Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993
Samtök olíuríkja samþykkja framleiðslukvóta
Olíureikningnr þjóð-
arinuar gæti hækkað
um 1-1,5 milljarða
SAMTÖK olíuútflutningsríkja, OPEC, hafa komið sér saman um
framleiðslukvóta á olíu til næstu sex mánaða og hækkaði verð á
hráolíu strax á alþjóðlegum mörkuðum. Þórður Friðjónsson, for-
stöðumaður Þjóðhagsstofnunar, segir að rætist ýtrustu spár, sem
settar hafa verið fram um áhrif samkomulagsins, muni olíureikning-
ur þjóðarinnar hækka um 1-1,5 milljarða króna.
Á alþjóðlega olíumarkaðnum í
London hækkaði Brent-hráolíufatið
til afhendingar í nóvember um 69
sent, fór í 17,35 dollara fatið. Með-
alverð á Brent-olíu í fyrra var 19,4
dollarar. Gholamreza Aghazadeh,
olíumálaráðherra írans, spáir því
að hráolíufatið frá OPEC-ríkjunum
muni hækka í verði um fjóra doll-
ara, það fari í 19-20 dollara.
18% lægra en í fyrra
Þórður Friðjónsson benti á að
olíuverð á alþjóðlegum mörkuðum
hefði verið mun lægra að undan-
fömu en reiknað hefði verið með.
í september hefði hráolíufatið verið
18% lægra en að meðaltali í fyrra.
„Verðið er enn langt frá því að
Landhelgisgæslan
Þyrlan iiáði
í þýskan
sjómann
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar
sótti í gærkvöldi sjómann af þýska
rannsóknarskipinu Frithjof þar
sem það var statt skammt vestur
af Reykjanesi.
Sjómaðurinn slasaðist illa á auga
og var óskað eftir aðstoð þyrlunnar
við að koma manninum á sjúkrahús.
Þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli
kl. 21.35 og var sjómaðurinn fluttur
á slysadeild Borgarspítalans til rann-
sóknar.
vera komið í sama horf og það var
í fyrra,“ segir Þórður.
Fluttar eru inn olíuvörur fyrir
um sjö milljarða kr. á ári svo allar
verðbreytingar vega þungt í efna-
hagsreikningi þjóðarinnar. Þórður
segir að margir hafi tekið það inn
í sínar áætlanir að olíuverð yrði
mun lægra á þessu ári en það var
í fyrra. „Lækkun á olíuverði undan-
farið hefur auðvitað stuðlað að því
að verðbólga hefur orðið minni en
ella og sömuleiðis dregið úr við-
skiptahallanum. Það munar mikið
um olíuna í viðskiptunum við út-
lönd. Verði olíuverðshækkunin svo
mikil sem þarna er spáð hækkar
olíureikningurinn um einn til einn
og hálfan milljarð. Þó er rétt að
hafa fyrirvara á þessari spá. Al-
þjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir ekki
ráð fyrir svo mikilli olíuverðshækk-
un. Einnig er það stór spurning,
hvort samkomulag OPEC-ríkjanna
haldist," segir Þórður.
Olíufélögin hafa ekki tekið neinar
ákvarðanir um hækkanir á næst-
unni.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Fyrsta síldin til Eyja
FYRSTA síldin á þessari vertíð barst til Eyja í gær þegar Sighvatur
Bjarnason VE landaði 200 tonnum sem fengust á Breiðdalsgrunni.
Sighvatur fékk aflann í þremur köstum og var síldin stór og falleg.
Síldin var lögð upp hjá Vinnslustöðinni og hófst vinnsla á henni strax
í gær. Var síldin bæði heilfryst og flökuð til frystingar, og var stemmn-
ing í Vinnslustöðinni eins og alltafþegar síldin berst á haustin enda
taka þá hjól atvinnulífsins verulegan fjörkipp.
