Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1993
35
Eftir drottningakaup á Kasparov
sigurinn vísan, en Short var á síð-
ustu mínútunni og 39. — Dc7 var
heldur ekki glæsilegt.
40. bxc5 - h5 41. Rd2 - Kf8 42.
Kf2 - Ke7 43. Bb3 - Bd7 44. Rf3
- Kf6 45. c4 - bxc4 46. Bxc4 -
Be6 47. Be2 - Bg4 48. Bdl - g6
49. Ba4 - Bd7 50. Rel - Ke6 51.
Bb3+ - Ke7 52. Rd3 - f6 53. Rb4
- f5 54. Ba4 — fxe4 55. Bxc6 —
Bxc6 56. Rxc6+ - Ke6 57. Ke3 -
g5 58. Kxe4 — h4 59. gxh4 og Short
gafst upp.
Enn jafnt hjá Timman og Karpov
Þrátt fyrir mikinn stigamun og
hrakspár hefur Jan Timman átt í
fullu tré við Anatólí Karpov í „FIDE-
heimsmeistaraeinvíginu" í Hollandi.
Tefldar hafa verið fimm skákir af
24 og er staðan jöfn, báðir keppend-
ur hafa hlotið tvo og hálfan vinning.
Karpov hafði hvítt í ijórðu skák-
inni á föstudaginn, en Timman jafn-
aði taflið auðveldlega og var samið
jafntefli eftir tíðindalitla skák. í
fimmtu skákinni á laugardaginn
þjarmaði Timman síðan grimmt að
Karpov, var með yfirburðastöðu, auk
þess sem Karpov átti aðeins mínútu
eftir á leiki 32—40. Honum tókst
samt á undraverðan hátt að sleppa
úr hremmingunum og hanga á jafn-
tefli. Bráðskemmtileg skák.
5. einvígisskákin:
Hvítt: Jan Timman með Svart:
Anatólí Karpov
Enski leikurinn
1. c4 - e5 2. Rc3 - Rf6 3. Rf3 -
Rc6 4. g3 - Bc5 5. Bg2 - 0-0 6.
0-0 - d6 7. d3 - h6 8. a3 - a6 9.
b4 - Ba7 10. Bb2 - Bg4 11. h3 -
Be6 12. Kh2 - Hb8 13. Rd2 -
Dd7 14. Rd5 - Re8 15. Da4! -
Rd4 16. Dxd7 - Bxd7 17. e3 -
Re6 18. Re7+ - Kh7 19. c5! -
dxc5 20. Rc4 — Ba4 21. Be4+ —
Kh8 22. Bxe5 - Rf6 23. Bf5 -
Hfe8 24. Bxf6 - gxf6 25. Rd5 -
Kg7 26. bxc5 - Bxc5 27. Hfcl -
Bf8 28. Ra5 - b6 29. Rc6 - Hb7
30. Hc4 - Bb5 31. Hg4+ - Rg5
32. Bd7 - He6! 33. Bxe6 - Bxc6
34. Rf4 - fxe6 35. Rxe6+ - Kg8
36. Rd8 - Bf3 37. Rxb7 - Bxb7
38, h4 - f5 39. Hf4 - Rf3+ 40.
Kh3 — Re5 41. d4 — Rc4 42. a4 —
Bc8 43. Hcl — b5 44. axb5 — axb5
45. d5 - Bd6 46. Hfxc4 - bxc4
47. Hxc4 - Kf7 48. Kg2 - Ke7
49. f3 - h5 50. Kf2 - Bb7 51.
Hd4 - Bc5 52. Hf4 - Bc8 53. Ha4
- Bb7 54. Hf4 - Bc8 55. Ha4 og
samið jafntefli. Karpov hefur hvítt
í sjöttu skákinni í dag.
arann Anand. Haustmót TR hefst
svo 26. september nk. TR er í Faxa-
feni 12.
Taflfélagið Hellir er líka að byija
sitt vetrarstarf. Æfingar eru alla
mánudaga í Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi og Hellismenn ætla að
halda alþjóðlegt skákmót í október,
en nánar um það síðar.
