Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1993 45 Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Spáð í mörkin SPAÐ í mörkin í réttum í Jökuldal Rekið í rétt í UNDIRFELLSRÉTT í Vatnsdal Réttað víða um land Ijósm. Mbl. Fjársafn FJÁRSAFN á leiðinni úr Auðkúlurétt. Blöndudalshólar eru í baksýn. RÉTTAÐ var víða um land um helgina. Bændur sem Morgun- blaðið ræddi við í Undirfells- rétt og Auðkúlurétt höfðu á orði að fjárreksturinn væri nú aðeins svipur hjá sjón miðað við það sem áður var þegar tugþúsundir fjár runnu af víð- lendum heiðum Húnavatns- sýslu. Sömu sögu var að segja úr öðrum réttum, til að mynda Hlíðarrétt en þangað er féð rekið úr Laxárdal. Margt fé á afrétti Göngur á Jökuldal hófust fyrri hluta september með því að leit- að var í Amardal, Breiðastykki, Langadal og Fjallgörðum. Að sögn leitarmanna er óvenju margt fé í afréttinni vegna þess hve sumar kom seint og hefur verið að gróa í heiðunum alveg fram á þennan tíma, enda verið einmunatíð í september, sól og hiti upp á hvem dag. Virðist fé vel fram gengið undan sumrinu þrátt fyrir kalt og blautt sumar. Fréttaritari brá sér á Sæ- nautaselsrétt er menn komu þangað með fé úr Út-Fjallgörð- um og fylgdist með sundur- drætti sem gekk hratt og örugg- lega enda vanir menn á ferð. Einnig leit fréttaritari við á Brú er fé úr Fram-Fjallgörðum var rekið þar til réttar og dregið sundur. Létu bændur vel yfir sér þrátt fyrir að blikur séu á lofti með framtíð sauðfjárbænda, enda ágætis veður og smalamennskan gekk vel. Míkill haf- ís á Græn- landssundi Stakir jakar á siglingaleiðum norðvestanlands ÓVENJUMIKILL hafís er nú í Grænlandssundi og milli ís- lands og Grænlands. Norð- lægar áttir hafa verið á þessu svæði í sumar og hefur ísinn því lítið náð að bráðna í sum- ar. ísinn fer nú minnkandi og er ekki talið að sérstakar líkur séu á isavetri á Islandi vegna kuldanna norðurfrá í sumar. Töluvert er um staka jaka á reki á siglingaleið úti fyrir Vestfjörðum og Húna- flóa. Að sögn Þórs Jakobssonar lijá hafísrannsóknum Veðurstofu Is- lands þarf að leita marga áratugi aftur í tímann til að finna heimild- ir um svo mikinn ís milli íslands og Grænlands á þessum árstíma. Hann sagði að norðlægar áttir hefðu ollið því að ekkert sumar hefði komið á Grænlandssundi. Isinn þar fer venjulega að minnka í maílok en það er fyrst núna í september að tekið hefur að hlýna á þessu hafsvæði. Sagði Þór að þess sæjust nú merki að ísinn færi minnkandi og útlit væri fyrir að austlægar áttir myndu ríkja þama á næstunni. Jakar á siglingaleið Vegna veðurfarsins hefur ísinn borist nær íslandi en í meðalári og mikið af stökum jökum borist inn í strandstrauma. Mikið er af stökum jökum á siglingaleið úti fyrir Vestfjörðum og Húnaflóa. Veðurstofan hvetur skip til að til- kynna um alla jaka á siglingaleið. Aðspurður sagði Þór að ísasum- arið á Grænlandssundi þyrfti ekki að boða ísavetur við íslands. Hann sagði að erfitt væri að spá marga mánuði fram í tímann en það færi eftir veðurfarinu hver útbreiðsla íssins yrði í vetur. ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 10. -13. september 1993 Sameiginlegu umferðarátaki lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu, Selfossi og á Suður- nesjum lauk að þessu sinni um helgina. Sérstök áhersla var lögð á að reyna að tryggja umferð skólabarna og kanna ljósabúnað ökutækja. Með góðum stuðningi allra er hlut áttu að máli, barna, foreldra, ökumanna og gang- brautavarða má segja að vel hafí tekist til að þessu sinni. Ekki er vitað til þess að barn hafi hlotið meiðsl í umferðinni á þessu svæði á tímabilinu. Lög- reglan þurfti að hafa afskipti af 87 ökumönnum fyrstu dagana ,þegar þeir óku helst til of greitt í nágrenni skóla, en flestir virð- ast hafa látið segjast og virt til- mæli yfirvalda. Ökumenn og aðrir vegfarendur eru þó enn hvattir til að fara varlega og sýna gangandi vegfarendum til- litsemi, því skólarnir halda áfram í allan vetur. Áminna þurfti 213 ökumenn og kæra þurfti 61 vegna vanbúnaðar ökuljósa. Ákvörðun um næsta sameigin- lega umferðarátak lögreglunnar á svæðinu verður tekin fljótlega. Tiltölulega rólegt var í mið- borginni, þrátt fyrir talsverðan mannfjölda þar aðfaranótt sunnudags. Þó varð að handtaka þar 12 einstaklinga vegna ölv- unartengdra mála, líkamsmeið- inga, innbrota eða skemmdar- verka. Mun færri böm og ungl- ingar voru í miðborginni um þessa