Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993
15
OPINBER HEIMSOKN SHIMONAR PERESAR UTANRIKISRAÐHERRA ISRAELS
SHIMON Peres, utanríkisráðherra ísraels, sagði eftir fund sinn með
Davíð Oddssyni forsætisráðherra í gær, að æskilegt væri að auka
viðskiptaleg tengsl íslands og Israels. Ráðherrann tjáði forsætisráð-
herra og forseta Islands að hann væri bjartsýnn á friðarhorfur fyr-
ir botni Miðjarðarhafs. Hann tók ekki upp mál Eðvalds Hinrikssonar
og segir að afla þurfi fleiri gagna í máli hans.
Flugvél Peresar lenti samkvæmt
áætlun á Keflavíkurflugvelli á öðr-
um tímanum eftir hádegið. Ólafur
Davíðsson, ráðuneytisstjóri forsæt-
isráðuneytisins, og fleiri embættis-
menn tóku þar á móti honum. Per-
es var ekið rakleiðis á Hótel Sögu,
þar sem hann hvíldist. Hann átti
síðan fund með Vigdísi Finnboga-
dóttur, forseta íslands, og Davíð
Oddssyni, forsætisráðherra, í
stjórnarráðshúsinu.
Hlýjar tilfinningar til
íslendinga
í upphafi fundar þeirra Peresar
bauð Davíð Oddsson ísraelska utan-
ríkisráðherrann velkominn og sagð-
ist fagna því að hann hefði haft
tækifæri til að heimsækja Norður-
löndin. Peres sagði að ísraelar bæru
eingöngu hlýjar tilfinningar til ís-
lands. Síðasti ísraelski ráðherrann,
sem hingað hefði komið í opinbera
heimsókn, hefði verið David Ben
Gurion forsætisráðherra, en hann
sótti ísland heim á sjöunda áratugn-
um. í ísrael minntust menn enn
þeirra hlýju viðtakna og góðu óska,
sem fylgt hefðu honum heim. „Ég
finn fyrir hlýju íslendinga," sagði
Peres.
Bjartsýnn á frið
Að fundinum með forsætisráð-
herra loknum, sagðist Peres telja
að fundurinn hefði verið mjög gagn-
legur. „Við ræddum einkum friðar-
horfur í Mið-Austurlöndum og leið-
ir til að auka viðskipti íslands og
ísraels. Hvað vináttu varðar, höfum
við fullan skammt, en við vildum
gjarnan bæta við hann með verzlun-
ar- og efnahagstengslum. Bæði for-
sætisráðherrann og forsetinn sýndu
mikinn áhuga á stöðu friðarvið-
ræðnanna, og ég verð að segja að
ég gaf i skyn að ég væri mjög bjart-
sýnn. Þau höfðu áhyggjur af því,
hversu bjartsýnn ég væri.“
Gögn skortir í máli Eðvalds
Aðspurður hvort mál Eðvalds
Hinrikssonar hefði borið á góma,
en ísraelar hafa sakað hann um
stríðsglæpi, sagði Peres: „Ég held
ekki. Forsætisráðherra hefur þegar
tiikynnt að verði nægjanleg gögn
fyrir hendi í málinu, muni íslending-
ar sjálfir grípa til nauðsynlegra
aðgerða. Forseti Eistlands hefur
Boðsgestír afþökkuðu
kvöldverð með Peres
FULLTRUAR stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi og Eyjólfur
Konráð Jónsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins afþökkuðu boð
forsætisráðherra um að sitja kvöldverð til heiðurs Shimon Peres
utanríkisráðherra Israels í gærkvöldi.
Ólafur Ragnar Grímsson, for-
maður Alþýðubandalagsins, segist
telja að þessi ákvörðun sín þarfn-
ist ekki útskýringa. „Vandamálið
við frekari útskýringar er það að
maður verður að sýna gestgjafan-
um, sem er íslenska forsætisráð-
herraembættið, vissa kurteisi. Með
því að setja fram alvarlegar ásak-
anir í garð gestsins væri maður
um leið að setja sök á gestgjaf-
ann,“ sagði Ólafur Ragnar Gríms-
son.
