Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1993
Búízt við 12.000 gestum á fs-
lenzku sjávarútvegssýninguna
500 fyrirtæki frá 24 löndum sýna
ÍSLENZKA sjávarútvegssýningin, sú fjórða í röðinni, hefst
á morgun, en Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra,
og forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, opna sýninguna
með viðhöfn. Nærri 500 fyrirtæki frá 24 löndum sýna
framleiðslu sína og kynna þjónustu af ýmsu tagi og búizt
er við allt að 12.000 gestum, innlendum og erlendum.
Patricia Foster, framkvæmda-
stjóri sýningarinnar, segir að
áhugi á sýningunni sé mjög mik-
ill og athyglisvert sé að Þjóðveij-
ar séu nú fjölmennari en nokkru
sinni áður, en alls taka 57 þýzk
fyrirtæki þátt í sýningunni. Þá
vekur einnig athygli að norsk
fyrirtæki eru nú fleiri en nokkru
sinni, þrátt fýrir veiðar okkar í
Smugunni.
Meðal sýnenda má nefna aust-
urríska fyrirtækið Palfinger He-
betchnick, belgíska gíra- og vin-
duframleiðandann Marelec,
þýzku fyrirtæki Baader, Elbew-
erft Boizenburg, Fischereihafen
Betrieb- und Entwicklungsges-
ellschaft, Kerres, Kuehlautomat
Berlin, Schiffsanlagenbau Bart
og Volkswerft Stralsund. Frá
Danmörku koma Cabinplant Int-
ernational, Ide Kemi og hópur
innan vébanda danska útflutn-
ingsráðsins. Samtök skipasmiðja
á Spáni eru á sýningunni,
franska fyritækið Brissoneau et
Lotz Marine, norska útflutnings-
ráðið, en í þeim hópi eru meðal
annars skipasmiðjur og framleið-
endur fiskkera, en að auki eru
fyrirtæki frá Hollandi, Svíþjóð,
Finnlandi, Indlandi, Póllandi og
fleiri löndum.
Öll helztu fyrirtæki í fram-
leiðslu og þjónustu fyrir sjávar-
útveg á Islandi, um 170 talsins,
eru á sýningunni og segja stjórn-
endur hennar að hún nái yfír
nánast allt, sem nöfnum tjáir að
nefna og tengist sjávarútvegi.
Vegna hins mikla ljölda sýnenda
og sýningargesta eru öll hótel
og gistiheimili í Reykjavík bókuð.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Básinn hjá Jósafat Hinrikssyni, toghleraframleiðanda, er vafalít-
ið sá þjóðlegasti á sýningunni, enda prýddur gömlum munum úr
minjasafni hans.
Ráðstefna um vannýtta möguleika á Suðvesturlandi
Ólafur Ólafsson landlæknir
Skamm-
tímavott-
orð verði
lögð niður
ÓLAFUR Ólafsson, landlæknir,
lagði á Læknaþingi í gær til að
skammtímavottorð vegna veik-
inda yrðu lögð niður. Hann færði
þau rök fyrir tillögu sinni að oft
væri erfiðleikum bundið að greina
skammtímamein fólks og hefðu
læknar þá við fátt annað að styðj-
ast en frásögn sjúklings og hug-
lægt mat. Tekið var undir tillögu
Ólafs á þinginu og kom m.a. fram
að þó nokkur fyrirtæki hefðu þeg-
ar afnumið reglur um skammtíma-
vottorð.
Nýútkomin bók eftir Trausta
Valsson, skipulagsfræðing,
„Landið sem auðlind - Um mótun
byggðamynsturs á Suðvestur-
landi“ var lögð til grundvallar á
ráðstefnunni en þar eru m.a. sett-
ar fram hugmyndir um samgöngu-
mál og ferðaiðnað í landshlutanum
í náinni framtíð.
Ráðstefnan hófst með setning-
arávarpi Sveins Andra Sveinsson-
ar formanns Samtaka sveitarfé-
laga á höfuðborgarsvæðinu.
