Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1993 15 meginregluna um fullar bætur fyrir fjártjón í líkamstjónsmálum! Þannig segir hann í svarbréfi sínu til okk- ar, að alþingismenn hafi verið vel upplýstir um þá afleiðingu af sam- þykkt frumvarpsins, að heildarbæt- ur í þjóðfélaginu myndu lækka við samþykkt þess. í þeim móð sem á hann rann í þessari málsvörn láðist honum alveg að gæta að því, að ástæðan, sem menn höfðu fyrir því að heildarbætur myndu lækka, var sú að með frumvarpinu er leitast við að gera örorkumat að betri mælikvarða á fjárhagslegt tjón en verið hefur. Hafa flestir búist við því að þetta myndi oft leiða til lækk- unar á metinni örorku í minni slysa- málum. Kemur þetta m.a. skýrt fram í þeirri tilvitnun í umsögn fjár- lagaskrifstofu um frumvarpið, sem ráðherrann tekur upp í svarbréf sitt til okkar. Aldrei hefur nokkur maður nefnt, að með þessum lögum stæði til að ákveða, að í líkamstjóns- málum ættu tjónþolar aðeins að fá hluta af tjóni sínu bættan. Með því að beita þessari málsvörn gegn ábendingum okkar lögmannanna gefur ráðherrann í skyn að þetta hafi vakað fyrir honum með flutn- ingi málsins, þó að aldrei hafí verið á það minnst. Ég er viss um að þessu er ekki svona farið. Móður málsvarnarinnar hefur hér ugglaust leitt ráðherrann á villigötur. Aðalatriði þessa máls er, hvort menn vilji að hin nýju skaðábótalög tryggi mönnum svo sem unnt er fullar bætur fyrir það fjárhagslega tjón sem þeir verða fyrir er þeir missa starfsorku sína í slysum. Öll- um finnst sjálfsagt að fá fullar bætur ef hlutur skemmist af völdum einhvers sem ber skaðabótaábyrgð á tjóninu, t.d. að fá greiddan við- gerðarkostnað bíls. Vilja menn að eitthvað annað gildi um tjón á lík- amanum sem veldur starfsorku- skerðingu? Á þar að hafa í gildi reglur, sem tryggja mönnum aðeins bætur fyrir hluta tjónsins? Mér finnst, ef eitthvað er, ríkari ástæða til að tryggja mönnum fuilar bætur í þeim tilvikum. Ef alþingismenn eru sammála því verður að lagfæra reikniregluna í 6. gr. hinna nýju skaðabótalaga. Svo einfalt er málið. Höfundur er hæsta- réttarlögmaður. ------» ♦ ♦---- Islenskukennsla fyrir útlendinga Námskeið fyrir kenn- ara nýbúa DAGANA 16.-18. september verður haldið námskeið fyrir kennara sem kenna útlendingum íslensku. Megináhersla á nám- skeiðinu verður á islensku- kennslu fyrir fullorðna nýbúa með móðurmál sem ekki er af germönskum uppruna. Nám- skeiðið ætti þó að geta nýst öll- um. Auk umfjöllunar um sjálfa ís- lenskukennsluna verður ýmiss kon- ar námsefni kynnt, fjallað um mis- mun á íslensku og ýmsum erlendum málum og drepið á nokkra þætti í menningu nýbúa. Einnig gefst þátt- takendum tækifæri til að vinna að ýmsum verkefnum. Námskeiðið verður haldið í Tæknigarði. Skráning fer fram hjá Endur- menntunarstofnun HÍ. Fréttatilkynning. Rétt og rangt um íslenskan landbúnað — nr.3 af 8 Verð á búvörum hefur stórlækkað á liðnum árum... Fullyrt er: Hið rétta er: Of lítil samkeppni í landbúnaði veldur háu verði. Stærsti hluti ráðstöfunartekna heimilanna fer til matarkaupa. Samanburður við verð erlendis segir allt sem segja þarf. íslenskur landbúnaður á í mikilli samkeppni við brauð, pasta og aðrar innfluttar mjölvörur. Einnig er innbyrðis samkeppni t.d. í kjöt- og grænmetisframleiðslu. Þá keppa mjólkurvörur við innlendar og erlendar drykkjar- vörur sem og innflutt morgunkorn. Staðreyndin er sú að um helmingur þess matar (orku) sem við íslend- ingar neytum er innfluttur. Mikil samkeppni veitir íslenskum bændum stöðugt aðhald. Hlutfallslega hafa útgjöld heimilanna í landinu til matvælakaupa aldrei verið lægri en nú. Samkvæmt Hagtíðindum ver vísitölufjölskyldan 16.5% af ráðstöfunartekjum sínum til matarkaupa í dag á móti rúmum 20% á árinu 1990. Einungis tæp 9% fara til kaupa á innlendum matvælum. Matarkaupin taka því sífellt hlutfallslega minna til sín. Sé framfærsluvísitalan skoðuð nánar kemur í ljós að meðalfjölskyldan ver 20% tekna sinna í rekstur á einkabifreið(um) og ferðalög og um 18% fara í húsnæði, rafmagn og hita. Verðsamanburður á milli landa getur verið mjög snúinn. Taka þarf tillit til gæða vörunnar en óhætt er að fullyrða að hollusta og hreinleiki íslenskra búvara stenst fullkomlega samanburð við það sem best gerist erlendis. Þá er kaupmáttur misjafn eftir löndum. Lágt verðlag í einu landi þýðir ekki að þeir sem þar búa geti veitt sér meira en neytendur þar sem verðlag er hátt. Alögur sem matvælaframleiðsla þarf að standa undir eru misjafnar. Sem dæmi má nefna að virðisauka- skattur á matvælum er 0% í Bretlandi, 5% í Portúgal, 3-6% á Spáni, 0-7% í Bandaríkjunum en 14-24.5% hér á landi. Hér hafa því fjölmörg atriði áhrif, sem erfitt getur verið að meta. Það er lítið mark takandi á einföldum verðkönnunum á milli landa. ...á sama tíma og flest önnur útgjöld heimilanna hafa hækkað! L 5 *c*i*v . ISLENSKIR BÆNDUR inpHli .....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.