„Með fjarveru minni er ég að
mótmæla mannréttindabrotum
ísraelsstjórnar á herteknu svæð-
unum ekki síst gagnvart börnum
og unglingum en samkvæmt
skýrslum Amnesty International
hafa þeir drepið þar tugi barna
og unglinga og auk þess hundsað
margítrekaðar og framsettar sam-
sagt að hann muni leggja ný gögn
til rannsóknarinnar, sem enn hafa
ekki borizt. Ég tók málið því ekki
upp.“
— Hver er afstaða fsraelskra
stjórnvalda til málsins?
„Afstaða ísraelsku ríkisstjórnar-
innar er að refsa eigi stríðsglæpa-
mönnum. Slíkt ber hins vegar að
gera eftir réttláta dómsmeðferð.
Það er dómaranna að ákveða. Menn
verða að hafa sönnunargögn og
sýna fram á sekt manna. Það er
ekki hægt að ákæra mann nema
hafa réttu sönnunargögnin, og um
stúndarsakir tel ég gögn skorta í
málinu."
þykktir Sameinuðu þjóðanna,"
sagði Kristín Ástgeirsdóttir, þing-
maður samtaka um Kvennalista.
Hún sagði að um væri að ræða
sameiginlega ákvörðun þingflokks
samtakanna sem einnig hefðu sent
Peres bréf þar sem mannréttinda-
brotum ísraelsmanna gagnvart
Palestínumönnum hefði verið mót-
mælt og þeir hvattir til að samn-
inga.
Eyjólfur Konráð Jónsson al-
þingismaður Sjálfstæðisflokksins
og meðlimur í utanríkismálanefnd
alþingis afþakkaði einnig boðið og
kvaðst í samtali við Morgunblaðið
ekki telja ástæðu til að rökstyðja
þá ákvörðun sína.
Morgunblaðið náði ekki tali af
Steingrími Hermannssyni for-
manni Framsóknarflokksins í gær.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fundað með forseta
SHIMON Peres og Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands áttu stuttan
fund á skrifstofu forsetans.
Um fímm hundruð manns
mótmæltu komu Peresar
UM FIMM hundruð manns komu
saman á útifundi á Lækjartorgi
í gær, í tilefni af komu utanríkis-
ráðherra Israels, Shimon Peres.
Að loknum fundinum var Davíð
Oddssyni forsætisráðherra af-
hent ályktun fundarins, sem sam-
þykkt var samhljóða. I henni var
þess farið á leit við forsætisráð-
herra að hann krefðist þess af
Peres að Israel færi að alþjóða-
lögum og samþykktum Samein-
uðu þjóðanna. Lögreglan í
Reykjavík segir að fundurinn
hafi í alla staði farið vel fram.
Árni R. Árnason, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, ávarpaði
fundinn fyrstur. Hann fordæmdi
síendurtekin mannréttindabrot ísra-
elskra stjórnvalda á íbúum Palest-
ínu og lýsti yfir því að Palestínu-
menn ættu rétt á stofnun nýs sjálf-
stæðs ríkis. Benedikt Davíðsson,
forseti ASÍ, sagði í ræðu sinni að
aðfarir ísraelsmanna í Palestínu
vektu óhug um allan heim og að
íslensk verkalýðshreyfing krefðist
A
Alyktun samþykkt
Morgunblaðið/RAX
FUNDARMENN samþykktu samhljóða ályktun þar sem knúið er á
um að Israel virði mannréttindi, alþjóðalög og samþykktir Samein-
uðu þjóðanna.
þess að mannréttindi væru virt.
Kristín Ástgeirsdóttir, þingmaður
Kvennalistans, stýrði fundinum og
Olga Guðrún Árnadóttir flutti ljóðið
Slysaskot í Palestínu eftir Kristján
frá Djúpalæk.
Davíð Oddsson forsætisráðherra um heimsóknina
Peres er hér á réttum tíma
Morgunblaðið/Bjami
Veizla til heiðurs Peres
GESTIR í veizlu forsætisráðherra. Frá vinstri: Markús Orn Antons-
son borgarstjóri, Ilalldór Blöndal samgöngu- og landbúnaðarráð-
herra, Shimon Peres og Ástríður Thorarensen eiginkona Davíðs
Oddssonar.