Nýtt viðhorf ,
Davíð Oddsson, forsætisráð-
herra, tók næstur til máls og benti
m.a. á að með ráðstefnunni hefði
skapast nýtt sjónarhom til
byggðamála. Trausti Valsson,
sicipulagsfræðingur, talaði um
mótun byggðamynsturs á Suð-
vesturlandi og hvernig það hlyti
að breytast með aukinni ferða-
þjónustu á svæðinu. Guðmundur
Magnússon, prófessor, talaði um
þýðingu ferðaþjónustu fyrir þjóð-
arhag. Hann benti á að tilhneiging
væri til að líta svo á að tekjur af
ferðamönnum sköpuðust í gistingu
og ferðum en raunin væri sú að
ferðamenn nýttu sér margs konar
þjónustu sem byðist á viðkomandi
stöðum og þar sköpuðust ekki síð-
ur tekjur. Hann rakti einnig hvern-
ig spara mætti gjaldeyn með því
að auka ferðamennsku Islendinga
innanlands. Guðjón Ingvi Stefáns-
son, framkvæmdastjóri Samtaka
sveitarfélaga í Vesturlandskjör-
dæmi, fjallaði um mikilvægi sam-
gangna í þjóðfélagsþróun.
Útfærsla á Suðvesturlandi
Eftir hádegi var fjallað sérstak-
lega um útfærslu hugmynda á
Suðvesturlandi. Oddný Óladóttir
landfræðingur flutti erindi um út-
tekt sem hún hefur gert á mikil-
vægi ferðaþjónustu í hagkerfí
Suðurlands. Helgi Hallgrímsson,
vegamálastjóri, fjallaði um grein-
ingu á valkostum í vegakerfí Suð-
vesturlands og kom m.a. fram í
máli hans að um 25 ár mun taka
að ljúka verkefnum sem nú eru
komin á blað verði fjárveitingar
ekki auknar. Ingólfur Bender,
hagfræðingur, fjallaði um arðsem-
ismat valkosta í vegakerfí Suður-
lands. Amór Garðarsson, prófess-
or í líffræði og formaður Náttúru-
verndarráðs fjallaði um umhverfís-
mál á Suðvesturlandi og hvemig
náttúruvemd og ferðamannaþjón-
usta færu saman þegar til lengri
tíma væri litið.
Síðdegis fluttu átta ræðumenn
stutt erindi um mikilvægi sam-
göngubóta fyrir atvinnuvegi,
menntamál og menningu á Suð-
vesturlandi. I lok ráðstefnunnar
voru pallborðsumræður.
Gamla metið átti Benedikt Hálf-
dánarson en hann fór þessa leið
fyrir rúmlega viku á 7 tímum og
21 minutu. Það var hópur fólks úr
íþróttafélaginu ÍR sem gekk þessa
leið á sunnudag en að sögn eins
þeirra, Friðriks Þórs Óskarssonar,
hafði lengi staðið til að gera þetta.
Þegar fréttin um met Benedikts
birist svo í Morgunblaðinu fyrir
viku var ákveðið að slá til strax.
Leiðin sem gengin er liggur frá
Landmannalaugum yfír í Hrafnt-
innusker og þaðan til Álftavatns
um Emstrur og niður í Þórsmörk.
Veðurblíða með eindæmum
Að sögn Friðriks Þórs var veður-
blíða með eindæmum á „Laugaveg-
inum“ er metið var sett. Alls gengu
sjö manns þessa leið og næst besta
tíma náði Sighvatur Dýri Guð-
mundsson eða 6 tímum og 36 mín-
útum.
Metið á þessari gönguleið hefur
nú verið slegið þrisvar sinnum á
rúmlega hálfum mánuði því viku
áður en Benedikt setti sitt met hafði
Ingvar Baldursson gengið þessa leið
á 7 tímum og 56 mínútum.
Ólafur tók fram að þrátt fyrir að
læknar hefðu lýst yfir vilja til að
ranr.saka útgáfu skammtímavott-
orða hefði ekkert orðið úr sérstakri
rannsókn af þessu tagi. Hins vegar
gæfu niðurstöður úr hóprannsókn
Hjartaverndar góðar upplýsingar.
