Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 20
2Ö
MORGUNBkAÐlÐ Í>RIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1993
Alvarlega
slösuð eft-
ir ákeyrslu
á gangbraut
KONA slasaðist alvarlega eftir
að bíl var ekið á hana á gang-
braut í gærmorgun. Þá slasað-
ist ungur drengur þegar mark
féll ofan á hann.
Konan var á leið yfir gangbraut
á Hörgárbraut skammt norðan við
Glerárbrú þegar bíll sem kom úr
norðanátt var ekið á hana. Hún
var flutt mikið slösuð á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri, að sögn
lögreglunnar á Akureyri.
Mark féll á dreng
Við leik og störf
Morgunblaðið/Golli
VEÐURBLÍÐAN síðustu daga er kærkomin eftir vætusama sumarmánuði og allir sem vettlingi geta valdið keppast við að njóta hennar. Við
Barnaskóla Akureyrar voru börn að leik þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið um.
Færra fé slátrað hjá Sláturhúsi Kaupfélags Eyfirðinga í haust en áður
Tæplega 35 þúsund fjár sláfrað
Mikil ásókn í störf í sláturhúsinu
SLÁTRUN hófst hjá Sláturhúsi Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri
fyrir helgi, en áætlað er að slátra tæplega 35 þúsund fjár í haust,
sem er nokkru færra en á síðasta ári. Óvenju margar umsóknir
bárust um störf hjá sláturhúsinu í haust, fleiri en nokkru sinni áður.
Sjö ára drengur sem var að leika
sér í fótbolta með félögum sínum
við Lundarskóla slasaðist þegar
mark féll yfir hann. Drengurinn
var fluttur á slysadeild með tals-
verða áverka á höfði, samkvæmt
upplýsingum lögreglu.
Fjögur innbrot voru tilkynnt til
lögreglunnar á Akureyri eftir helg-
ina, einhver þeirra eru þegar upp-
lýst en rannsókn annarra á loka-
stigi. Brotist var inn í Oddeyrar-
skóla, KA-heimilið, á sveitabæ
skammt utan Akureyrar og í bát
við Torfunefsbryggju. Einhveijar
skemmdir voru unnar í þessum
innbrotum, en þeir sem voru að
verki höfðu frekar lítið upp úr
krafsinu.
Þá má nefna að lögreglan tók
um helgina og í gær fímm öku-
menn fyrir að aka of hratt, m.a.
var einn þeirra tekin á 129 kíló-
metra hraða. Fjórir gistu fangahús
vegna ölvunar og tveir voru teknir
fyrir meinta ölvun við akstur.
„Við byrjuðum að slátra fyrir
helgi, tókum smáslatta á fímmtu-
dag og föstudag til að koma okkur
í gang,“ sagði Óli Valdimarsson
sláturhússtjóri, en segja má að
fyrsti heili sláturdagurinn hafi verið
í gær. Um eitt þúsund kindum var
slátrað í gær og var meðalvigtin
16,5 kíló. Hann sagði að fé virtist
koma vænt af fjalli og þó veðrið
hefði verið slæmt síðastliðið sumar
virtist það ekki hafa áhrif. „Mér
sýnist fljótt á litið að féð sé vænt,
það virðist sem það hafi farið upp
í fjallstoppana og náð sér í nýgræð-
inginn eftir að snjóa leysti,“ sagði
Óli.
Fækkun frá fyrra ári
Um 115 manns vinna hjá Slátur-
húsi KEA í haust og voru um 75
nýir starfsmenn ráðnir til starfa í
sláturtíðinni. Óli sagði að mikil
ásókn hefði á síðustu árum verið í
störf í sláturhúsinu, en aldrei eins
og nú.
„Við fengum óvenju mikið af
umsóknum núna, ég held að við
höfum aldrei fengið eins mikið af
umsóknum um störf hjá okkur, það
er greinilegt að atvinnuleysið er
mikið, þetta er hæft og gott fólk
sem sækir um, en við getum ekki
ráðið fleiri," sagði Óli.
Auglýst eftlr frmMm
lil kimMar Fulltrúaiáús
siállstaitislélaganua í Kerkiavílt
vegna burgarstiúrnarliusnlnga 1994
Samkvæmt ákvörðun stjórnar Fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, er hér með
auglýst eftir framboðum til kjörnefndar Full-
trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.
