingi Islands.
Það er nú ljóst hveijir mætast í
fyrstu umferð FIDE-áskorendaein-
vígjanna sem fram fara í Wijk aan
Zee í Hollandi í janúar næstkom-
andi:
Karpov eða Timman — Lautier
Salov — Khalifman
Anand — Júsupov
Gelfand — Adams
Kramnik — Júdasín
Kamsky — Van der Sterren
Þeir sex skákmenn sem eftir
verða tefla ný einvígi. „Heimsmeist-
arinn“ bætist síðan í hóp þeirra
þriggja sem þá verða eftir. Það er
því hugsanlegt að þótt Karpov sigri
Timman í september þá tefli hann
ekki næsta „heimsmeistaraeinvígi".
Alþjóðaskákmót Hellis
Taflfélagið Hellir í Reykjavík
mun halda alþjóðlegt skákmót í
félagsmiðstöðinni Gerðubergi dag-
ana 23.-31. október í haust. Tefldar
verða níu umferðir eftir
Monrad-kerfi og verða þátt-
takendur u.þ.b. 20 talsins og bæði
stórmeistarar og alþjóðlegir
meistarar á meðal þeirra. Búist er
við að u.þ.b. þriðjungur þátttakenda
verði útlendingar. Góðir möguleikar
verða á því að ná áföngum að
alþjóðlegum meistaratitli eða stór-
meistaratitli.
Það er skammt stórra högga á
milli hjá Hellismönnum. Félagið var
stofnað fyrir rúmlega tveimur árum
og vann sig ugp í fyrstu deild síðast-
liðinn vetur. I liði Hellis sem vann
aðra deildina voru þeir Ingvar Ás-
mundsspn, Andri Ass Grétarsson,
Davíð Ólafsson, Gunnar Gunnars-
son, Gunnar Bjömsson, Gunnar
Freyr Rúnarsson, Þorvaldur Loga-
son, Tómas Hermannsson, Sigurður
Áss Grétarsson og Óskar Magga-
son.
Reykjavíkurskákmótið 1994
Skáksamband íslands og Taflfé-
lag Reykjavíkur hafa nú ákveðið
að 16. Reykjavíkurskákmótið á
næsta ári verði opið öllum skák-
mönnum sem hafa 2.200 stig eða
meira á lista FIDE. Mótið fer fram
dagana 5.-13. febrúar 1994 og
verða tefldar níu umferðir eftir
svissnesku kerfí. Verðlaunasjóður-
inn verður jafnvirði 1.400 þús. ísl.
króna, þar af eru fyrstu verðlaunin
560 þús.
Kynning á mótinu erlendis er
þegar hafin.
Skákþing íslands,
landsliðsflokkur
Þar sem margir af öflugustu
skákmönnum landsins munu tefla
erlendis á næstu vikum hefur reynst
afar erfitt að ákvarða keppnisdaga
í landsliðsflokki. Mótið mun hefjast
miðvikudaginn 8. september og
ljúka fimmtudaginn 23. september.
Hlé verður gert frá 16.-20. septem-
ber vegna Evrópukeppni taflfélaga
og undanrása á atskákmóti Reykja-
víkur. Teflt verður í félagsheimili
Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni
12. Reiknað er með því að flestir
af öflugustu skákmönnum landsins
hyggi á þátttöku.
Landskeppni við Færeyinga
Færeyingar sigruðu íslenska
sveit með 10'A v. gegn 9 'h í lands-
keppni sem fram fór í Klakksvík í
Færeyjum fyrir skömmu. Fyrri dag-
inn sigruðu íslendingarnir 6-4, en
þeim voru sérlega mislagðar hendur
þann seinni og töpuðu 3‘/2—6V2 og
þar með keppninni.
íslensku keppendurnir komu frá
Skáksambandi Vestijarða, Skákfé-
lagi Akureyrar og Skáksambandi
Austfjarða. Frá árinu 1978 hafa
Færeyingar átta sinnum mætt ís-
lensku liði frá Akureyri og Aust-
fjörðum og hefur landinn sigrað
fímm sinnum en Færeyingarnir
þrisvar. Þeir eru á uppleið á skák-
sviðinu og þótt íslenska liðið væri
að þessu sinni styrkt með tveimur
Vestfírðingum dugði það ekki til.
Þeir Guðmundur Gíslason og
Halldór Grétar Einarsson stóðu sig
samt vel fyrir íslands hönd á tveim-
ur efstu borðunum, hlutu báðir Vh
v. gegn '/2. Heini Olsen (2.320)
tefldi á fyrsta borði fyrir gestgjaf-
ana.
Bogi Pálsson, Akureyri, var eini
Islendingurinn sem vann báðar
skákir sínar. Andstæðingur hans
var Jóan P. Midjord (2.110). Auk
áðurnefndra voru í íslenska liðinu
Akureyringarnir Arnar Þorsteins-
son, Kári Elísson, Jón Árni Jóns-
son, Þórleifur Karlsson og Siguijón
Sigurbjörnsson og Austfírðingarnir
Viðar Jónsson, Sigurður Eiríksson
og Gunnar Finnsson. Fararstjóri var
Albert Geirsson, SSA.
