Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993
Pétur Ingi Þorgils-
son - Minning
Fæddur 13. janúar 1973
Dáinn 26. september 1993
Reiðarslag. Fréttin um að dreng-
urinn okkar ijúfi, augasteinninn
minn, hefði látist um nóttina af slys-
förum. Þetta var allt svo ótrúlegt,
hann var sólargeisli og gleðigjafi
allra sem til hans þekktu.
Pétur Ingi var svo innilega
ánægður í haust þegar hann fékk
inngöngu í Myndlista- og handíða-
skóla íslands en þangað hafði hug-
ur hans stefnt frá unga aldri. Hann
hafði svo mikla hæfileika á því sviði,
svo og í músík, en fór þó í mennta-
skóla í nokkur ár.
Pétur Ingi var ljós yfirlitum og
alltaf stutt í brosið hans, ailtaf var
hann tilbúinn að hjálpa mér þegar
á þurfti að halda. Þegar ég fékk
þessa harmafregn kom fyrst í huga
minn máltækið: „Þeir sem guðirnir
elska deyja ungir.“ Hann var svo
góður drengur á allan hátt.
Nú þegar þessi ungi vinur er
farinn yfir móðuna miklu trúi ég
því og vona að hann taki þar fyrst-
ur á móti okkur þegar þar að kemur.
Við hjónin og Þorgils faðir hans
kveðjum nú vininn okkar hinstu
kveðju og erum þakklát fyrir að
hafa fengið að hafa hann hjá okkur
í þessi 20 ár, sem aldrei féll skuggi
á. _
Aslaugu ömmu hans, sem ól hann
upp, Sólveigu móður hans og öðrum
ættingjum sendum við innilegar
samúðarkveðjur og biðjum guð að
styrkja okkur öll í sorginni.
Hvíl í friði, kæri drengur, blessuð
veri minning þín.
Rakel amma.
Pétur frændi minn er dáinn. Þeg-
ar mamma sagði mér það vildi ég
ekki trúa því. Það var svo óraun-
verulegt. Pétur og amma höfðu
verið í matarboði hjá okkur kvöldið
áður þar sem við áttum skemmtileg-
ar stundir saman. Það var alltaf svo
gaman að hitta hann því hann gat
alltaf komið manni í gott skap.
Ég leit alltaf upp til Péturs og
var stolt af þvl að vera frænka
hans. Hann var svo æðisleg per-
sóna, með mikla hæfileika, góð-
hjartaður og skemmtilegur. Mér
fannst alltaf svo gaman þegar fjöl-
skyldan hittist og gerði éitthvað
saman. Þá var Pétur hrókur alls
fagnaðar. Það sem honum datt ekki
í hug. Til dæmis í fermingunni
minni, þar sem allir voru svo fínir
og formlegir, fékk hann alla með
sér til að spila „ömmu gömlu“ en
hann breytti spilinu í algjöra þeysi-
vitleysu. Eftir smá stund vorum við
öll farin að hlaupa um salinn, í
sparifötunum og þjónustufólkið
horfði á okkur undrandi. Það hafði
örugglega ekki séð svona skrítna
fermingarveislu áður.
Ég mun alltaf minnast Péturs
sem besta frænda í heimi. Ég bið
góðan Guð að vera hjá fjölskyld-
unni og öllum sem þekktu hann.
Gunnhildur systir vill þakka Pétri
fyrir góðar stundir og geymir minn-
inguna um hann í hjarta sínu.
Anika Böðvarsdóttir.
Ég get ekki líst því hvernig mér
leið þegar mér var sagt að Pétur
elsku besti frændi minn væri dáinn,
bara dáinn og ég sem hafði séð
hann „í gær“. Hann var svo ungur
og svo spes. Ég hef þekkt hann
síðan ég man eftir mér og ég dýrk-
aði hann alltaf. Hann var ein af
þeim fáu persónum sem eiga engan
sinn líka. Hann gat fengið hinar
furðulegustu hugmyndir og var
mikill hugsjónamaður, honum
fannst t.d. að maður ætti að hvíla
sig eftir hveija máltið í minnst
klukkustund og pæla í því hvernig
maturinn meltist.
Ég man einu sinni þegar ég var
yngri eða svona tíu ára og Pétur
var 16 þegar fjölskyldan leigði sum-
arbústað í Húsafelli og eina nóttina
áttum við að sofa í sama herbergi.
