Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1993
Maður skaut af boga, kleif niður hús og ók um borgina á glæfrahraða
Talinn undir áhrifum amfetamíns
MAÐUR, sem nýlega losnaði úr gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar
á innbroti hjá gullsmið í Breiðholti, skaut örvum af boga af svölum
íbúðar á þriðju hæð við Hátún 6 um miðjan dag í gær, Iét sig síga
niður af svölunum þegar lögreglan knúði hjá honum dyra, ók burt
á jeppa sínum og lenti í árekstri áður en ökuferð hans endaði á
húsvegg á mótum Laugamesvegar og Sundlaugavegar. Samkvæmt
uplýsingum Morgunblaðsins er talið að maðurinn hafi nýlega verið
búinn að sprauta sig með amfetamíni áður en til þessara atburða
dró. Ekki er vitað til að hann hafi beint skeytum sínum að fólki
en a.m.k. eitt þeirra hafnaði í garði við Hátún.
Morgunblaðið/Júlíus
Okuferð mannsins lauk þegar Ford-Broneo jeppi hans rakst á
húsvegg á mótum Laugarnesvegar og Sundlaugavegar. Bíllinn
stórskemmdist en ekki sást á manninum.
Lögreglunni barst tilkynning um
að verið væri að skjóta af boga af
svöium hússins við Hátún 6.
Oftast vopnaður
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins var vitað hver væri að
verki, en maður þessi, sem er tæp-
lega fertugur, er auk þess að vera
kunnur að fíkniefnaneyslu, þekktur
fyrir að vera ávallt vopnaður. Þeg-
ar hann var handtekinn vegna gull-
innbrotsins var hann með riffíl í
bíl sírium. Menn úr víkingasveit
lögreglunnar fóru strax á staðinn
en þegar þeir knúðu dyra hljóp
maðurinn fram af svöiunum og las
sig niður eftir húsinu með því að
halda í band sem bundið var við
svalimar. Á miðri leið misti maður-
inn takið og féll því síðasta spölinn.
Hann gat þó sest undir stýri á
Bronco-jeppa sem hann á og ók á
brott á miklum hraða vestur Hát-
únið. Hann ók á kyrrstæðan leigu-.
bíl sem beið við stöðvunarskyldu-
merki á mótum á mótum Hátúns
og Nóatúns þar sem enginn meidd-
ist. Maðurinn lét það þó ekki stöðva
för sína heldur ók áfram og á
glæfraferð eftir Nóatúni og síðan
Borgartúni uns hann kom að mót-
um Sundlaugavegar og Laugarnes-
vegar. Þar missti hann vald á jepp-
anum, sem valt og hafnaði á hús-
vegg. Þar var maðurinn handtekinn
og var ómeiddur að sjá, að sögn
lögreglu en jeppinn var stór-
skemmdur og m.a. brotin undan
honum hjól.
Þessi ör úr boga mannsins hafn-
aði í garði húss við Hátún.
Maðurinn var færður í slysadeild
þar sem tekið var úr honum blóð
og þvag til að ganga úr skugga
um hvort grunur um amfetamín-
neyslu væri á rökum reistur. Mað-
urinn var vistaður í fangageymslu
og RLR fær mál hans til meðferð-
ar. Fíkniefnalögreglan gerði húsleit
á staðnum en fann að sögn óveru-
legt magn fíkniefna.
VEÐUR
IDAG kl. 12.00
Heímild: Veðurstofa Islands
(Byggt é vsðurepó kl. 16.15 í gær)
VEÐURHORFUR íDAG, 14. SEPTEMBER
YFIRLIT: Áframhaldandi góðviðri. Einna sólríkast verður í innsveitum
norðanlands og austan, en á Suðausturlandi má þó búast við dálítilli
súld. Hiti 4 til 7 stig í þoku á annesjunum fyrir norðan og austan, en allt
að 15 stig þar sem sólar nýtur.
SPÁ: Áfram hæglætisveður. Nokkuð bjart um mikinn hluta landsins,
einkum þó í innsveitum. Þó má búast við lítils háttar súld suðaustan-
lands. Hiti verður 3 til 7 stig á annesjum fyrir norðan og vestan, en allt
að 15 stig I innsveitum yfir daginn.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG, FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Fremur hæg
austlæg eða breytileg átt. Hætt við þokuslæðingi við austurströndina,
á annesjum norðanlands og að næturlagi í öðrum landshlutum, en að
öðru leyti má búast við bjartviðri. Hiti að deginum verður ailt að 15 stig
í innsveitum sunnan- og vestanlands, en 6 til 13 stig í öðrum landshlut-
um.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22. 30. Svarsfmi Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600.
