Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1993
PÚ Í'c
beygju í hliðarhalla _ og jeppinn
komst ekki lengra. Á meðan ók
Gísli, sem fyrr, af miklu öryggi upp
þrautina og fékk mun fleiri stig.
Aðeins síðasta þrautin, tímabraut,
var eftir og titillinn gekk ekki Gísla
úr greipum þar. Af stakri yfírvegun
ók hann þrautina, yfirvegun sem
margir keppendur öfunda hann af.
Fátt virðist geta komið honum úr
jafnvægi og í mótum ársins hefur
hann oft sýnt afburðaakstur. Hann
er vei að titlinum kominn, hefur
unnið tvo sigra og verið í fremstu
röð í öðrum mótum. í næst síðustu
keppni hrundi vélin í jeppa hans og
hann lagði nótt við dag til að koma
henni í lag fyrir lokaslaginn.
„Það er sérstök tilfinning að
vinna titilinn, ánð hefur verið erfítt
og mótin mörg. Ég vann alla vikuna
við að raða saman vélinni, tók mér
alveg frí daginn fyrir keppni til að
ná þessu. í byrjun tímabils var Ein-
ar Gunnlaugsson skæðasti keppi-
nauturinn, en síðan kom Þóiir Schi-
öth sterkur inn í myndina. Ég hélt
þó ró minni og ók góðum jeppa. í
lok keppnistímabils spila margir
smáir hlutir stóran þátt og hvert
stig sem maður missir skiptir máli.
Þá skiptir miklu máli að fylgjast
með öðrum í þrautum og sjá hvern-
ig þær breytast til að velja svo réttu
aksturslínuna fyrir sjálfan sig. Þetta
heppnaðist best hjá mér þetta árið,“
sagði Gísli.
í flokki götujeppa börðust sem
fyrr Ragnar Skúlason og Þorsteinn
Éinarsson. Ragnar var búinn að
koma sínum jeppa í lag eftir tvær
veltur í keppninni á undan og tilbú-
inn að slást við Þorstein um sigur.
Sá síðarnefndi var hinsvegar kom-
inn með báðar hendur á titilinn fyr-
ir keppni. Ragnar sætti sig hinsveg-
ar ekki við að missa titilinn, vildi
túlka reglurnar á annan hátt og
kærði stigajöf til handa Þorsteini í
sjálfri keppninni.
„Ég skil ekki alveg röksemdir
Ragnars og fínnst hann bara vera
að klóra í bakkann. Við höfum keppt
drengilega á árinu og mér finnst
óþarfi að enda árið með þessu klóri.
Það er varla svona sárt að missta
titilinn, þó það sé ljúft að fá hann
í hendurnar í fyrsta skipti. Það hef-
ur verið mikið af kærumálum á
mótum ársins og við torfærumenn
þurfum að setjast niður og laga
reglur og dómgæslu með mótshöld-
urum. Það er engum greiði gerður
með að allt sé í lausu lofti. En þessi
titill er minn og var það fyrir þessa
keppni,“ sagði Þorsteinn.
Hann lét ekkert hindra sig í
keppni helgarinnar og vann góðan
sigur. Stuttu síðar var hann kominn
upp í skreyttan vörubíl, þar sem
hann og Ingibjörg Reynisdóttir voru
gefin saman með pompi og prakt.
Fjöldi fólks fylgdist með athöfninni,
sem vakti mikla lukku og setti
skemmtilegan svip á keppnina. Að
athöfninni lokinni stukku konur
keppenda um borð í vélfákana og
kepptu. Þijár urðu jafnar að stigum,
en úrslitin urðu þau að keppandinn
nýgifti, Ingibjörg Reynisdóttir,
vann; ákveðið var að hún fengi sig-
urinn í brúðargjöf.
Vetrartímiim
hjá SJÓVÁ-ALMENNUM
er frá níu til fimm
Gunnlaugur Rögnvaldsson
SIGUR, bæði í flokki götujeppa
og sérútbúinna, innsiglaði Is-
landsmeistaratitla þeirra Gísla
G. Jónssonar og Þorsteins Einars-
sonar í síðustu torfæru ársins.