Þá vorum við að kjafta um allt
mögulegt og þá mest um hið yfir-
náttúrulega, anda og svoleiðis sem
við bæði trúðum sterkt á.
Það var alltaf gaman að hitta,
sjá og tala við Pétur frænda og ég
á eftir að sakna hans ólýsanlega,
ég á ekkert nema góðar minningar
um hann sem voru skemmtilegar
áður, en eru sorglegar nú. Pétur
hélt það væru margir heimar bæði
betri og verri en þessi hér. Ég vona
svo heitt að hann sé í langbesta
heiminum núna að gera allt sem
hann langar til. Ég valdi handa
honum ljóð úr kvæðasafni Steins
Steinarr sem mér finnst fallegt.
í gulu sólskini gekk ég
um götur og torg
og gróandans barkandi angan
barst mér að vitum.
Sál mín var hljóð og dimm
eins og djúpur brunnur,
og hönd mín var hvít og tærð.
Og ég sem þekkti ekki mismun
á hamingju og harmi,
horfði með söknuði og trega
á eitthvað, sem ekki er til.
Ég votta öllum innilega samúð
mína því ég veit að allir sem þekktu
hann elska hann svo mikið að ég
bið einhvern heilagan anda að
styrkja móður hans og föður og
ömmu okkar sem ól hann upp eins
og son sinn og var alltaf svo góð
\dð hann.
Aslaug Perla Kristjónsdóttir.
Þegar mamma sagði mér að Pét-
ur frændi minn væri dáinn var sem
tíminn stæði kyrr. Síðan braust
fram í mér ofsaleg reiði og óbærileg
sorg. En lífíð heldur áfram og það
sem heldur mér gangandi er það
hvað Pétur elskaði lífið og mat það
mikils og ég veit að hann hefði vilj-
að að við tækjum gleði okkar á ný.
Þegar fólk reynir að hughreysta
mig segir það mér að hugsa um
góðu stundimar, en það er það
kostulega við það að ég á eingöngu
góðar minningar um Pétur. Það var
til dæmis aldrei hægt að rífast við
hann því að hann gerði alltaf gott
úr öllum hlutum. Aldrei heyrði ég
hann tala illa um nokkrun mann
mann og leit hann á alla sem jafn-
ingja. Það er eiginleiki sem fáum
er gefínn.
Pétur var góður vinur og mér
leið alltaf vel í návist hans. En
hann hafði aðdráttarafl á fleiri en
mig enda hópuðust vinir að honum
úr öllum áttum og allir vildu eiga
eitthvað í honum. Það var eins og
hann drægi allt það besta fram í
fólki.
Pétur var ótrúlega hæfíleikaríkur
og virtist geta gert allt sem hann
langaði til. Hann var frábær tónlist-
armaður, gerði yndislegustu myndir
sem báru vitni um þolinmæði og
vandvirkni og einnig var hann góð-
ur í íþróttum og svona mætti lengi
telja.
Þrátt fyrir að hann ætti marga
góða vini og mörg áhugamál, gaf
hann sér alltaf tíma til þess að vera
með fjölskyldunni. Ég á margar
skemmtilegar minningar frá því
þegar við vorum saman í fjölskyldu-
boðum, afmælum eða útilegum því
að þá var alltaf fundið upp á ein-
hveiju spennandi og fjörugu að
gera. Hinir venjulegustu leikir gátu
snúist upp í hreinustu ævintýri þeg-
ar Pétur var nálægt.
Ég er þakklát fyrir að hafa þekkt
hann í þessi tuttugu ár sem hann
lifði og mun varðveita minninguna
um einstakan frænda og góðan vin
í hjarta mínu um alla eilífð.
Brynja Böðvarsdóttir.
Pétur frændi minn er látinn.
Þakklæti, gæska, kímnigáfa og
ekki síst hæfíleikar í mynd- og tón-
list, allt þetta einkenndi þennan ein-
staka persónuleika. Á barnsárum
mínum í Lúxemborg var það ávallt
hið mesta tilhlökkunarefni að fá
Pétur í heimsókn, enda var hann
mér alltaf sem stóri bróðir.
