Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1993 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Friðargjörð í Washington Gagnkvæm viðurkenning ísraela og Frelsissamtaka Palestínu (PLO) og sáttmálinn sem undirritað- ur var í Washington í gær um heima- stjórn Palestínumanna eru stærstu tíðindi á vettvangi alþjóðamála frá því kommúnisminn leið undir lok. Vonir hafa vaknað um að takast muni að tryggja frið með ísraelum og aröbum eftir áratuga hatur með tilheyrandi blóðsúthellingum og drög hafa verið lögð að myndun ríkis Pal- estínumanna. Enn fer því þó fjarri að stöðugleiki hafi verið tryggður í þessum eldfima heimshluta. Hagsmunir ríkjanna í Mið-Austur- löndum eru á hinn bóginn allt aðrir en fyrir aðeins örfáum misserum og það er þessi gjörbreytta staða sem vekur vonir um að bundinn verði endi á hryllinginn, hatrið og mann- fórnirnar. Endalok kalda stríðsins, hrun Sovétríkjanna og Persaflóa- stríðið hafa orðið til þess að skapa ný viðhorf í þessum heimshluta, sem löngum var vettvangur átaka austurs og vesturs. Nú er þeirri hugmynda- fræðilegu baráttu lokið og ný heims- mynd blasir við. Áhrifin hafa orðið ljós víða um heim á undanförnum misserum. Nú hafa þessi umskipti loksins náð til Mið-Austurlanda. Öryggi ísraels er ekki ógnað með sama hætti og áður og Persaflóa- stríðið leiddi í ljós að óvinaríki ísra- els ráða ekki yfir vopnabúnaði sem talist getur stofna framtíð ríkisins í raunverulega hættu. Hagsmunir Pal- estínumanna og þá einkum Yassers Arafat, leiðtoga PLO, eru einnig aðrir en áður. Upplausn hefur verið ríkjandi innan hreyfingarinnar og áhrif öfgamanna,_ sem flestir lúta fjarstýringu frá íran, farið sívax- andi. Um nokkurt skeið hefur verið ljóst að hagsmunir hófsamya Palest- ínumanna og stjómvalda í ísrael fara saman að einu mikilvægu leyti; hin raunverulega ógnun felst í uppgangi öfgafullra múhameðstrúarmanna. Báðir hafa þeir Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Israels, og Yasser Arafat leikið snjöllum leik þó svo samningsstaða ísraela hljóti að telj- ast mun sterkari. Arafat hefur í senn náð að vinna sér hylli heimsbyggðar- innar og tryggt sér fótfestu á her- námssvæðum Israela. Með för sinni til Washington hefur hann hlotið við- urkenningu þjóða heims sem hinn rétti leiðtogi palestínsku þjóðarinnar. Þótt vitað sé að Rabin var ákaflega tregur til að fallast á þessa sáttar- gjörð hefur honum tekist að tryggja sér yfirburðastöðu í ísraelskum stjómmálum og einangrað stjórnar- andstöðuna, sem á nú engan stuðn- ing vísan á alþjóðavettvangi. Mikilvægi þess að þessi sögulegi friðarsáttmáli var undirritaður i Washington felst í því að Bandaríkja- menn hafa nú tekið á sig ákveðnar tryggingar, sem reynast munu mikil- vægar í frekari viðræðum Israela og araba. Þá hafa Bandaríkjamenn þeg- ar náð að tryggja umtalsverðan fjárstuðning m.a. frá hinum auðugu Flóaríkjum vegna þess uppbygging- arstarfs sem nú er fyrir höndum á heimastjómarsvæðum Palestínu- manna. Þessi stuðningur Flóaríkj- anna hefur einnig táknræna merk- ingu þar sem PLO studdi