Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993 mmmn „\/ih hötum i Zicir. M/«á éeg'trbu um -fri fyrír góécx hegðun ?" 3-23 að geta ekki sagt bless TM Reg. U.S Pat Off,—all rights reserved ® 1993 Los Angeles Times Syndicate Ég veit ekki neitt og ég spyr einskis, en öðru hvoru rignir 50-köllum niður -i HÖGNI HREKKVISI - HAhipL E&SSBRAOíTU Þ/<S VlP/KV LÚSKI^A ‘A BOtTA?/ " BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Af stj órnmálamönnum Frá Birni Egilssyni: Nú er oft sagt að við lifum á erfiðum tímum. Eg held að íslend- ingar hafi alltaf átt erfítt með að bjarga sér, en þó misjafnlega því sem betur fór hafa ekki alltaf verið Móðuharðindi og Svarti dauði hér á landi. Stjómmálamenn, sem ráða lögum og lofum hér á landi nú um stund- ir, eru góðir, hver fyrir sinn hatt, en ólíkir, vantar í suma og það er engin furða, því aungvir tveir menn em nákvæmlega eins. Það er ekki vinsælt að nefna nöfn, en ég geri það samt, því saga þarf nöfn. Þorsteinn Pálsson talar og skrifar svo fallega íslensku að ekki verður betur gert. Á því sviði er hann við hlið forseta íslands, Vigdísar Finn- bogadóttur. Það sama verður ekki sagt um félagsbróður Þorsteins, Davíð Odds- son, Davíð er á öðra þrepi í himna- stiganum. Hann er maður athafna með sterkan vilja og lætur ekki segja sér fyrir, hvað gera skuli. Honum er líka vel í ætt skotið. Hann er kominn af Guðmundi á Vindhæli, sem lét ekki aðra segja sér, hvað hann ætti að gera. Guðmundur á Vindhæli fékk Sölva, uppgjafaprest í Flugmýrar- þingum, til að gifta sér Þórdísi í forboði amtmanns og prófasta og greiddi honum aukalega 20 spesíur fyrir það tilvik. Svona eiga menn að vera til að halda uppi sjálfstæði landsins. Steingrímur Hermannsson færir ekki persónu á móti föður sínum og ekki er hann glímukappi. Samt vegnar honum furðanlega. Hann gengur hægt um og gerir engum mein. Svo er enginn vandi að stjóma Framsóknarflokknum. Framsóknar- flokkurinn er með þann höfuðkost að hann er opinn í báða enda. Þar er ekki hætta á að lokast inni. Hver maður getur komið og farið að vild. Jafnaðarstefna er góð. Með elju og ástundun hafa þeir Jón Baldvin og Sighvatur gert gagn, sem sést vel á því, að Krókurinn er orðinn löðrandi í kratisma. Ólafur Ragnar Grímsson er ein- hver mælskasti stjómmálamaður, sem nú er uppi hér á landi. Það er engin furða, því hann fékk gott uppeldi, ólst upp í Framsóknar- flokknum. Eg nefni ekki Kvennalista í stjómmálum því hann er orðinn til af misskilningi. Hlutverk kvenna er annað. Maður og kona era eitt og eiga að vera það. Ég man ekki betur, en það sé haft eftir Páli postula, að kona eigi að vera manni undirgefín og þá skal það vera svo. Ef ekki væra til stjómmálaflokk- ar hér á landi, væri landið sokkið, en það mun ekki ber að á næstu dögum. Mig minnir að Grímur Thomsen hafí kveðið: Ósýnilegur að oss gestur, innan vorra situr þilja, þylur sá ei langan lestur, lætur sína meining skilja. En ef ekkert á oss bítur, engill fer og lánið þrýtur. Enda þótt Davíð Oddsson tali ekki eins fallega íslensku og Þor- steinn Pálsson lætur hann sína meining skilja og íslands-lán mun ekki þijóta honum til baga. Við Davíð Oddsson erum frændur og mér fínnst það betra. Frændsemi okkar sannar hið svarta hár. Við eram af þrælakyninu. Keltar vora merkismenn, en norrænir víkingar gerðu suma þeirra að þrælum. Hvað sem ættum líður hefur mér vegnað vel, þó ég sé ekki flugveikur. Framsóknarprestur séra Sigfús á Mælifelli skírði mig og fermdi. Séra Sigfús var mikill höfðingi. Hann var kosinn á þing fyrir Skagfírðinga 1934 með atkvæði drottins. Og nú er ég hér á Elliheimilinu á Króknum og veit ekki eftir hveiju ég er að bíða, því það er alveg von- laust að ég geti klárað allan þennan mikla og góða mat, sem þeir Jón Baldvin og Sighvatur láta bera á borðið hér. BJÖRN EGILSSON, Sauðárkróki. Eina skýringin - eða hvað? Frá Guðna Björgólfssyni: Helztu fjölmiðlar landsins greindu hinn 13. ágúst sl. frá áhyggjum forsvarsmanna Leitar- stöðvar krabbameinsfélagsins vegna lækkandi hlutfalls þeirra ein- staklinga er sæju sér fært að koma til skoðunar. Yfírlæknir Leitar- stöðvarinnar