Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1993
t
Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
KARL GUÐMUNDSSON,
Sundlaugavegi 7,
lést 11. september sl.
Hrefna Sigmundsdóttir og fjölskylda.
t
Faðir okkar,
VILHJÁLMUR SIGURÐSSON,
Syðra Vallholti,
lést í Sjúkahúsi Sauðárkróks laugardaginn 11. september.
- fc Börnin.
t
Móðir okkar,
DAGMEY EINARSDÓTTIR
frá Kirkjuhóli,
Vestmannaeyjum,
lést sunnudaginn 12. september í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja.
Börn hinnar látnu.
t
Eiginmaður minn,
MARTEINN MARKÚSSON
trésmíðameistari,
Dalbraut 23,
Reykjavík,
lést í Borgarspítalanum 11. september.
Elisabet Sigurðardóttir.
<
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir og afi,
GUÐJÓN JÓHANNESSON
byggingameistari,
Patreksfirði,
lést f Sjúkrahúsinu Patreksfirði þann 13. september.
Erla Guðjónsdóttir,
Friðrik Vagn Guðjónsson, Kristín S. Árnadóttir,
Hermann Guðjónsson, Bertha S. Sigurðardóttir,
Guðjón Jóharines Guðjónsson, Vivienne Iverson,
Björgvin Guðjónsson, Hjördis Hjartardóttir,
Dýrleif Guðjónsdóttir, Óðinn Þórarinsson
og barnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
BRYNDÍS BJARNADÓTTIR,
Lertegelvegen 62,
Malmö,
lést í sjúkrahúsi í Lundi 10. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Birgir Björgvinsson,
Brynja Björgvinsdóttir,
Andri Björgvinsson.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁSTA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR,
Stigahlið 8,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Neskirkju mið-
vikudaginn 15. september kl. 13.30.
Jarðsett verður f Grindavíkurkirkjugarði.
Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu
láti líknarfélög njóta þess.
Aðalheiður Sveinsdóttir, Sigurjón Jónsson,
Ingveldur Sveinsdóttir, Sigvaldi Val Sturlaugsson,
Jakobfna Hafliðadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Minning
Anna Jónsdóttír
Fædd 24. nóvember 1893
Dáin 3. september 1993
Hinn 3. september sl. lést á Akra-
nesi Anna Jónsdóttir, ekkja Valdi-
mars Eyjólfssonar vegaverkstjóra,
nær 100 ára gömul. Þar kvaddi
merkiskona, sem hafði lifað lengri
ævi en algengt er og notið sæmi-
legrar heilsu fram á síðasta ár.
Útför hennar verður gerð í dag frá
Akraneskirkju.
Anna Jónsdóttir var fædd á
Akranesi 24. nóvember 1893. For-
eldrar hennar voru hjónin Jón Páls-
son smiður og útgerðarmaður og
Hróðný Helgadóttir. Þau bjuggu að
Hákoti á Akranesi. Jón var frá
Ökrum á Mýrum og voru ættir hans
úr Hraunhreppnum. Hróðný var frá
Neðranesi í Stafholtstungum og
átti ættir sínar að rekja um Borgar-
fjörðinn. Hróðný var seinni kona
Jóns og Anna eina barn hennar sem
upp komst. Hins vegar átti Anna
fjögur hálfsystkini eldri. í ættum
hennar voru margir hagleiksmenn
og gildir bændur í Borgarfjarðar-
héraði.
Anna giftist 1927 Valdimar Eyj-
ólfssyni skipstjóra og síðar vega-
vinnuverkstjóra á Akranesi, fæddur
19. ágúst 1891, dáinn 6. júní 1976.
Þau eignuðust fjögur böm: Geir
húsasmíðameistari á Akranesi,
kvæntur Lóu Guðrúnu Gísladóttur
frá Naustakoti á Vatnsleysuströnd;
Rannveig Anna er lést 16 ára;
Valdimar sem lést tveggja ára; og
Jón Valdimar húsasmiður á Akra-
nesi, kvæntur Sigríði Helgadóttur
frá Reykjavík. Fyrir hjónaband
eignaðist Anna soninn Hörð Jón.
