Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1993 37 I 3 ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( Minning Guðmundur Gíslason Nú er hann Guðmundur Gíslason langafi dáinn. Hann er nú kominn til Hðlmfríðar Magnúsdóttur langömmu, en hún lést 24. júní 1991. Við eigum góðar minningar um þau. Oftast þegar við komum til Reykjavíkur stoppuðum við í Efstasundi 16, en þar bjuggu þau. Þá var hlaupið upp stigana ög okk- ur tekið opnum örmum. Langafi var vanur að setja okkur á læri sér og lét okkur rétta fram höndina, síðan setti hann neftóbak á handarbakið og saug svo vel og hressilega upp í nefið. Langafi fór oft út í bílskúr, en þar smíðaði hann lítil fuglahús handa yngstu afkom- endum sínum, svo að þau gætu hýst hvert sinn litla fleyga fugl. Langafi kom oft á Þingvöll og í eitt skipti að vetri til voru þau bæði með í ferð. Þá ,var allt á kafi í snjó og voru þau dregin á snjó- þotu frá vegi og niður að sumarbú- stað. Minningar okkar um langafa og langömmu eru fullar af gleði og hlýju og kveðjum við ykkur með virðingu og þakklæti í vissu um veru ykkar í garði skaparans. Hólmfríður María, Þóra Sigrún og Óli Þór. • Minning Karítas Kristinsdótt- ir, Árhóli, Dalvík Fædd 26. september 1928 Dáin 18. ágúst 1993 Ó, minning, minning. Líkt og ómur fjarlægra söngva, líkt og ilm- ur deyjandi blóma berast orð þín að hlustandi eyrum mínum. Eins og lifandi verur birtast litir og hljómar hinna liðnu daga, sem hurfu sinn dularfulla veg út í dimmbláan fjarskann og komu aldrei aftur. (Steinn Steinarr) Mig langar að minnast vinkonu minnar Kartítasar Kristinsdóttur eða Kaju eins og hún var alltaf kölluð. Hún andaðist á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri hinn 18. ágúst eftir stutta legu þar. Hún var búin að betjast hetjulega I nokkur ár við þann sjúkdóm, sem læknavísindin hafa ekki ennþá unnið bug á þó að alltaf miði í rétta átt. Í þessu stríði sýndi hún mikið æðruleysi og bjart- sýni. Leiðir okkar lágu saman í Kvenna- skólanum á Laugalandi veturinn 1949-1950. Er þangað kom þekkti ég fáar af stúlkunum. Ég fékk vist á herbergi með þremur stúlkum; voru það Kaja, tvíburasystir hennar Día (Kristín) og Þórunn Þorsteins- dóttir, allar frá Dalvík. Tel ég mig mjög heppna að vera með þeim og aldrei var sundurlyndi á þeim bæ. Námstíma okkar í matreiðslu, þvotti og ræstingu voru við Kaja ásamt Grétu saman í númeri. Það var mjög gott að vinna með Kaju og hún var sjálfskjörinn foringi þessa hóps. Margt skemmtilegt og spaugilegt gerðist í skólanum okkar bæði í starfí og frístundum, sem ekki verður talið hér. En Kaja var glaðlynd og hafði næmt auga fyrir því broslega. Kaja lifði lífinu samkvæmt sann- færingu sinni. Hún var ákaflega dugleg alla tíð og hlífði sér hvergi. Það var eins og hún gæti gert allt, sem hún ætlaði sér. Og það má raun- ar lýsa því með einni setningu: Allt sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún vel. Hún var mikil hannyrðakona og margir útsaumaðir hlutir prýddu fal- lega heimilið þeirra systra í Árhól. Og ekki var kastað til höndunum úti við. Það sjá allir, sem framhjá Árhól fara. Þar er ætíð mjög snyrtilegt. Einnig hafði hún mjög mikið yndi af blómum og ræktaði þau af alúð bæði úti sem inni. Og er garðurinn gott vitni um það. Hún ræktaði garð- inn sinn í þess orðs fyllstu merkingu. I vetur sagði hún mér draum, sem hana dreymdi stuttu áður en henni versnaði: „Ég var í bílnum,“ sagði hún,„að keyra fram í Svarfaðardal, var ekki komin nema fram að Tjörn. Þá gerir allt í einu svo dimmt él eins og vegg rétt fyrir framan bílinn, að ég sá ekki neitt. Ég hugsa með mér að ég verði að snúa við. En þá rofar til og ég sé að élið er aðeins á stutt- um parti, en hinum megin við það er svo yndisleg birta og mikil feg- urð.“ Lengri var draumurinn ekki. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Úr spámanninum) Ég vil þakka henni tryggð henn- ar og vináttu við mig, sem aldrei hefur borið skugga á í þau 44 ár, sem við höfum þekkst. Nú er hún komin gegnum dimma élið í birtuna dásamlegu og fegurðina. En minn- ingin hennar lifir í hugum okkar, sem eftir stöndum. Við hjónin send- um innilegar samúðarkveðjur til dóttur Kaju, Maríu og hennar fjöl- skyldu, til systra hennar Rósu og Díu og annarra aðstandenda. Lilja Randversdóttir. t Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim sem auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og útför systur minnar, GUÐBORGAR J. BRYNJÓLFSDÓTTUR. Guðríður Brynjólfsdóttir. LEGSTEINAR MMSTIÍINNf 720 Borgarfirði eystra, sími 97-29977, fax 97-29877 MINNINGARKORT SJALFSBJARGAR REYKJAVÍK OG NÁGRENNIS 1 78 68 Innheimt með gíróseðli Btómastofa FnÓfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavik. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,> einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. m Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. BSS. HELGAS0N HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677 t EYJÓLFUR TEITSSON, Barmahlíð 55, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. september kl. 13.30. Soffía Ármannsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Okkar kœra systir og mágkona, ÁGÚSTA SVEINSDÓTTIR, Miðtúni 3, lést í Landspítalanum 12. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. september kl. 15.00. Sigurjón Sveinsson, Halla Hersir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR PÉTURSSON, Hjallabraut 3, Hafnarfirði, sem lést 5. september sl., verður jarð- sunginn frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, í dag, þriðjudaginn 14. september kl. 13.30. Hulda Björgvinsdóttir, Sigrún Hallgrímsdóttir, Ásgeir Þorsteinsson, Sfefán Hermanns, Hulda Ásgeirsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Hilmar Ásgeirsson, Ingibjörg Helgadóttir, Heimir Ásgeirsson og langafabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda hlýju og vinarhug við fráfall og útför sonar okkar og bróður, SIGURBJÖRNS SIGURÐSSONAR Húsavfk. Anna Haukdal Jónsdóttir, Brynjar Víkingsson, Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir, Silvia Haukdal Brynjarsdóttir. Hjartanlega þökkum við fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðar- för, ÞÓRARINS ÞÓR. Margrét Þór, Jónas Þór, Vilhelmína Þór og fjölskyldur. t Innilegar þakkir til þeirra er sýndu okk- ur samúð og vinarhug við andlát og útför konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Baldursgötu 6a. Ingólfur Ólafsson, Þorbjörg Lára Benediktsdóttir, Magnús Þorbergsson, Sigurður Hjörtur Benediktsson, Reynir Benediktsson, Jóhanna Gunnarsdóttir, Jóhannes Viðar Bjarnason, Karen Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna útfarar HALLGRÍMS PÉTURSSONAR verð- ur skrifstofa félagsins lokuð í dag, þriðjudaginn 14. september. Verslunarmannafélag Hafnarfjarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.