Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1993
17
dæmið um viðhorf hans til þeirra
skyldna sem' lagðar eru á herðar
opinbers starfsmanns. Þar er um
að ræða þau gamaldags viðhorf að
starf hjá hinu opinbera sé öruggt
skjól í önn dagsins, m.a. til að sinna
eigin hugðarefnum.
• Ríkisendurskoðun fjallar ekki
að neinu leyti um embættisfærslu
Hrafns Gunnlaugssonar í starfi
dagskrárstjóra nema að því er varð-
ar fjárhagsleg eiginhagsmuna-
tengsl hans. Upplýsingar úr bók-
haldi Ríkisútvarpsins gefa hins veg-
ar glöggt til kynna að þau fáu ár
sem hann starfaði í raun sem dag-
skrárstjóri fór hann illa með opin-
bera fjármuni og bar starfslega
ábyrgð á eyðslu tugmilljóna króna
á ári umfram heimildir. Sú saga
kennir okkur að fylgjast grannt
með Hrafni Gunnlaugssyni þegar
fjármál eru annars vegar.
• Á það þarf vart að minna að
sl. vor var Hrafni Gunnlaugssyni
vikið frá störfum sem dagskrár-
stjóra Sjónvarpsins, m.a. vegna
ómaklegra ummæla um starfsmenn
stofnunarinnar og alla yfirstjórn.
Örfáum klukkustundum síðar var
téður Hrafn settur yfirmaður Sjón-
„Framganga Hrafns
Gunnlaugssonar í starfi
framkvæmdastjóra
Sjónvarps síðustu mán-
uði gefur vísbendingar
um að því gjörninga-
veðri sem hófst sl. vor,
sé hvergi nærri lokið.
Við áskiljum okkur rétt
til að halda uppi mál-
efnalegri gagnrýni á
störf hans í útvarpsráði
enda er það sá vett-
vangur sem eigendur
stofnunarinnar og
starfsmenn eiga sér
málsvara.“
varpsins alls með pólitísku skóhorni
menntamálaráðherra. Alla þá fram-
göngu gagnrýndum við harðlega
og það sama gerðu starfsmenn Rík-
isútvarpsins.
Það er með ólíkindum að heims-
frægur kvikmyndaleikstjóri eins og
Hrafn Gunnlaugsson skuli hafa
haft geð í sér til að nýta sér pólitísk-
an veikleika ráðherra með þessum
hætti. Öllu verri þykir okkur þó sú
neikvæða umræða sem fylgt hefur
í kjölfarið og þau slæmu áhrif sem
hún hefur haft á alla starfsemi
Sjónvarpsins.
O Framganga Hrafns Gunnlaugs-
sonar í starfi framkvæmdastjóra
Sjónvarps síðustu mánuði gefur vís-
bendingar um að því gjörningaveðri
sem hófst sl. vor, sé hvergi nærri
lokið. Við áskiljum okkur rétt til
að halda uppi málefnalegri gagn-
rýni á störf hans í útvarpsráði enda
er það sá vettvangur sem eigendur
stofnunarinnar og starfsmenn eiga
sér málsvara.
Við væntum þess að með hækk-
andi sói á nýju ári komist eðlilegt
ástand aftur á í starfsemi Sjón-
varpsins og vonum í einlægni að
starfsmenn hafi úthald til að þreyja
þorrann og góuna.
Höfundar eru fulltrúar
stjórnarandstöðunnar í
útvarpsráði.
WRQ
RÁÐ
Hótel Loftleiðum þriðjud
„The world ó
Reflection X
Reflection fyrirHP tölvur
Reflection DEC tölvur
Reflection IBM tölvur
Reflection UNIX tölvur
Reflection Macintosh tölvur
Reflection skapartölvusamviÉH
Framsögumenn:
Gopal RajGuru,WRQ Evróp
ÓlafurGíslason, RARIKJr*
Einar Reynis, Pósti og sím
Hafliði Magnússon, tölvudeild
Reykjavík, mun kynna Refl
Ráðstefnunni lýkurme
aæmum.
;;.V'
estum gefst kostauá að vinna með Reflection.
fifflSspDDfefi s®ma —■^—BQÐEIND______________________
(fe»s8íadœi»«íS®®í /'
Til sölu BMW 325i árg. 1989
Bíllinn er 4 dyra, 6 cyl., 171 ha, ekinn 98.000 km, að mestu erlend-
is. Einn eigandi frá upphafi. M.a. BMW sound system, 8 hátalar-
ar, rafm.sóllúga og speglar, hituð sæti, litað gler, 4 höfuðp. o.fl.
Gullfallegur bíll. Uppl. í síma 91-42467 eftir kl. 19.00.
S/ETRE FYRIR SÆLKERANN
sómir sér jafnt á veislu- sem