Faðir hans er Bjami Ólafsson af
Deildartunguætt. Hörður er kvænt-
ur Guðrúnu U. Eyjólfsdóttur frá
Fiskilæk. Afkomendur Önnu em
stór og gjörvulegur hópur eða alls
68 einstaklingar, enda kominn í
flóra ættliði. Valdimar var ekkju-
maður er hann giftist Önnu og átti
þrjú börn frá fyrra hjónabandi.
Þegar í æsku kom það fljótt í
Ertídrykkjur
(ílæsilq» kítííi-
hlítðborð Iidlt*gir
salir og ínjiig
j*óð jijónustiL
Upplýsingar
í síniii 2 23 22
. FLUGLBIDIR
BÍTEL LiFTLEIIIK
ljós að Anna var mikil atgerviskona
í sjón og raun, bráðgreind og harð-
dugleg til allra starfa. í barnaskól-
anum var hún í fremstu röð nem-
enda. Á unglingsaldri réð hún sig
til Reykjavíkur og vann þar í strau-
stofu og ýmsum öðrum þjónustufýr-
irtækjum. Þá réð hún sig í vist,
eins og það var þá kallað, hjá ýms-
um þjóðkunnum fjölskyldum í
Reykjavík, sem varð henni mikil-
vægur skóli í húsmæðrafræðslu.
Þar kynntist hún einnig ýmsu fólki
af landsbyggðinni, sem naut gisti-
vináttu húsbænda hennar. Kynnin
af þessu fólki og samveran með því
varð henni mjög lærdómsrík. End-
urminningarnar frá því varðveitti
hún ævina út og mat mikils. Þá kom
hún sér í kvöldskóla í Reykjavík
samhliða heimilisstörfunum og
hafði af því mikil not. Þar komst
hún svo vel niður í dönsku að hún
gat bæði talað hana og lesið. Anna
var hinn mesti námsgarpur og þótt
tíminn væri stuttur nýttist hann vel
og þjó hún að náminu alla tíð síð-
an. Á þeim árum var skólagangan
forréttindi hinna efnuðu.
Anna var áhugasöm um félags-
mál og lét hlut sinn aldrei eftir
liggja, sótti vel fundi og tók virkan
þátt í þeim félögum sem hún gekk
í. Hún var í áratugi starfandi í
Kvenfélagi Akraness, Slysavarna-
félaginu og í meir en 50 ár í Stúk-
unni Akurblómi nr. 3. Bindindis-
hugsjónin var henni alla tíð mikið
áhugamál og vann hún stúkunni
allt það sem í hennar valdi stóð.
Fundi sótti hún fram á 10. áratug-
inn. Ef endurbæta þurfti merki
stúkunnar eða eitthvað annað í fé-
lagsheimilinu var Anna alltaf feng-
in þar til forustu. Hún var snilling-
ur í hannyrðum og hvers konar
saumaskap, eins og heimili hennar
bar ljósan vott um. Henni var því
vel treyst til slíkra starfa. Um miðj-
an aldur hóf hún bréfaskipti við
danska konu sem entust henni í
langan tíma. Af þeim hafði hún
mikla ánægju, ekki síst eftir að
nefnd kona heimsótti hana á Akra-
nes. í eðli sínu var Anna mjög fé-
lagslynd og leitandi.
Ég skrifaði viðtal við Önnu er
hún var orðin 92 ára gömul fyrir
blaðið Magna á Akranesi. Þar rifjar
hún upp endurminningar sínar úr
barnaskólanum á Akranesi á fýrsta
tug aldarinnar. Hún lýsti nákvæm-
lega húsakynnum, kennaraliðinu,
kennslutækjum og tilhögun kennsl-
unnar eins og hún hefði útskrifast
úr skólanum nokkrum dögum áður.
Hún mundi eftir skólafélögum sín-
um og skólabragnum alveg á sama
hátt. Frásögnin var skýr og látlaus
ERFIDRYKKJUR
Verð frá kr. 850-
P E R L A N sími 620200
t
Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir,
ÓTTAR PROPPÉ,
Hrauntungu 39,
Kópavogi,
sem lést í Landakotsspítala laugardaginn 11. september, verður
jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 17. sept-
ember kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaöir en þeir, sem vildu minnast hans er
vinsamlegast bent á Krabbameinsfélagið.
