Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993 Ríkisútvarpið Uppfærslur frá Metrópólitan í útvarpinu á laugardögum Á fundi útvarpsráðs I gær voru samþykkt drög að vetrardag- skrá fyrir Rás 1 og Rás 2 í vetur. Meðal efnis í þeirri dagskrá voru hugmyndir um að laugardagskvöld á Rás 1 skyldu verða „Óperukvöld". Áætlað er að vetrardagskráin hefjist 4. október næstkomandi. Fyrsta óperukvöldið verður því 9. október, en þá verður útvarpað Galakonsert í tilefni af því að tuttugu ár eru liðin frá því að þeir Luciano Pavarotti og Placido Domingo stigu þar fyrst á svið. Aðaláherslan verður á útsend- ingar frá Metropolitan-óperuhús- inu í New York, auk stórra óperu- húsa í Evrópu, en einnig er gert ráð fyrir að Óperukvöldin verði vettvangur fyrir stóra hátíðatón- leika, innlenda og erlenda. Fyrstu mánuðina verður ekki um beinar útsendingar að ræða, af tæknilegum ástæðum, en þegar er farið að vinna að því að svo verði. Að sögn Guðmundar Emils- sonar, tónlistarstjóra Ríkisút- varpsins, er vonast til að beinar útsendingar hefjist næsta haust. í vetur verða óperur og hátíðadag- skrár því sendar út viku eftir flutning í Metrópólitan eða öðrum óperuhúsum. Eftir 9. október verða Óperu- kvöldin tileinkuð tónlistarhátíðum og óperuhúsum í Evrópu, eða fram í miðjan desember. Að sögn Margrétar Oddsdóttur, dagskrár- stjóra á Rás 1, er ekki endanlega ákveðið hvaða uppfærslur verða í boði, en sem dæmi um óperuhús sem komi til greina, nefndi hún Berlínaróperuna og Vínaróper- una. „Við erum mjög spennt fyrir þessu verkefni hér á Rás 1,“ sagði Margrét, „en við eigum enn eftir að ganga frá nokkrum tæknileg- um atriðum. Það er áætlað að Óperukvöldin hefjist klukkan 19.30 eða eftir fréttir og veður- fregnir og það er ljóst að þessir yfirgripsmiklu tónleikar og óperur raska hefðbundinni dagskrá hjá okkur. Við eigum enn eftir að semja við Veðurstofu íslands, vegna veðurfrétta klukkan 22.30, en höfum nú eftir fund útvarps- ráðs fengið grænt ljós til að ræða við hana. En það ríkir mjög mikil ánægja með þessa ákvörðun hér á Rás 1, því þetta er verkefni sem við höfum lengi beðið eftir. Og hvað varðar hefðbundna dagskrá, þá má geta þess.til gamans, að á fyrstu árum útvarpsins, voru laugardagskvöldin óperukvöld." Færumst nær kjarnanum Guðmundur Emilsson tók undir þessi orð Margrétar og sagði: „Mín fyrstu viðbrögð eru fögnuð- ur yfir samþykkt útvarpsráðs, því þetta er svo stór breyting á dag- skrá okkar á laugardagskvöldum, sem hefur verið hefðbundin frá ári til árs um margra ára skeið. Ég hlýt að gleðjast yfir því að meðlimir útvarpsráðs skuli hafa kjark til að gera svo stóra breyt- ingu. Og ég held að ég tali fyrir hönd flestra starfsmanna hér inn- anhúss, þegar ég segi að þetta er stór búbót fyrir okkur. Með óperukvöldunum færumst við nær kjarnanum - erum allt í einu kom- in í kviku þessarar háborgar og höll tónlistarinnar. í gegnum Metrópólitan streyma bestu söngvarar og hljómsveitarstjórar heims.