Heiðskírt
r r r
r r
r r r
Rigning
Léttskýjað Hálfskýjað
* / * * * *
* r * *
r * r * * *
Slydda Snjókoma
Skýjað Alskýjað
V $ V
Skúrir Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil flöður er 2 vindstig.
10° Hitastig
y súid
= Þoka
itig..
FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30 í geer)
Þjóðvegir landsins eru flestir I góðu ásigkomulagi og greiðfærir. Víða
er þó unnið að vegagerð og þurfa vegfarendur að haga akstri sam-
kvæmt merkingum þar. Hálendisvegir eru færir fjallabflum, Gæsavatna-
leið fær til austurs frá Sprengisandi.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tfma
tiftl veðtir
Akureyri 8 léttskýjaö
Reykjavik 11 þokumóða
Björgvin 13 skýjað
Helsinki vantar
Kaupmannahöfn 12 skýjað
Narssarssuaq 11 skýjað
Nuuk 6 skýjað
Ósló 11 skýjað
Stokkhólmur 13 skýjað
Þórshöfn 7 |>oka
Algarve 26 háifskýjað
Amslerdam 13 rigning
Barcelona 24 léttskýjað
Berlín 13 skýjað
Chicago vantsr
Feneyjar 23 þokumóða
Frankfurt 16 alskýjað
Glasgow 1S skýjað
Hamborg 13 skýjað
London 17 skúr
Los Angeles 18 aiskýjað
Lúxemborg 11 rigning
Madrid 17 skýjað
Malaga 25 skýjað
Mallorca 27 léttskýjað
Montreal 16 skýjað
NewYork 21 skýjað
Oriando 24 iéttskýjað
París 14 Skur
Madeira 23 iéttskýjað
Róm 26 skýjað
Vfn 23 skýjað
Washlngton 18 skýjað
Winnípeg 3 sútd
Morgunblaðið/Þorkell
Fyrsta ferðin til Fort Lauderdale
ÞAÐ var mikið um dýrðir á flugvellinum í Fort Lauderdale á
Flórída sl. föstudagskvöld þegar Flugleiðavélin Fanndís lenti þar
í fyrsta áætlunarflugi Flugleiða til borgarinnar. Slökkvibifreiðir
sprautuðu vatni upp í loftið þegar vélin nálgaðist flugstöðvarbygg-
inguna og mynduðu sannkallaðan sigurboga. Flugvallaryfírvöld
vildu gera þennan atburð eftirminnilegan því þetta var fyrsta
áætlunarflug evrópsks flugfélags til Fort Lauderdale. Hingað til
hefur aðeins verið um leiguflug að ræða með sólþyrsta ferða-
langa. Til að byija með verður ein ferð í viku en eftir nokkrar
vikur ætla Flugleiðir að fjölga ferðum í tvær. Ráðgert er að flytja
8 þúsund farþega á þessari flugleið til áramóta. Klippt var á
borða þegar flugleiðin var formlega opnuð og klipptu þeir í sam-
einingu Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða, Hörður Sigurgests-
son stjómarformaður fyrirtækisins og Markús Öm Antonsson
borgarstjóri í Reykjavík.
20% þorskkvóta
í einni veiðiferð
Bolungarvík.
SKUTTOGARINN Dagrún kom til Bolungarvíkur úr sinni
fyrstu veiðiferð í gær eftir að nýr eigandi, Ósvör hf., eignað-
ist skipið af þrotabúi Einars Guðfinnssonar hf. Aflinn í túrn-
um var 140 lestir, að mestu þorskur. Skipið var níu sólar-
hringa í túrnum en um helming aflans fékk skipið á tveimur
síðustu sólarhringunum.
Að sögn Víðirs Jónssonar skip-
stjóra voru veiðamar tregar til að
bytja með, eða um 60 lestir eftir
vikuna, en þá rak hafísinn af veiði-
svæðinu á Kögurgrunni og fékkst
þá mjög góður afli þar, eða frá
tveimur og upp í fjögur tonn á tog-
tíma.
Víðir sagði aflann að langmestu
leyti þorsk, gæðafísk, „venjulegur
vestfirskur þorskur". I þessari einu
veiðiferð aflaði skipið um 20% af
þorskkvóta sínum og þegar best lét
tók áhöfnin inn um skutrennuna
2% af kvótanum í hali.
Norðurtanginn á ísafírði kaupir
2/s aflans og afgangurinn fer til
vinnslu hér í Bolungarvík að undan-
skildum einum gámi af ýsu, kola
og steinbít.
Að sögn Björgvins Bjarnasonar,
framkvæmdastjóra Ósvarar hf.,
höfðu menn ekki svigrúm til að
taka meira til vinnslu hér í bænum
að þessu sinni.
- Gunnar.