Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1993
MENNING/LISTIR
Kórastarf
Kórastarf
í Hafnar-
fjarðarkirkju
Barnakór Hafnarfjarðarkirkju er nú
að byija þriðja starfsár sitt. í vetur
verður lögð áhersla á raddbeitingu og
nótnalestur. Auk þess syngur kórinn í
messu einu sinni í mánuði einn eða
með kór Hafnarfjarðarkirkju. Barna-
kórinn tekur þátt í jólavöku og guðs-
þjónustu á öðrum degi jóla.
Eftir áramót verður haldið kóramót
með þátttöku kórsins og einnig farið
í æfingabúðir. Fyrsta æfíng verður í
Hafnarijarðarkirkju, þriðjudaginn 14.
september kl. 17 og er öllum börnum
á aldrinum 9-12 ára boðið að koma
og kynna sér starf barnakórsins.
Stjórnandi kórsins er Brynhildur Auð-
bjargardóttir og veitir hún uppl. í síma
653633.
K§r Hafnarfjarðarkirkju er skipaður
ungu fólki og er nú um 30 manna.
Undanfarin ár hefur kórinn leitast við
að flytja krefjandi verk eftir gömlu
meistarana og mun svo verða áfram.
Á dagskrá vetrarins verður messa
eftir W. Byrd og J.B. Hilber. Eftir ára-
mót stendur til að æfa flokkinn. „Llibre
vermell" sem er spænsk endurreisnar-
tónlist. Kórinn veður svo með hefð-
bundna vortónleika, þar sem fluttar
verða þijár kantötur eftir J.S. Bach.
Miðvikudaginn 15. september kl.
19.30 er opin æfrng þar sem fólki er
boðið að koma og kynna sér starf kórs-
ins. Nánari uppl. eru veittar hjá söng-
stjóra kórsins, Helga Bragasyni, í síma
53584.
Tónlist
Tónleikar á
Hvammstanga
Þriðja starfsár Tónlistarfélags Vest-
ur-Húnvetninga hefst miðvikudaginn
15. september. Fyrstu tónleikar starsf-
árins, sem haldnir verða í Félagsheimil-
inu Hvammstanga á miðvikudagskvöld
kl. 21, verða með þeim Gunnari Kvar-
an sellóleikara og Gísla Magnússyni
píanóleikara.
Þeir ætla að flytja blandaða dag-
skrá, en á efnisskránni má finna verk
eftir Brahms, Jón Nordal, Saint Saens
og Sjostakovitsj. Auk þessa, verða þeir
Gunnar og Gísli með hljóðfæra og tón-
listarkynningu á miðvikudag og
fimmtudag í Grunnskóla Hvamms-
tanga, Laugarbakkaskóla og Barna-
skóla Staðarhrepps, en kynningar sem
þessar eru vel þegnar hjá kennurum
og nemendum.
Samstarf Gísla og Gunnars nær aft-
ur til ársins 1973 og árið eftir fóru þeir
í tónleikaferðalag um Norðurlönd. Síð-
an hafa þeir haldið fjölda tónleika og
komið fram í útvarpi og sjónvarpi.
Hausttónleikar í
Selfosskirkju
Orgeltónleikar eru um þessar mund-
ir hvert þriðjudagskvöid i Selfoss-
kirkju. í kvöld verður Marteinn H.
Friðriksson, dómorganisti við orgelið
og leikur verk eftir D. Buxtehude, F.
Mendessohn, J. Bramhs, J.S. Bach, Jón
Þórarinsson og Jón Nordal. Marteinn
hefur starfað að tónlistarmálum á fs-
iandi í nærfellt þrjá áratugi og m.a.
haldið marga orgeltónleika. Það var
því tími til kominn að fá hann tii að
setjast við orgel Selfosskirkju, en á það
hefur hann ekki leikið áður. Aðgangur
er ókeypis af tónleikunum sem byija
kl. 20.30.