“ Metrópólitan Frá miðjum desember og fram að páskum verða Óperukvöldin eingöngu tileinkuð Metrópólitan óperunni. Þær óperur sem verða fluttar á því tímabili eru: Rusalka eftir Dvorák, 11. desember, Fíd- elíó eftir Beethoven, 18. desem- ber, II Barbiere eftir Rossini, 25. desember, Les Troyens eftir Berlioz, 1. janúar, Madama Butt- erfly eftir Puzzini, 8. janúar, I Lombardi eftir Verdi, 15. janúar, Elektra eftir Strauss, 22'. janúar, Metrópólitanóperan í New York. Lucia di Lammermoor eftir Donizetti, 29. janúar, Aida eftir Verdi, 5. febrúar, Le Nozze di Figaro eftir Mozart, 12. febrúar, La Fille du Régiment aeftir Donizetti, 19. febrúar, Death in Venice eftir Britten, 26. febrúar, Stiffelio eftir Verdi, 5. mars, The Dialogues of the Carmelites eftir Poulenc, 12. mars, Adriana Lecouvreur eftir Ciléa, 19. mars, La Bohéme eftir Puzzini, 26. mars, Otello eftir Verdi, 2. apríl, Der Fliegende Hollander eftir Wagner, 9. apríl, og Ariadne auf Naxos eftir Strauss, 23. apríl. Sem fyrr segir verða óperurnar sendar út hér viku eftir flutning- inn í New York fyrst til að byija með. Um kostnaðarhliðina segir Guðmundur Emilsson: „Kostnað- urinn af þessari dagskrá er hverf- andi, vegna þess að Ríkisútvarpið er í EBU, Sambandi evrópskra útvarpsstöðva. Það er fyrir milli- göngu EBU sem þessir samningar náðust fyrir allar EBU-útvarps- stöðvar í Evrópu, en samningavið- ræður stóðu yfir í tvö til þrjú ár.“ En nú höfum við fregnir af því að Kristján Jóhannsson muni syngja í Metrópólitan-óperunni í vetur. Megum við eiga von á að heyra þá uppfærslu í Ríkisútvarp- inu? „Það er ekki gert ráð fyrir út- sendingu á sýningum hans í vet- ur, en það er ekki ólíklegt að við hlýðum á hann næsta haust, en þá vonumst við til að beinar út- sendingar geti hafist. Ég get ekki látið hjá líða að geta þess að það er fyrir stór- merkt framlag Texaco-olíufélags- ins sem Evrópskum útvarpsstöðv- um er gert kleift að njóta þessara útsendinga," sagði Guðmundur Emilsson að lokum. Sveiflur á markaði ríkisvfxla Meðalávöxtun ríkisvíxla náði lágmarki fyrir gengisfellinpu í lok júnf. Hún hefur nú farið lækkandi að nýju og nálgast ávöxtunarkröfu a Verðbréfaþingi IslandS. Morgunt)laðiö/BS Hamifd: Lánafiýsia rikjssins. MeðaJávöxtun ríkis- víxla er nú um 9% RÍKISSJÓÐUR tók á miðvikudag tilboði 21 aðila í ríkisvíxla að upp- hæð 2.785 miHjónir króna. Seðlabanki íslands er stærsti kaupand- inn, að vixlum að andvirði 500 milljónir króna. Bréfin eru til þriggja mánaða og er meðalávöxtun 9,11%. Að sögn Péturs Kristinssonar framkvæmdasljóra Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa er ávöxtun á ríkisvíxlum nú á góðri leið að nálgast vexti sem ríkja á Verðbréfa- þingi íslands, en þeir eru um 8%. Ríkissjóður fjármagnar nú ríf- lega fímmtung skulda sinna með skammtímabréfum og munar þar mestu um ríkisvíxlana, sem eru til þriggja mánaða. Um 19 milljarðar króna eru bundnir í ríkisvíxlum og -bréfum en ríflega 50 milljarðar í spariskírteinum. í samtali við Morgunblaðið sagði Pétur Kristinsson að þrátt fyrir að raunávöxtun ríkisvíxla kynni að vera lægri þessa stundina en á öðr- um ríkisverðbréfum, lægju ýmsar ástæður að þar að baki. Meðal ann- ars væri lausafé banka og spari- sjóða að jafnaði með rýmsta móti síðsumars. Hann sagði ástæðulaust að bera saman raunávöxtum á ríkis- víxlum og skuldabréfum til lengri tíma. Skammtímabréf væru al- mennt ekki verðtryggð og sveiflur í verðbólgu