Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐÍÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1993 Fyrirtæki - vantar Leitum að fyrirtæki í fullum rekstri fyrirfjársterkan kaup- anda. Fyrirtæki af ýmsu tagi koma til greina. Verðhug- mynd u.þ.b. 5-15,0 millj. Staðgreiðsla hugsanleg. Hafið samband við Pál Bergsson á skrifstofu okkar. FYRIRTÆKJASTOFAN Varsla h/f. Ráðgjöf, bókhald, skattaóstoð og sala fyrirtækja Skipholti 5, Reykjavík, sími 622212 Glæsihús á Spáni Höfum verið beðnir um að selja glæsilegt hús á Benedorm. Húsið er 500 fm og því fylgir 5000 fm lóð. í húsinu eru 9 svefnherb., 5 bað- herb., 2 eldhús og 4 stofur. Bílskúr og 3 auka- herb. á jarðhæð. Garðurinn er fullur af ávaxta- trjám, litlum skógi, gangstígum og lundum. Sundlaug og fullkominn tennisvöllur er í garðin- um. Garðurinn er upplýstur með rómantískum Ijósum á kvöldin. Kjörin eign fyrir þá sem vilja reka gistiheimili á fallegum vinsælum stað með óviðjafnanlegu útsýni. Einnig kjörið fyrir félaga- samtök eða stofnanir og verðið, það er svo lágt að við höldum að enginn trúi því, jafnvel þó að það standi á prenti. Myndir á skrifst. F.YRIRTÆKIASALAN SUÐURVE R I SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRIMSSON. 011 Rn 0107fl LÁRL,S VALDIMARSSON framkvæmdastjori . L I I I0/U KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.löggilturfasteignasali Til sýnis og sölu - eignir sem vekja athygli: Skammt frá Landakoti Efri hæð í þríbýlishúsi, grfl. hússins 154,8 fm. Smíðaár 1967. Innbyggð- ur bílskúr með sérgeymslu 37,4 fm. Glaesileg lóð með háum trjám. Einn vinsælasti staður í gamla góða vesturbænum. Eignask. möguleg. Skammt frá Hagaskóla Mjög góð 4ra herb. íbúð á 3. hæð með sólsvölum og útsýni. Ágæt sameign. Fjórbýlishús. 40 ára húsnæðislán kr. 3,1 millj. Lausfljótlega. Garðabær - bílskúr - útsýni Vel með farin nýleg 4ra herb. íbúð á 2. hæð við Lyngmóa. Stofa og 3 svefnherb. Öll sameign eins og ný. Ýmiskonar eignaskipti möguleg. Tilboð óskast. Hraunbær - góð íbúð - gott lán Stór 2ja herb. íbúð á 1. hæð við Hraunbæ. Nýleg gólfefni. Mikið end- urnýjuð sameign. 40 ára húsnæðislán kr. 3,1 millj. • • • Fyrir smið eða laghentan. Nokkrar eignir f borginni sem þarfnast endurbóta. ALMENNA FASTEIGNASAl AN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Sýnishorn úr söluskrá: ★ Blóma- og gjafavöruverslun í íbúðahverfi. ★ Skóverslun á góðum stað. ★ Sælgætisverslun og myndbandaleiga. ★ Mat- og kaffistaður með vínveitingaleyfi. ★ Hverfiskrá í stóru íbúðahverfi. ★ Skyndibitastaður í miðbænum. ★ Tískuvöruverslun á Laugavegi. ★ Þekkt barnafatabúð á Laugavegi. ★ Glæsileg sólbaðsstofa. Mikil viðskipti. ★ Þekkt snyrtivöruverslun. ★ Skóverslun, þú kaupir aðeins lagerinn. Inn- réttingar fylgja. ★ Vörumarkaður á góðum stað. ★ Sérverslun með kaffi, te og gjafavörur. ★ Starf og eignarhluti í fasteignasölu. ★ Garðyrkjustöð og gróðurlendi í Reykjavík. ★ Sérhæfð bílasala. ★ Verktakavinna, engin sérhæfing. ★ Þekkt bílapartasala. Skipti. ryinTTTT7^IT7?pyiTvrí SUÐURVE r i SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Skáldskapur og málefni Bókmenntir Erlendur Jónsson Gunnar Dal: HARÐUR HEIM- UR. Heimildaskáldsaga. 160 bls. Víkurútgáfan. Reykjavík, 1993. »Heimildaskáldsaga« stenduj- á titilsíðu. Það er hvergi út í hött. í bókinni er greint frá atburð- um sem gerðust í raunveruieikanum og þóttu meira en lítið sögulegir á sinni tíð. Og mega enn vera í fersku minni, að sjálfsögðu. Persónur eru nafnkunnar, íslenskar og erlendar, og nefndar með nöfnum. Sagan er mikið byggð upp á samtölum sem eru lögð frægðarfólkinu í munn. Sum samtölin eru vafalaust tekin upp eftir ijölmiðlum. Önnur hljóta, eðli sínu samkvæmt, að vera hug- smíð höfundar. Enda má ætla að tilgangurinn