- Grímur
343 fjöldaupp-
sagnir tilkynntar
Mun færri
en á sama
tímaífyrra
VINNUMÁLASKRIFSTOFU fé-
lagsmálaráðuneytisins var til-
kynnt um 343 uppsagnir í sept-
embermánuði. í þessari tölu eru
eingöngu fjöldauppsagnir en at-
vinnurekendum er skylt að til-
kynna ráðuneytinu þegar fleiri
en fjórum er sagt upp störfum í
einu. Að sögn Gunnars Sigurðs-
sonar hjá Vinnumálaskrifstof-
unni hefur verið mun minna um
fjöldauppsagnir í ár en á sama
tíma í fyrra.
Það sem af er þessu ári hefur
verið tilkynnt um 1.772 uppsagnir
þar sem fjórum eða fleiri er sagt
upp störfum samtímis af sama
vinnuveitanda. Á fyrsta ársíjórðungi
voru uppsagnir 854, á öðrum árs-
fjórðungi 341 og þriðja 577.
Að sögn Gunnars Sigurðssonar
eru margir endurráðnir strax eftir
uppsögn, t.d. þegar breyting verður
á rekstrarformi fyrirtækis. Þá verður
að tilkynna uppsagnir starfsmanna
en það er ekki lagaskylda að til-
kynna um endurráðningar.
Að sögn Gunnars er um ýmiss
konar fyrirtæki að ræða, smærri og
stærri, verktakafyrirtæki, verslanir
og verksmiðjur. í september voru
stærstu fyrirtækin sem sögðu upp
Strætisvagnar Reykjavíkur sem ráða
alla aftur og Ríkisspítalarnir sem
ráða flesta aftur.
Síldarútvegsnefnd semur við kaupendur í Svíþjóð og Danmörku
Þegar samið um sölu á
30.000 tunnum af síld
Tvíkjálka-
brotinn eft-
ir líkamsárás
TVÍTUGUR maður er tvíkjálka-
brotinn eftir að tveir menn á líku
reki réðust á hann og gengu í
skrokk á honum í miðbæ Reykja-
víkur aðfaranótt sunnudagsins.
Mennirnir þekktust ekki að sögn
lögreglu og var árásin án sérstaks
aðdraganda eða tilefnis.
Maðurinn var fluttur á sjúkrahús
og gekkst þar undir aðgerð vegna
tvöfalds kjálkabrots.
Árasarmennirnir voru handtekn-
ir um nóttina en voru látnir lausir
eftir yfirheyrslur.
í dag
St. Bernharðshvolpar__________
Eigendur sjö vanskapaðra St.
Bernharðshvolpa telja sig svikna í
viðskiptum 4
Loftmengun
Vistkerfinu stafar raunveruleg
hætta af loftmengun 23
Komst lifs af
Nítján mánaða stúlkubam fannst
lifandi eftir 104 tíma undir urð á
skjálftasvæði í Indlandi 27
Leiðari
Blóðbað í Moskvu 28
SÍLDARÚTVEGSNEFND hefur gengið frá samningum við
nokkra af stærstu kaupendum sínum í Svíþjóð og Danmörku
um sölu þangað á tæplega 30.000 tunnum af saltsíld. Gunnar
Jóakimsson framkvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar segir að
fleiri samningar séu í bígerð. Með þessum samningum hefur
verið gengið frá sölu á samtals um 50.000 tunnum til Norður-
landa því Finnar munu kaupa 20.000 tunnur.
Gunnar Jóakimsson segir að
áfram sé unnið að samningsumleit-
unum við aðra kaupendur í Svíþjóð
og Danmörku sem og við kaupend-
ur í öðrum markaðslöndum. Muni
saltendum verða gerð grein fyrir
niðurstöðum þegar þær liggja fyrir.