Framboðsfrestur rennur út mánu-
daginn 20. september kl. 17.00
Samkvæmt 11. gr. reglugerðar fyrir Fulltrúa-
ráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík eiga 15
manns sæti í kjörnefnd og skulu 8 kjörnefnd-
armenn kosnir skriflegri kosningu af fulltrúa-
ráðinu: Samkvæmt 5. málsgr. 11. gr. reglu-
gerðarinnar, telst framboð gilt, ef það berst
kosningastjórn fyrir lok framboðsfrests, enda
sé gerð um það skrifleg tillaga af 5 fulltrúum
hið fæsta og ekki fleiri en 10 fulltrúum. Fram-
bjóðandi hafi skriflega gefið kost á sér til starf-
ans. Tilkynning um framboð berist stjórn
Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík,
Valhöll við Háaleitisbraut.
Stiúrn Fulltrúaráðs
siálístæðlslélaganna í Revkiarík.
Morgunblaðið/Hólmfríður
Við heimskautsbaug
RÚTUR Eggertsson gaf fyrirtæki sínu nafnið Baugur við heimskauts-
baug í Grímsey, en með honum á myndinni eru þeir Óli Bjarni Óla-
son frá vinstri og Einar V. Einarsson til hægri.
Fyrirtækið Baugur fær
nafn við heimskautsbaug
Grímsey.
FYRSTA verkefni nýstofnaðs járnsmíðafyrirtækis í Kópavogi var
að setja niður vélar í Grímsey og því þótti eigandanum Rúti Eggerts-
syni við hæfi að nefna fyrirtækið Baug, þar sem hann var staddur
við heimskautsbaug.
Um er að ræða alhliða jámsmíða-
fyrirtæki sem staðsett er í um 100
fermetra húsnæði við Hafnarbraut
10 í Kópavogi. í húsinu er m.a.
stór gryfja þannig að hægt er að
taka inn stóra vörubíla, allt að 4
metra háa.
Rútur sagðist vera að flytja þessa
dagana, en fyrirtækið tæki form-
lega til starfa 15. september. Fyrsta
verkefni þess var að setja niður
vélar í Grímsey og þar varð hug-
myndin að nafnijiess til. Rútur fékk
þá Óla Bjarna Olason og Einar V.
Einarsson til að votta að fyrirtækið
hefði fengið nafnið við heimskauts-
baug.
----» -» »---
Arskógshreppur
Dauft yfir
atvinnulífi
FREMUR dauft er yfir atvinnu-
lífinu í Árskógshreppi um þessar
mundir og er nokkurt atvinnu-
leysi meðal kvenna í hreppnum,
einkum þeirra sem áður störfuðu
hjá rækjuverksmiðjunni Árveri,
en engin starfsemi hefur verið
þar frá því síðasta haust. Nokkr-
ar konur úr hreppnum sækja
vinnu til Dalvíkur.
Sveinn Jónsson oddviti Árskógs-
hrepps sagði að lítið væri um fram-
kvæmdir á vegum hreppsins, al-
mennt væri dauft yfir og menn
héldu að sér höndum. Þeim áfanga
var þó náð fyrir skömmu að malbik
er nú komið á allar götur í þorpun-
um, Hauganesi og Árskógssandi,
en síðasta gatan var malbikuð á
dögunum.
Við höfnina var byijað á að reka
niður stálþil, en framkvæmdir hafa
legið niðri að undanfömu og sagði
Sveinn málið í biðstöðu, líklega
fram í næsta mánuð.
íbúðir fyrir aldraða
Helsta framkvæmdin á vegum
hreppsins hefur verið bygging íbúða
fyrir aldraða og voru tvær af fjórum
teknar í notkun nýlega. Um er að
ræða raðhúsbyggingu á Árskógs-
sandi og eru íbúðimar um 70 fer-
metrar að stærð, einstaklings- og
hjónaíbúðir auk sameiginlegs rým-
is. Tvær íbúðanna voru teknar í
notkun nýlega, en hinar verða til-
búnar í oktöber.