Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993 13 Athugið! Símanúmer prentaöist rangt á forsíðu fyrsta blaösins sem kemur út í dag. Rétt símanúmer er 91-68 78 26 og fax 68 78 27. Sja TtTs. Það er komið nóg, Peres! Bosnía — liildar- leikur og samstaða Menn úr hersveitum múslíma skiptast á skotum við Serba í útjaðri Sarajevo. Víet Nam-hreyfingin varð svona öflug má að sönnu rekja til að þess að henni var stýrt, ef nokkur man svo langt, af þessari nýju vinstri- bylgju og maoistum sem urðu að finna sér fótfestu með sjálfstæðum viðhorfum og pólitískri afstöðu án afskipta frá Moskvu. Að sjálfsögðu voru menn heilir í afstöðu sinni fyrir friði í Víet Nam, en því skal ekki gleymt, að baráttan fyrir nýrri vinstrihreyfingu, jafnvel nýjum kommúnistaflokki, var ekki síður mikilvæg. Þess má að lokum geta að Þjóð- frelsishreyfing Víetnama (FNL), var alla tíð mjög sigursæl í baráttunni gegn Bandaríkjunum. Samstöðu- hreyfingamar uxu í samræmi við það. Múhameðstrúarmenn í Bosníu fara nú mjög halloka í stríðinu. Gæti það verið ástæðan fyrir því að engar afgerandi samstöðuhreyflngar spretta upp þeim til stuðnings? Höfundur er lögfræðingur búsettur í Svíþjóð. FÆST \ MÆSTU SHELL STÖÐ eftir Ragnar Tómasson ísraelsmenn hafa alla tíð notið almenns stuðnings á íslandi. Sú afstaða er nú gjörbreytt. Hatur, heift og skeytingarleysi um skoðanir annarra einkenna samskipti þeirra við aðrar þjóðir. Vináttuheimsókn forsætisráð- herrans okkar notuðu þeir til þess að ákæra íslenskan ríkis- borgara í heimspressunni fyrir stríðsglæpi. íslenskur forsætisráðherra var þannig auðmýktur fyrir þjóðum heims. Háaldraður maður sem mu'n aldrei geta borið hönd fyrir höfuð sér hefur þurft að sæta því að vera nafngreindur í fjöl- miðlum sem stríðsglæpamaður. íslenskur ríkisborgari er þannig æru sviptur án dóms og laga. ísraelsmenn segjast fagna ákvörðun íslensks saksóknara um rannsókn málsins. Komist íslenskur dómstóll að þeirri niðurstöðu að _ sýkna beri hinn ákærða, hafa ísraelsmenn Ragiiar Tómasson tjáð umheiminum að þeir muni ekki taka neitt mark á slíkum dómi. íslensk réttýísi er þannig fyrir- fram ómerk og léttvæg fundin. Það er komið nóg, Peres! Höfundur er lögmaður. eftir Skúla Thoroddsen Bosnía dregur nafn sitt af ánni Bosnu sem vellur úr uppsprettu í fjalli í útjaðri Sarajevó. Fyrir örfaúm árum barst sá kvitt- ur meðal túrista að til stæði, innan skamms, að sigla ferðalöngum í þar til gerðum kafbátum um neðanjarð- arfarveg árinnar Bosnu. Engum datt þá í hug skelfileg borgarastyrjöld í ævintýraparadís ferðamannsins, Júgóslavíu. Svo sem flestum er kunnugt, eru íbúar Bosníu Króatar, Serbar og múhameðstrúarmenn. Allir tala þeir sama tungumál. Króatar nota latn- eskt letur í sínu ritmáli, Serbar nota kyrillískt letur af grískum stofni og múhameðstrúarmenn hvoru tveggja. Orðið „Balkan" er tyrkneska og þýðir fjall. Þegar Tyrkir hertóku Balkan á miðöldum völdu margir bosnískir landeigendur þann kostinn að snúa til múhameðstrúar og fengu þannig haldið jörðum sínum og ábúð. Almúginn fylgdi fordæmi þeirra til þess að halda friðinn. „Að slíta í sundur trúna er að slíta í sundur friðinn," var sagt þegar við íslend- ingar tókum kristni árið 1000 og annað svipað dæmi þekkjum við einn- ig úr okkar sögu þegar sú