Kvikmyndatónleikar
í kvöld, þriðjudagskvöldið 14. sept-
ember kl. 20, verður sýnd þögla kvik-
myndin „The Wind“ við undirleik Sin-
fóníuhljómsveitarinnar í Háskólabíói,
en Hreyfimyndafélagið og Sinfóníu-
hljómsveit íslands hafa stofnað til sam-
vinnu um flutning á kvikmyndinni við
undirleik Sinfóníuhljómsveitarinnar og
er það í fyrsta skipti á íslandi.
„The Wind“ eða Stormurinn er eftir
sænska kvikmyndastjórann Viktor
Sjöström en aðalhlutverk er í höndum
bandarísku leikkonunnar Lillian Gish,
en hún var ein skærasta stjama þöglu
kvikmyndanna. Hún lék jafnframt í
mörgum talmyndum og var síðasta
kvikmynd hennar Ágústhvalir með
Bette Davis árið 1987. Lillian iést í
byijun þessa árs.
„The Wind“ sem gerð var 1928 fjall-
ar um örlög ungu saklausu stúlkunnar
Lettý sem flyst frá heimahögum í
Virginíufylki með kúreka sínum út á
hijóstruga Texas sléttuna.
Hljómsveitarstjórinn Carl Davis er
bandarískur en hefur búið í Bretlandi
sl. 20 ár. Hann hefur samið tónlist við
fjöldann ailan af þöglum kvikmyndum
til að mynda Napóleon, Ben Húr og
Greed. Einnig hefur hann samið tónlist
við nýjar myndir svo sem The French
Lieutenant’s Woman og Schandal.
Carl Davis er þekktastur hér fyrir að
hafa samið Liverpool-óratóríu með
Paul McCartney fyrir tveimur árum.
Aðgöngumiðar eru seldir á skrif-
stofu SÍ í Háskólabíói og í miðasölu
bíósins og fá áskrifendur SÍ 10% af-
slátt af miðaverði.
Kaisu Koivisto
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Nú stendur yfír í Galleríi Einn
einn við Skólavörðustíg sýning
ungrar finnskrar listakonu, Kaisu
Koivisto. Hún sýnir hér nokkur
einföld verk og innsetningu, sem
byggja á fábrotnu myndmáli og
efnum, sem ekki vekja mikla at-
hygli við fyrstu sýn, en vinna mik-
ið á við nánari skoðun.
Kaisu Koivisto er fædd árið
1962 og stundaði listnám í Finn-
landi. Hún hefur haldið nokkrar
einkasýningar og átt verk á sam-
sýningum víða -um lönd, en þetta
er í fyrsta sinn sem hún sýnir hér
á landi. Hún hefur unnið með
ýmis efni í gegnum tíðina, og hér
er áhugi hennar á hári og mjúkum
loðfeldum mest áberandi þáttur
sýningarinnar.
Hárið hefur í huga listakonunn-
ar mjög ákveðnar tilvísanir; það
hefur ríkulegt snertigildi, vísar til
hins mjúka (og þá um leið blíða)
og tengist þannig jákvæðum þátt-
um lífsins; þessu til staðfestingar
bendir hún á að í sögunni hefur
klipping eða rakstur hárs oft verið
notað sem refsing eða hefnd, sbr.
meðferð stríðsfanga og „sam-
starfskvenna“ hernámsliðs Þjóð-
verja í Iok síðari heimsstyijaldar-
innar. (Hvað kemur íslenskum
íþróttamönnum til að leggja þessa
fornu pyndingu á sjálfa sig hvað
eftir annað er hins vegar hulin
ráðgáta!)