Saddam Hussein íraksforseta í Persaflóa- stríðinu. Vitanlega fer því fjarri að friður hafi verið tryggður með ísraelum og nágrannaríkjum þeirra og enn eru mörg framkvæmdaratriði sáttmálans óljós. Hins vegar gefa yfirlýsingar Jórdana til kynna að friðarsáttmáli þeirra og ísraela kunni að vera á næsta leiti og sjálfir hafa Israelar látið að því liggja að eftirgjöf af ein- hveiju tagi í Gólan-hæðum sé hugs- anleg. Fari _ svo kann að vera að samningar ísraela og Sýrlendinga ~séu skammt undan. Takist Yasser Arafat að halda völdum og nái Rabin og undirsátar hans að tryggja frið innanlands í ísrael má vænta algjörra þáttaskila í Mið-Austurlöndum. Framhaldið ræðst að sjálfsögðu af því að Palestínumenn og ísraelar standi við skuldbindingar sínar. Á hinn bóginn er mikilvægt að samfé- lag þjóðanna leggi sitt af mörkum til að unnt verði að tryggja að þau sögulegu skref sem nú hafa verið stigin reynist aðeins upphafið að full- um sáttum með aröbum og ísraelum. Hvað ber að gera í þessu efni? í fyrsta lagi ber þjóðum heims að styðja með beinum hætti það upp- byggingarstarf sem við blasir, eink- um á Gaza-svæðinu. Þegar hafa lof- orð um fjárhagsaðstoð borist m.a. frá Norðurlöndum og er ánægjulegt að við íslendingar skulum hafa ákveðið að taka þátt í því starfi. í öðru lagi þarf samfélag þjóðanna að greiða fyrir því að sem mest við- skiptatengsl skapist milli ísraela og nágranna þeirra. Þetta er unnt að gera með því að standa fyrir sameig- inlegum verkefnum m.a. á sviði um- hverfismála og nýtingar náttúruauð- linda. Með því að hvetja til aukinnar verslunar og viðskipta verður unnt að skapa sameiginlega hagsmuni og sameiginlegir hagsmunir eru besta tryggingin fyrir friði. I þriðja lagi þurfa hin öflugri ríki og bandalög þeirra að veita Palest- ínumönnum og ísraelum óskoraðan pólitískan stuðning. Með þessu móti verður unnt að breyta eðli deilunnar þannig að hún verði ekki svæðis- bundin með sama hætti og áður. Frumkvæði Norðmanna, sem er í senn mikill persónuiegur sigur fyrir utanríkisráðherra þeirra, Johan Jörg- en Holst, og norska utanríkisstefnu, sýnir svo ekki verður um villst hversu mikilvægur slíkur stuðningur getur reynst. í fjórða Iagi ber samfélagi þjóð- anna að veita ísraelum og nágrönn- um þeirra siðferðilegan stuðning. Koma þarf því sjónarmiði á fram- færi að heimsbyggðinni allri sé um- hugað um að friður verði tryggður í Mið-Austurlöndum og að fullur stuðningur ríki við þau skref sem stigin hafi verið. Í þessu efni geta öll ríki, smá sem stór, lagt sitt af morkum. Heimastjórnarsáttmálinn og gagnkvæm viðurkenning PLO og Israela eru mikil gleðitíðindi. Reynist sáttaviljinn raunverulegur, skilning- ur á hagsmunum gagnkvæmur og þjóðir heims tilbúnar til að veita ísra- elum og Palestínumönnum þann stuðning sem þörf er á, kann varan- legur friður að komast á í þessum heimshluta. SJALFSTJORNARSAMNINGUR ISRAELA OG PALESTINUMANNA Vonir Palestínumanna um sjálfstæði glæðast Jerúsalem. The Daily Telegraph. Reuter Hamas veifar svörtum fána UNGUR Palestínumaður, stuðningsmaður heittrúarsamtakanna