Guðný Ásólfsdóttir,
Hrafnkell Proppé, Anna Margrét Sveinsdóttir,
Kolbeinn Óttarsson Proppé.
og engar ýkjusögur eins og stund-
um vill verða. Mig undraði þetta
næma minni og óþvingaður frá-
sagnarháttur hennar. Allt lá svo
ljóst og einfaldlega fyrir hugarsjón-
um hennar. Skólastjórinn, Sveinn
Oddsson á Akri, hafði numið einn
vetur í Kaupmannahöfn. Þar lærði
hann söngkennslu og að leika á
fiðlu. Tónlistin setti því ljúfan svip
á skólastarfið, sem nemendur áttu
góðar endurminningar um. Hver
morgunn byrjaði með söng. Þetta
erindi var alltaf sungið, ásamt
nokkrum ættjarðarljóðum. Hún
kunni það síðan:
Drottinn blessi mig og mína,
morpn, kvöld og nott og dag.
Drottinn vefji vængi sína
vom um lífs og sálarhag.
Drottinn allra veri vöm
varðveit, faðir, öll þín böm.
Sveinn byrjaði sönginn sjálfur en
sagði síðan venjulega áður en hann
upphóf rödd sína: Byrjaðu nú, Júlla,
en hún hafði ákaflega hljómmikla
söngrödd. Hér var um að ræða jafn-
öldru Önnu. Hún hét fullu nafni
Júlíana Sigurðardóttir á Melstað,
síðar húsmóðir í Borgarnesi.
Á þeim tíma var sá siður á ís-
landi* að skipa nemendum til sætis
í hveijum bekk eftir námsárangri.
Þeir sem stóðu sig best á prófum
sátu við fremsta borðið, en þeir lök-
ustu aftast. Tilfærslur voru oftast
vikulega og aldrei sjaldnar en eftir
hvern mánuð. Anna sat alltaf á
fremsta borði, ásamt þremur pilt-
um, sem hún tilgreindi með nöfnum.
Ég gróf upp hjá henni einkunnabók
frá vorinu 1908, sem hún ætlaði
alls ekki að sýna mér. Þar var röð
hennar í bekknum greind þannig:
Jan. nr. 2, febr. nr. 3, mars nr. 2
og á aðalprófinu nr. 1. Var meðal-
einkunn hennar þá 5,92, en hæst
var gefið 6,0.
Á nútímavísu hefði þetta þótt
glæsilegur vitnisburður og frásagn-
arverður.
Þegar leiðir skilja vantaði Önnu
aðeíns tæpa þijá mánuði í 100 árin.
Þó er mest um það vert að allt þar
til fyrir ári var hún húsmóðir á
heimili sínu, þótt aðstoðar nyti síð-
ustu árin. Þar tók hún á móti gest-
um sínum, vinum og afkomendum,
með þeirri vinsemd og alúð, sem
hún hafði gert um langa ævi. Heim-
ili sitt vildi hún ekki yfirgefa fyrr
en í síðustu lög. Baráttan við dauð-
ann stóð sl. ár.
Nú er hún kvödd af vinum og
samferðamönnum, sem minnast
hennar með þakklátum huga. Af-
komendahópurinn stóri mun lengi
varðveita minninguna um þá ætt-
móður sem fjórir ættliðir voru
tengdir við, ættmóður sem var svo
eiginlegt að blessa framtíð þeirra
og líf. Sjálfur vil ég þakka henni
vináttu og traust í áratugi. Hvatn-
ingu og uppörvun þegar þörfín var
mest. Slíkt hef ég metið mikils.
Hvert vinarorð,
sem vermir hug,
þá vakir böl og strið,
hvert góðs manns orð,
sem gleður hug,
mun geyinast alla tíð.
(Fr.G.)
Blessuð sé minning Önnu Jóns-
dóttur.
Daníel Ágústínusson.