Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993 2. Páll Gíslason for- maður félags nor- rænna skurðlækna NORRÆNA skurðlæknafélagið varð 100 ára á þessu ári og var þess minnst með hátíðarstefnu í Kaupmannahöfn í sumar. Næsta ráðstefna verður haldin í Reykja- vík 7.-10. júní 1995. Páll Gíslason yfirlæknir verður forseti félags- ins næstu tvö árin. Samtök norrænna skurðlækna eru með elstu slíkum samtökum í heim- inum. Vegna 100 ára afmælisins var haldin sérlega veglegt þing í Kaup- mannahöfn í sumar og þess minnst með Ijölmennu þingi, þar sem mættu 650 skurðlæknar frá Norðurlöndum ásamt ijölda gesta annars staðar að. Margir þeirra héldu sérstaka fyrir- lestra, sem settu svip á þingið. Þarna komu fram margar nýjung- ar í skurðlækningum, svo sem í sam- bandi við brjótakrabbamein, spegl- anaaðgerðir í kviðarholi, lokanir á slagæðum, nýjungar í meðferð kvið- slits, blöðruhálsaðgerðir svo nokkuð sé nefnt. En farið var yfir flest svið skurðlækninga á 47 fundum, sem haldnir voru á fjórum dögum, oft 3-4 fundir samtímis. Meðlimir skurðlækafélagsins eru nú um 5.000. Starfandi eru 7 undir- nefndir, sem halda námskeið hver á sínu sviði; ætluð öllum skurðlækn- um, svo að starfið í heild er mjög umsvifamikið. Undir lok þingsins i Kaupmanna- höfn var kosin ný stjórn samtak- Norrænn fræð- ingur heldur fyrirlestur DR. PREBEN Meulengracht Sor- ensen, kennari í norrænum fræð- um við Háskólann í Arósum flytur opinberan fyrirlestur í boði heim- spekideildar Háskóla íslands mið- vikudaginn 6. október kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn ber heitið Hvort grætr þú nú, Skarphéðinn? - Om form og etik i islændingesagaerne. Hann verð- ur fluttur á dönsku. Preben Meulengracht Sorensen var sendikennari í dönsku við Há- skóla íslands 1966-1970. Hann hef- ur síðan verið kennari við Árósarhá- skóla en einnig starfað við rannsókn- ir og kennslu við háskólana í Óð- insvéum, Osló og Kaliforníuháskóla í Berkeley. Nýlega hefur hann verið skipaður prófessor í norrænum fræð- um við Óslólarháskóla og tekur við því embætti 1. janúar nk. Hann dvelst nú um mánaðartíma sem gi- stikennari við Heimspekideild. anna. Var Páll Gíslason yfirlæknir á Landspítalanum kosinn forseti fé- lagsins til tveggja ára, en auk hans sitja í stjórn einn fulltrúi frá hvetju landi. Frá íslandi er það formaður Skurðlæknafélags íslands, Sigurður Þorvaldsson læknir á Borgarspítala, en Sigurgeir Kjartansson læknir á Landakotsspítala er varamaður hans. Næsta ráðstefna félagsins verður í Reykjavík 7.-10. júní 1995 og eru íslenskir læknar þegar farnir að undirbúa þá ráðstefnu, sem hjaldin verður í Háskólabíói. Reiknáð er með um 700 þátttakendum. Hefur ýms- um heimsfrægum skurðlæknum þegar verið boðið að halda þar erindi. Kjarvalsmálverk afhent Morgunblaðið/Þorkell MÁLVERK eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval var fært Kjarvalsstöðum að gjöf fimmtudaginn 30. september Verkið er dánargjöf Helga Þorkelssonar, húsasmíðameistara og húsvarðar í Kennaraháskólanum, en hann lés nýlega. Verkið er olíumálverk frá 1950, 85x115 sm að stærð og sýnir afmælisblóm er færð voru Kjarval á 6í ára afmæli hans með Esju og sundin í baksýn. Hulda Valtýsdóttir, formaður menningarmáianefndar Reykjavík ur, tók við verkinu fyrir hönd Kjarvalsstaða en Guðmundur Þorkelsson bróðir Helga afhenti. Stœrðir 50 — 100 mm. Lengd rúllu 50 mtr. M Tilvalið þar sem rœsa þarf fram land. Vara sem vinnur með þér, auðveld í meðhöndlun. ^ 'ATNS VIRKlNN HF. Ij V ARMULA 21 SIMAR 686455 - 685966 W FAX 91-687748
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.