Rúmlega 40.000 tunnur í fyrra
í fyrra voru rúmlega 40.000
tunnur seldar til Svíþjóðar og Dan-
merkur en ekki tókst að standa við
alla þá samninga þar sem svo mik-
ið af síldinni fór í bræðslu. Gunnar
íþróttir
► Leikið í íjórum húsum á HM
í handknattleik 1995. Forföll í
fyrsta Evrópuleik íslands í hand-
knattleik. Gott gengi Lslensku
karlaliðanna í Evrópumótunum.
segir að sökum þessa hafi kaupend-
ur sett fram mjög ákveðnar kröfur
Gert er ráð fyrir að landsfram-
leiðslan í ár verði 0,5% meiri en í
fyrra en þjóðartekjur eru taldar
dragast saman um 1,9% vegna verri
viðskiptakjara. Reiknað er með að
þjóðarútgjöld verði 3,7% minni á
þessu ári en í fyrra. Fjárfesting og
einkaneysla eru þeir þættir þjóðar-
útgjalda sem minnka milli ára en
samneysla eykst nokkuð. í þessu
felst, að sögn Þjóðhagsstofnunar,
að þjóðarútgjöldin dragast töluvert
um afgreiðsluöryggi og að ákveðnar
tegundir verði afgreiddar strax í
október. „Takist ekki að afgreiða
þessa síld á réttum tíma Iiggur fyr-
ir að kaupendur muni leita annað
og kaup frá íslandi minnka að sama
skapi,“ segir Gunnar.
Það magn sem liggur á að fá
framleitt strax er um 2.500 tunnur
af hausskorinni og slógdreginni síld
meira saman á þessu ári en þjóðar-
tekjurnar og skýrir það hagstæða
þróun viðskiptajöfnuðar milli ár-
anna 1992 og 1993.
3% verðbólga næsta ár
Í þjóðhagsáætluninni kemur
fram, að þrátt fyrir að margvíslegir
erfiðleikar hafi steðjað að þjóðarbú-
skapnum hafi náðst mikilvægur
árangur á ýmsum sviðum efnahags-
mála. Þar skipti tvennt mestu máli.
og um 3.500 tunnur af ferskskorn-
um flökum. Af þeim tæplega 50.000
tunnum sem samið hefur verið um
eru 30.000 tunnur af hausskorinni
og slógdreginni síld og um 20.000
tunnur af ferskskornum flökum.
Síldarsöltun er hafin á þremur
stöðum á Austfjörðum og þegar er
búið að salta í um 3.000 tunnur.
Annars vegar að tekist hafi að halda
verðbólgu í skefjum og hins vegar
að viðunandi jafnvægi sé komið á
í viðskiptum við útlönd. Á næsta
ári er spáð um 3% verðbólgu hér á
landi en 3,9% í Evrópu. Viðskipta-
hallinn stefnir í 5,5 milljarða króna
á þessu ári og er áætlaður sá sami
á næsta ári, en var 12 milljarðar á
síðasta ári og 18 milljarðar þar
áður.
Hins vegar blasa við erfið verk-
efni að mati Þjóðhagsstofnunar,
einkum á sviði ríkisfjármála og pen-
ingamála. Hallinn á ríkissjóði sé
meiri en standist til lengdar og
mikilvægt sé að na niður raunvöxt-
um til að örva atvinnulífið og bæta
stöðu skuldugra heimila. í því skyni
þurfi að stilla saman ríkisfjármálin
og peningamálin þannig að skilyrði
skapist fyrir varanlegri lækkun
raunvaxta.
Þjóðhagsáætlun fyrir næsta ár lögð fram á Alþingi
Spáð 2,6% samdrætti
í landsframleiðslunni
ÞJÓÐHAGSSTOFNUN gerir ráð fyrir 2,6% samdrætti í lands-
framleiðslu milli áranna 1993 og 1994. Aðalástæðan fyrir sam-
drættinum er niðurskurður á þorskveiðiheimildum. Horfur eru
á að hagvöxtur glæðist á árunum 1995 og 1996 og verði 1-2%
í hvort skipti. Sú spá byggir meðal annars á því að ekki reyn-
ist nauðsynlegt að skerða þorskafla meira en þegar hefur verið
ákveðið, samningur um Evrópska efnahagssvæðið fari að skila
ávinningi og ástand í efnahagsmálum á alþjóðavettvangi fari
batnandi eins og spáð er. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsáætl-
un sem lögð var fram á Alþingi í gær.
h
►
>
i
►
|
*
i
i
i
\
L