• » « * • I Q H
46. Rxf7! -
(Óvænt fórn, sem leiðir beint til
máts.)
46. - Kcf7, 47. Bb3+ - Kf8,
48. Dc4
og svartur gafst upp, því að hann
verður mát á f7.
í kvöld verður 7. umferð tefld í
Iandsliðsflokki, og þá tefla: Helgi
Ól. — Hannes Hlífar; Björgvin —
■Jóhann; Andri Áss — Haukur; Sæv-
ar — Þröstur; Tómas — Jón Garðar;
Guðmundur — Helgi Áss. í kvenna-
flokki verður 5. umferð tefld, en þá
tefla: Helga Guðrún — Guðfríður
Lilja; Anna Björg — Guðný Hrund.
Taflfélag Reykjavíkur er að hefja
vetrarstarfið, og verður atskákmót
Reykjavíkur teflt um næstu helgi,
en sigurvegarar á mótinu teflir sjón-
varpseinvígi við indverska stórmeist-
Minning
Hallgrímur Pétursson
í dag verður til moldar borinn
kær tengdafaðir minn Hallgrímur
Pétursson sem lést í Landspítalan-
um hinn 5. september eftir stutta
en erfiða baráttu við illvígan sjúk-
dóm.
Mér til mikillar gæfu lágu leiðir
okkar Hallgríms saman fyrir liðlega
30 árum er ég kynntist Sigrúnu
dóttur hans. Alla tíð var gott sam-
band milli heimila okkar, enda ekki
hægt að hugsa sér betri afa og
ömmu fyrir börnin okkar og síðar
langafa og langömmu fyrir barna-
börnin. Flest sumur var farið í sum-
arbústað eða tjaldferð og vildu
Hallgrímur og Hulda helst alltaf
hafa alla fjölskylduna saman, oft
var glatt á hjalla i þessum ferðum.
Síðastliðna páska komu saman fjór-
ir ættliðir í Ölfusborgum og áttum
við þar saman góða daga í yndis-
legu veðri.
Hallgrímur fæddist í Hafnarfírði
16. október 1923. Foreldrar hans
voru hjónin Guðrún Þorbjarnardótt-
ir og Pétur Pétursson. Hallgrímur
missti móður sína aðeins sjö ára
gamall, þá elstur af fjórum systkin-
um, en þau eru Þorbjörn, Sigríður
og Guðfínna Lea sem lést 1985.
Seinna kvæntist Pétur Kristínu
Jónsdóttur og eignuðust þau sjö
börn, og eru sex þeirra á lífi.
Hallgrímur kvæntist 25. október
1947 mætri konu sinni Huldu
Björgvinsdóttur. Foreldrar hennar
voru Sigurrós Böðvarsdóttir og
Björgvin Hermannsson húsgagna-
smiður og reyndist Hallgrímur þeim
sem besti sonur. Hallgrímur og
Hulda eignuðust eina dóttur, Sig-
rúnu, einnig ólu þau upp systurson
Huldu, Stefán Hermanns verslunar-
mann.
Hallgrímur vann lengi við versl-
unarstörf og síðan við almenna
verkamannavinnu. Síðastliðin 30 ár
var hann starfsmaður Verka-
mannafélagsins Hlífar og þar af
formaður í tíu ár 1978-1988. Einn-
ig vann hann að ýmsum félagsmál-
um innan verkalýðshreyfíngarinnar
ásamt því að sinna trúnaðarstörfum
fyrir Hafnarfjarðarbæ.
Hallgrímur var prúður maður og
ákaflega traustur og góður vinur.
Hans er sárt saknað. Eg vil þakka
Hallgrími allt sem hann var mér
og fjölskyldu minni.
Við þig, elsku Hulda, vil ég segja:
Við erum með þér. Guð gefí þér
styrk á þessum erfiðu stundum.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakná.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
maður á skrifstofu þess félags hin
síðari ár, er látinn eftir stutta en
erfiða sjúkdómslegu. Andlát hans
kom öllum á óvart, því að engan
grunaði að hann væri haldinn ban-
vænum sjúkdómi. Þó að Hallgrímur
ætti um árabil við erfiðan sjúkdóm
að stríða og þyrfti oft að vera rúm-
liggjandi hans vegna, bjóst enginn
við því að hann færi svo snögglega,
sem raun bar vitni.