í fremri sal gallerísins hefur
Kaisu Koivisto sett upp þijú verk,
og hið stærsta þeirra nefnir hún
einfaldlega „AnimaTL Hér er um
að ræða myndapör í svörtum
römmum, þar sem hrosshár er eina
viðfangsefnið; annars vegar eru
þetta svart/hvítar Ijósmyndir sem
listakonan hefur litað, en hins veg-
ar eru rammar með marglitu
hrosshári undir gleri. Það er oft
erfítt að greina hvað er ljósmynd
og hvað er ekta, svo sannfærandi
eru myndirnar, og einnig mun
áhorfandinn undrast hversu djúpa
og ríkulega liti er að fínna í hross-
hárinu sjálfu; tilfinningin fyrir
mýkt efnisins er einnig áhrifamik-
il.
Verkið „Love me tender“ virðist
að nokkru sem framhald þessa;
S E R H Æ F T
Skrifstofutækninám
HNITMIÐAÐRA
ÓDÝRARA
VANDAÐRA
STYTTRI NÁMSTÍMI
Verð á námskeið
er 4.956,-krónur
á mánuði!*
KENNSLUGREINAR:
- Wlndows gluggakerfí
- Word ritvinnsla fyrir Windows
- Excel töflureiknir
- Áætlanagerð
- Tölvuíjarskipti
- Umbrotstækni
- Teikning og auglýsingar
- Bókfærsla - o.fl.
Sérhæfð skrifstofutækni er markvisst
nám fyrir alla, þar sem sérstök áhersla
er lögð á notkun tölva í atvtnnulífínu.
Nýjar veglegar bækur fylgja með náminu.
Engrar undirbúningsmenntunar er krafíst.
Innritun fyrir haustönn er hafin.
Hringdu og fáðu sendan bækling
eða kíktu til okkar í kaffi.
hér hanga mjúkir teningar úr feldi
í strengjum innan um teninga
þakta ljósmyndum. Við skoðun
ljósmyndanna kemur hins vegar í
ljós, og titill verksins vísar fremur
til ófullburða vonar en gleði yfir
ríkjandi ástandi; hér birtast marð-
ir, sárir og öróttir líkamshlutar,
og yfir þeim hvílir grúfa kynferðis-
leg ofbeldis, þar sem einnig eru
sýnd ýmis heimilisverkfæri sem
geta um leið verið vopn. Sú blíða,
sem farið er fram á í titlinum,
verður hrópandi í ljósi þeirra
mynda, sem verkið hefur að
geyma.
Loks má geta lítillar veggmynd-
ar, sem sett er upp líkt og leyndar-
dómsfull altaristafla með vængj-
um; sé hún hins vegar opnuð kem-
ur í ljós örvæntingarfullt augnaráð
í afmynduðu andliti, sem þó virð-
ist vera að gæða sér á ljúffengum
berjum. Hvað er hér að gerast?
I innri sal hefur listakonan kom-
ið fyrir innsetningu, sem byggir á
stuttu myndbandi, en eftir því
hafa verið gerðar ljósmyndir sem
prýða veggi salarins. Innsetningin
heitir „Butterflies” og vísar þannig
til þess frelsis og fegurðar, sem
jafna er tengd fiðrildum; hins veg-
ar benda afklippt tögl í vírnetum,
sem hanga í loftinu, svo og
skuggamyndir skordýra, sem er
varpað á bakhluta fólks í mynd-
bandinu, á einhvern hátt til þving-
unar, ógnar og refsingar, þannig
MYND Kaisu Koivisto: Hluti af
innsetningunni „Love me tender".
að frelsið og fegurðin reynist
draumsýn ein.
Framsetning Kaisu Koivisto er
fáguð og einföld, og virðist í fyrstu
aðeins fjalla um blíðu og fegurð.
Við nánari skoðun kemur þó í ljós,
að hún er ekki síður að fást við
þá tvíræðni, sem fylgir þessum
hugtökum, og þá hörku og
grimmd, sem maðurinn býr við,
þrátt fyrir allar vonir um hið gagn-
stæða. Þessi samtenging tekst
einkar vel í sýningunni, þó hún
sé ekki augljós við fyrstu sýn.
