Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1993 SJALFSTJORNARSAMNINGURISRAELA OG PALESTINUMANNA Reuter Ofbeldi og- mótmæli FYRIR botni Miðjarðarhafs settu mótmæli og ofbeldisaðgerðir svip sinn á helgina ekki síður en fögnuður. Palestinumaður í Lí- banon mótmælir friðarsamningi PLO og Israela með því að brenna mynd af Yasser Arafat, leiðtoga PLO. Mannfall í kjölfar samnings Washington. The Daily Telegraph. FJÓRIR ísraelar og þrír Palest- ínumenn létust á sunnudag í ofbeldisaðgerðum sem voru í mótmælaskyni við friðarsamn- inga Frelsissamtaka Palestínu, PLO og ísraela. Liðsmenn Hamas, hreyfingar öfgafullra múhameðstrúarmanna, drápu þrjá ísraelska hermenn á Gaza-svæðinu og Palestínumaður lést er hann keyrði bíl hlaðinn sprengiefni og bensíni á flutninga- bíl ísraelsks fangelsis. Palestínu- maður drap ísraelskan rútubíl- stjóra og slasaði nokkra farþega áður en hann var skotinn. Þá lést Palestínumaður er handsprengja sem hann hélt á sprakk en hann var á flótta undan ísraelskum her- mönnum. „Ekki liðið mánuður án þess að mæðurnar hafi grátið syni sína“ - sagði forsætisráðherra ísraels er samningurinn hafði verið undirritaður Washington. Reuter. FULLTRÚAR ísraela og Palest- ínumanna ásamt bandariskum og rússneskum forsvarsmönnum friðarviðræðna ríkjanna í Mið- austurlöndum fluttu ávörp við undirritun samningsins um tak- markaða sjálfstjórn á hernumdu svæðunum sem fram fór í Wash- ington í gær. Athygli vakti að þegar Yitzhak Rabin, forsætis- ráðherra ísraels, minntist á Jerú- salem kallaði ráðherrann hana „hina eilífu höfuðborg gyðinga" en Shimon Peres utanríkisráð- herra lét nægja að segja borgina vera eilífa. Deilurnar um yfirráð Jerúsalem eru af mörgum taldar geta orðið erfiðasti þröskuldur- inn í viðræðum deiluaðila. Bill Clinton Bandaríkjaforseti minnti viðstadda á sögulegar rætur þeirra deilna um yfirráð Palestínu sem nú væri reynt að leysa. Hann hrósaði hugrekki ráðamanna ísra- ela og Palestínumanna sem hefðu stigið þetta örlagaríka skref. Clint- on sagði að nú hétu tvær þjóðir sem báðar hefðu kynnst biturleika út- legðarinnar því að gleyma gömlum deilum og sorgum og vinna að því að skapa sér „sameiginlega framtíð sem byggist á torah [helgirit gyð- inga], kóraninum og biblíunni“. Forsetinn þakkaði Norðmönnum sérstaklega þátt þeirra í samninga- viðræðunum. Rabin sagði undirritun samn- ingsins ekki vera auðvelt verk fyrir ísraela, heldur ekki fyrir alla þá gyðinga sem byggju víða um heim, allir gyðingar væru í senn fullir vonar og kvíða. Hann minntist þeirra sem hefðu fallið, fómað sér fyrir landið. Fyrir þá kæmi þessi athöfn of seint. „Við komum frá Jerúsalem, hinni ævafomu og eilífu höfuðborg gyðingaþjóðarinnar. Við komum frá landi þar sem óttinn og sorgin ríkja. Við emm fulltrúar þjóðar, heimilis, fjölskyldu sem ekki hefur átt eitt einasta ár, einn ein- asta mánuð, án þess að mæðumar hafi grátið syni sína. Við komum til að reyna að binda enda á átökin svo að börnin okkar, barnabömin okkar, verði ekki að sætta sig við þær fómir og það tjón sem stríð, ofbeldi og hryðjuverk baka okkur“. Rabin sagði það örlög ísraela og Palestínumanna að byggja sama landið og ísraelar bæru engan hefndarhug í brjósti. Þeir vildu deila landinu með Palestínumönnum, væm þjóð eins og þeir, fólk sem vildi reisa sér heimili, planta tré, elska, búa með reisn, gagnkvæmri virðingu og vináttu, sem frjálsir menn. Yasser Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínu (PLO), mælti á arabísku og var ávarp hans túlkað jafnóðum. Hann sagði þjóð sína vona að með þessari undirritun væru að hefjast endalok tímaskeiðs þjáninga sem staðið hefði yfir alla öldina. Hún vonaði að nú hæfíst tími friðsamlegrar sambúðar og jafnréttis. Enn þá væm miklir erfíð- leikar fram undan og ríki heims yrðu að leggja sig fram um að að- stoða deiluðaila við að ná víðtæku og endanlegu samkomulagi. Bætt fyrir sögulegt óréttlæti Arafat ávarpaði ísraela og leið- toga þeirra sérstaklega, sagði að mikið hugrekki hefði þurft til að taka jafn erfíða ákvörðun og þá að gera samninginn. „Þjóð okkar telur ekki að réttur hennar til sjálfs- ákvörðunar gæti skert réttindi ná- grannanna eða stofnað öryggi þeirra í voða. Miklu fremur mætti segja að sé bætt fyrir þá tilfinningu hennar að hafa þurft að þola sögu- legt óréttlæti sé það öflugasta tryggingin fyrir friðsamlegri sam- búð og hreinskilni milli þjóða okkar og komandi kynslóða. Þjóðir okkar bera báðar þessa von í bijósti og vilja freista þess að koma á friði.