Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 1
56 SIÐUR /B
207. tbl. 81.árg.
ÞRIÐJUDAGUR14. SEPTEMBER1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
STAÐFESTUR SATT-
MÁU ÍSRAELA OG
PALESTÍNUMANNA
Washington. Reuter.
YITZHAK Rabin forsætisráðherra ísraels og Yasser Arafat leiðtogi
Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) tókust í hendur og innsigluðu
þannig sögulegan friðarsáttmála ísraela og PLO, svarinna óvina um
áratugi, þegar samkomulagið hafði verið undirritað við tilfinninga-
þrungna athöfn á sólbjörtum degi á lóð Hvíta hússins í Washington
í gær. Viðstaddir athöfnina voru rúmlega 3.000 gestir og fögnuðu
þeir handabandi Rabins og Arafats með langvarandi lófataki.
Skömmu áður höfðu Shimon Peres utanríkisráðherra ísraels og Abu
Mazen, sem fór fyrir fulltrúum PLO í leynilegum samningaviðræðum
við ísraela, undirritað sáttmálann ásamt utanríkisráðherrum Banda-
ríkjanna og Rússlands, Warren Christopher og Andrej Kozyrev.
Dúndrandi lófatak kvað við er
undirritun samkomulagsins um
heimastjórn Palestínumanna_ á
Gazasvæðinu og Jeríkó lauk. Á því
augnabliki rétti Arafat út höndina í
átt til Rabins þar sem þeir stóðu
Bill Clinton Bandaríkjaforseta til
hvorrar handar. Clinton tók um axl-
ir leiðtoganna og færði þá hvorn nær
öðrum. Þeir tókust í hendur og sögðu
um leið nokkur orð.
„Við sem komum frá Iandi þar
sem foreldrar hafa þurft að grafa
börnin sín, við sem höfum barist
gegn ykkur, Palestínumönnum,
segjum við ykkur í dag hárri og
skýrri röddu: nóg er komið af tárum
og blóði, hingað og ekki lengra,“
sagði Rabin í ávarpi við athöfnina.
„Þjóð mín vonar að þetta samkomu-
lag sem við staðfestum í dag sé
undanfari friðsamlegrar sambúðar
og jafnræðis," sagði Arafat í ávarpi
sínu. Var það áhrifamikil stund og
söguleg er þeir mæltu þessi frið-
arorð, eftir blóðuga sögu sambúðar
ísraela og Palestínumanna. Stundin
var einstök fyrir leiðtogana tvo;
Rabin er fyrrum hershöfðingi sem
átti stóran þátt í sigri ísraela í sex
daga stríðinu við araba 1967 og
Arafat stjórnaði skæru- og hryðju-
verkahernaði gegn ísrael í áratugi.
Ottablandnar vonir
Verkamannaflokknum spáð sigri í þingkosningunum í Noregi
Kjósendur völdu óbreytta stefnu
og staðfestu andstöðu við EB-aðild
inni. „Það réttlætir að við leggjum
okkur fram af fremsta mætti,“ sagði
hann.
Bill Clinton sleit athöfninni fyrir
utan Hvíta húsið og hét á ísraela
og Palestínumenn að láta ekki deig-
an síga en nýta sér heldur „uppörv-
un þessarar stundar, endurnýjaðar
vonir og visku almættisins sem leitt
hefur okkur fram til þessa gleðilega
dags“ til þess að vinna að friði í
Miðausturlöndum.
„Farið í friði, farið sem boðberar
friðar,“ sagði Clinton.
Tómas Á. Tómasson sendiherra
íslands í Bandaríkjunum var við-
staddur athöfnina. Margir við-
staddra felldu tár meðan á athöfn-
inni stóð og voru forsetarnir fyrrver-
andi, Jimmy Carter og George Bush,
þar á meðal.
Sjá fréttir og frásögn á bls.
22-23 og 24-25.
Sögrilegt handtak
YITZHAK Rabin (t.v.) og Yasser Arafat takast í hendur við tilfinningaríka athöfn í Washington í gær
þar sem friðarsamkomulag ísraela og PLO var undirritað. í fréttaskeytum segir að á stundinni þegar
myndin var tekin hafi verið sem klukkan stöðvaðist. Milli Rabins og Arafats stendur Bill Clinton Banda-
ríkjaforseti.