Hamas, veifar svörtum fána á Gaza-svæð- inu í gær til að sýna andúð sína á samningnum við Israela. Til að leggja áherslu á sjónarmið sín hafa Hamas-liðar kveikt í hjólbörðum á götunni. Skoðanakannanir á Gaza og annars staðar á hernumdu svæðunum gefa til kynna að meirihluti íbúa styðji samninginn. Stjórn í höndum PLO MEÐ undirritun heimastjórnar- sáttmálans í Washington í gær hafa Israelar færst nær því að viðurkenna sjálfstæðiskröfur Pal- estínumanna. Sú staðreynd að Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, tók þátt í athöfninni í Hvíta húsinu ásamt Yasser Ara- fat, leiðtoga Frelsissamtaka Pa- Iestínu (PLO), sem var lýstur for- seti Palestínumanna árið 1988, er til marks um að ísraelar hafi nú viðurkennt að líta beri á Palest- ínumenn sem þjóð er eigi sér eig- in forystusveit. Rammasáttmálinn mun gilda í fimm ár og kveður á um sjálfstjórn Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu sem ísraelar her- tóku í Sex daga stríðinu. Staða Aust- ur-Jerúsalem, sem ísraelar innlim- uðu í ríki sitt eftir að stríðinu lauk verður rædd þegar hafnar verða við- ræður um heildarlausn deilumála. Samningurinn er byggður á Camp David-sáttmálanum frá 1978 um frið milli ísraela og Egypta sem Palest- ínumenn fordæmdu á sínum tíma. Frá því Camp David-sáttmálinn var undirritaður hefur fjöldi ísraelskra landnema á hernámssvæðunum tí- faldast og eru þeir nú um 100.000. Pólitísk réttindi viðurkennd Heimastjórnarsáttmálinn felur hins vegar í sér mun meiri eftirgjöf af hálfu Israela hvað varðar sjálf- stætt ríki Palestínumanna. Vísað er til „gagnkvæmra og viðurkenndra pólitískra réttinda“ Palestínumanna og ísraela og er það orðalag mun afdráttarlausara en það sem Camp David-samningurinn geymdi þar sem einungis var að finna vísun til „rétt- inda og þarfa palestínsku þjóðarinn- ar.“ Heimastjórnarsáttmálinn felur einnig í sér breytingar hvað Jórdani varðar. Samkvæmt Camp David áttu Jórdanir og Egyptar að semja um tímabundna heimastjórn Palestínu- manna og framkvæmd kosninga. Nú hefur PLO verið falið þetta ábyrgðar- starf í samræmi við viðurkenningu ísraela á samtökunum frá í fyrri viku þar sem segir að PLO sé „fulltrúi palestínsku þjóðarinnar". í Camp David-samningnum var kveðið á um sameiginlegar eftirlits- sveitir og varðstöðvar ísraela og Jórdana en nú hefur verið ákveðið að ísraelar skuli einir halda uppi gæslu á landamærum. Ráðamenn í Israel hafa á hinn bóginn vakið máls á sameiginlegum _ eftirlitssveitum Palestínumanna og ísraela. Tengslin við Camp David nýtt Tengsl heimastjórnarsáttmálans og Camp David-samningsins hafa orðið til þess að styrkja stöðu Verka- mannaflokksins ísraelska í deilunum við stjórnarandstöðuna. Þannig lagði Shimon Peres, utanríkisráðherra, þunga áherslu á þessa tengingu er málið kom til umræðu á þingi og taldi hann fordæmingu talsmanna stjórnarandstöðunnar og þá einkum Likud-flokksins, til marks um óheil- indi þeirra. Peres lýsti yfir furðu sinni á því að Likud-flokkurinn væri and- vígur heimastjórn Palestínumanna þar sem öll helstu atriði