Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1993 21 Landgræðsluvélin í sérstakt póstflug SERSTAKT póstflug verður farið milli Reykjavíkur og Akureyrar á degi frímerkisins, 9. október nk., til að minnast þess að 50 ár eru lið- in síðan Islendingar eignuðust fyrsta „þristinn", sem í dag er land- græðsluvélin Páll Sveinsson. Landgræðslan fær í sinn hlut ákveðna upphæð fyrir hvert bréf sem fer með fluginu. Þennan dag koma auk þess út fjögur ný frímerki með myndum af flugvélum sem Þröstur Magnússon teiknaði og smáörk til 60 árum. Landgræðsluvélin fiýgur með póstinn frá Reykjavík til Akureyrar. Sama dag verður sérstakur póstst- impill í notkun og verður tekið við bréfum til stimplunar fram að hádegi á pósthúsinu R-1 í Pósthússtræti 5 og R-3 í Kringlunni. Nú þegar er farið að taka á móti bréfum sem fara eiga með fluginu og verða þau stimpluð 9. október. Einungis er tek- ið við ábyrgðarpósti til flutnings og verður auk burðargjalds tekið sér- stakt viðbótargjald_ sem rennur til Landgræðslunnar. Á Akureyri verða bréfin stimpluð á bakhliðinni og kom- ið til viðtakenda. Verð fyrir 20 g bréf innanlands verður 300 kr. sem skiptist þannig að 30 kr. fara í burðargjald, 110 kr. eru ábyrgðargjald og 160 kr. eru sérstakt gjald til Landgræðslunnar. Til Evrópu er burðargjaldið 35 kr. og verð samtals því 305 kr. en til minningar um hópflug ítala fyrir annarra landa 55 kr., samtals 325 kr. Bréfin þarf að merkja sérstaklega með áletruninni „TF-NPK“. Þeir sem hafa áhuga á að senda bréf með póstfluginu, en komast ekki á póst- hús, ættu að hafa samband við Frí- merkjasöluna, Ármúla 25, eða hringja í síma 636051 og 636052 og fá nánari upplýsingar. Smáörkin sem kemur út á degi frímerkisins er að þessu sinni til minningar um hópflug ítala fyrir 60 árum, en leiðangursstjóri þess var Balbo _ hershöfðingi, flugmálaráð- herra Ítalíu. Smáörkin kostar 200 kr. Einnig koma út fjögur ný frí- merki sem Þröstur Magnússon hefur teiknað, en þau sýna fjórar sjóflug- vélar og flugbáta sem áður fyrr voru notaðir til að flytja farþega og póst. Verðgildi frímerkjanna er 30 kr. en þau eru einnig seld átta saman í örk á 240 kr. Úr fréttatilkynningu. ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar Rauða kross íslands og varð ágóðinn 3.050 krónur. Þær heita Helga Kristín Másdóttir og Helga Hansdóttir. Skráning stendur yfir f síma 811281 kl. 19-21 alla virka daga GÍTARSKÓLIÍSLANDS Grensásvegi 5, sími 81-12-81 Skiptistöð SVR víð tiliðina! blús, klassik, metal, jazz o.fl Alhliða grunnnámskeið fyrir byijendur - Kassagítar (raðað í hópa eftir aldri og getu) - Dæguriög (fyrir fólk á öllum aldri - spil og söngur) - Tónfræðitímar - Rafbassi (fyrir byrjendur) - Nýtt og vandað kennsluefni - Góð aðstaða - Eingöngu réttindakennarar - Möguleiki á einkatímum - Allir nemenriur fá 10% afslátt af hljóðfærum hjá RÍN Verðið á 1. flokks lambakjöti í hálfum skrokkum lækkar um heil 20%. Fáðu þér ljúffengt lambakjöt í I næstu verslun á frábæru verði, aðeins 398 krónur kílóið. *Leiöbeinandi smásoluverð Bestu kaupin í lambakjötí á adeins398kr. /kg. ínœstuverskm Grovbrðds blanding 4-komsbmi med kefir med solsikkéBr TtLSÆT KUN VAND Of. GÆR (fc° RÚG- 0G KORNBRAUÐSBLANDA Þú bakar hoUt oggróji brauð Jýrir heimiliÍ Nú er tiekifarið til að reyna sig við brauðbakstur. ÍAMO rtíg- og kombrauðsblöndunni er sérlega vönduð samsetning afþeim hráefnum sem þarftil að baka gimileg og hoU brauð. Framkvtemdin er einföld, alltfráþví að þurfa aðeins að bteta vatni oggeri saman við innihaldpakkanna. - spennandi möguleiki t matargerð!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.