hafi verið að bijóta til mergjar tiltekin málefni öllu fremur en að rekja sögulega stórviðburði. En atburðir þeir, sem sagan greinir einkum frá, eru fundur Gorbatsjovs og Reagans hér í Reykjavík 1986 og valdaránstilraunin í Sovétríkjun- um 1991 og í framhaldi af því fall kommúnismans í Austur-Evrópu. Fundur þjóðarleiðtoganna hér í borg vakti heimsathygli. Þar áttust við forystumenn voldugustu ríkja veraldar. Var svo litið til að stór- mennin tvö hefðu örlög mannkyns í hendi sér. Gunnar Dal dregur ekki fjöður yfir þá staðreynd að þarna hafi verið teflt um merkileg málefni. En hann leitast jafnframt við að skoða rás atburðanna í því ljósi að þarna mættust réttir og sléttir menn og engir guðir. Þess vegna lætur hann höfðingjana tjá sig alþýðlega og opinskátt. Og raunar lætur hann þá tala um fleira en stórpólitíkina. Stundum finnst manni sem þetta séu íslenskir hreppakóngar að reyna hvor á ann- ars þolrif. Þó skáldsaga þessi sé að flestu leyti nýstárleg er síður en svo nýtt að heimspekingrir láti sig stjórnmál varða. Og samtalsformið hefur löngum verið notað til að-vega og meta mál frá ýmsum hliðum. Þess háttar samræða tíðkaðist löngu fyr- ir daga skáldsögunnar. Ef tii vill er Harður heimur í ætt við þess Gunnar Dal háttar rökræðurit fremur en skáld-. sögu eins og við skiljum orðið nú á dögum, enda þótt höfundur láti svo heita. Flókin persónusköpun, marg- ræð og mergjuð tilsvör, jöfn stíg- andi og samfelldur söguþráður er það sem lesandi vill venju sam- kvæmt sjá í skáldsögu. Harður heimur er ekki byggður upp með þeim hætti. Málefnin sitja í fyrir- rúmi. Höfundi er sýnilega í mun að skoða rás viðburðanna í heild, virða fyrir sér hinar sögulegu stað- reyndir eins og þær líta út frá mis- munandi sjónarhorni en einkum þó að grafast fyrir rætur hins illa sem svo mjög forpestaði daglegt líf í Sovétríkjunum meðan kommúnistar héldu þar völdum. Þarna er með öðrum orðum varpað fram hinni sígildu spurningu: Hvers vegna er heimur svo harður? Þó svarið sýnist geta verið langsótt er niðurstaðan eða — leiðin út úr ógöngunum — harla nærtæk fyrir sjónum höfund- ar: »í manninum eru allar leiðir blindgötur, nema sú sem liggur til guðs.« Qrðin eru að vísu lögð í munn páfa en hvergi óvarlegt að ætla að hin sama sé einmitt skoðun höfundai'. Sá sem vill að skáldsaga sé skáld- saga en hvorki fréttaskýring né málefnarökræða kann að líta svo á að bók þessi ætti að heita eitthvað annað. Og víst má sitthvað að henni finna ef strangt er haldið í almenn- ar skilgreiningar. Færri atriði með samfelldari söguþræði og meiri samþjöppun efnis hefði vafalítið styrkt frásögnina. Einkum hefði höfundur mátt fara ítarlegar ofan í valdaránstilraunina þar sem mað- . ur og kerfi tókust á, svarthol komm- > únismans brotnaði og splundraðist. Því er einkar vel komið til skila . hvernig valdaránsmenn treystu ‘ blint á hið volduga kerfi sem fram að því hafði reynst bæðl óskeikult . og miskunnarlaust.. En kerfið var * óvart orðið veikara en þeir hugðu. Gorbatsjov hrósaði sigri vegna þess að hann fann á sér að dagar þess voru taldir. Viðureign hans og harðlínukárlanna er klárasti hluti bókarinnar. Það er ósvikið söguefni! Gunnar Dal leynir ekki skoðun- um sínum. Sjálfgleði og efnishyggja Vesturlandabúa fær líka sinn skammt. Samt verður hann ekki beint talinn til ádeiluskálda. Sumir kynnu að óska að bók þessi væri skrifuð af meiri snerpu og tilfinn- ingahita og oddvitum hins harða heims væri sagt rækilegar til synd- anna. Það hefði þó tæplega sam- ræmst þeirri afstöðu höfundar að | dæma ekki en vera þess í stað vott- ur og áhorfandi. Samkvæmt mati hans er dómgirnin raunar ein af } stóru ávirðingununum: »Og því meiri vanmetakindur sem menn eru sjálfir, því grimmari verða þeir í } dómum sínum.