Sýningu Kaisu Koivisto í Gall-
eríi einn einn við Skólavörðustíg
lýkur fimmtudaginn 16. septem-
ber, og er rétt að benda listunn-
endum að líta við.
Nýr geisladiskur
Sautján ljóðalög
eftir Kristin Reyr
SAUTJAN ljóðlaög er heiti á
nýjum geisladiski sem út er kom-
inn á vegum höfundar, Kristins
Reyrs. Geisladiskurinn hefur að
geyma eldri sem nýrri lög höf-
undar og hefur ekkert þeirra
heyrst opinberlega fyrr, en
nokkur þeirra verið gefin út í
nótnaformi.
Jafnframt því að vera höfundur
laganna hefur Kristinn Reyr samið
átta ljóðanna. Hin ljóðskáldin eru
Davíð Stefánsson, Guðmundur
Böðvarsson, Jóhann Jónsson, Karl
ísfeld, Magnús Ásgeirsson, Steinn
Steinarr, Theódóra Thoroddsen,
Þorsteinn Valdimarsson og Örn
Arnarson.
Fjöldi þekktra listamanna sér um
flutning ljóðalaganna á þessum
nýja geisladiski. Fyrst skal nefna
óperusöngvarana Elínu Ósk Ósk-
arsdóttur sópran, Guðmund Sig-
urðsson tenór, Signýju Sæmunds-
dóttur sópran, Sigurð S. Stein-
grímsson bassa, Þorgeir Andrésson
tenór og Þóru Einarsdóttur sópran.
Einnig prýða flutninginn karla-
raddir úr Skagfírzku söngsveitinni.
Píanóleikarar eru þau Anna Guðný
Guðmundsdóttir, Gróa Hreinsdótt-
ir, Hólmfríður Sigurðardóttir, Lára
S. Rafnsdóttir, Olafur Vignir Al-
bertsson og Þóra Fríða Sæmunds-
dóttir. Sellóleikari er Oliver Kent-
ish.
Carl Billich og Eyþór Þorláksson
Tölvuskóli Reykjavíkur
BORGfiRTÚNI 28. 105 REYKJftUÍK. SÍmi 616699. fax 616696
•Skuldabréf í 20 mán. (19 afborganir), vextir eru ekki innifaldir.
Krístinn Reyr
útsettu lögin. Björgvin Þ. Valdi-
marsson tónlistarkennari var höf-
undi til aðstoðar við val laga og
flytjenda, auk þess sem hann hafði
umsjón með upptökum og útgáfu
geisladisksins. Hljóðritun ljóðalag-
anna fór fram í Víðistaðakirkju í
Hafnarfírði í maí 1993 og um upp-
töku þeirra sá Halldór Vikingsson.
Lítill bæklingur fylgir geisladiskn-
um og hefur hann m.a. að geyma
öll söngljóðin. Geisladiskur og
prentun: Nimbus og Prisma sá um
fílmuvinnslu. Dreifing í síma
10258.
Kristinn Reyr hefur lengi fengist
við tónsmíðar og hafa mörg laga
hans verið flutt opinberlega, ýmist
á hljómplötum eða í útvarpi. Meðal
þeirra sem flestir þekkja er Amo-
rella sem Haukur Morthens gerði
víðfrægt á sínum tíma, bæði hér á
landi og í Danmörku. En auk þess
hafa Guðmundur Jónsson, Kristinn
Hallsson, Guðrún Tómasdóttir og
fleiri listamenn flutt lög höfundar
í gegnum tíðina.
Gefnar hafa verið út fjölmargar
nótnabækur með lögum og ljóðum
Kristins Reyrs og einnig má nefna
ritverkið Leikrit og ljóð, auk nýrri
ljóðabóka. Leikrit hans hafa verið
flutt á sviði, í útvarpi og sjónvarpi.