Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1993 C4Ví:ei65-S'® „HVER ER SINNAR GÆFE SMIÐER' Viltu njóta Iffsins og verða ömggari með sjálfan þig? Ná betri tökum á mannlegum samskiptum og losna við áhyggjur og kvíða? Verða góður ræðumaður og virkja eldmóðinn? I'jiul«*slÍ114* í monntim skilar |)úr arrti auihingl. Upplýsingar í síma: 812411 STJÓRNUNARSKÓUNN AFGASRULLUR fyrir bílaverkstæói Af Hrafni Gunnlaugssyni, siðferð- isbresti og pólitískri fyrirgreiðslu eftir Valþór Hlöðversson, Astu Ragnheiði Jóhannesdóttur og Kristínu A. Arnadóttur Þegar ákveðið var að opinber rannsókn færi fram á embættis- færslu Hrafns Gunnlaugssonar dagskrárstjóra Sjónvarpsins, töld- um við eðlilegt og sjálfsagt að út- varpsráð, sem er kjörið á Alþingi íslendinga til að hafa yfirumsjón með dagskránni, léti málið til sín taka með beinum hætti. Þess vegna fögnum við skýrslu Ríkisendurskoð- unar og teljum að yfirmenn Ríkisút- varpsins og starfsmenn allir geti margt af niðurstöðunum lært. í skýrslu Ríkisendurskoðunar koma fram atriði sem vert er að staldra við og varða lagalega og siðferðilega framkomu Hrafns Gunnlaugssonar hjá Ríkisútvarpinu meðan hann starfaði þar sem dag- skrárstjóri. Skýrsluna er hægt að túlka með ýmsu móti og hafa nokkrir haldið því á lofti að hún hreinsi nafn Hrafns Gunnlaugsson- ar. Umræðan um setningu hans í starf framkvæmdastjóra Sjónvarps og viðskipti hans við stofnanir og sjóði hafa öðru fremur snúist um siðferði, pólitíska fyrirgreiðslu og misnotkun valds. Okkur þykir ljóst að í skýrslunni sé siðferðisvitund fyrrum dagskrárstjóra dregin í efa. • Fram kemur að þegar hann starfaði þar sem dagskrárstjóri á Valþór Hlöðversson árunum 1985-1993 greiddi stofn- unin honum fyrir sýningarrétt, þáttagerð og tækjabúnað ríflega 25 milljónir króna. Að okkar mati er fullkomlega óeðlilegt að yfirmað- ur standi í slíkum einkaviðskiptum við stofnun sem hann starfar við og geta menn gert sér í hugarlund afleiðingar þess ef aðrir æðstu yfir- menn stofnunarinnar gerðu slíkt hið sama. Ríkisendurskoðun virðist sama sinnis því í skýrslunni segir orðrétt: „Hins vegar hljóta svo umfangs- mikil viðskipti stofnunarinnar við starfsmann sinn í stjórnunarstöðu almennt séð að orka tvímælis vegna hættu á hagsmunaárekstrum.“ Undir þetta viljum við taka og Ásta R. Jóhannesdóttir gagnrýnum téðan starfsmann harð- lega fyrir siðferðisbrest sem felst í því að rugla saman fjárhagslegum eiginhagsmunum og verkum fyrir stofnun sem honum er trúað fyrir. • Hrafn Gunnlaugsson sat sem formaður stjórnar Menningarsjóðs útvarpsstöðva 1991-1993. í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir orðrétt: „Að mati Ríkisendurskoðunar var það óheppilegt að skipa dag- skrárstjóra Sjónvarpsins, jafnvel þótt hann hafi verið í launalausu leyfí, sem fulltrúa menntamálaráð- herra í stjóm sjóðsins og þar með um leið sem formann.