Frá því að hann var smá polli
hafði hann teiknað og málað, og
hóf hann nám við Myndlista- og
handíðaskóla íslands í haust. Ungur
byijaði hann að læra á fiðlu, en
snemma fékk hann til tilhneigingu
að þurfa að semja tónlist. Síðustu
ár var hann búinn að ná ágætis
tökum á píanó- og gítarleik. Lögin
hans voru orðin óteljandi mörg og
sama gildir um málverk og teikni-
myndasögur hans. Það er mér mik-
ill heiður að hafa fengið að spila
með honum. Dáður var hann af
flestum sem þekktu hann. Hann var
vinamargur og á árunum hans í
Menntaskólanum í Reykjavík var
Pétur þekktur af skólafélögunvfyr-
ir að hafa verið hinn hressasti og
skemmtilegasti.
Árin hans í þessum heimi voru
ekki mörg og þess vegna spyr mað-
ur sig af hveiju hann þurfti að fara
svona snemma einmitt þegar skort-
ur er á fólki eins og Pétri. Ég veit
ekki hvort maður á að sturlast af
reiði eða deyja úr sorg þegar svona
ber til. Pétur var hið mesta ljúf-
menni og átti hann auðvelt með að
gleðja alla. Ég missti meira en bara
frænda, heldur missti ég einnig vin.
Kynni mín af Pétri munu ávallt
verða mér dýrmæt. Ég er honum
þakklátur fýrir allar þær stundir
sem við áttum saman. Mér reynist
erfítt að sætta mig við það að við
áttum enn svo margt ógert saman.
Þinn frændi Egill (Mummi).
Ég varð harmi slegin þegar móð-
ir Péturs hringdi til mín sunnudag-
inn 26. september og sagði mér að
Pétur frændi hefði látist af slysför-
um þá um morguninn. Hún var að
undirbúa afmælisveislu þennan
'sama dag fyrir dóttur sína, Elísa-
betu, systur Péturs.
Það er skammt stórra högga á
milli. Fyrir aðeins tæpum tveimur
mánuðum bar Pétur móðursystur
sína, Aniku systur mína, til grafar.
Pétur var mjög sérstakur per-
sónuleiki, viðkvæmur og næmur.
Þegar hann sökkti sér niður í eitt-
hvert af mörgum verkefnum sem
hann vann að þá hvarf hann inn í
sjálfan sig. Stundum fannst mér
hann ekki vera af þessum heimi.
Pétur var ótrúlega hugmyndarík-
ur og óvenju hæfileikamikill. Hafði
t.d. mikla tónlistarhæfíleika. Þótt
hann ætti ekki mörg ár að baki
hafði hann samið tugi fallegra laga
og texta. Pétur og Krissi, vinur
hans, áttu t.d. fimm lög á þremur
árshátíðarplötum MR sem komu út
síðustu tvö til þijú árin. Þeir sömdu
fjögur þeirra saman og Pétur eitt
þeirra einn. Þeir sömdu líka tónlist-
ina við leikritið Drekann sem leik-
hópurinn Herrranótt setti upp sl.
vetur.
Pétur var einnig frábær teiknari.
Aðeins 12 ára gömlum var honum
fengið það verkefni að myndskreyta
hljómplötu sem Melaskóli gaf út til
minningar um Magnús Pétursson
tónmenntakennara. Þá var Pétur
nemandi í Melaskóla. Síðastliðið vor
myndskreytti hann Faunu MR og
teiknaði rúmlega 20 af nemendum
skólans sem þá útskrifðust, alveg
frábærlega vel gerðar myndir.
Ég samgladdist Pétri innilega
þegar hann fékk inngöngu í Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands núna
í haust. Við áttum margar og lang-
ar samræður saman um skólann.
Ég útskrifaðist sjálf úr þeim skóla
fyrir mörgum árum. Pétur var mjög
ánægður í skólanum og tók námið
alvarlega.
Það er sama hvort Pétur hefði
lagt fyrir sig tónlistina eða mynd-
listina eða hvort tveggja, hann hefði
alltaf náð langt. Hvers vegna var
góður, hæfileikaríkur, ungur dreng-
ur látinn deyja? Hvar er guð?
Kannski hvergi, nema ef þetta
skyldi flokkast undir græðgi guð-
anna, samanber gamla máltækið:
Þeir sem guðirnir elska deyja ungir.
