Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/flTVlNWULÍF ÞRIÐJUDAGUR 14, SEPTEMBER 1993 Þvottavélar á verði sem allir ráða við! Þær nota HEITT OG KALT vatn - spara tíma og rafmagn •Fjöldi þvottakerfa eftir þínu vali •Sérstakt ullarþvottakerfi •Fjölþætt hitastilling •Sparnaðarrofi •Stilling fyrir hálfa hleöslu Verð 52.500,- 49.875,- Stgr. L85-800 sn. vinda. Verð 57.500,- 54.625,- Stgr. CD ii. 31 \LM munXlán Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SlMI 69 15 00 • FAX 69 15 55 Erlent Coca-Cola vill leggja heiminn að fótum sér Hagnaður fyrirtækisins jókst um 19% á fyrri helmingi ársins og salan stefnir í meira en 14 milljarða dollara á árinu ÞEGAR Michael Jackson aflýsti tónleikum i Tælandi á sama tíma og' hann var sakaður um hafa misnotað ungan dreng kynferðislega, kenndi hann ekki ágengum blaðamönnum um, heldur „uppþornun“. Coca-Cola sá sér þarna leik á borði í stríðinu við keppinautinn, PepsiCo, sem er með Jackson á sínum snærum, og auglýsti strax í blöðunum: „Ertu að þorna upp? Fáðu þér þá kók.“ Þessi snöggu viðbrögð segja margt um kraftinn á bak við kunnasta vörumerki í heimi. Sala Coca-Cola stefnir í meira en 14,3 milljarða dollara á þessu ári og nettóhagnaður fyrirtækisins jókst um 19% á fyrra helmingi árs- ins, var 1,1 milljarður dollara. Á sama tíma og margir framleiðendur og eigendur kunnra vörumerkja hafa verið að beijast við ódýrari tegundir og alls konar afsláttartil- boð í verslunum hafa þeir hjá Coke verið að reyna að sannfæra vitring- ana í Wall Street um, að hagnaður- inn hjá fyrirtækinu muni aukast um 15-20% á ári lengi enn. Ástæðan fyrir þessu er „Marl- boro-föstudagurinn“ svokallaði, 2. apríl sl., en þá mátti Philip Morris viðurkenna, að Marlboro-sígarett- urnar hefðu látið nokkuð undan síga í baráttunni við ódýrar tegund- ir, sem margir höfðu ekki einu sinni heyrt nefndar á nafn. Svarið var það að lækka verðið. í kjölfarið lækkaði gengi hlutabréfa í Philip Morris verulega og margir fóru að efast um framtíð stóru og kunnu vörumerkjanna. Ekki saman að jafna, sígarettum og kók í átta síðna skýrslu færði Coke rök fyrir því, að þetta myndi ekki henda það. Voru þau helst, að ekki væri með nokkru móti hægt að bera saman markaðinn fyrir sígar- ettur og gosdrykki. Á þetta féllst Wall Street og hlutabréfaverðið stökk upp. Sumum finnst bjartsýnin hjá Coke raunar fullmikil því að á Bandaríkjamarkaði er aukningin lítil milli ára, þó allt að 6% á þessu Kynningarfundur DALE CARNEGIE• Þjálfun Miðvikudagskvöld kl. 20.30 að Sogavegi 69 Námskeiðið Guðrún Jóhannesdóttir D.C. kennari Eykur hæfni og árangur einstaklingsins Byggir upp leiðtogahæfnina Bæff'rminni þitt og einbeitingarkraftinn Skapar sjálfstraust og þor Árangursríkari t j á n i n g Beislar streitu og óþarfa áhyggjur Eykur eldmóðinn og gerir þig hæfari í daglegu lífi Fjárfesting í menntun skilar þér arði ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma: 812411 2 QB STJÓRNUNARSKÓLINN Konráð Adolphsson. Ein1<aumboð fyrir Dale Carnegie® námskeiðin. ári, en ekki er búist við nema í mesta lagi 3-4% vexti eftir það. Salan þar er hins vegar aðeins rúm- ur þriðjungur af heildarsölunni í magni og utan Bandaríkjanna er búist við 8-10% aukningu árlega. Hér kemur líka til markaðurinn í kommúnistaríkjunum fyrrverandi og núverandi, frá Prag til Peking, en þar eru möguleikarnir gífurlega miklir. Ástæður aukins hagnaðar Þegar litið er á áætlaða aukningu í Bandaríkjunum og utan þeirra kemur aðeins út talan 7-8% á ári og því má spyija hvernig hægt sé að búast við 15-20% hágnaðaraukn- ingu árlega. Þeir hjá Coke segja, að ástæðurnar séu þijár: í fyrsta lagi geti viðskiptin við átöppunarverksmiðjurnar gefið meira af sér. Meginviðskipti fyrir- tækisins eru með hráefni í gos- drykkina og síróp, serh framleitt er samkvæmt leynilegri uppskrift, og þetta er selt til um 1.300 átöpp- unarverksmiðja víða um heim. Hér telur Coke, að svigrúm sé fyrir verð- hækkun og hagræðingu um leið. í öðru lagi stefnir Coke að betri skiptingu milli tegunda