Þegar ég hóf störf hjá Verslunar-
mannafélagi Hafnarfjarðar, árið
1987, tók ég sæti í úthlutunarnefnd
atvinnuleysisbóta, en Hallgrímur
var formaður þeirrar nefndar og
hafði verið það frá upphafi. Þá
þekkti ég hann ekki persónulega,
en vissi eins og flestir Hafnfirðing-
ar hver hann var. Mér varð fljótlega
ljóst að þar fór maður sem vann
öll þau störf sem honum var trúað
fyrir af stakri samviskusemi og
gætti þess mjög vel að öll mál
væru leyst á réttan hátt og á engan
væri hallað, enda bjó hann yfir ríkri
réttlætiskennd og reynslu af störf-
um fyrir hina lægst launuðu í gegn-
um árin. Á fundunum, þegar mál
höfðu verið afgreidd, var venjulega
spjallað smávegis og var Hallgrímur
ævinlega og kátur með spaugsyrði
á vör og góðlátlegt grín, sem þó
engan særði.
Hann leit stundum inn til okkar
á skrifstofu Verslunarmannafélags-
ins til þess að ræða málin og þiggja
kaffibolla. Þá var oft slegið á létta
strengi og mikið hlegið og víst er
að við eigum eftir að sakna þessara
heimsókna.
Hallgrímur stóð ekki einn í lífs-
baráttunni. Við hlið hans stóð eigin-
kona hans, Hulda, og studdi hann
af öllum mætti. Henni, börnum
þeirra og öllum öðrum vandamönn-
um sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur. Hallgrími þakka ég góð
kynni, sem aldrei bar skugga á og
fyrir margt sem hann kenndi mér
og ég mun njóta góðs af áfram.
Unnur Helgadóttir.
Elsku afi er dáinn. Hann hefur
lokið jarðvist sinni og fengið svar
við þeirri stóru spurningu í lífi
mannsins sem snýst um það hvort
maður lifi þá hann deyr.
Andlát afa kom okkur mjög á
óvart og tekur það sinn tíma að
sætta sig við fjarveru hans, vegna
þess hve kær hann var okkur.
Afi var maður hugsjóna, tilbúinn
að leggja sitt til hliðar öðrum til
hagsbóta, hann var maður orða
sinna, heiðarlegur og ávallt trúr
sínum málstað, maður hlédrægur
og bar ekki tilfinningar sínar á torg,
en alltaf var þó gott að leita til
hans með sín hugðarefni. Fyrir vik-
ið naut hann virðingar okkar og
ástúðar.
Okkar fyrstu minningar um hann
tengjast ferðalögum með þeim afa
og ömmu. Við systkinin biðum allt-
af spennt eftir sumrinu, en á sumr-
in var farið í ferðalag, í tjald, gjarn-
an í Kjósina. Áttum við margar
notalegar stundir saman úti í nátt-
úrunni. Annar árviss viðburður var
að fara í Olfusborgir þar sem fjöl-
skyldan sameinaðist í leik. Sérstak-
lega munum við eftir afa í „yfír“
og „kíló“ og öðrum boltaleikjum.
Eftir góðan leik var farið inn í bú-
stað og sest við veitingar og heims-
málin rædd. Þar kom maður aldrei
að tómum kofanum hjá afa, því að
hann var vel að sér í öllum þjóðfé-
lagsmálum og var skrafhreifinn ef
því var að skipta.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir og dóttir
okkar,
DROPLAUG SVEINBJÖRNSDÓTTIR,
tannlæknir,
Sæbólsbraut 39, Kópavogi,
lést í Reykjalundi, mánudaginn 13. ág-
úst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ásgeir Þorsteinsson.