Tilhneiging er til að setja fólk á
stall að því látnu, en Pétur átti
engan sinn líka lifandi og látinn.
Mér fannst ég alltaf eiga smá-
part í Pétri og á mjög erfitt með
að kyngja því að hann sé dáinn.
Ég vona að Anika systir taki á
móti honum. Ef eitthvað þannig er
til veit ég að hún tekur á móti hon-
um opnum örmum.
Gerður Berndsen.
Ég vaknaði við það sunnudaginn
26. september að mamma var há-
grátandi að tala í símann. Ég þaut
fram og fékk þær hræðilegu fréttir
að Pétur frændi minn væri dáinn.
Ég get ekki lýst reiði minni og sorg
yfir því að eiga aldrei eftir að hitta
hann aftur. Pétur var aðeins tvítug-
ur og á leið út í lífíð, nýbyrjaður í
Myndlista- og handíðaskóla Islands
þar sem honum gekk mjög vel og
var virkilega ánægður, enda mikill
listamaður.
Pétur var einstök manneskja og
öllum þótti vænt um hann sem
kynntust honum. Hann talaði aldrei
illa um neinn mann og kom öllum
í gott skap því hann var svo
skemmtilegur og fyndinn og hafði
svo einstaklega fijótt ímyndunar-
afl. Pétur var einnig mjög hæfí-
leikaríkur, bæði á sviði myndlistar
og tónlistar og þeir sem þekktu
hann voru vissir um að hann ætti
eftir að verða eitthvað merkur á
öðru, ef ekki báðum sviðum.
Við Pétur höfum alltaf umgeng-
ist hvort annað mikið bæði í gegn-
um fjölskylduna og einnig vegna
þess að við áttum sameiginlega vini
og kunningja. Við ólumst bæði upp
í Vesturbænum og óhjákvæmilega
kynntumst við sama fólkinu.
Pétur var sú albesta manneskja
sem ég hef nokkum tíma kynnst
og ég á ofboðslega erfítt með að
ímynda mér tilveruna án hans. Ég
sakna hans meira en orð fá lýst.
Hví var þessi beður búinn
barnið kæra, þér svo skjótt?
Svar af himni heyrir trúin
hljóma gegnum dauðans nótt.
Það er kveðjan: „Kom til mín!“
Kristur tók þig heim til sín.
Þú ert blessaður hans í höndum,
hólpin sál með ljóssins öndum.
(B. Halld.)
Ragnheiður Margrét
Kristjónsdóttir.
Elskulegur frændi minn, hann
Pétur Ingi, er dáinn. Þessi missir
er eins og hnífsstunga í hjartað.
Ég Ieit upp til hans og var hann
mér eins og stóri bróðir.
Afar minnisstætt er mér sumarið
1982 þegar við fjölskyldan bjuggum
úti í Lúxemborg og hann og amma
okkar voru eins og svo oft áður hjá
okkur. Pétur var algjört náttúru-
barn sem var alltaf með eitthvað á
pijónunum. Ekkert tré var of hátt
fyrir hann og margoft reyndi hann
að fara á bak á beljunum sem voru
í haganum við hliðina á húsinu
okkar.
Eins atviks vil ég minnast sem
er gott dæmi um hve hugmyndarík-
ur hann var. Það var þannig að
foreldrar mínir létu okkur í umsjá
ömmu eitt kvöldið. Við vorum kom-
in í háttinn og áttum að fara að
sofa. Þá fékk Pétur þá frábæru
hugmynd að við færum út í myrkr-
ið í eitthvert ævintýri. Við vissum
að amma myndi aldrei leyfa okkur
slíkt, svo að Pétur setti snældu í
kasettutækið og lét okkur systkinin
tala inn á hana. Að því loknu spól-
aði hann til baka og lét hana spila.
Síðan læddumst við öll út á sokka-
leistunum. Litlu síðar átti amma
erindi inn í herbergið og þá komst
upp um okkur.
Oft vorum við tvö að velta því
fyrir okkur hvernig lífið yrði eftir
dauðann. Það sorglega er að hann
fékk svar við því allt of snemma.