Lappað upp á drekann
Hér í skákþætti Morgunblaðsins
hefur drekaafbrigðið í Sikileyjar:
vörn hlotið þung áföll í sumar. í
júlí birtist m.a. skák Pikets og
Sosonkos á hollenska meistaramót-
inu í vor. Byijunin var þannig: 1.
e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4
4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - g6 6. Be3
- Bg7 7. f3 - Rc6 8. Dd2 - 0-0
9. Bc4 - Bd7 10. h4 - Hc8 11.
Bb3 - Re5 12. 0-0-0 - Rc4 (Vin-
sælla um þessar mundir er 12. -h5
en það afbrigði hefur líka fengið
skelli) 13. Bxc4 — Hxc4 14. g4 —
Dc7 15. h5 - Hc8 16. hxg6 -
fxg6 17. Kbl —b5 18. Rd5 - Rxd5
19. exdö - Be5 20. Dd3 - Db7
(Árinu áður lék Sosonko 20. — Hf8
gegn sama andstæðingi og hélt
jafntefli) 21. Hxh7!? — Kxh7 22.
Hhl+ - Kg7 23. Hh6 - Hg8 24.
Hxg6+
*&««•< « h
í þessari stöðu lék Sosonko 24. —
Kh8 25. Hh6+ - Kg7 26. Re6+ -
Bxe6 27. dxe6 - Kf8 28. Df5+ -
Bf6 29. Dh5 og svartur gafst upp,
því hann er óveijandi mát.
í hollensku skákblaði var bent á
að eftir 24. - Kf7 25. Re6! -
Hxg6 26. Rd8+ - Kg7 27. Rxb7
væri hvíta staðan einnig vænleg.
En Einar Karlsson, skákáhuga-
maður í Kópavogi, hefur ritað skák-
þættinum og bent á að eftir 24. —
Kf8! sé ekki meira en þráskák að
hafa fyrir hvít eftir 25. Hxg8+ -
Kxg8 26. Dg6+ - Kh8 27. Dh6+
o.s.frv. Aðrar leiðir sem hvítur get-
ur reynt eru: a) 25. Bh6+ — Kf7
26. Re6 - Hxg6 27. Rd8+ - Ke8!
28. Rxb7 — Hxh6 og hvítur hefur
ónógar bætur fyrir mann eða b)
25. Re6+ - Bxe6 26. dxe6 - Hh8!
27. Df5+ — Ke8 og svarti kóngur-
inn sleppur í skjól á drottningar-
vængnum.
Frétti drekasérfræðingurinn
Sosonko af þessari endurbót Einars
treystir hann sér e.t.v. eina ferðina
enn í drekann.
á
morguti
ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa
starfsfólks Áskirkju er minnt á
guðsþjónustu í Laugarneskirkju
sunnudag kl. 11. Sóknarprestur.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Einsöngur Halla Margrét
Árnadóttir. Organisti Jónas Þórir.
Pálmi Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Fjölskylduguðs-
þjónusta með þátttöku barna af
sumarnámskeiði. Prestur sr. María
Ágústsdóttir. Dómkórinn syngur.
Organisti Marteinn H. Friðriksson.
GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11.
Prestursr. HalldórS. Gröndal. Org-
anisti Árni Arinbjarnarson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11.
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Tón-
leikar kl. 20.30. Orgel: Hörður
Áskelsson. Trompet: Ásgeir H.
Steingrímsson og Eiríkur Örn Páls-
son. Þriðjudag: Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk-
um.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
HÁTEIGSKIRKJA: Hámessa kl. 11.
Sr. Arngrímur Jónsson. Kvöldbænir
og fyrirbænir eru í kirkjunni á mið-
vikudögum kl. 18. Fimmtudag:
Kvöldsöngur með Taizé-tónlist kl.
21.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Messa kl. 11.
Prestur sr. Þorbjörn Hlynur Árna-
Guðspjall dagsins:
(Lúk.18.) Farísei og toll-
heimtumaður.
son. Kór Langholtskirkju (hópur
syngur.
LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 1
Sr. Jón D. Hróbjartsson. Organis
Ronald Turner. Fimmtudag: Kyrr(
arstund kl. 12. Orgelleikur, altarií
ganga, fyrirbænir. Léttur málsverl
ur í safnaðarheimilinu að stundim
lokinni.
NESKIRKJA: Messa kl. 11. Ferm
verður Hrafnhildur Ragnarsdótt
Kvaran frá Lúxemborg, Austu
strönd 10, Seltjarnarnesi. Orge
og kórstjórn Reynir Jónasson. Gu(
mundur Óskar Ólafsson. Miðviki
dag: Bænamessa kl. 18.20. Gu<
mundur Óskar Ólafsson.
SELTJARNARNESKIRKJA: Helg
stund kl. 11 í umsjá sóknarnefnda
Organisti Kári Þormar.
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónust
kl. 11 árdegis. Organisti Sigrú
Steingrímsdóttir. Sr. Guðmundi
Þorsteinsson.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Biblíulesti
í umsjá Ungs fólks með hlutver
kl. 20.30. Sr. Gísli Jónasson.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs
þjónusta kl. 20.30. Prestur sr.
Hreinn Hjartarson. Organisti Lenka
Mátéová. Prestarnir.
GRAFARVOGSSÓKN: Guðsþjón-