helgi en endranær en lög- reglan annaðist rekstur sérstaks athvarfs fyrir þá unglinga sem hún þurfti að hafa afskipti af vegna ölvunar. Það mun hún og gera næstu helgar. Vonast er til að hlutaðeigandi aðilar ljái stuðning sinn í málum miðborg- arinnar þegar fram líða stundir. Bílnum leiddist biðin Á föstudag féll maður úr stiga í fyrirtæki við Fossháls. Hann kenndi til í fótum og baki og var því fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Á föstudagskvöld þurfti að flytja þrennt á slysa- deild eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar. Aðfaranótt laugardags varð stúlka fyrir bifreið í Pósthús- stræti og meiddist lítilsháttar. Flytja varð hana á slysadeild. Seinnipart laugardags þurftu ökumenn tveggja bifreiða að leita á slysadeild vegna umferð- aróhapps á Hringbraut gegnt Stúdentagörðum. Skömmu eftir miðnætti á sunnudag valt bifreið á Vesturlandsvegi við Laxá í Kjós. Ekki urðu meiðsli á fólki. Auk þessa var tilkynnt um 36 önnur umferðaróhöpp um helg- ina. í einu tilvikanna hafði mað- ur stöðvað bifreið sína i útskoti utan Vesturlandsvegar á laugar- dag með það fyrir augum að kasta af sér vatni. Þar sem hann athafnaði sig undan hallanum og horfði út yfir lygnan sjóinn heyrði hann skyndilega hljóð fyr- ir aftan sig. Hann brá snöggt við og án þess að hika tókst honum að víkja sér fimlega und- an bifreið, sem kom aðvífandi að honum niður slakkann. Við nánari athugun var hér um bif- reið mannsins að ræða, en henni virtist hafa leiðst biðin eða mað- urinn ekki gengið betur frá henni en raun bar vitni. Hún stöðvaðist skömmu síðar án verulegra skemmda. Síðdegis á laugardag var til- kynnt um ungmenni við að brugga í bílskúr í vesturborg- inni. Tveir drengir voru staðnir þar að verki. Þeir voru færðir á lögreglustöðina ásamt afurðun- um, 25 lítrum mjaðar. Lögreglan leggur venjulega hald á landa og spíra, en hellir niður gambranum, sykurblandaða vatninu. Einhvers miskilnings hefur gætt hjá einhveijum um að sá vökvi sem lögreglan sést iðulega vera að hella niður falli undir ákvæði mengunarvarna- laga. Svo er þó ekki. Leiðréttist það hér með. Þýfi Á sunnudag var maður hand- tekinn þar sem hann var á ferð í Nóatúni. Sá hafði skömmu áður framvísað falsaðri ávísun á bens- ínstöð, auk þess sem í bifreið hans fannst riffill, sem tilkynnt hafði verið um að stolið hefði verið frá húsi í austurborginni um nóttina. Alls var tilkynnt um 10 innbrot og 6 þjófnaði. í flest- um tilvikum var um að ræða innbrot í bifreiðar og úr þeim stolið verðmætum, s.s. farsím: um, radarvörum og öðru slíku. í þjófnaðartilvikunum var oftast um reiðhjól að ræða. Ekki er vitað til þesss að ölvaðir ökumenn hafí lent í um- ferðaróhöppum um helgina, en hins vegar eru 13 þeirra öku- manna, sem stöðvaðir voru í akstri, grunaðir um að hafa ver- ið undir áhrifum áfengis. : I 14.9. 1993 VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4100 0004 0072 4543 3718 0006 3233 ÖLL ERLEND KORT SEM BYRJA Á: 4506 43** 4507 46** 4543 17** 4560 09** 4938 06** 4506 21** 4560 08** 4920 07** 4988 31** kort úr uraferð og sendið VISA Islandi sundurklippt VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og visa á vágest. VISA ÍSLAND Höföabakka 9 • 112 Reykjavík Sfmi 91-671700 VAKORTALISTI Dags. 14.9.1993. NR. 139 5414 8300 0310 5102 5414 8300 0957 6157 5414 8300 1028 3108 5414 8300 1130 4218 -«• 5414 8300 1326 6118 5414 8300 2760 9204 5414 8300 2814 8103 5414 8300 3052 9100 5414 8300 3122 1111 5414 8301 0494 0100 5422 4129 7979 7650 5221 0010 9115 1423 Ofangreind kort eru vákort, sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir þann, sem nær kortí* og sendir sundurklippt til Eurocards. KREDITKORT HF., Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 685499 7 —efþú spilar tii að vinna! 3S. leikvika ,11-12. sept. 1993 Nr. Leikur: Röðin: 1. Brage - Örgryte 1 - - 2. Degerfors - Örcbro - X - 3. Malmö FF - AIK 1 - - 4. Norrköping - Trelleborg 1 - - 5. Frölunda - Hetsingborg - - 2 6. Öster - Haken - - 2 7. Chelsea - Man. Utd. 1 - - 8. Liverpool - Blackbum - - 2 9. Man. Clty - QPR 1 - - 10. CHdham - Everton ‘ ' ^ 11. Sheff. Utd. - Tottcnham - x - 12. Southampton • Leeds - - 2 13. West Ham - Swindon - X - Heildarvinningsupphæðin: 85 milljón krónur 13 réttir: 3.256.080 12 réttirt 78.850 11 réttir: 7.360 10 réttin 2.040 HARÐVIÐARVAL HF.. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.