Torfæra Olís og Jeppaklúbbs
Reykjavíkur fór fram í Jósepsdal
og var skemmtilegur endapunkt-
ur á stormasömu keppnistímabili,
en slapp þó ekki við kæru, sem
virðist orðin viðtekin venja í akt-
ursíþróttamótum. Greinilegt að
hrista þarf upp í skipulagi dóm-
gæslu og reglum af hálfu Lands-
sambands íslenskra aksturs-
íþróttafélaga.
Konurnar mýktar
Engu að síður var létt yfir mann-
skapnum á torfærumótinu. Konur
keppenda léku á als oddi eftir keppni
og stýrðu farartækjum manna sinna
í tveggja þrauta kvennakeppni. Gár-
ungarnir sögðu keppendur hafa
skipulagt kvennakeppnina til að
húsbændumir ættu auðveldarara
með að fá leyfi til keppni fyrir næsta
keppnistímabil, því þátttaka í tor-
færumótum er tímafrek og kostar
sitt. Konurnar nutu hinsvegar að
kynnast íþrótt manna sinna og
mátti sjá ákveðinn svip og einbeitt
augu hjá þeim, engu síður en hjá
karlmönnunum, sem höfðu lokið síð-
asta torfærumóti ársins.
Þrír áttu möguleika á meistaratit-
ili í sérútbúna flokknum fyrir keppn-
ina; Einar Gunnlaugsson frá Akur-
eyri, Þórir Schiöth frá Egilsstöðum
og Gísli G. Jónsson frá Þorlákshöfn.
Dagurinn byrjaði ekki vel hjá Þóri
Schiöth, því sjálfskipting bilaði ein-
um og hálfum tíma fyrir keppni.
Hún var rifin úr af aðstoðarmönnum
og síðan var brunað með hana á
Selfoss til Ljónstaðarbræðra, sem
eru þekktir jeppamenn. Nokkrum
mínútum áður en Þórir átti að vera
mættur í fyrstu brautina kom sjáif-
skipting í lagi, bræðumir höfðu
skrúfað réttu blönduna saman og
Þórir gat þeyst af stað.
Hann náði forystu í keppninni
eftir fyrstu þrautirnar og það fór
að fara um helstu andstæðinga
hans. Með sigri gat hann orðið
meistari. En Adam var ekki lengi í
Paradís. Brotinn afturöxull setti
strik í reikninginn þegar ró úr drif-
búnaðinum týndist og engin til vara
fannst. Hrapaði Þórir úr fyrsta sæt-
inu í næstu þraut, þar sem drifbún-
f.
Meistarinn Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
GÍSLI G. Jónsson í faðmi áhorfenda í Jósepsdal, en torfæra er vinsælasta akstursíþróttagreinin
hérlendis.
Afslappaður
ANDSTÆÐINGAR meistarans telja með ólíkindum hve rólegur
Gísli er í keppni og hér sést hann geispa hin rólegasti fyrir eina
þraut. Aðrir keppendur eru venjulega mjög taugastrekktir fyrir
hverja þraut, maginn í hnút og adrenalínið flæðir frjálslega.
aðurinn virkaði ekki sem skyldi. Það
var ekki fyrr en undir lokin sem
hann náði að sýna sitt rétta andlit,
eftir að hafa tjaslað saman aftur-
hjólabúnaðinum. Þá var hann búinn
að missa af lestinni í keppninni um
Islandsmeistaratitilinn, því Einar og
Gísli voru komnir langt framúr að
stigum.
Einar óheppinn
Óheppni Einars Gunnlaugssonar
ríður ekki við einteyming. í síðustu
mótum hefur allt gengið á afturfót-
Meistarabrúðhj' ónin
BRÚÐHJÓNIN Þorsteinn og
Ingibjörg giftu sig eftir að hafa
innsiglað meistaratitilinn í
flokki götujeppa í torfæru.
unum hjá honum, eftir að hann
náði Gísla að stigum til meistara
og sigldi framúr í einni keppni.
Hvers kyns bilanir hafa hijáð hann
og í næst síðustu þraut missti hann
Gísla of langt frá sér í stigum. Þá
lak loft úr hægra framhjóli í miðri
Haustið er komið og veturinn nálgast óðum.
Hjá SJÓVÁ-ALMENNUM skiptum við yfir í
vetrarafgreiðslutíma sem er frá
klukkan níu til fimm. Vetrartíminn gildir
frá 15. september til 1. maí.
Islandsmót í torfæruakstri
Signr innsiglaði Is-
landsmeistaratitlana
Akstursíþróttir