Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993 Samtök olíuríkja samþykkja framleiðslukvóta Olíureikningnr þjóð- arinuar gæti hækkað um 1-1,5 milljarða SAMTÖK olíuútflutningsríkja, OPEC, hafa komið sér saman um framleiðslukvóta á olíu til næstu sex mánaða og hækkaði verð á hráolíu strax á alþjóðlegum mörkuðum. Þórður Friðjónsson, for- stöðumaður Þjóðhagsstofnunar, segir að rætist ýtrustu spár, sem settar hafa verið fram um áhrif samkomulagsins, muni olíureikning- ur þjóðarinnar hækka um 1-1,5 milljarða króna. Á alþjóðlega olíumarkaðnum í London hækkaði Brent-hráolíufatið til afhendingar í nóvember um 69 sent, fór í 17,35 dollara fatið. Með- alverð á Brent-olíu í fyrra var 19,4 dollarar. Gholamreza Aghazadeh, olíumálaráðherra írans, spáir því að hráolíufatið frá OPEC-ríkjunum muni hækka í verði um fjóra doll- ara, það fari í 19-20 dollara. 18% lægra en í fyrra Þórður Friðjónsson benti á að olíuverð á alþjóðlegum mörkuðum hefði verið mun lægra að undan- fömu en reiknað hefði verið með. í september hefði hráolíufatið verið 18% lægra en að meðaltali í fyrra. „Verðið er enn langt frá því að Landhelgisgæslan Þyrlan iiáði í þýskan sjómann ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti í gærkvöldi sjómann af þýska rannsóknarskipinu Frithjof þar sem það var statt skammt vestur af Reykjanesi. Sjómaðurinn slasaðist illa á auga og var óskað eftir aðstoð þyrlunnar við að koma manninum á sjúkrahús. Þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli kl. 21.35 og var sjómaðurinn fluttur á slysadeild Borgarspítalans til rann- sóknar. vera komið í sama horf og það var í fyrra,“ segir Þórður. Fluttar eru inn olíuvörur fyrir um sjö milljarða kr. á ári svo allar verðbreytingar vega þungt í efna- hagsreikningi þjóðarinnar. Þórður segir að margir hafi tekið það inn í sínar áætlanir að olíuverð yrði mun lægra á þessu ári en það var í fyrra. „Lækkun á olíuverði undan- farið hefur auðvitað stuðlað að því að verðbólga hefur orðið minni en ella og sömuleiðis dregið úr við- skiptahallanum. Það munar mikið um olíuna í viðskiptunum við út- lönd. Verði olíuverðshækkunin svo mikil sem þarna er spáð hækkar olíureikningurinn um einn til einn og hálfan milljarð. Þó er rétt að hafa fyrirvara á þessari spá. Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir ekki ráð fyrir svo mikilli olíuverðshækk- un. Einnig er það stór spurning, hvort samkomulag OPEC-ríkjanna haldist," segir Þórður. Olíufélögin hafa ekki tekið neinar ákvarðanir um hækkanir á næst- unni. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Fyrsta síldin til Eyja FYRSTA síldin á þessari vertíð barst til Eyja í gær þegar Sighvatur Bjarnason VE landaði 200 tonnum sem fengust á Breiðdalsgrunni. Sighvatur fékk aflann í þremur köstum og var síldin stór og falleg. Síldin var lögð upp hjá Vinnslustöðinni og hófst vinnsla á henni strax í gær. Var síldin bæði heilfryst og flökuð til frystingar, og var stemmn- ing í Vinnslustöðinni eins og alltafþegar síldin berst á haustin enda taka þá hjól atvinnulífsins verulegan fjörkipp. - Grímur 343 fjöldaupp- sagnir tilkynntar Mun færri en á sama tímaífyrra VINNUMÁLASKRIFSTOFU fé- lagsmálaráðuneytisins var til- kynnt um 343 uppsagnir í sept- embermánuði. í þessari tölu eru eingöngu fjöldauppsagnir en at- vinnurekendum er skylt að til- kynna ráðuneytinu þegar fleiri en fjórum er sagt upp störfum í einu. Að sögn Gunnars Sigurðs- sonar hjá Vinnumálaskrifstof- unni hefur verið mun minna um fjöldauppsagnir í ár en á sama tíma í fyrra. Það sem af er þessu ári hefur verið tilkynnt um 1.772 uppsagnir þar sem fjórum eða fleiri er sagt upp störfum samtímis af sama vinnuveitanda. Á fyrsta ársíjórðungi voru uppsagnir 854, á öðrum árs- fjórðungi 341 og þriðja 577. Að sögn Gunnars Sigurðssonar eru margir endurráðnir strax eftir uppsögn, t.d. þegar breyting verður á rekstrarformi fyrirtækis. Þá verður að tilkynna uppsagnir starfsmanna en það er ekki lagaskylda að til- kynna um endurráðningar. Að sögn Gunnars er um ýmiss konar fyrirtæki að ræða, smærri og stærri, verktakafyrirtæki, verslanir og verksmiðjur. í september voru stærstu fyrirtækin sem sögðu upp Strætisvagnar Reykjavíkur sem ráða alla aftur og Ríkisspítalarnir sem ráða flesta aftur. Síldarútvegsnefnd semur við kaupendur í Svíþjóð og Danmörku Þegar samið um sölu á 30.000 tunnum af síld Tvíkjálka- brotinn eft- ir líkamsárás TVÍTUGUR maður er tvíkjálka- brotinn eftir að tveir menn á líku reki réðust á hann og gengu í skrokk á honum í miðbæ Reykja- víkur aðfaranótt sunnudagsins. Mennirnir þekktust ekki að sögn lögreglu og var árásin án sérstaks aðdraganda eða tilefnis. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús og gekkst þar undir aðgerð vegna tvöfalds kjálkabrots. Árasarmennirnir voru handtekn- ir um nóttina en voru látnir lausir eftir yfirheyrslur. í dag St. Bernharðshvolpar__________ Eigendur sjö vanskapaðra St. Bernharðshvolpa telja sig svikna í viðskiptum 4 Loftmengun Vistkerfinu stafar raunveruleg hætta af loftmengun 23 Komst lifs af Nítján mánaða stúlkubam fannst lifandi eftir 104 tíma undir urð á skjálftasvæði í Indlandi 27 Leiðari Blóðbað í Moskvu 28 SÍLDARÚTVEGSNEFND hefur gengið frá samningum við nokkra af stærstu kaupendum sínum í Svíþjóð og Danmörku um sölu þangað á tæplega 30.000 tunnum af saltsíld. Gunnar Jóakimsson framkvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar segir að fleiri samningar séu í bígerð. Með þessum samningum hefur verið gengið frá sölu á samtals um 50.000 tunnum til Norður- landa því Finnar munu kaupa 20.000 tunnur. Gunnar Jóakimsson segir að áfram sé unnið að samningsumleit- unum við aðra kaupendur í Svíþjóð og Danmörku sem og við kaupend- ur í öðrum markaðslöndum. Muni saltendum verða gerð grein fyrir niðurstöðum þegar þær liggja fyrir. Rúmlega 40.000 tunnur í fyrra í fyrra voru rúmlega 40.000 tunnur seldar til Svíþjóðar og Dan- merkur en ekki tókst að standa við alla þá samninga þar sem svo mik- ið af síldinni fór í bræðslu. Gunnar íþróttir ► Leikið í íjórum húsum á HM í handknattleik 1995. Forföll í fyrsta Evrópuleik íslands í hand- knattleik. Gott gengi Lslensku karlaliðanna í Evrópumótunum. segir að sökum þessa hafi kaupend- ur sett fram mjög ákveðnar kröfur Gert er ráð fyrir að landsfram- leiðslan í ár verði 0,5% meiri en í fyrra en þjóðartekjur eru taldar dragast saman um 1,9% vegna verri viðskiptakjara. Reiknað er með að þjóðarútgjöld verði 3,7% minni á þessu ári en í fyrra. Fjárfesting og einkaneysla eru þeir þættir þjóðar- útgjalda sem minnka milli ára en samneysla eykst nokkuð. í þessu felst, að sögn Þjóðhagsstofnunar, að þjóðarútgjöldin dragast töluvert um afgreiðsluöryggi og að ákveðnar tegundir verði afgreiddar strax í október. „Takist ekki að afgreiða þessa síld á réttum tíma Iiggur fyr- ir að kaupendur muni leita annað og kaup frá íslandi minnka að sama skapi,“ segir Gunnar. Það magn sem liggur á að fá framleitt strax er um 2.500 tunnur af hausskorinni og slógdreginni síld meira saman á þessu ári en þjóðar- tekjurnar og skýrir það hagstæða þróun viðskiptajöfnuðar milli ár- anna 1992 og 1993. 3% verðbólga næsta ár Í þjóðhagsáætluninni kemur fram, að þrátt fyrir að margvíslegir erfiðleikar hafi steðjað að þjóðarbú- skapnum hafi náðst mikilvægur árangur á ýmsum sviðum efnahags- mála. Þar skipti tvennt mestu máli. og um 3.500 tunnur af ferskskorn- um flökum. Af þeim tæplega 50.000 tunnum sem samið hefur verið um eru 30.000 tunnur af hausskorinni og slógdreginni síld og um 20.000 tunnur af ferskskornum flökum. Síldarsöltun er hafin á þremur stöðum á Austfjörðum og þegar er búið að salta í um 3.000 tunnur. Annars vegar að tekist hafi að halda verðbólgu í skefjum og hins vegar að viðunandi jafnvægi sé komið á í viðskiptum við útlönd. Á næsta ári er spáð um 3% verðbólgu hér á landi en 3,9% í Evrópu. Viðskipta- hallinn stefnir í 5,5 milljarða króna á þessu ári og er áætlaður sá sami á næsta ári, en var 12 milljarðar á síðasta ári og 18 milljarðar þar áður. Hins vegar blasa við erfið verk- efni að mati Þjóðhagsstofnunar, einkum á sviði ríkisfjármála og pen- ingamála. Hallinn á ríkissjóði sé meiri en standist til lengdar og mikilvægt sé að na niður raunvöxt- um til að örva atvinnulífið og bæta stöðu skuldugra heimila. í því skyni þurfi að stilla saman ríkisfjármálin og peningamálin þannig að skilyrði skapist fyrir varanlegri lækkun raunvaxta. Þjóðhagsáætlun fyrir næsta ár lögð fram á Alþingi Spáð 2,6% samdrætti í landsframleiðslunni ÞJÓÐHAGSSTOFNUN gerir ráð fyrir 2,6% samdrætti í lands- framleiðslu milli áranna 1993 og 1994. Aðalástæðan fyrir sam- drættinum er niðurskurður á þorskveiðiheimildum. Horfur eru á að hagvöxtur glæðist á árunum 1995 og 1996 og verði 1-2% í hvort skipti. Sú spá byggir meðal annars á því að ekki reyn- ist nauðsynlegt að skerða þorskafla meira en þegar hefur verið ákveðið, samningur um Evrópska efnahagssvæðið fari að skila ávinningi og ástand í efnahagsmálum á alþjóðavettvangi fari batnandi eins og spáð er. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsáætl- un sem lögð var fram á Alþingi í gær. h ► > i ► | * i i i \ L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.