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins.
AFSTAÐA Norðmanna til aðildar að Evrópubandalaginu (EB)
reyndist hafa meiri áhrif en búist var við í kosningum til norska
Stórþingsins sem fram fóru í gær. Samkvæmt kosningaspá sem
birt var í gærkvöldi og byggð var á helmingi atkvæða og skoð-
anakönnunum úr þéttbýli var Verkamannaflokknum spáð um
37% atkvæða; 68 þingsætum af 165. Harðasti andstæðingur
EB-aðildar, Miðflokkurinn, bætti miklu fylgi við sig, rúmum
10%, og var spáð 29 þingsætum, en hafði 11 fyrir kosningar.
Hægriflokkurinn, sem er fylgjandi aðild að EB, tapaði hins veg-
ar átta þingsætum samkvæmt könnuninni, hlaut 29.
Rabin sagði að friðurinn hefði náð
yfirhöndinni en undirritun samninga
við Palestínumenn væri þó engan
veginn auðveld. Þungbúinn á svip
sagði hann að þær vonir sem gyðing-
ar um heim allan bæru í bijósti
vegna samkomulagsins væru ótta-
blandnar. Samningurinn linaði ekki
sársauka fjölskyldna sem ættu um
sárt að binda vegna átaka þjóðanna
tveggja.
Arafat þurfti sérstaka heimild
Clintons til að komast til athafnar-
innar en honum hefur verið meinað
að koma til Bandaríkjanna í næstum
tvo áratugi. Hann flutti ræðu á eftir
Rabin og ávarpaði Clinton: „Herra
forseti. Eg vil nota þetta tækifæri
til að fullvissa þig um að saman fer
gildismat okkar varðandi frelsi, rétt-
læti og mannréttindi, rétt sem þjóð
mín hefur barist fyrir.“ Arafat sagði
að baráttan fyrir friði væri erfiðasta
stríðið sem maðurinn háir á lífsleið-
Samkvæmt spánni verður
Verkamannaflokkurinn nærri tvö-
falt stærri en næsti flokkur á
þingi, en flokkurinn eykur fylgi
sitt um 3%. Er greinilegt, að Norð-
menn hafa valið óbreytta stefnu í
efnahagsmálunum.
Ljóst er að afstaðan til Evrópu-
bandalagsins hefur skipt kjósend-
ur meira máli en stjórnmálaskýr-
endur töldu fyrir kosningar, en
mikil fylgisaukning Miðflokksins
skýrist nær eingöngu af andstöðu
flokksins við inngöngu í EB. Að
sama skapi tapar Hægriflokkurinn
miklu fylgi en flokkurinn lagði
þunga áherslu á EB-aðild.
Samkvæmt spánni bíður Fram-
faraflokkurinn afhroð, fær níu
þingsæti en hafði 22. Sósíalíski
Sigurviss Reuter
Gro Harlem Brundtland forsæt-
isráðherra Noregs hafði fulla
ástæðu til að vera sigurviss er
hún greiddi atkvæði í gær.
vinstriflokkurinn fær 13 þingsæti,
hafði 17, ogKristilegi þjóðarflokk-
urinn tapar tveimur þingsætum,
fær 12.
Ef marka má spána verða EB-
andstæðingar á Stórþinginu nógu
margir til að koma í veg fyrir að
þingheimur samþykki aðild að EB
en fjórðungur atkvæða nægir til
þess.
í gærkvöldi höfðu tölur ekki
borist frá Ósló vegna tölvubilunar
og ríkti óvissa um úrslit kosning-
anna þar. Er talna þaðan ekki að
vænta fyrr en í dag. Ekki er útilok-
að að höfuðborgarbúar verði að
ganga til kosninga á nýjan leik
en það kemur væntanlega í ljós í
dag.
Þátttaka i kosingunum var held-
ur dræm, um 77%, en var 83,2%
árið 1989.