en um 40% af tekjum fyrirtækisins eru af öðru en kóladrykkjum, meðal annars af Fanta og Sprite. Coca-Cola hefur hagnast því meir, sem það hefur fært meira út kvíarnar og það er mikið land ónumið að því leyti. Það sést best á því, að Bandaríkin standa undir 30% sölunnar en þar búa þó aðeins 5% mannfólksins. Utan Bandaríkjanna verður þó oft að laga framleiðsluna að smekk og siðum fólks í hveiju landi fyrir sig en umfram allt að leggja áherslu á að koma fljótt með nýja vöru á markaðinn, það er að segja að fylgja tískusveiflum strax og áður en þær eru um það bil að renna sitt skeið. í þriðja lagi er það fjármála- stjórnin. Hjá Coke er búist við, að lausafjárstaðan verði svo góð, að unnt verði að leggja 800 milljónir dollara eða meira til hliðar á ári en af slíkri upphæð eru ekki litlir vext- ir. Á móti þessu öllu kemur, að hagnaðurinn á nýjum mörkuðum getur látið á sér standa. í þróunar- ríkjunum vex salan mikið en hún var bara lítil sem engin fyrir og þótt hún aukist um 25% á ári í Austur-Evrópu kemst hún aðeins í 200 millj. kassa 1995. Þá má að lokum nefna, að kostnaður við að þjálfa upp starfsfólk, koma upp átöppunarverksmiðjum og við ýmis- legt annað er verulegur á nýju mörkuðunum. Heimild: Economist Bankamál Rekstrarspamaður Lands- bankans 140 millj. á árinu Selfossi. MARKMIÐ Landsbankans um 7,5% sparnað í almennum kostnaðarþátt- um mun nást á þessu ári. Um er að ræða 140 milljónir króna og að- haldsaðgerðir í rekstri bankans munu einnig skila verulegum sparn- aði á næsta ári. Þetta kom meðal annars fram á blaðamannafundi sem bankaráð Landsbankans og bankasljórar héldu á Selfossi fyrir helgi í tilefni kynnisferðar þeirra um Suðurland. 4. október eru liðin 75 ár frá því Landsbankinn hóf starfsemi á Selfossi. Markmiðið með ferð bankaráðsins og bankastjóranna var að kynnast starfsemi útibúanna nánar svo og að kynna sér starfsemi helstu við- skiptavina bankans á Suðurlandi. Landsbankinn hefur tekið upp svæðisskiptingu útibúa sinna, fjögur svæði eru á höfuðborgarsvæðinu og sex á landsbyggðinni. Suðurlands- svæðið nær frá Árnessýslu til Hafn- ar í Hornafirði. Svæðisstjóri á Suður- landi er Magnús Gíslason á Selfossi. Sverrir Hermannsson er sá banka- stjóri sem hefur umsjón með Suður- landssvæðinu í aðalbankanum. Með svæðafyrirkomulaginu er vald fært nær viðskiptavininum sjálfum til þess að meiri þekking sé til staðar innan bankans á málefnum ein- stakra viðskiptavina og til að auð- velda ákvarðanatöku heima í héraði. Á Suðurlandi námu innlán rúmum 5,5 milljörðum en útlán tæplega 8 milljörðum. í heild eru útlán Lands- bankans á landsbyggðinni umtals- vert hærri en innlánin. Á Austur- og Norðurlandi eru þau um fjórð- ungi hærri en innlán og á Vestfjörð- um lánar bankinn sem nemur tvö- földum innlánsviðskiptum á svæð- inu. Að sögn bankaráðsmanna og bankastjóra hefur verið dregið úr kostnaði á öllum sviðum bankans og samkvæmt átta mánaða uppgjöri munu sparnaðarmarkmiðin nást á þessu ári. Kostnaður við rekstur bankans minnkar um 140 milljónir á árinu. í bankanum hefur verið fækkað um á annað hundrað starfs- ígildi. Sverrir Hermannsson banka- stjóri sagði að ekki yrði um neinar laxveiðar bankastjóra né bankaráðs- manna á kostnað bankans. Það væri einn liðurinn í sparnaði bankans. „Sóun er of viðtekin venja í þessu þjóðfélagi," sagði Sverrir og að tími væri kominn til að henni linnti. í hófi sem bankaráðið hélt við- skiptavinum sínum á Suðurlandi af- henti Kjartan Gunnarsson formaður bankaráðs Fjölbrautaskóla Suður- lands að gjöf tíu skákborð og skák- klukkur auk 250 þúsund króna. Sig. Jóns. •ttress Hressingarleikfími kvenna og karla Haustnámskeið heflast fimmtudaginn 23. september nk. Kennslustaðir: Leikfimisalur Laugarnesskóla ogíþróttahús Seltjarnarness. Fjölbreyttar æfíngar Músik - Dansspuni - Þrekæfingar - Slökun - Ýmsar nýjungar Innritun og upplýsingar í dag og á morgun kl. 9.00-22.00. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir, íþróttakennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.