Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTBMBER 1993
fclk í
fréttum
Talið er að samband Karls og sonanna hafi verið nánara I sameiginlegu sumarfríi en oft áður.
FJÖLSKYLDA
Kóngalíf er ekkert sældarlíf
Díana prinsessa er sögð hafa átt
erfitt að undanfömu vegna
þeirrar nýju stöðu sem hún nú gegnir
í bresku þjóðfélagi, þ.e. að vera ein-
stæð móðir sem jafnframt hefur þurft
að gegna opinberum skyldum og
reyna um leið að halda ró sinni þrátt
fyrir að hafa nýlega gengið í gegnum
skilnað. Ekki má hún svo mikið sem
líta í átt til karlmanna fyrr en ein-
hver hefur búið til sögu um að þar
búi meira en lítið að baki. Hún er
sögð vera orðin einangruð og er farin
að grennast aftur.
Sumarfrí hvort í sínu lagi
Nýlega fór Díana með syni sína
tvo, Vilhjálm og Harrý, til Flórída.
“Segja heimildir að hún hafí drifíð í
því eftir að Karl átti notalegt sum-
arfrí með drengjunum. Myndir sem
teknar voru af Karli og sonum hans
benda til þess að hann hafi sinnt
þeim með öðrum hætti en áður. Virt-
ist sem samband feðganna væri nán-
ara en sést hefur á undanfómum
árum. Á þetta bendi meðal annars
dagblaðið Daily Express.
Vilhjálmur sagður sakbitinn
Þrátt fyrir þetta góða tímabil eru
prinsarnir Vilhjálmur og Harrý —
einkum sá fyrmefndi — sagðir hafa
átt erfiðar stundir í sumar þegar
þeir bræður dvöldust annars vegar
með móður sinni, sem sýnir þeim
gjaman blíðuhót, leikur við þá eða
skreppur með þá á skyndibitastaði,
og hins vegar þegar þeir dvöldust
hjá föður sínum með tilheyrandi
formlegheitum, hefðum og skyldum.
Til dæmis er morgunverður með
réttu næringargildi alltaf borinn
fram kl. 7.45, því þannig hefur það
verið frá bamæsku Karls. Sjálfur
hefur hann ekki verið orðlagður fyr-
Díana er sögð eiga erfitt sum-
ar að baki og virðist aftur
orðin viðkvæm í skapi.
ir að sína blíðuhót, að minnsta kosti
ekki þar sem náðst hefur til hans
með myndavélinni.
Hins vegar virðist enginn hafa
áhuga á því eða geta aflað upplýs-
inga um hvemig tilvera Karls er;
einstæðs föður sem einnig þarf að
gegna opinberum skyldum og fær
að heyra það reglulega í breskum
fjölmiðlum að hann ætti að afsala
krúnunni til Vilhjálms sonar síns.
Prinsarnir Vilhjálmur (t.v.) og
Harrý koma af veitingahúsinu Pla-
net Hollywood ásamt móður sinni.
BORGINNI
JÓTIÐ LÍFSINS
ÁBORGINNI
Þingvellir Vínkjallarinn
Höfiim einkar gLæsilega aðstöðu fyrir hópa og einkasamkvæmi þar
sem þjónusta og matur eru sniðin að ykkar Jjöríum.
Vínkjallarinn, mjög eftirminnilegur salur í kjallara, 8-16 manns.
Pingvellir, kyrrlátur og þægilegur saiur á fyrstu hæð, 12-30 manns.
Gyllti salurinn, tilkomumikill og frægur, 40-150 manns.
Pálmasalurinn með Sushi-bar -Opið fyrir almenning.
Nánari uppfysingar veita veitingarstjórar í síma 11247 eða 11440.
Hð¥it fB©R®
Þ A Ð
*
E R A Ð E I N S E I N H Ó T E L B O R G
STJÖRNUR
Tina hefur fyrir-
gefið Ike
LIST
Tvíburasystumar Ásta og Anna Kristjánsdætur fylgdust með
brúðuleikhúsinu af miklum áhuga. Bróðir þeirra Halldór lét
einnig fátt framhjá sér fara.
Söngkonan Tina Turner hefur í
kjölfar sýningar myndarinnar
„What’s love got to do with it?“
lýst því yfir að hún hafi fyrirgefið
fyrrverandi eiginmanni sínum
framkomu hans á þeim árum sem
þau voru gift. Að sögn Tinu lamdi
Ike hana eins og harðfisk. Ike
uppgötvaði Tinu og gerði hana að
stjörnu á sjötta og sjöunda ára-
tugnum. Frægðin varð honum of-
viða og upp úr því fór hann að
neyta fíkniefna með tilheyrandi
ofbeldi. Hún segist hafa þolað
hjónabandið alltof lengi vegna
þess að hann hafi sífellt lofað
bót og betrun. Hún segist þó
ekki hafa minnsta áhuga á
að umgangast hann, þrátt
fyrir að hún hafi fyrirgefið
honum.
Tina Tumer lét sér
nægja eitt hjóna-
band og er því m.a.
lýst í myndinni
„What’s love got
to do with it?“
Mjallhvít og dverg-
arnir sjö í brúðulíki
au fylgdust með af miklum
áhuga börnin sem voru á
forsýningu íslenska brúðuleik-
hússins á leikritinu Mjallhvíti og
dvergunum sjö undir stjórn Jón
E. Guðmundssonar. Hann hóf
fertugasta leikár sitt nú um helg-
ina. Jón segist hafa orðið snortinn
af Mjallhvíti og dvergunum sjö
eftir að það var sýnt á fjölum
Þjóðleikhússins fyrir nokkrum
áratugum, en þá var hann feng-
inn til að búa til grímur sem not-
aðar voru í uppfærslunni. Þess
má til gamans geta að þá var
Bryndís Schram í hlutverki Mjall-
hvítar.
„Ég hafði alltaf hugsað mér
að taka leikritið til sýningar en
lét fyrst verða af því núna á fer-
tugasta leikárinu. Kolbrún Erna
Pétursdóttir leikkona tók aðalatr-
iðin úr leikritinu og gerði úr því
gott stykki,“ sagði Jón í samtali
við Morgunblaðið.
Þeir leikarar sem ljá raddir sín-
ar að þessu sinni eru Kolbrún
Erna Pétursdóttir, Barði Guð-
mundsson, Jóhanna Jónsdóttir,
Jón St. Kristjánsson, Rósa Guðný
Þórsdóttir, en Sigurður Rúnar
Jónsson sá um hljóðupptökur.
Morgunblaðið/Kristinn
Vonda drottningin skipar hér veiðimanninum að drepa Mjall-
hviti. Til hægri er sagnaþulurinn.