samnings- ins, sem nú hefði verið gengið frá við Yasser Arafat, væri að finna í Camp David sem forsætisráðherra úr röðum Likud hefði undirritað fyr- ir 14 árum. Samningurinn sem nefnist „Yfir- lýsing um grundvallarreglur er varða fyrirkomulag sjálfsstjórnar" er fyrsta plaggið sem lítur dagsins ljós frá því að viðræður um frið í Mið-Austur- löndum voru hafnar í Madrid árið 1991. Samningurinn varð til í leyni- legum viðræðum fulltrúa ísraels og PLO með milligöngu Norðmanna en á sama tíma gerðu opinberar sendi- nefndir aðila fátt annað en að standa í linnulitlu áróðursstríði. Þungamiðjan í heimastjórnar- samningnum er grein sú er kveður á um brottflutning hersveita Israels frá Gaza-svæðinu og Jeríkóborg á Vesturbakka árinnar Jórdan. Stjórn svæðisins verður í höndum fulltrúa PLO. Palestínumenn telja að Arafat muni snúa heim og taka við stjórn heimastjórnarsvæðisins en ísraelska herliðið mun taka sér stöðu annars staðar á Vesturbakkanum. Palest- ínumenn munu fá aukin völd á þeim hernámssvæðum sem eftir munu standa en samningaviðræðum um tímabundna sjálfsstjórn verður hald- ið áfram. Stjórn heimastjómarsvæða verður í höndum ráðs sem kosið verð- ur til og munu hinir kjörnu fulltrúar Palestínumanna þá jafnframt stjórna þeim svæðum sem þegar hefur verið samið um þ.e. Gaza og Jeríkó. í samningnum er að finna yfirlýs- ingar um samvinnu á efnahagssvið- inu. Aðilar em sammála um að mikil- væg forsenda þess að sáttargjörðin haldi sé sú að lífskjör, einkum Palest- ínumanna, fari ört batnandi. Óleyst ágreiningsefni Mörg mikilvæg atriði á enn eftir að semja um. Stærð sjálfsstjórnar- svæðisins við Jeríkó liggur ekki fyrir og það sama má segja um völd lög- gæslusveita Palestínumanna, inntak samvinnu á sviði öryggismála og yfirráð yfir bæði vatni og landi. Þeim Palestínumönnum sem yfirgefið hafa hernámssvæðin frá 1967 verður leýft að snúa aftur en þeir eru taldir vera um 200.000. Hins vegar mun fram- tíð þeirra flóttamanna og afkomenda þeirra sem flúðu vegna stríðsins 1948-1949 verða ákveðin í viðræðum um heildarlausn deilumála sem hefj- ast munu tveimur árum eftir að lok- ið er brottflutningi Israelshers frá Gaza og Jeríkó. Þar er talið að um eina og hálfa milljón manna sé að ræða. I heildarviðræðunum verður einnig tekið á öðrum málum sem erfítt kann að reynast að fmna lausn á t.a.m. framtíð Jerúsalem, land- nemabyggðum og landamærum. ísraelar hafa lýst yfir því að yfir- ráð yfir Jerúsalem verði aldrei gefin eftir og þá afstöðu ítrekaði Yitzhak Rabin í viðtölum um helgina. í samn- ingnum er vikið að Jerúsalem þar sem kveðið er á um að Palestínumönnum úr austurhluta borgarinnar skuli heimilað að taka þátt í kosningum. Reuter Mótmæli í Amman PALESTÍNSKIR flóttamenn í Jórdaníu hrópa slagorð gegn samn- ingnum við ísrael fyrir utan sendiráð Frelsissamtaka Palestínu, PLO, í höfuðborginni Amman í gær. Fólkið sakaði formann PLO, Yasser Arafat, um að vera svikari á mála hjá Bandaríkjamönnum. Fögnuður í Jeríkó UNGAR Palestínustúlkur í Jeríkó á Vesturbakkanum, meðal þeirra félagar í heittrúarsamtökum, dansa