“ Reuter Samningur í höfn SHIMON Peres, utanríkisráðherra ísraels, undirritar hið sögulega samkomulag á grasflötinni framan við Hvíta húsið í Washington í gær. Frá vinstri eru Yitzhak Rabin, aðstoðarmaður Bills Clintons Banda- ríkjaforseta, John Podesta, Clinton, Peres og Yasser Arafat, leiðtogi PLO. Mikið mannfall vegna stórskotaliðsárása Serba Harðir bardagar í Mogadishu Zagreb. Reuter. SERBAR héldu í gær uppi stór- skotaliðsárásum á króatísku borg- ina Karlovac. Að sögn Króata féllu rúmlega 200 sprengikúlur og eld- flaugar á borgina. Að minnsta kosti þrír óbreyttir borgarar féllu og sjö særðust. Er þetta til viðbót- ar þeim ellefu sem hafa fallið og 30 sem hafa særst í árásum Serba á Karlovac frá því fyrir helgi. Minnti háttsettur embættismaður á vegum Sameinuðu þjóðanna á að sprengjuárásir á óbreytta borg- ara væri „alvarlegur stríðsglæp- ur“. Serbar telja sig vera að svara sókn Króata i síðustu viku, sem gerð var í þeim tilgangi að ná aftur svæðinu Knin Krajina. Héldu Serbar því fram í gær að þeir væru að ná yfirhönd- inni í átökum um bæinn Pocitelj, sem er einn af þremur bæjum, er Króatar náðu á sitt vald. Cedric Thomberry, næst æðsti yfirmaður friðargæsluliðs SÞ í fyrr- verandi Júgóslavíu, gagnrýndi árásir Serba harðlega, og sagði þær fyrst og fremst beinast að óbreyttum borg- urum. Sagði hann starfsmenn SÞ hafa staðfest 6.000 sprengingar á króatísku landssvæði frá því átökin hófust. Hafa Serbar hótað því að nota „ný vopn“ hörfí Króatar ekki. Alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði í gær Serbum og Bosníumönnum að gera allt sem í þeirra valdi stæði til \ , að koma í veg fyrir þjóðarmorð. It- rekaði dómstóllinn úrskurð frá 8. apríl sl. þar sem fram kom að öllu deiluaðilum beri skylda til að koma í veg fyrir þjóðarmorð og bætti við að dómstóllinn væri ekki ánægður með þann árangur, sem náðst hefði, frá því úrskurðurinn var kveðinn upp. Raymond Burr látinn KANADÍSKI leikarinn Raym- ond Burr lést á sunnudagskvöld, 76 ára að aldri. Burr var þekkt- astur fyrir leik sinn í sjónvarps- myndunum um lögfræðinginn Perry Mason. Gerður var fjöldi sjónvarpsþátta um Mason á ár- unum 1957-1965 og 12 sjón- varpsmyndir hafa verið gerðar frá árinu 1985. Krabbamein var banamein leikarans. Mogadishu. Reuter. TIL harðra átaka kom í gær milli friðargsæsluliða frá Sam- einuðu þjóðunum og skæruliða í Mogadishu, höfuðborg Sómal- íu. Var aðallega barist í kring- um tvo helstu spítaia borgar- innar og skemmdist önnur spít- alabyggingin nokkuð er sprengjur lentu á henni. Þrír bandarískir friðargæslulið- ar særðust í átökunum og að sögn talsmanns Rauða krossins særðust einnig um fjörutiu Sómalir. Ekki er enn ljóst hversu margir Sómalir féllu en í fyrstu héldu aðstoðarmenn skæruliðaforingj- ans Mohamed Farah Aided því fram að 65 manna hans hefðu leg- ið í valnum. Atökin hófust í kjölfar þess að bandarískir og malasískir friðar- gæsluliðar gerðu vopnaleit í spít- alabyggingunum og stóðu þau í um þijár klukkustundir. Getgátur um að Anna prinsessa sé með bami London. Reuter BRESKA blaðið People sagði frá því á sunnudag að Anna Breta- prinsessa væri barnshafandi en hún er 43 ára. Um tíu mánuðir eru liðnir frá því að prinsessan gekk í hjónaband með Tim Laur- ence sjóliðsforingja. Fréttin um væntanlegan erfingja hefur enn ekki verið staðfest. í frétt People sagði að Anna haldið vandlega leyndu. Annar prinsessa ætti von á sér snemma vinur þeirra hjóna sagði Önnu yfir á næsta ári. Var haft eftir nánum sig ánægða. Hún á tvö börn af vini hennar að hún væri komin fyrra hjónabandi, þau Pétur og þijá mánuði á leið, en því væri enn Söru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.