ákvörðun var tekin fyrir þjóðina að hún skyldi heldur vera lútersk-en katólsk á 16. öld. Ríkisstjóm Bosníu ræður nú minna en flmmtungi eigin landsvæð- is. Serbar og Króatar hafa hertekið landið að mestu. Þrátt fyrir að friðar- gæslusveitir SÞ hafi bjargað einstaka afmörkuðum svæðum frá útrýmingu, verður varla anriað sagt en að bosn- íska ríkið sé liðið undir lok. Það sem eftir stendur em misstórar flótta- „Borg skoðanafrelsis, samstöðu og lýðræðis er skotin í kaf fyrir augliti heimsins og í algjöru skeytingarleysi hans.“ mannabúðir. Sarajevó, borg olympíu- leika, umburðarlyndis og jafnréttis trúarbragða, þar sem kirkjan stendur við hlið moskunnar og singógunnar, er hmnin. Borg skoðanafrelsis, sam- stöðu og lýðræðis er skotin í kaf fyrir augliti heimsins og í algjöru skeytingarleysi hans. Ríksstjómir heimsins sem ætla mætti að gætu skorist í leikinn em fullkomlega áhugalausar. Í Bosníuer ekkert að hafa, engin hráefni sem eru þess virði að fómað sé lífi eigin dáta til bjargar landinu. En hvað með hugsjónina, lýðræðið og manngildið? Er það þá einskis virði? Er engin samstaða til með þjáningum þess fólks sem líður fyrir augum vomm í sjónvarpsfréttunum? Hvar em friðar- og samstöðuhreyf- ingarnar eins og t.d í „Viet Nam- hreyfingin" á 7. og 8. áratugnum? Er æskulýður hins vestræna heims eitthvað kaldlyndari nú en þá? Varla. Samstöðuhreyfíngar verða ekki til af engu. Þær þarf að skipuleggja, það þarf húsnæði, síma áróðursefni, fjármagn o.fl. Hin alþjóðlega Víet Nam-hreyfmg sem barðist gegn stríðinu í Víet Nam var e.t.v. sterk vegna klofnings í vinstri hreyfíng- unni, m.a. á Norðurlöndum og í Evr- ópu. Áður höfðu kommúnistaflokkar og æskulýðsfylkingar þeirra nær einkarétt á baráttu gegn nýlendu- stefnu og heimsvaldastefnu og þeirri baráttu var oft a einn eða annan hátt stýrt frá Moskvu. Eftir innrásina í Ungveijaland 1956 og einkum Tékkóslóvakíu 1968 urðu margir til þess að hafna forræðishyggju Sovét- ríkjanna fyrir „friði“ og gegn heims- valdastefnu. Þeir völdu sér annan vettvang. Maoista- og kvennahreyf- ingar urðu víða leiðandi fyrir sam- stöðu með þjóðfrelsisfylkingu Víet- nama (FNL) og stuðningshópar urðu til. Hóparnir börðust síðan fyrir friði með markvissum aðgerðum, áróðri og upplýsingum á svo áhrifaríkan hátt að almenningsálitið ekki síst í Bandaríkjunum, snérist gegn stríð- inu í Víet Nam. Þetta verklag, starfs- hópar án stjóma, varð síðar leið út úr öngstræti vinstrihreyfingarinnar, frá sovéska forræðissósíalismanum og úr þeim jarðvejgi spruttu ýmsar aðrar hreyfíngar. A íslandi t.d rauð- sokkuhreyfíng, kvennaframboð, kvennalisti, námsmannahreyfingar og „68-kynslóð“ sem svo var nefnd eftir stúdentauppþotunum í Frakk- landi og Þýskalandi fyrir frelsi, lýð- ræði og fijálsri skoðanamyndun. Að SELJIÐ! KAUPIÐ! SKIPTIÐ! jr l.tbl. I.árg. 21. ágúst 1993 pr ** Aðeins kr. 100,- VIÐSKIPTANNA Nýtt tölubiað annan hvern föstudag á 70 sölustöðum Shell, hjá bílasölum, í varahlutaverslunum og miklu víðar. Tækifæri til að auglýsa á stærsta markaðstorgi islands. Hafið samband í síma eða fyllið út seðilinn á blaðsíðu 6 og sendið okkur. Auglýsingar: "ZT91-68 67 26. Fax: 68 67 27 NOVELL Tæknival Skeifan 17, sími 681665 NOVELL umboöiö á íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.