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
segist telja Shimon Peres heim-
sækja Norðurlöndin á réttum
tíma. Hann hafi greinilega vilja
til að vinna að friði í Mið-Austur-
löndum.
„Samskipti íslands og ísraels hafa
alla tíð verið mjög góð og farsæl,“
sagði Davíð eftir fundinn með Peres.
yEins og kunnugt er, kom það í hlut
Islands að leggja til í Sameinuðu
þjóðunum í upphafi að ísrael gengi
inn í samtökin. Það hefur alltaf ver-
ið metið af hálfu ísraela. Við ræddum
aðallega um atburðina á svæðinu í
kringum ísrael, samningaviðræðurn-
ar og líkurnar á friði. Eg fann mjög
sterkan vilja hjá þessum manni til
þess að vinna að því máli.“
Kurteisleg mótmæli
Hann sagði að mótmælin á Lækj-
artorgi hefðu verið kurteisleg — þótt
mótmælendur hefðu púað á Peres,
er hann gekk út úr Stjórnarráðinu.
„Það er eðlilegt að menn haldi fram
málstað, sem á sér marga formæl-
endur og menn hafa skilning á. Það
eru miklir erfíðleikar á þessu svæði
og mikil átök milli trúarbragða, þjóða
og ríkja,“ sagði Davíð.
Aðspurður um fullyrðingar stjórn-
arandstöðunnar um að Peres sé hér
gegn vilja meirihluta Alþingis, sagð-
ist forsætisráðherra telja þær út i
hött. íslendingar væru í stjórnmála-
sambandi við ísrael og tekið væri á
móti gestum þaðan, þótt stjórnarand-
staðan hrykki af hjörunum. „Hér á
landi haga sumir sér með óskiljanleg-
um hætti, eins og stundum áður. Það
eru engin slík viðbrögð frá öðrum
Norðurlöndum. Menn telja að utan-
ríkisráðherrann og forsætisráðherr-
ann fyrrverandi sé einmitt á ferð um
Norðurlönd á réttum tíma,“ sagði
forsætisráðherra.
Dagskrá heimsóknarinnar lýkur í dag
Blaðamannafundur
á hvíldardeginum
DAGSKRÁ opinberrar heimsóknar Shimonar Peresar, utanríkisráð-
herra ísraels, lýkur í dag þegar Peres heldur blaðamannafund á
Þingvöllum klukkan 15. Athygli vekur að fundurinn, sem er eini
liðurinn í dagskrá heimsóknar Peresar í dag, er haldinn á hvíldar-
degi gyðinga, sabbatdeginum, en á þeim degi leggja gyðingar nær
undantekningalaust niður vinnu. Shimon Peres flýgur heim til Isra-
els í fyrramálið.
Hvíldardagurinn hefst þegar sól
sest að kvöldi föstudags og honum
lýkur við sólarlag á laugardegi.
Flestir gyðingar virða stranga helgi
hvíldardagsins og þau boðorð spá-
manna gamla testamentisins, sem
um hann gilda. í grófum dráttum
leggst niður nær öll atvinnustarf-
semi í Israel, engin viðskipti mega
fara fram, kvikmyndahús, leikhús
og opinberar stofnanir loka, lestir
ganga ekki og allar opinberar sam-
göngur falla niður. Dagblöð koma
aukinheldur ekki út og skipulagðir
skemmtigarðar loka þennan dag.
Lög sabbatsins leyfa aftur á
móti að gyðingar starfræki mann-
úðarstörf t.a.m. umönnun sjúkra
og fátækra. Sjónvarps- og útvarps-
stöðvar senda út dagskrá sína og
loks má nefna að knattspyrnuleikir
geta farið fram á hvíldardeginum.
Hinn dæmigerði gyðingur dvelur
í faðmi stórfjölskyldu sinnar á
sabbatdeginum, heimsækir sam-
kunduhúsið, synagoguna, eða
bregður sér í stutt ferðalag með
fjölskyldu sinni.
Mál Eðvalds Hinriks-
sonar ekki tekið upp
Utanríkisráðherrann telur frekari gögn skorta í málinu