“ Það, að Hrafn Gunnlaugsson tók sæti sem stjórnarformaður sjóðsins Kristín A. Árnadóttir lýsir fyrst og fremst dómgreindar- leysi hans og skorti á þeirri.hæfni að kenna rétt frá röngu. Um það þarf ekki að hafa fleiri orð. • Ríkisendurskoðun sér ástæðu til að gera tíð launalaus leyfi dag- skrárstjóra að umtalsefni. í skýrsl- unni segir m.a.: „Það er ekki hafíð yfir gagnrýni að yfírstjórn Sjónvarpsins skuli á liðnum árum hafa veitt starfsmönn- um sínum, einkum í stjórnunarstöð- um, launalaus leyfí í svo ríkum mæli sem verið hefur." Hrafn Gunnlaugsson nýtti sér þennan veikleika stjómkerfisins í meira mæli en dæmi eru til um og var fjarverandi frá störfum með hléum í mörg ár. Það er enn eitt Olíufélagið hf 603300 ★ Pitney Bowes Frímerkjavélar og stimpilvélar Vélar til póstpökkunar o. fl. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 ■ 105 Reykjavik Símar 624631 / 624699 Opið bréf til þeirra er fermst hafa í Langholtskirkju Hrokafullum manni, eins og mér, veitist oft erfitt að sætta sig við að mat hans á málefnum sé rangt, einskis metið. En fýrir ykkur, ferm- ingarbömunum, er mér auðveldara að játa smæð mína en öðru fólki, því sem spuml böm leiddumst við í leit sannleikans hér fyrrum. Og nú bið eg ykkur um ráð og aðstoð. Eg á mér þann draum að Langholts- kirkja eignist orgel við hæfi, og það með, að mér endist aldur til að heyra ómbylgjumar lyfta hug í hæðir. Tíminn telur mönnum árin hratt, og eg hræðist að draummynd mína sjái eg ekki sem dagmynd. Fyrir lífið skiptir það engu, en mig miklu. Eg kann ekki ráð, það verð eg að viðurkenna, en hitt, að lífíð hefír mótað ykkur mjög mörg til mikilla burða og þroska. Því langar mig til að hitta ykkur og hlýða á hollráð. Finnist ykkur sem mér, að það sé ekki við hæfi að Langholts- kirkja eigi ekki orgel, þurfi að njóta góðvilja annarra um lánshljóðfæri. Því leyfi eg mér að boða ykkur til fundar í Langholtskirkju fimmtu- dagskvöldið 16. september kl. 20.30. Stundin þarf ekki að vera löng, og þið hittið ekki aðeins mig, heldur líka Jón okkar og aðra eld- huga úr orgelnefnd. Til að þið finn- ið að við fögnum þessum fundi, ■ höfum við fengið kvartettinn Út í vorið til að syngja fyrir okkur og ykkur. Eg fullyrði: Fáir kvartettar standa þeim framar, gömul og ný lög og gáskafullur listaflutningur. Bjóðið því maka með, börnunum líka, pabba og mömmu, já, öllum sem ykkur er vel við, gjaldið er aðeins ráðin góð. Með eftirvænting bíðum við ykk- ar í kirkjunni, sannfærð um, að þið færið okkur lífsþrótt og kjark. Guði falin, Sig. Haukur. VETRARTÍMI HJÁ & -V-'í.’r f Ji-X-J 1QHAw! Skandia Tímabilið 15. september 1993 til 1. maí 1994 er opnunartími okkar frá kl. 9 til 17 alla virka daga. Fjórfestingarfélagið Skandia hf., Laugavegi 170, sími 619700. Líftryggingarfélagið Skandia hf., Laugavegi 170, sími 619700. Vótryggingarfélagið Skandia hf., Laugavegi 170, sími 629011. BALLETT Kennsla hefst 16. september Byrjenda- og framhalds- flokkar frá 4 ára aldri. Afhending skírteina fer fram í skólanum miðvikudaginn 15. sept. kl. 18.00-20.00 og fyrir 4-6 ára laugardaginn 18. sept. kl. 12.00-14.00. BALLE TTSKOLI Guðbjargar Björgvins, íþrótlahúsinu, Seltjarnarnesi. Ath. Kennsla fyrir eldri nemendur byrjendur og lengra komna. Innritun og allar upplýsingar í síma 620091 kl. 10.00- 16.00 daglega. Félag ísl. listdansara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.