Morgunblaðið - 05.10.1993, Side 25

Morgunblaðið - 05.10.1993, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993 2. Páll Gíslason for- maður félags nor- rænna skurðlækna NORRÆNA skurðlæknafélagið varð 100 ára á þessu ári og var þess minnst með hátíðarstefnu í Kaupmannahöfn í sumar. Næsta ráðstefna verður haldin í Reykja- vík 7.-10. júní 1995. Páll Gíslason yfirlæknir verður forseti félags- ins næstu tvö árin. Samtök norrænna skurðlækna eru með elstu slíkum samtökum í heim- inum. Vegna 100 ára afmælisins var haldin sérlega veglegt þing í Kaup- mannahöfn í sumar og þess minnst með Ijölmennu þingi, þar sem mættu 650 skurðlæknar frá Norðurlöndum ásamt ijölda gesta annars staðar að. Margir þeirra héldu sérstaka fyrir- lestra, sem settu svip á þingið. Þarna komu fram margar nýjung- ar í skurðlækningum, svo sem í sam- bandi við brjótakrabbamein, spegl- anaaðgerðir í kviðarholi, lokanir á slagæðum, nýjungar í meðferð kvið- slits, blöðruhálsaðgerðir svo nokkuð sé nefnt. En farið var yfir flest svið skurðlækninga á 47 fundum, sem haldnir voru á fjórum dögum, oft 3-4 fundir samtímis. Meðlimir skurðlækafélagsins eru nú um 5.000. Starfandi eru 7 undir- nefndir, sem halda námskeið hver á sínu sviði; ætluð öllum skurðlækn- um, svo að starfið í heild er mjög umsvifamikið. Undir lok þingsins i Kaupmanna- höfn var kosin ný stjórn samtak- Norrænn fræð- ingur heldur fyrirlestur DR. PREBEN Meulengracht Sor- ensen, kennari í norrænum fræð- um við Háskólann í Arósum flytur opinberan fyrirlestur í boði heim- spekideildar Háskóla íslands mið- vikudaginn 6. október kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn ber heitið Hvort grætr þú nú, Skarphéðinn? - Om form og etik i islændingesagaerne. Hann verð- ur fluttur á dönsku. Preben Meulengracht Sorensen var sendikennari í dönsku við Há- skóla íslands 1966-1970. Hann hef- ur síðan verið kennari við Árósarhá- skóla en einnig starfað við rannsókn- ir og kennslu við háskólana í Óð- insvéum, Osló og Kaliforníuháskóla í Berkeley. Nýlega hefur hann verið skipaður prófessor í norrænum fræð- um við Óslólarháskóla og tekur við því embætti 1. janúar nk. Hann dvelst nú um mánaðartíma sem gi- stikennari við Heimspekideild. anna. Var Páll Gíslason yfirlæknir á Landspítalanum kosinn forseti fé- lagsins til tveggja ára, en auk hans sitja í stjórn einn fulltrúi frá hvetju landi. Frá íslandi er það formaður Skurðlæknafélags íslands, Sigurður Þorvaldsson læknir á Borgarspítala, en Sigurgeir Kjartansson læknir á Landakotsspítala er varamaður hans. Næsta ráðstefna félagsins verður í Reykjavík 7.-10. júní 1995 og eru íslenskir læknar þegar farnir að undirbúa þá ráðstefnu, sem hjaldin verður í Háskólabíói. Reiknáð er með um 700 þátttakendum. Hefur ýms- um heimsfrægum skurðlæknum þegar verið boðið að halda þar erindi. Kjarvalsmálverk afhent Morgunblaðið/Þorkell MÁLVERK eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval var fært Kjarvalsstöðum að gjöf fimmtudaginn 30. september Verkið er dánargjöf Helga Þorkelssonar, húsasmíðameistara og húsvarðar í Kennaraháskólanum, en hann lés nýlega. Verkið er olíumálverk frá 1950, 85x115 sm að stærð og sýnir afmælisblóm er færð voru Kjarval á 6í ára afmæli hans með Esju og sundin í baksýn. Hulda Valtýsdóttir, formaður menningarmáianefndar Reykjavík ur, tók við verkinu fyrir hönd Kjarvalsstaða en Guðmundur Þorkelsson bróðir Helga afhenti. Stœrðir 50 — 100 mm. Lengd rúllu 50 mtr. M Tilvalið þar sem rœsa þarf fram land. Vara sem vinnur með þér, auðveld í meðhöndlun. ^ 'ATNS VIRKlNN HF. Ij V ARMULA 21 SIMAR 686455 - 685966 W FAX 91-687748

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.