á aðaltorgi borgarinnar í gær eftir að búið var að undirrita samninginn í Washington. íbúar Je- ríkó eru um 20.000, langflestir Palestínumenn og nýtur Yasser Ara- fat mikillar hylli þar. Gert ráð fyrir víðtæku samstarfi Jerúsalem. The Daily Telegraph. SKJALIÐ sem fulltrúar ísraela og Palestínumanna undirrituðu í Washinglon í gær er alls 22 blaðsíður og þar er fjallað um þau fjöl- mörgu mál s.s. löggæslu og orkumál sem skipuleggja þarf upp á nýtt á hernumdu svæðunum og hafa samstarf um. Samningurinn varðar fyrst og fremst um tvær milljónir Palestínumanna sem búa á her- numdu svæðunum en þar eru einnig yfir 100.000 gyðingar. Um 900.000 manns búa samanlagt á Gaza og í smáborginni Jeríkó á Vesturbakkan- um, þessi tvö svæði fá sjálfsljórn í mörgum málum strax. Rúm milljón manna, aðallega Pal- estínumenn, er á Vesturbakkanum og í austurhluta Jerúsalem sem ekki verða undir palestínskri stjórn en ákvæði eru um að framtíð þeirra verði ákveðin í viðræðum innan fimm ára. ísraelskir ráðamenn hafa reyndar margsinnis sagt að Jerúsalem verði um aldur og ævi undir stjórn gyð- inga en auk múslima er þar allstór kristinn minnihluti. Um 150.000 Palestínumenn búa í Austur-Jerúsal- em sem Israelar lögðu undir sig 1967. Er Sameinuðu þjóðirnar sam- þykktu skiptingu Palestínu milli gyð- inga og araba 1947 átti öll borgin að vera undir alþjóðlegri stjórn enda helgur staður þrennra trúarbragða og hafa margir viðrað þá hugmynd á ný að undanförnu, Hussein Jórdan- íukonungur er einn þeirra. Sérstök nefnd deiluaðila mun fjalla um þær deilur sem vitað er að munu rísa um túlkun á ákvæðum samningsins og ef till verður hugað að einhvers konar gerðardómi. Samningurinn á að taka gildi mán-. uði eftir undirritun og kveður hann á um að sett verði á laggirnar lýð- ræðislega kjörið þjóðarráð Palestínu- manna er fari með stjórn þeirra mála sem þeir fá að að ráða á svæð- um sínum. Er stefnt að því kosning- arnar verði haldnar innan níu mán- aða, samið verði um framkvæmd þeirra og alþjóðlegt eftirlit. Strax og samkomulagið tekur gildi munu ísraelsk heryfirvöld fá „Palestínumönnum sem til þess hafa umboð“ stjórn mennta- og menning- armála, heilbrigðismála, velferðar- mála, beinnar skattlagningar og ferðamála. Mikilvægast er að Palest- ínumenn munu þegar hefja upp- byggingu löggæslu sem verður und- ir stjórn þjóðarráðsins og verða liðs- menn frá hernumdu svæðunum og öðrum ríkjum, áskilið er að í því verði menn með egypsk eða jórdönsk vegabréf. Búast má við að skærul- iðasveitir Frelsisamtaka Palestínu, PLO, muni leggja til megnið af liðs- aflanum. Til greina kemur að beðið verði um aðstoð alþjóðlegs gæsluliðs. Lög endurskoðuð Lög verða endurskoðuð af báðum aðilum eftir þörfum og komið verður á fó_t samstarfsráði Palestínumanna og ísraela til að reyna að tryggja friðsamleg umskipti. Óljóst er hvort Palestínumenn fá eigin sjónvarps- og útvarpsstöð. Þjóðarráðið mun annast raforkumál, hafnarmál á Gaza-svæðinu, stofna þróunarbanka, útflutningsráð og umhverfisstofnun. Tryggðar verða góðar samgöngur milli Gaza og