hefur gert það að til- lögu sinni, að komugjald verði lækkað enda vísast, að hans áliti, að erfíður efnahagur í landinu sé megin orsök þessa vanda. Ekki er að efa að breyting í þessa vera skilaði árangri. En á fleira er að líta. Þennan sama dag, 13. ágúst, barst sú tilkynning á sjónvarps- stöðvunum, að Leitarstöð Krabba- meinsfélagsins hefði opnað eftir sumarleyfí. Misvísandi skilaboð almennings er stílbrot sem stofnun á borð við Leitarstöð Krabbameinsfélagsins getur ekki leyft sér. ímynd hennar og þá ekki síst í sjálfsímynd skjól- stæðinga hennar skiptir öllu máli í þessu sambandi. Að mínu mati stendur stofnunin frammi fyrir tveimur kostum, ann- ars vegar að fá það fjármagn sem þarf til daglegs reksturs, að starf hennar geti farið fram með eðlileg- um hætti eða að öðrum aðila verði fajið þetta verkefni. Hin ágæta grein Kjartans Sig- urðssonar, sem og margra annarra um þetta málefni á þessu ári vekur vissulega vonir um að forsíðufréttir dagblaða af kraftaverkalækningum og undralyfjum að ég ekki tali um þá yfírlætisfullu langhunda sem stundum hafa birst til uppfyllingar, heyri sögunni til á íslandi. GUÐNl BJÖRGÓLFSSON, Kirkjubraut 25, Akranesi. Víkverji skrifar Víkveiji hefur undanfarna daga fylgst náið með heimsmeist- aramóti í fijálsum íþróttum í Stuttgart. Hann fagnar því hveiju tækifæri til að fylgjast með mótinu og þakkar Ríkissjónvarpinu fyrir ágætar beinar útsendingar sínar. En því miður kemur það fyrir að spennan er eyðilögð fyrir áhorfend- um með vanhugsaðri umfjöllun. Á sunnudaginn var beið Víkveiji óþreyjufullur eftir einum af há- punktum hvers stórmóts; 100 metra hiaupi karla. Hann sá spennandi maraþonhlaup kvenna, undanúrslit spretthlaupsins og loks var áhorf- endum tilkynnt að úrslit 100 m hlaupsins yrðu sýnd klukkan 19.20. Gott og vel, ekki var annað að gera en að færa til matartímann og vera laus þegar hlaupið yrði sýnt. Nú leið og beið og þar sem Víkveiji er fréttaþyrstur, hlustaði hann á út- varpsfréttir kl. sjö. Þá reið áfallið yfír. í yfírliti kvöldfrétta var það tilkynnt að fyrir stundu hefði Lin- ford Christie orðið heimsmeistari í 100 m hlaupi! xxx Að mati Víkveija hefði alls ekki þurft að segja frá þessum úrslitum fyrr en í fyrsta lagi í íþróttayfirliti kl. 19.25 eftir að íþróttadeildin væri búin að sýna hlaupið í óbeinni „beinni" útsend- ingu. í þessu tilviki skortir ná- kvæmni og samvinnu til að tvinna dagskrárliði saman. Þeir, sem vildu fréttina í útvarpinu, era þeir sömu og biðu í ofvæni eftir útsending- unni í sjónvarpinu. xxx Víkveiji fór að sjá bíómyndina Júragarðinn í Háskólabíói, svona meira til að tolla í tískunni og vera viðræðuhæfur í samkvæm- um heldur en af einskærum áhuga. Það fer ekki á milli mála að þama hefur verið unnið tæknilegt afrek. Risaeðlumar, sem settar era inn á kvikmyndafilmuna með tölvutækni, eins og lýst var í Morgunblaðinu fyrir skömmu, eru ótrúlega raun- veralegar. Ófreskjurnar úr Jaws, King Kong og fleiri „skrímslamynd- um“ blikna við hliðina á þessum forsögulegu tækniundram. xxx Hins vegar fínnst Víkveija að myndin eigi nákvæmlega ekkert erindi til markhópsins, sem hún virðist einkum stíluð upp á; barna sem enn hafa gaman af að leika sér með dúkkur og dúkkuhús. Sum atriðin í myndinni era svo skelfíleg að Víkveiji, sem ekki kall- ar allt ömmu sína í bíómyndum, sat á sætisbrúninni alla myndina og varð varla svefnsamt eftir að hafa farið á hálftólfsýningu. Víkveija finnst varla veijandi að hleypa tíu ára gömlum bömum inn á mynd- ina, hvað þá að reyna að pranga inn á þau plasteftirlíkingum af þess- um mannætuskrímslum. xxx að er reyndar varla hægt að segja að Víkveiji - hafí séð hálftólfsýningu á Júragarðinum. Auglýst var að myndin ætti að hefj- ast klukkan hálftólf, en ljósin í saln- um slokknuðu ekki fyrr en tuttugu mínútum fyrir tólf og þá tók við þvílíkt auglýsingaflóð, að myndin sjálf hófst ekki fyrr en undir mið- nættið, þegar bæði poppið og kókið var búið. Víkveija fínnst að frekar hefði átt að auglýsa sýningartíma klukkan tólf og auglýsingatíma klukkan hálftólf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.