Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1993 23 Fjölcli ríkja lofar fjárstuðningi Enn óljóst hversu mikill stuðningnr við Palestínumenn og ísraela verður EKKI er að fullu ljóst hversu mikil fjárhagsaðstoð berst Pal- estínumönnum í kjölfar friðar- samninga þeira og Israela. Bandaríkjamenn hafa ekki enn tekið ákvörðun um upphæðina en Alþjóðabankinn hefur lagt til 10 ára áætlun um efnahagsað- stoð til Palestinumanna á Gaza- ströndinni og í Jeríkó sem nemi 3 milljörðum dollara, rúmum 210 milljörðum ísl. Talsmenn bank- ans sögðu að aðrir yrðu að út- vega megnið að þeirri upphæð. Þá felur fimm ára áætlun Evr- ópubandalagsins í sér aðstoð upp á rúmlega fjóra milljarða ísl. kr. til Palestínumanna. Auk þess verður veitt um 1.700 milljónum króna til Palestínumanna á Gaza- svæðinu og í Jeríkó. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur lofað fjárstuðningi við ísraela og jafnframt tekið fram að ekki verði dregið úr hemaðar- og efna- hagsaðstoð við þá en hún nemur nú um 3 milljörðum dollara, rúmum 200 milljörðum ísl. á ári. Fulltrúar stjómarinnar sögðu Clinton jafnvel íhuga aukin framlög til hernaðar vegna kostnaðar við að flytja her- sveitir ísraela frá Gaza-ströndinni og Jeríkó. En gjafmildi Bandaríkja- manna á sér takmörk, í viðtali við The New York Times sagði Clinton að íjárframlög til palestínsku ein- inganna á Gaza og í Jeríkó yrðu hófleg. Taldi Clinton að höfuðhlut- verk Bandaríkjamanna væri að út- vega gmnnfjármagn sem kæmi aðallega frá Japan, Evrópubanda- laginu, Norðurlöndum og löndunum við Persaflóa. Utanríkisráðherrar Evrópu- bandalagsins komu saman um helg- ina og samþykktu að veita íjármagn til að tryggja frið í Mið-Austurlönd- um. Verður Yasser Arafat leiðtoga PLO boðið til Bmssel til fundar við ráðherrana en ekki hefur enn verið ákveðið hvenær það verður. Samningur EB við ísraela og Palestínumenn er þríþættur, auk fjárveitinganna felst í honum end- urnýjun á viðskiptasamningi EB og ísraela, og endurskoðun á aðstoð EB við ríki á borð við Jórdaníu, Egyptaland og Sýrland. I gær lýstu Frakkar því yfír að þeir íhuguðu að veita Palestínu- mönnum fjárhagsaðstoð, sem yrði viðbót við þeirra hlut í aðstoð EB- ríkja. Vilja Frakkar að peningunum verði varið til að byggja höfn á Gaza-ströndinni og tengingu á milli Gaza-svæðisins og Jeríkó. UNDIRRITUN FRIÐARSATTMALANS Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, Yasser Arafat, leiðtogi PLO, komu saman í Washington í gær er undirritaður var samningur, sem miðar að því að binda enda á hundrað ára blóðsúthellingar. Tímabundin sjálfsstjóm Palestínumanna á Vestur- bakkanum og Gaza-svæðinu ekki lengur en til fimm ára. Kjósa skal sjálfsstjómarráð Palestínumanna eigi siðar en níu mánuðum eftir undirritun samningsins Viðræður um heildarlausn ágreiningsefna skulu hefjast eigi síðar en í upphafi þriðja árs. Herafli ísraela verður fluttur frá Gaza-svæðinu og Jeríkó. Herafli ísraela verður fluttur frá þéttbýlisstöðum á Vesturbakkanum. Palestínumenn taka við öryggisgæslu og munu áfram tryggja öryggi Israela á Vesturbakkanum og Gaza. ísraelar munu áfram tryggja ytra öryggi og verja Israela sem búa á Vestur- bakkanum og Gaza. Staða Jerúsalem verður tekin upp á 'síðari stigum viðræðna en bæði ísraelar og Palestínumenn gera kröfu til borgarinnar. i Öruggar samgöngur tryggðar milli Gaza og Vesturbakkans. i ísraelar, Palestínumenn, Jórdanir og Egyptar ákvarði hvernig tekið verði við flóttafólki úr stríðinu 1967, 1 Sameiginleg nefnd ísraela og Palestínumanna fjalli um ágreiningsefni sem upp kunna að koma. Verulegar skatta- lækkanir Frakka París. Reuter. NICOLAS Sarkozy, fjárlagaráðherra Frakklands, sagði í gær að ríkisstjórnin hygðist endurskipuleggja hið flókna skattkerfi landsins og lækka skatta verulega. „Við viljum efla eftirspurn í þjóð- félaginu," sagði Sarkozy í viðtali við sjónvarpsstöðina TFl í gær. „Það sem ekki fer í skatta hjá þér fer í neyslu og það er mjög gott fyrir iðnaðinn og það skapar líka ný atvinnutækifæri.“ Fjárlagaráðherrann sagði að skattar myndu um næstu áramót lækka um 3% hjá 90% skattgreið- enda og að helmingur skattgreið- enda myndi greiða um 10% minna í skatta á næsta ári. Tekjutap ríkis- ins vegna þessa er áætlað um 19-20 milljarðar franka og er þetta því nokkuð meiri lækkun en sú 17 millj- arða lækkun, sem Edouard Ballad- ur, forsætisráðherra Frakklands, boðaði í síðasta mánuði. Sarkozy benti á að franska skattakerfíð hefði ekki verið endur- skipulagt frá því árið 1959 og gagn- rýndi einnig það eðli kerfisins að refsa þeim sem auka tekjur sínar milli ára. „Hvernig ætla menn eigin- lega að stuðla að vexti og nýjum atvinnutækifærum meðan sú er raunin? Þetta nær ekki nokkurri átt,“ sagði Sarkozy. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN ÞRIÐIUDACSTILBOÐ Verð: 2.495, áðuru4í9§5^ Stærð: 30-35 Litur: Svart Sóli: Ekta göngusóli POSTSENDUM SAMDÆGURS Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212 e § e MVNDBÖND Síðumúla 20, sími 679787 Nij miinúbönd á næsfu mqndbanda leigu Sannsöguleg mynd um trú og hugrekki hjóna og árangursríka baráttu þeirra við tímann og heilbrigðisvöld um að bjarga lífi sonar síns. Tilnefnd til 2ra ÓSKARSVERÐLAUNA. Óskarsverðlaunahafinn JOE PESCI leikur glæpaljósmyndara sem leggur líf sitt að veði fyrir konu sem hann getur ekki fengið. Mynd um morð, hneyksli og glæpi. Utgafudagu ÚtgáfudagurI í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.