Je- ríkó. Sett verður á stofn sérstök nefnd um efnahagssamvinnu og eru tilgreind svið eins og vatnsnýting, rafveitur, orkumál, þar á meðal möguleg bygging olíuhreinsunar- stöðvar ásamt lagningu á olíu- og gasleiðslum. Rætt er um að komið verði á víð- tæku efnahagssamstarfi milli ísra- ela, Palestínumanna og Jórdana um nýtingu á Dauðahafinu, einnig um skipaskurð milli Miðjarðarhafs og Dauðahafsins, vinnslu vatns úr sjó, samstarf í landbúnaðarmálum og átak gegn uppblæstri auk samstarfs í raforku- og ferðamálum. Tillaga um sameiningu á höfuðborgarsvæðinu Höfuðborgarsvæðið verði fjögnr sveitarfélög í stað 9 SVÆÐISUMDÆMANEFND um sameiningu sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu samþykkti ein- róma á fundi sínum í gærkvöldi tillögu, sem gerir ráð fyrir að á höfuðborgarsvæðinu verði fjögur sveitarfélög í stað níu. Þannig sameinist Garðabær og Bessa- staðahreppur. Selljarnarnes, Mos- fellsbær, Kjalarneshreppur og Kjósarhreppur sameinist Reykja- vík. í greinargerð með tillögu nefnd- arinnar segir að forsenda sameining- ar minni sveitarfélaganna við Reykjavík sé að vegtenging milli Geldinganess, Gunnuness og Kolla- fjarðar verði sett inn á vegaáætlun næstu tíu ára. Nefndin telur jafn- framt nauðsynlegt að Kjósarskarðs- vegur, milli Vesturlandsvegar og Þingvallavegar, verði lagður bundnu slitlagi. „Með þessum hætti mynda þessi sveitarfélög heilsteypt atvinnu- og þjónustusvæði,“ segir nefndin. Nefndarmenn leggja áherzlu á að akstur nemenda til og frá skóla og heimili skerðist ekki frá því sem nú er. Jafnframt verði skattaálögur á almenningssamgöngur afnumdar þannig að sveitarfélögin geti haldið uppi eðlilegum almenningssamgöng- um við hinn dreifbýlli hluta svæðis- ins. Breytingar á Jöfnunarsjóði Umdæmanefndin telur að sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu geti ekki sameinazt nema til komi breyt- ingar á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. „Reglum um framlög til reksturs grunnskóla, tónlistarskóla svo og þjónustu og tekjujöfnunarframlög verði breytt, en þess gætt að heildar- tekjur hins sameinaða sveitarfélags minnki ekki frá því sem nú er,“ segir í greinargerðinni. Málefnasamningur Þar segir einnig: „Lagt er til að viðkomandi sveitarfélög geri milli sín drög að málefnasamningi um þau mál sem þau koma til með að sinna sem eitt sveitarfélag og þar með að efla staðbundið vald og auka skil- virkni og uppbyggingu stjórnsýsl- unnar og starfsemi á einstökum svæðum. Þessi drög verði gerð og kynnt íbúum viðkomandi sveitarfé- laga áður en til atkvæðagreiðslu kemur 20. nóvember næstkomandi." Tillögur um sameiningu sveitarfélaga á Vesturlandi Verði níu í stað 36 áður Níu sveitarfélög á Vesturlandi Tillögur umdæmanefndar um skipan sveitarfélaga Eyrarsveit, 860 Ibúar 1.314 íbúar Stykkishólmsbær Helgafellssveit Hellissandur/RK Dalasýsla, 869 íbúar Saurbæjarhreppur Skarðshreppur Fellsstrandarhr. Hvammshreppur Laxárdalshreppur Haukadalshreppur Suðurdalahreppur 1.881 íbúar Ólafsvíkurkaupstaður Neshreppur utan Ennis Breiðuvikurhreppur Staðarsveit