Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1993
Svo einfalt
er málið
JUVENANCE. ÞAÐ ER EINFALT AÐ
VERÐA Æ FEGURRI MEÐ ÁRUNUM
JUVENA OF SWITZERLAND.
THE ESSENCE OF BEAUTY.
o
c
5
eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson
Fyrir nokkru skrifuðum við fimm
lögmenn bréf til dómsmálaráðherra
þar sem vikið var að atburðum í
tengslum við setningu og byrjandi
framkvæmd nýrra skaðabótalaga
nr. 50/1993. Töldum við að vá-
tryggingafélögunum hefði tekist að
hafa á þessu sviði óeðlileg áhrif,
sem fallin væru til þess að rýra
réttarstöðu tjónþolanna í framtíð-
inni. Var í bréfi okkar látin í ijósi
sú von að við framkvæmd hinna
nýju laga yrði einungis gætt mál-
efnalegra sjónarmiða með það
meginmarkmið að bæta tjónþolum
raunverulegt tjón þeirra.
í bréfi okkar bentum við ráðherr-
anum m.a. á að við lokameðferð
frumvarpsins á Alþingi hefði aðal-
höfundur þess, prófessor Arnljótur
Björnsson, gefið allsheijarnefnd
mjög villandi og að hluta til beinlín-
is rangar upplýsingar um saman-
burð á bótafjárhæðum skv. gildandi
rétti og frumvarpinu. Hafði allsherj-
arnefndin óskað eftir upplýsingum
frá honum í tilefni af athugasemd
frá Lögmannafélagi íslands, þar
sem lýst hafði verið áhyggjum af
því að útreikningsreglur frumvarps-
ins gæfu of lágar niðurstöður.
Sýndum við í bréfi okkar fram á í
hveiju hinar röngu upplýsingar fól-
ust. Munaði_það ekki neinum smá-
upphæðum. I hinum þremur saman-
burðardæmum sínum var prófessor-
inn með bótafjárhæðir skv. gildandi
rétti (þ.e. fyrir gildistöku laganna)
allt of lágar. Munaði þar hvorki
meira né minna en u.þ.b. 1,5-2,5
milljónum króna í hverju tilviki.
Dæmi prófessorins sýndu öll hærri
bætur skv. frumvarpinu heldur en
gildandi rétti. Við leiðréttingu okk-
ar á dæmunum kom hins vegar í
ljós að bæturnar skv. frumvarpinu
urðu u.þ.b. 1,3-1,7 milljónum króna
lægri en bætur af jafnhárri örorku
skv. þágildandi rétti. Hér skulu
menn hafa í huga að við ákvarðan-
ir bóta voru fyrir gildistöku skaða-
MÁLASKÓLI
»6908
Síðasti innritunardagur!
126908
HALLDÓRSí
bótalaganna notaðir útreikningar á
því, hvert raunverulegt fjárhagslegt
tjón leiddi af metinni örorku. Frum-
varpið tók hins vegar upp sérsmíð-
aða reiknireglu um þetta. Aldrei
hefur heyrst að tilgangur með setn-
ingu skaðabótalaganna hafi verið
sá að bæta mönnum aðeins hluta
af því fjárhagslega tjóni sem þeir
verða fyrir í slysum. Það virtist því
liggja fyrir að markmiðið með
reiknireglu frumvarpsins ætti að
vera að mæla sem best raunveru-
legt ijárhagslegt tjón.
í bréfi okkar undruðumst við á
því að prófessor, sem nýtur mikillar
virðingar fyrir fræðistörf sín, skyldi
gerast sekur um vinnubrögð sem
þessi. Bentum við á í því sambandi
að hann hefur um margra ára bil
gegnt föstu aukastarfi hjá íslenskri
endurtryggingu, sem annast endur-
tryggingar fyrir flest íslensku
tryggingafélögin og að hann gegnir
því starfí ennþá. Liggur fyrir að
vátryggingafélögin hafa beitt gífur-
legum hagsmunaþrýstingi við að
koma niður bótaíjárhæðum vegna
líkamstjóna. Nú er það svo, að eng-
inn maður, jafnvel ekki prófessor
Arnljótur sjálfur, getur sagt um það
með vissu, hvort hagsmunatengsl
hans við vátryggingafélögin hafi
valdið einhveiju um gerðir hans. Á
hitt er að líta að slík tengsl eru víða
í lögum talin veita líkur á því að
viðkomandi maður sé ekki fær um
að fjalla hlutlaust um mál. Geta þau
valdið vanhæfi til meðferðar máls,
á málasviðum, þar sem vanhæfis-
reglur koma til athugunar. Enginn
maður er þeim kostum búinn, að
hann geti sagt að sjónarmið um
hagsmunatengsl eigi við um aðra
menn en ekki hann sjálfan. Þess
skal getið að í dæmi því sem hér
er til umijöllunar varðandi prófessor
Arnljót Björnsson reynir ekkert á
formlegt vanhæfi, enda getur þing-
nefnd leitað til hvaða manns sem
hún kýs um upplýsingar um þing-
mál. Það er hins vegar gott fyrir
þingmenn að vita hvaða hagsmun-
um þeir menn tengjast, sem gefa
upplýsingar. Þrátt fyrir þetta get
ég sjálfur tekið fram, að þvl er
varðar samanburð prófessors Arn-
ljóts Björnsson, að ég á erfitt með
að trúa því að hann hafi þar vísvit-
andi hallað réttu máli. Liggur mér
við að halda að einhver annar en
hann sjálfur hafi samið dæmin og
hann síðan treyst þeim í blindni.
