Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.09.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1993 Fjómm bjargað þeg- ar hraðbátur sökk „Biðum í sjónum eftir lóðsbátnum,“ segir bátseigandinn FJÓRUM mönnum var bjargað er 18 feta langur hraðbátur af Shetland-gerð, Anna Kristín, sökk skammt frá Hafnarfjarðar- höfn síðdegis í gær. Tveir fullorðnir og tveir unglingar voru um borð og var báturinn á töluverðri ferð undan golfvellinum á Hvaleyri er hann sigldi á rekald í sjónum með þeim afleiðing- um að leki kom að honum. Að sögn Trausta Ö. Lárussonar, eiganda bátsins og eins þeirra sem voru um borð, sökk báturinn utan að stefni hans stóð upp úr sjónum. „Við biðum í sjónum í 15-20 mínútur þar til lóðsbáturinn kom og bjargaði okkur,“ segir Trausti. Bolungarvík Deilt er um frystihúsið DEILA er risin milli forsvars- manna fyrirtækjanna tveggja, sem keyptu eignir þrotabús Ein- ars Guðfinnssonar hf. Eigendur Þurðíðar hf., sem keypti frysti- húsið, deila við eigendur Ósvar- ar um skrifstofubúnað í húsinu. Allir fjórir um borð voru í björg- unarvestum er óhappið varð. Þeim tókst að vekja athygli fólks á golf- vellinum á aðstöðu sinni og var lög- reglunni tilkynnt um óhappið en síðan fór lóðsinn á staðinn, tók fjór- menningana um borð og bátinn í tog. Komu þeir að landi um klukkan hálfsjö og við skoðun var stórt gat á botni bátsins. Mikill slynkur Trausti segir að þeir hafi verið búnir að sigla í rúmlega 15 mínútur er mikill slynkur kom á bátinn þannig að hann reis upp úr sjónum. „Við höfum sennilega siglt á rekald og það var strax ljóst að mikill leki var kominn að bátnum,“ segir hann. „Báturinn seig hratt að aftan og við snerum honum strax upp í land og náðum að sigla þannig í rúma mínútu þar til hann sökk alveg utan að stefnið stóð upp úr. Einn ungl- ingurinn fór upp á stefnið og reyndi að vekja athygli fólks á golfvellinum á okkur en við hinir fórum í sjóinn og héldum okkur í stefnið." Það var ekki bara fólk á golfvell- inum sem varð vart við óhappið heldur einnig tengdasonur Trausta sem var á öðrum stað í bænum. „Við vorum ekki í alvarlegri hættu að ég tel og lóðsinn var kominn til okkar rúmlega kortéri eftir að við fórum í sjóinn. Okkur varð ekkert meint af þessu voiki og ég vil koma á framfæri þakklæti til fólksins sem lét vita af okkur og einnig til lóðs- ins í Hafnarfjarðarhöfn,“ segir Trausti. Morgunblaðið/ Ingvar Heilir á húfi FEÐGARNIR Trausti Ó. Lárusson og Óskar L. Traustason á bryggj- unni í Hafnarfirði eftir að þeim var bjargað á land. Á innfelldu mynd- inni má sjá unglingana sem einnig voru um borð, þá Olaf Má Sig- urðsson og Trausta Guðmundsson. Morgunblaðið/Jón Svavars Að sögn Páls A. Pálssonar skiptastjóra þrotabúsins er verið að kanna hvað fylgdi með í kaup- unum þegar Fiskveiðasjóður keypti eignina af þrotabúinu og síðan hvað fylgdi húsinu þegar sjóðurinn seldi það áfram til Þuríðar. Ekki sé nægilega ljóst hvað fylgdi hús- unum og hafa forsvarsmenn Þuríð- ar ekki viljað hleypa mönnum inn í húsin og taka þaðan hluti án þess að sýna fram á eignarrétt. Forsætisráðherra um fyrirvara Jóhönnu Sigurðardóttur við fjárlagafrumvarp Alþýðuflokkurinn hlýtur að klára þetta á eigin vettvang’i Morgunblaðið/Bjami Arnar í nýju hlutverki ARNAR Gunnlaugsson mun á morgun leika í Evrópukeppni meistara- liða með hollenska liðinu Feyenoord gegn gömlu félögunum sínum í liði Akraness. Leikurinn verður á Laugardalsvelli og myndin var tekin í gær þegar Amar og aðrir liðsmenn Feyenoord komu til landsins. í dag Glæfraakstur um borgina Maður sem talinn var undir áhrif- um amfetamíns stofnaði lífí vegfar- enda í hættu 4 Nýtt met d „Laugaveginum“ Nýtt met var sett á leiðinni milli Þórsmerkur og Landmannalauga um helgina.18 Raymond Burr látinn Leikarinn senji gat sér einkum frægð fyrir að leika Perry Mason er látinn 76 ára að aldri 22 Leiöari_______________________ Friðargjörð í Washington 24 íþróttir ► Islandsmeistaratitillinn í höfn hjá ÍA og FH í Evrópu- keppni. Geir Sveinsson gefur ekki kost á sér í landsliðið. Kínverskar hlaupakonur í sviðsljósinu. JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra gekk á fund Davíðs Oddssonar forsætisráðherra síðdegis í gær til að ræða þá stöðu sem upp er komin innan ríkisstjórnarinnar vegna fyrirvara síns við af- greiðslu fjárlagafrumvarpsins. Davíð