Hallgrímur Pétursson, fyrrver-
andi formaður Verkamannafélags-
ins Hlífar í Hafnarfírði og starfs-
Þorvaldur Bragason,
Birna Þorvaldsdóttir,
Guðlaug Einarsdóttir,
Sveinbjörn Björnsson.
Heimili afa og ömmu og var okk-
ur ætíð opið og sváfum við hjá þeini
margar næturnar. Oft fórum við í
sund í Sundhöllinni og eftir þær
ferðir tilheyrði að koma við hjá afa
og ömmu og Iáta dekra við sig.
Þegar korn að kveðjustund átti afí
það til að lauma aur í lítinn vasa. _
Þessi siður hans lagðist síður en svo
af þegar langafabörnin tóku við
þessu hlutverki ðkkar.
Við viljum þakka afa fyrir yndis-
legar samverustundir og biðjum
Guð að styrkja elsku ömmu.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Hulda, Hilmar og Heimir.
ATHIERUM BEINTENGDIRVIÐ
BIFR.SK.ÍSL V/VEÐBANDA O.FL.
AX 11TRS '91, blár, 5 g., ek. 19
þ. Sparneytinn bíll. V. 590 þús
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut.
Kopavogi, sími
S71800
Suzuki Swift GL '91, steingrár, 5 g., ek.
29 þ. V. 650 þús.
MMC Galant GLXi 4 x 4 '91, Ijósbrúnn, 5
g., ek. 23 þ., rafm. í rúftum o.fl. Fallegur
bill. V. 1450 þús.
MMC Galant GTi 16v '89, 5 g., ek. 74
þ., ABS bremsur, álfelgur, sóllúga, rafm.
í öllu o.fl. V. 1250 þús.
Toyota Corolla DX '85, 4 g., ek. 90 þ.
V. 280 þús.
Ford Econoline 360 LXT 7,3 diesel '88,
14 farþega, blár, sjálfsk., ek. 94 þ. V.
1680 þús., sk. á ód.
Toyota Corolla Sedan '90, beinsk., ek.
60 þ. V. 680 þús.
Cherokee Laredo '86, sjálfsk., ek. 5 þ. á
vél. Óvenju gott eintak. V. 1050 þús.
Nissan Patrol langur diesel '84, hvítur, 5
g., ek. 180 þ. V. 1 millj., sk. á ód.
Isuzu Tropper SE 2.6I '92, 7 manna, 5
g., ek. 14 þ. Ýmsir aukahl. V. 2.5 millj.
Nissan SLX Sedan '93, rauftur, sjálfsk.,
ek. 12 þ., rafm. I rúftum, spoiler o.fl.
V. 1180 þús.
Chrysler New Yorker 2,2 turbo, '86, blár,
sjélfsk., ek. 180 þ., lefiursaeti, rafm. í öllu
o.fl. Toppeintak. V. 850 þús., sk. á ód.
Daihatsu Charade CS '90, hvítur, 4 g.,
ek. 69 þ. V. 490 þús. stgr.
MMC Colt GL '90, rauftur, 5 g., ek. 80 þ.
V. 630 þús.
MMC Colt EXE '88, hvítur, ek. 86 þ.
V'. 450 þús.
BMW 618Í ’91, 5 g., ek. 30 þ., álfelgur
o.fl. V. 2.1 millj. (Ath. sk. ó jeppa).
Nissan Pathfinder '88. Gott eintak. V.
1180 þús.
Nissan Sunny SLX 16v '91, 5 g., ek. 50
þ. V. 870 þús., sk. é ód.
MMC Lancer GLX '88, sjálfsk., ek. 84 þ.,
rafm. í rúflum. Einn eigandi. V. 570 þús.
Toyota Corolla XL Llftback '88, sjálfsk.,
ek. 98 þ. Góftur bíll. V. 560 þús. stgr.
Subaru 1800 DL statlon 4WD '91, rauft-
ur, 5 g., ek. 28 þ. V. 995 þús.
MMC Lancer GLX '89, 5 g., ek. 80 þ. V.
720 þús. sk. á ód.
Vantar nýlega bila á
skrá og á staðinn,
ekkert innigjald