En þetta hefði hann þá átt að skýra
út strax og málið kom upp í stað
þess að snúast gegn ábendingum
okkar.
Við athugun á erindi okkar í
dómsmálaráðuneytinu var að sjálf-
sögðu leitað skýringa og andsvara
frá prófessor Arnljóti, áður en er-
Jón Steinar Gunnlaugsson
„Ráðherrann vill ekk-
ert gera. Það sem hann
lætur frá sér fara um
málið eru upphrópanir
um tilefnislausar og
ósæmilegar ásakanir
okkar fimmmenning-
anna í garð prófessors-
ins.“
indinu var svarað. í svörum prófess-
orsins kom fram að hvert einasta
efnisatriði í bréfi okkar var rétt.
Samanburðardæmin voru röng um
þau atriði, sem við höfðum bent á,
og prófessorinn gegndi aukastarf-
inu, sem við höfðum nefnt. Nú lá
sem sagt fyrir, að bótafjárhæðir
hinna nýju laga voru allt of lágar
til að ná því meginmarkmiði ís-
lensks skaðabótaréttar, að með
skaðabótum eigi að bæta íjárhags-
legt tjón manna. I líkamstjónum
eiga menn aðeins að fá hluta af
tjóni sínu bætt. Mismunurinn skipt-
ir milljónum króna í hveiju máli,
jafnvel í hinum smærri slysum. Og
löggjöfin virðist ekki hafa orðið
svona vegna þess að alþingismenn
ætluðu það, heldur vegna þess að
þingnefndinni voru gefnar rangar
upplýsingar, sem hún virðist hafa
treyst á að væru réttar.
Nú hefði mátt ætla, að dóms-
málaráðherrann hefði séð ástæðu
til að þakka fyrir þessar ábendingar
okkar. Jafnframt hefði mátt ætla
að hann vildi beita sér fyrir því að
málið yrði lagt fyrir Alþingi, í því
skyni að tekin yrði afstaða þar til
þess, hvort þessar nýju upplýsingar
ættu að leiða til breytingar á lögun-
um. Allt annað varð hins vegar
uppi á teningnum. Ráðherrann vill
ekkert gera. Það sem hann lætur
frá sér fara um málið eru upphróp-
anir um tilefnislausar og ósæmileg-
ar ásakanir okkar fimmmenning-
anna í garð prófessorsins. Þetta
kryddar hann með málsvörn, sem
m.a. felur í sér yfirlýsingar um að
fyrir honum hafi vakað með flutn-
ingi málsins á Alþingi að afnema
_ FRUMSÝNING FÖSTUDAGINN17. SEPTEMBER.
M iS K F* L 0 G A M E«ir Arn°|d Bach
Stóra sviðið ki. 20.00
Leikendur: Bessi Bjarnason. Edda Heiðrún Backman, Guðrún Marinósdóttir,
GuðmundurÓlafsson, Helga Þ. Stephensen. Karl Guðmundsson, Marinó
Þorsteinsson, Ragnheiður Elfa Arnardóttir. Soffía Jakobsdóttir, Theódór
Júiíusson, Valdimar Örn Flygenring, Valgeröur Dan og Þorsteinn
Guðmundsson.
Hljómsveit: Árni Scheving, Carl Möller og Guðmundur Steingrímsson
Eftir Arnold og Bach
Þýöing: Guðbrandur Jónsson.
Leikmynd: Steinþór Sigurðsson.
Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir.
Lýsíng: Ögmundur Þór Jóhannesson.
Tónlistarstjórn: Carl Möller.
Dansar: Guðmunda Jóhannesdóttir.
Leikstjóri: Guðrún Ásmundsdóttir.
FRUMSÝNIMG föstudaginn 17. september - uppselt
2. sýning laugard.18. sept. - grá kort gild - uppselt
3. sýning sunnudaginn 19. sept. - rauð kort gilda
4. sýning fimmtudaginn 24. sept. - blá kort gilda
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR 'T i<T
BORGARLEIKHÚSIÐ
Sími: 680680