« Bókinni lýkur svo með hugleið- ingum í samtalsformi þar sem brot- in eru til mergjar hin ævarandi álitamál sem einatt leita á hugann; lífið og tilveran og hinstu rök. Og skammsýni mannsins sem lifað hef- ur í milljónir ára hér á jörð en horf- ir þó sjaldnast lengra en fyrir fætur sér og lifir fyrir líðandi stund. Harður heimur er engin ögrandi lesning en engu að síður krefjandi eins og venja er að segja þessi árin um það sem kallar á afstöðu, þetta er hugvekja sem meðtaka verður með opnum huga jafnframt því sem játast er undir sérstæða aðferð höf- . undar til að tjá það sem honum býr ’ í sinni. Bókin, sem gefin var út vegna . sjötugsafmælis Gunnars Dal fyrr á ' árinu, sýnir að hann er enn að end- urnýja sig. Og enn sem fyrr heldur . hann áfram að iðka það sem fáir ' gefa sér tíma til nú á dögum: að hugsa! Listfengi o g fágun Brúðuleikhús Súsanna Svavarsdóttir íslenska_ brúðuleikhúsið: MJALLHVÍT. Leikgerð: Kolbrún Erna Pétursdóttir. Brúðugerð og stjórnun: Jón E. Guðmundsson. Fertugasta leikár íslenska brúðuleikhússins er nú að hefjast og verkefni leikársins er ævintýrið um Mjallhvíti, viðskipti hennar við vondu stjúpuna og samskiptin við dvergana sjö. Leikgerðin hefur verið sérstak- lega samin fyrir brúðuleikhúsið; unnin upp úr handriti að sýningu sem Þjóðleikhúsið setti upp fyrir nokkrum árum. Sú leið hefur verið valin að setja sögumann - eða söguömmu - inn í verkið, Kötu gömlu sem situr í sínum ruggustól og pijónar á meðan atburðarásinni vindur fram á sviðinu. Sem fyrr í sýningum íslenska brúðuleikhússins eru eru raddir leikbrúðanna lesnar inn á band og eru lesarar í sýningunni þau Barði Guðmundsson, Kolbrún Erna Pét- ursdóttir, Jóhanna Jónas, Rósa Guðný Þórsdóttir og Jón St. Krist- jánsson. Upptökustjóri er Sigurður Rúnar Jónsson. Ég verð að segja eins og er að mér finnst mun meira lagt í þessa sýningu, hvað leiklest- urinn varðar, en áður hefur verið. Framsögnin er mjög skýr hjá öllum lesurunum, raddbeitingin mjög góð og ekki aðeins látið sitja við að lesa textann, heldur notuð leikhljóð sem lýsa hugarástandi persónanna. Sýn- ingin er mjög vel leikin og hljóðsetn- ing góð. Tónlistin í sýningunni er bráðskemmtileg; írsk þjóðlagatón- list sem að mestu er leikin á strengjahljóðfæri og gaf henni fjör- legan blæ. Brúðurnar eða maríonetturnar eru ákaflega skemmtilegar. I heild- ina eru þær fínlegri en ég hef áður séð hjá íslenska brúðuleikhúsinu; einnig liprari ef frá eru taldar sýn- } ingar síðastliðins árs. Það er mikil mýkt í sýningunni og hún er sér- lega litrík, sérstaklega hvað bún- } inga varðar. Leikmyndin er mjög viðamikil og hefur brúðumeistarinn, Jón E. Guðmundsson, fjarlægt. } hliðartjöld í leikmynd dverganna til að breikka sviðið. Það gefur brúð- unum mun meira hreyfirými, auk þess sem hægt er að koma ótrúlega mörgum brúðum fyrir á sviðinu. Leikmyndin er auk þess mjög fal- lega máluð og það sem meira er; í henni er skemmtilegur húmor. Sagan af Mjallhvíti er mjög áferðarfalleg sýning, lipur og vel unnin. íslenska brúðuleikhúsið er eina marionettu-leikhúsið hér á landi og, þ.e. leikhús sem byggir á strengjabrúðum þar sem sérstök stjórntæki eru unnin fyrir hveija bníðu. Brúðumeistarinn stjórnar þeim öllum sjálfur og það sem er | svo einstaklega heillandi við þetta leikhús er að engum tæknibrellum er beitt í framvindu sýningarinnar. } Hvert pensilfar, hver andlitsdráttur, hver hreyfing er handverk Jóns; allt unnið af einstöku listfengi og j fágun. Um leið og ég óska íslenska brúðuleikhúsinu til hamingju með fertugasta afmælisárið, hvet ég fólk til að láta þessa sýningu ekki fara fram hjá sér og börnum sínum. Jón E. Guðmundsson ásamt Kötu, söguömmunni í Mjallhvíti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.