sagði í samtali við Morgunblað- ið að engar ákvarðanir hefðu verið teknar á fundinum en hann hefði m.a. tjáð Jóhönnu að sú meginregla ríkti í ríkissljórnarsam- starfi að ráðherrar yrðu að styðja fjárlagafrumvarpið og að á það myndi reyna við atkvæðagreiðslu um frumvarpið á þingi en hins vegar væri æskilegt að það lægi fyrir þegar frumvarpið væri lagt fram. „Við fórum yfir sjónarmið okkar í málinu en fundurinn breytti í sjálfu sér engu,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir. Aðspurður hvort sama óvissa væri um setu Jóhönnu í ríkisstjórn- inni eftir fundinn sagði Davíð að engin breyting hefði orðið þar á. „Ég tel að það muni skýrast innan Alþýðuflokksins, því þetta mál hlýt- ur hann að klára á sínum vett- vangi,“ svaraði hann. Ekki hefur verið ákveðið hvenær þingfiokkur Alþýðuflokksins kemur saman vegna málsins en Jóhanna kvaðst búast við að þetta mál yrði til umræðu á ríkisstjórnarfundi í dag þótt hún gerði ekki ráð fyrir að niðurstaða fengist á honum. Jó- hanna er andvíg því að kostnaður vegna húsaleigubóta verði greiddur með framlögum til félagslega íbúðakerfisins og segir að hún hafi lýst sig reiðubúna að koma með útfærðar tiliögur um hvernig við- bótarfjármögnun yrði háttað ef frumvarpið yrði lagt fram í haust. Hún segist líta svo á að það hafí ekki verið niðurstaða þingflokks Alþýðuflokksins að íjármögnun ætti eingöngu að koma úr félags- lega íbúðakerfinu, eins og sam- Lést í um- ferðarslysi MAÐURINN sem varð fyrir bíl á Bæjarbraut í Garðabæ og lést að- faramótt laugardagsins hét Harald- ur Hinriksson. Hann var 32 ára, fæddur 10. apríl 1961. Hann var ókvæntur og bamlaus, starfaði sem radíóvirki og var búsettur í Sævið- arsundi 33 í Reykjavík. þykkt var í ríkisstjóm á föstudag, enda hafí fulltrúar þingflokksins, Össur Skarphéðinsson, Karl Steinar Guðnason og hún sjálf, kynnt for- sætisráðherra minnisblað þar sem fram komi að fjármögnun verði við það miðuð að viðbótarútgjöld rúm- ist innan þeirra heildarútgjalda sem nú er varið í húsnæðiskostnað úr ríkissjóði. Jón Baldvin Hannibals- Rannveig Guðmundsdóttir, full- trúi Alþýðuflokksins í efriahags- og viðskiptanefnd, var ekki á fundi nefndarinnar í gær en hún er stödd erlends. í yfírlýsingu nefndarinnar segir að fjallað hafi verið um frum- varpið samhliða frumvarpi til laga um gjaldeyrismál, og síðan segir: „Það er sameiginlegur skilningur nefndarinnar að með afgreiðslu frumvarps til laga um innflutning son, formaður flokksins, hefur hins vegar lýst yfír að niðurstaða ríkis- stjómarinnar sé í fullu samræmi við samþykkt þingflokksins um málið. ASÍ og BSRB styðja Jóhönnu Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og Svanhildur Kaaber, for- maður KI, gengu á fund Jóhönnu i gær og sagði Benedikt eftir fund- inn að samkvæmt þeim upplýsing- um sem hann hefði gæti verkalýðs- hreyfingin með engu móti sætt sig við samþykkt ríkisstjómarinnar um húsnæðisbætur. Sagði hann að full- trúar verkalýðshreyfingarinnar styddu sjónarmið Jóhönnu og sagði hugsanlegt að þetta mál hefði áhrif á endurskoðun kjarasamninganna sem fyrir dyrum stæði í haust. hafi engar efnislegar breytingar orðið á heimildum til innflutnings á búvömm. Þannig var málið einnig lagt upp af hálfu viðskiptaráðuneyt- isins, í framsögu ráðherra og grein- argerð með frumvarpinu og við- tölum í nefndinni. Á þessum for- sendum lagði nefndin til að frum- varp til laga um innflutning væri samþykkt og kom það skýrt fram í framsögu fyrir áliti nefndarinnar.“ Yfirlýsing efnahags- og viðskiptanefndar Heimildir til búvöru- innflutnings óbreyttar EFNAHAGS- og viðskiptanefnd Alþingis kom saman til fundar í gær til að ræða ágreining sem risið hefur innan ríkissljórnarinnar um hvort frumvarp til laga um innflutning á síðasta ári hefði rýmkað fyrir heimildir til innflutnings búvöru. Sat fulltrúi viðskiptaráðuneyt- isins, Finnur Sveinbjömsson skrifstofustjóri, fundinn en að honum loknum sendi nefndin frá sér samhyóða yfirlýsingu um að engar efnislegar breytingar hefðu orðið á heimildum til innflutnings á búvöram við afgreiðslu laganna. Gunnlaugur Claessen, ríkislögmað- ur, sagðist í samtali við Morgunblaðið ætla að svara ósk Jóns Bald- vins Hannibalssonar starfandi viðskiptaráðherra um lögfræðiálit vegna innflutningsmálsins í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.