Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993 5 Þorskurinn skilar meiru en ætlað var VERÐMÆTI þorskaflans upp úr sjó þetta fiskveiðiár gæti orðið 17,5 milljarðar, verði aflinn 250.000 tonn eins og allt bendir nú til. Heildarafli hafði hins vegar verið ákveðinn 205.000. Verð- mætaaukningin frá því, sem áætl- að hafði verið, er því alls um 3,2 milljarðar króna miðað við meðal- verð 70 krónur á hvert kíló, en það er meðalverð á þorski upp úr sjó frá áramótum samkvæmt tölum Fiskifélags Islands. Sé hins vegar miðað við útflutn- ingsverðmæti þorsksins, sem er tvö- falt hærra að meðaltali en verð upp úr sjó samkvæmt sömu heimildum, kemur í ljós að heildarverðmæti nema 35 milljörðum króna miðað við 250.000 tonn í stað tæpra 29 millj- arða fyrir 205.000 tonn. Því skilar þorskurinn okkur 6 milljörðum meira í útflutningstekjur þetta fiskveiðiár, en gert hafði verið ráð fyrir. Aukn- ingin frá ákveðnu hámarki stafar af hálfu vegna aflaheimilda, sem fluttar voru frá síðasta fiskveiðiári yfir á þetta. Verðmæti þess hluta er 1,6 milljarðar upp úr sjó og út- flutningsverðmætið 3,2 milljarðar. Endurvinnslan Skil á dósum og flöskum hafa aukist FYRSTU sjö mánuði ársins hefur Endurvinnslan hf. tekið á móti 27 milljónum eininga, þ.e. plast- flöskum, plastdósum, áldósum og glerflöskum. Að sögn Gunnars Bragasonar framkvæmdastjóra Endurvinnslunnar virðist sem heldur hafi dregið úr neyslu gos- drykkja og öls en skil hafi heldur aukist. Hann telur að skil séu rúmlega 80%. Gunnar segir að engin önnur þjóð hafi skilagjald á jafnmörgum teg- undum íláta og íslendingar. í Svíþjóð sé hins vegar mikið endurvinnslu- kerfi á áldósum og þar eru 85% skil. Uppfylling á öskuhauga Áldósirnar eru seldar til Englands og þar er álið brætt upp til nota í nýjar dósir. Plastflöskumar eru sendar til Hollands eða Bandaríkj- anna og eru endurnýttar í teppa- þræði eða fóður í úlpur eða svefn- poka. „Plastdósirnar hafa verið okkur dálítið erfiðar og við höfum ekki getað nýtt þær nema að hluta til. Það þarf að taka utan af þeim miða og síðan nýtast þær til endurvinnslu erlendis. í upphafi voru þær urðaðar hérlendis," sagði Gunnar. Allt einnota gler er brotið og not- að sem uppfyllingarefni á gömlu öskuhaugunum í Gufunesi. „Það fer ekkert efni héðan út án þess að það sé nýtt,“ sagði Gunnar. ÞAÐ ER BJART YFIR... Nissan síbreytiskipting (N.CVT) Háþróuö sjálfskipting N.CVT Háþróuö Nissan sjálfskipting meö tölvustýröri kúplingu, sem gefur mjúkt þrepalaust viðbragö. Býður uppá einstaka sparneytni og fyrirhafnarlausan akstur. NYJA BILNUM FRA NISSAN ÞETTA ÁRGERÐ V BEIIMT ÚR KASSANUM ER AUÐVITAÐ BÍLL ÁRSINS 1993, GLÆIMÝR OG SPRÆKUR mmm IMI55AN STÓRSÝMING UM HELGINA FRÁ KL. 14-17 VERIÐ UELK0MIN. Ingvar Helgason hf. Sævarhöföi 2,112 Reykjavík Sími 674000 UERÐ AÐEIIMS 855.000.- KR. STGR. Fólk meö viti les smáa letriö og notar öryggisbeltin alltaf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.