frá mánuði til mánaðar gætu gefið ýkta mynd. Erró með gullmerki Þroskahjálpar og Jóhann Ingi Gunnarsson við málverk eftir þann fyrrnefnda. Erró sæmdur gull- merki Þroskahjálpar MYNDLISTARMAÐURINN Erró hefur til nokkurra ára verið einn dyggasti stuðningsmaður Landssamtakanna Þroskahjálpar og fært samtökunum mörg myndverk að gjöf. Hafa þær gjafir komið sér vel i fjáröflun samtakanna. Fyrir aðstoðina var ákveðið að sæma Erró gullmerki Landssamtakanna Þroskahjálpar. Hestamenn komastekki í Snæfell vegna snjóa EINAR Bollason, sem er á hesta- ferð yfir landið með hóp af útlend- ing^um, segir að ekki sé útlit fyrir að hópurinn komist í Snæfell, eins áætlað var nú um helgina, þar sem mikill snjór er þar. „Eg ætla ekki að fara með hópinn aftur inn í snjó og kulda. Það er nóg að upp- lifa það einu sinni og það gerðum við um síðustu helgi,“ sagði Einar. Einar sagði að ferðin gengi vel og þrátt fyrir að þrekið hjá fólkinu væri eitthvað farið að minnka væri hugurinn sá sami og þegar lagt var af stað í ferðina. Þá fékk hópurinn nýja hesta til ferðarinnar á þriðju- dag. Enn á hópurinn eftir sjö daga þar til komið verður til Reyðarfjarðar þar sem ferðinni lýkur fímmtudaginn 26. ágúst. „Það er ansi mikill norðangarri að skella á okkur hér á Grímsstöðum á Fjöllum. Þetta verður erfið reið hjá okkur næstu tvo daga, mikið klifur upp í fjöllin," sagði Einar í samtali við Morgunblaðið í gær. Hópurinn fór í gær frá Grímsstöðum í Möðrud- al og í dag verður farið að Aðalbóli í Hrafnkelsdal. Hann sagði að dýralæknir hefði komið frá Húsavík til að skoða hest- ana á þriðjudag og ekkert hefði ver- ið að þeim og bæði þeir og fólkið væru við bestu heilsu. Kom það í hlut Jóhanns Inga Gunnarssonar, stjórnarmanns í Þroskahjálp, að færa Erró gull- merkið er þeir hittust í París fyrir skemmstu og sýna honum þannig velvild í verki. Erró leysti Jóhann út með gjöfum til handa Landssamtökunum Þroskahjálp; tíu grafíkmyndir og olíumálverk. Falskur tónn frá íslandsbanka MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Vilþjálmi Inga Arnasyni, formanni Neytendafélags Akureyrar: „Jón G. Briem, Iögfræðingur íslandsbanka, sendir mér tóninn í Morgunblaðinu þann 20. ágúst. Þessi sending er formlegt yfirklór íslandsbanka vegna greinar minnar frá því deginum áður. Jón telur mig draga íslandsbanka með ósannindum og á ósanngjarnan hátt inn í fasteignaviðskipti tveggja ungmenna á Akureyri. Gagnrýnir hann einkum tvö atriði í grein minni þar sem ég fullyrði að bankinn hafí gefið út falskt veðleyfí og að bankinn hafi brotið lög. Ég ítreka enn og aftur að fullyrðingar mínar í greininni standa óhaggaðar. Bankastjórinn var látinn búa til veðleyfi sem byggði á röngum forsendum og gaf þannig rang- lega leyfi til að láta veðrétti þoka. Því er og verður veðleyfið falskt. íslandsbanki tók nær hálfa milljón af fjármunum skjólstæð- ings síns og greiddi til þriðja að- ila. Bankinn var dæmdur til að greiða peningana til baka. Því er og verður úttektin ólögleg. Ég skora á íslandsbanka að reyna að hrekja þessar staðreynd- ir, og hætta þeim leiða sið, að væna aðra um ósannindi, en líta þess betur í eigin barm.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.