Pétur var hjartahlýjasta mann-
eskja sem ég hef kynnst. Margt
hefði mátt læra af honum. Ég vona
að það sé til eitthvað yfirnáttúru-
legt afl sem getur hjálpað vinum
og ættingjum Péturs í raunum sín-
um. Líka vil ég þakka Pétri fyrir
allar þær yndislegu stundir sem við
áttum saman. Ég vildi óska þess
að þær hefðu orðið fleiri. Tók Pétur
það mjög nærri sér þegar móðir
mín, Anika Sjöfn Berndsen, lést í
ágúst sl. og er ég honum þakklát
fyrir þann stuðning sem hann veitti
mér og systkinum mínum.
Rúna frænka.
Látinn er frændi minn, Pétur
Ingi Þorgilsson, og vil ég minnast
hans hér með fáeinum orðum. Pétur
var rosalega barngóður. Hann var
þolinmóður, hlýr og sérstaklega
næmur. Ég þyrfti sennilega að fylla
Morgunblaðið til þess að lýsa þvi
hversu hjartahlýr og kærleiksríkur
hann var. Alltaf var hann kátur og
opinn. Pétur elskaði tónlist og hafði
hann unun af því að teikna, en
hæfileikana vantaði ekki. Hann var
mjög vinsæll og leið fólki vel í ná-
vist hans. Þeir sem ekki fengu tæki-
færi til að kynnast honum hafa
eflaust misst af miklu. Ég mun aldr-
ei gleyma þessari yndislegu sál og
mun eins og allir sem elskuðu hann
sakna hans afar sárt.
Þórunn frænka.
Ætli það séu ekki átta eða níu
ár síðan við hittum Pétur í fyrsta
skipti. Hann hafði kynnst Ingimari,
elsta syni okkar, á gamlárskvöld,
komið með honum heim til okkar á
Fálkagötu strax þá um kvöldið og
þeir báðir jafn uppnumdir hvor yfír
öðrum vegna þess að þeim þætti
báðum svo gaman að teikna og
mála. Æ síðan var Pétur reglulegur
gestur á heimili okkar, þeir félagar
sátu iðulega fram á nætur og teikn-
uðu, tónlistin á fullu og trufluðu
samt ekki neinn. Því það brást aldr-
ei að eftir heimsóknir Péturs rann
það upp fyirr okkur að hann hafði
laðað fram hjá okkur, börnunum
okkar og öðrum sem hjá okkur
voru staddir eitthvað sem alltof
sjaldan kemur fram í samskiptum
fólks: Einlægni, gleði og vellíðan.
Þannig var þetta líka þegar hann
kom til okkar fyrir fáeinum dögum
ásamt Ingimari, en þeir félagarnir
voru þá nýbúnir að taka á leigu
íbúð sem þeir ætluðu að deila í
vetur. Þeir voru að hjálpa okkur
við að mála gamla pottofna sem
verið var að koma fyrir hjá okkur
og án þess að nokkur tæki eiginlega
eftir hvernig það byijaði voru Pétur
og Brynhildur dóttir okkar farin að
syngja hástöfum lag um bróður
hennar úti á sjó sem varð til á staðn-
um. Þannig var Pétur. Hann gat
meira að segja fengið laglaust fólk
til að syngja með sér og það hástöf-
um. Hann hafði þennan einstæða
hæfíleika að gera aðra að þátttak-
endum í þeirri sköpunargáfu sem
honum hafði áskotnast langt um-
fram aðra og án þess að þeir fyndu
nokkru sinni fyrir þvi. Honum var
þetta einfaldlega í blóð borið.
Við eigum öll eftir að sakna hans
óumræðilega mikið og við gleymum
honum aldrei.
Við sendum foreldrum hans,
ömmu, ættingjum og öllum hans
vinum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum að þeim veitist
styrkur til að afbera þessa sáru
raun.
Ingimar, Fríða og börn.
Aðfaranótt sunnudagsins 26.
september sl. lést af slysförum einn
nemenda minna við Myndlista- og
handíðaskóla íslands, Pétur Ingi
Þorgilsson. Pétur Ingi var einn af
mörgum er þreyttu inntökupróf við
skólann sl. vor og var í hópi þeirra
er hófu þar nám í haust í fornáms-
deild.
Pétur Ingi var áhugasamur og
stundaði nám sitt af alúð. Hógvær
framkoma hans gaf fyrirheit um
traust og ánægjuleg samskipti á