Hann sagði að komið hefði í Ijós að
hærra hlutfall þeirra er leituðu til
lækna vegna slysa, hjarta- og lung-
ansjúkdóma fengju veikindavottorð
en þeirra er leituðu læknis vegna
t.d. svima, höfuðverkjar, vöðvaverkj-
ar, svefnleysis eða þreytu. Orsakir
þessa væru trúlega þær að fyrr-
nefndu sjúkdómana væri auðveldara
að staðfesta með sérstökum rann-
sóknum, s.s. hjartalínuriti, röntgen-
mynd, blóðþrýstingsmælingu,
blóðprufu o.fl. en síðamefndu sjúk-
dómana enda væru þeir vægari. Þar
hefðu læknar oft við fátt annað að
styðjast en frásögn sjúklings og hug-
lægt mat. Skammtímavottorð féllu
oft í þann flokk.
Ánægja með breytingu
Nokkur umræða hefur þegar orðið
um tillögu Ólafs og lét hann þess
getið að nokkrir atvinnurekendur
sem afnumið hefðu skammtímavott-
orð hefðu haft samband við sig og
lýst yfir ánægju sinni þá breytingu,
m.a. Reynir Jónasson, aðstoðar-
bankastjóri íslandsbanka. Þar á bæ
væru veikindi jafnan skráð niður,
fulltrúar atvinnurekanda og starfs-
manns væru yfir skráninguna og ef
í ljós kæmi að sami starfsmaðurinn
hefði ítrekað verið frá vinnu vegna
veikinda í fáa daga væri óskað eftir
að hann gengist undir læknisrann-
sókn.
Matthías Halldórsson, aðstoðar-
landlæknir, fjallaði um kvartanir og
kærur vegna mistaka eða óhappa í
heilbrigðiskerfínu. Hann sagði að á
hveiju ári bærust embættinu um 200
erindi af þessu tagi en eftir að farið
hefði verið yfir þær hefði þeim fækk-
að í 116 árið 1991 og 136 árið síð-
ar. Fjölluðu kærumar oftast um verk
lækna á sjúkrahúsum og væri oftast
um aðgerðir á skurðdeild, slysadeild
og kvennadeild að ræða. Kemst
Matthías að þeirri niðurstöðu að
sjaldnast sé þekkingar- eða kunn-
áttuleysi um að kenna þegar ljóst
væri að gerð hefðu verið mistök.
Algengara væri að þessir atburðir
stöfuðu af skorti á skýrum reglum
og/eða því að nákvæmlega sé farið
eftir þeim reglum sem þegar hafi
verið settar.
Atak í samgöngnmálum og
ferðaþjónustu vænleg fjárfesting
LANDIÐ sem auðlind, ráðstefna um byggða-, atvinnu-, og samgöngu-
mál á Suðvesturlandi var haldin á Þingvöllum sl. sunnudag en að
henni stóðu samtök sveitarfélaga í landsfjórðungnum. Fjallað var
um hvernig nýta mætti landið sem auðlind í víðasta skilningi og
hvaða fjárfestingar ættu að hafa forgang til að hagnýta landgæðin.
Sveitarfélög á Suðvesturlandi hafa ásamt Samtökum sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu staðið að undirbúningi ráðstefnunnar undan-
farið ár. Mótaðar hafa verið hugmyndir um sameiginleg hagsmuna-
mál Suðvesturlands og eru brýnustu verkefnin talin vegamál' og
ferðaþjónustu. Átak í þessum málum á Suðvesturlandi myndi að
skila sér til annarra landshluta með auknum ferðamannastraumi og
betri samgöngum.
Morgunblaðið/Friðrik Þór Óskarsson
Methafar við Emstrur
TVEIR fyrstu mennimir í göngunni, Sveinn Ernstsson og Sig-
hvatur Dýri Guðmundsson, við Emstrur ásamt Bryndísi systur
Sveins.
Nýtt Laugavegsmet
NÝTT göngumet var sett á „Laugaveginum" svokallaða eða á
leiðinni frá Landmannalaugum til Þórsmerkur um helgina. Gamla
metið sem sett var á þessari gönguleið lifði því aðeins í eina viku.
Það var Sveinn Ernstsson sem setti nýja metið er hann gekk og
hljóp leiðina á 6 tímum og 28 mínútum og sló þar með gamla
metið um eina klukkustund.