Mýrasýsla, 320 íbúar Hraunhreppur Álttaneshreppur Borgarnes Borgarhreppur Stafholtstungnahreppur Norðurardalshreppur Þverárhlíöarhreppur Hvftársíðuhreppur 599 íbúar 774 íbúar Andakilshreppur Skorradalshreppur Lundarreykiadalshr. Reykholtsdalshr. Leirár- og Melahr. Hálsahreppur Innri-Akraneshreppur Skilamaijpahreppur Hvalfjarðarstrandar. UMDÆMANEFND Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjör- dæmi legg^ur til að í stað 36 sveit- arfélaga í Vesturlandskjördæmi verði þau sameinuð í níu með frá 320 íbúum í því fámennasta í 5.272 í því mannflesta. Unnið hefur ver- ið á annað ár að mótun tillagn- anna og til grundvallar tillögu- gerðinni liggur fjöldi funda með sveitarstjórnarmönnum á svæð- inu, Kosið verður um tillögurnar laugardaginn 20. nóvember næst- komandi. Akraneskaupstaður verður fjöl- mennasta sveitarfélag á svæðinu með 5.272 íbúa. í öðru lagi er gerð tillaga um að sveitarfélög í Borgar- fjarðarsýslu sunnan Skarðsheiðar sameinist í eitt sveitarfélag, þ.e. Hvalfj arðarstrandarhreppur, Skil- mannahreppur, Innri-Akraneshrepp- ur og Leirár- og Melahreppur. Ibúa- tala yrði samtals 599. Þá er einnig gerð tillaga um að sveitarfélög norð- an Skarðsheiðar saméinist í eitt sveitarfélag, þ.e. Andakílshreppur, Skorradalshreppur, Lundarreykj a- dalshreppur, Reykholtsdalshreppur og Hálsahreppur. Ibúatala samtals er 774. Mýrasýsla eitt sveitarfélag Lagt er til að Mýrasýsla verði öll eitt sveitarfélag. Við það sameinast Hvítársíðuhreppur, Þverárhlíð- arhreppur, Stafholtstungnahreppur, Norðurárdalshreppur, Borgarhrepp- ur, Borgarnesbær, Álftaneshreppur og Hraunhreppur. íbúatala samtals yrði 2.587. Á Snæfellsnesi er gert ráð fyrir að fjögur sveitarfélög austast á nes- inu sameinist í eitt, þ.e. Kolbeins- staðahreppur, Eyjarhreppur, Mikla- holtshreppur og Skógarstranda- hreppur. íbúafjöldi samtals er 320. Þá er gert ráð fyrir að fjögur sveitar- félög vestast á nesinu sameinist, þ.e. Staðarsveit, Breiðuvíkurhreppur, Neshreppur utan Ennis og Ólafsvík- urkaupstaður. íbúafjöldi samtals er 1.881. Gert er ráð fyrir að Eyrar- sveit verði áfram sjálfstætt sveitarfé- lag með 320 íbúa og að Helgarfells- sveit sameinist Stykkishólmsbæ með 1.314 íbúa. Þá er gert ráð fyrir að sveitarfélög i Dalasýslu sameinist þannig að Suðurdalahreppur, Haukadalshreppur, Laxárdalshrepp- ur, Hvammshreppur, Fellsstrandar- hreppur, Skarðshreppur og Saurbæj- arhreppur verði eitt sveitarfélag með 869 íbúa. Fram kemur í fréttatilkynningu að í júlí síðastliðnum hafi umdærna- nefndin sent bréf til sveiutarfélaga á svæðinu þar sem beðið var um óskir þeirra varðandi nýskipan sveit- arfélaga og séu tillögur nefndarinnar að verulegu leyti byggðar á svörum sveitarstjórna og iandfræðilegum aðstæðum. í nokkrum tilfellum sé um að ræða frávik frá besta kosti einstakra sveitastjórna en hlutverk nefndarinnar hafi verið að samræma sjónarmið og tengja valkosti saman. Þá kemur fram að nefndin sé reiðu- búin að vinna áfram að kynningu tillagnanna í samráði við sveitar- stjórnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.