Morgunblaðið - 05.10.1993, Síða 26

Morgunblaðið - 05.10.1993, Síða 26
F 26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993 Gamalmenni heimt- uðu vopn og allt vald aftur til sovétanna JELTSIN BRYTUR A BAK AFTUR UPPREISN HARÐLINUMANN Moskvu. The Daily Telegraph. UM klukkan þrjú að Moskvutíma á sunnudag þegar mannfjöldinn hélt af stað frá Októbertorginu þar sem enn gnæfir stytta af Vladím- ír Lenín var ljóst að andstæðingar Borís Jeltsíns Rússlandsforseta yrðu ekki stöðvaðir. Þúsundir karla og kvenna, ungir jafnt sem gamlir, með fánann rauða á lofti ruddu sér leið gegnum varnir lög- reglusveita og inn í Hvíta húsið þar sem þing harðlínukommúnista og þjóðernissinna hefur setið. Fylkingin fór eftir hringveginum, helstu samgönguæðinni í miðborg Moskvu, þar sem þrír ungir menn létu lífið fyrir rúmum tveimur árum í valdaránstilraun andstæðinga Míkhaíls S. Gorbatsjovs, þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna. í þetta skiptið stóð lýðurinn með afturhaldsöflunum. Lögreglumenn- irnir hikuðu, undir þessi átök voru þeir ekki búnir og baráttuþrek þeirra var ekkert. Liðsauki barst inn á Smolensk-torgið en það var um sein- an. Mannfjöldinn ruddist fram, margir voru vopnaðir járnstöngum, aðrir rifu upp götusteina og grýttu þeim í lögregluna. Fremstir fóru karlarnir, verkamenn á miðjum aldri, forhertir í heilagri reiði sinni vegna breytinganna í föðurlandinu sem getið hafa af sér algjört öryggisleysi. „I Guðs nafni, hættið“ Þegar lögreglusveitirnar hugðust flýja, rákust bifreiðar þeirra saman. Ungir lögreglumenn, úr sama blokk- arhverfi og sama skóla og haturs- menn þeirra, stukku út og freistuðu þess að komast undan á flótta. Nokkrum tókst það en lýðurinn af- vopnaði þá. Aðrir voru slegnir niður. Nokkrir uppreisnarmanna gengu á milli og margir lögreglumannanna geta þakkað þeim að hafa komist lífs af undan eldri konum sem hugð- ust murka úr þeim líftóruna. „í Guðs nafni, hættið," hrópaði maður einn um leið og hann kastaði sér yfir lögreglumann sem lá í götunni. Þeir flutningabílar sem enn voru í ökuhæfu ástandi voru teknir. Bar- dagaklæddir táningar stukku upp í þá og óku þeim eftir Novíj Arbat- götunni. Þeir óku niður brekkuna í átt að Hvíta húsinu og mannfjöldinn fylgdi í kjölfarið. Lögreglan hopaði, nokkrir hófu skildi sína á loft en það virtist engin áhrif hafa, múgurinn var óhræddur. Eftir nokkrar mínútur hafði hann náð að bijótast í gegnum gaddavírs- girðingarnar og inn á flötina fyrir framan Hvíta húsið. Öskur og hróp heyrðust er dyrnar voru brotnar nið- ur. Gamalmenni heimtuðu vopn og æptu slagorð bolsévikka frá 1917: „Allt vald til sovétanna". Sveitir Rússnesku sameiningarfylkingar- innar, flokks ný-nasista, gengu gæ- sagang með hægri hönd á lofti að hætti liðsmanna Adolfs Hitlers og hrópuðu „Ross-í-ja“ (Rússland). Þessum liðsafla var stefnt gegn „fas- istunum, Jeltsín, Ameríkönunum og gyðingunum" sögðu þeir. Árás á skrifstofu borgarstjóra Síðar var ráðist á skrifstofur borg- arstjóra Moskvu. Á nokkrum mínút- um höfðu uppreisnarmenn vopnaðir Kalashníkov-rifflum náð að tröppum byggingarinnar, sem er hrikalega ljótt mannvirki byggt á sjöunda ára- tugnum. Hermennirnir sem þar voru fyrir gáfust strax upp. Aðrir földu sig í undirgöngum við bygginguna. Þeir voru líkastir hræddum börnum og fengu að fara eftir að hafa af- hent vopn sín. Vörubíl var ekið inn í húsið og lýðurinn æddi inn. Þar fundust nokkrir aðstoðarmanna borgarstjórans, Júríj Lúzhkovs og voru þeir dregnir út úr bygging- unni. Nokkrir voru slegnir með riffil- skeftum í andlitið. Blóðpollar mynd- uðust á steinlögðum tröppunum. Reuter Skæð átök um sjónvarpsstöð Sextíu og tveir féllu og um 400 særðust í átökum um aðalstöðvar sjónvarpsins í Rússlandi og Samveldis sjálfstæðra ríkja í Moskvu. Itar- Tass fréttastofan fékk tölur um mannfall frá heilbrigðisyfirvöldum í borginni. Andstæðingar Borísar Jeltsíns réðust á sjónvarpsstöðina á sunnudag en herinn náði að hrinda árásinni. Á myndinni bera menn sem þátt tóku í átökunum um sjónvarpsstöðina, lík félaga síns á brott. Vestrænir leiðtogar lýstu yfir einhuga stuðningi við Jeltsín Þjóðin styður þá sem vilja frelsi og lýðræði - segir þriðji æðsti maður rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar London. Reuter. ÞJÓÐARLEIÐTOGAR víða um heim lýstu í gær yfir fullum stuðningi við Borís Jeltsín, forseta Rússlands, og sögðu and- stæðinga hans bera ábyrgð á blóðsúthellingunum í Moskvu. í yfirlýsingu Evrópubandalagsins, EB, sagði, að Jeltsín hefði ekki átt neinna annarra kosta völ en valdbeitingu til að binda enda á valdabaráttuna við þingið og leiðtogar næstum allra sovétlýðveldanna fyrrverandi styðja Jeltsín. Reuter Leyniskyttur skjóta á vegfarendur TALIÐ var að um 70 leyniskyttur hefðu komið sér fyrir í húsum nærri þingshúsi Rússlands og héldu þær uppi skothríð eftir að Rúslan Khasbúlatov, þing- forseti, og Alexander Rútskoj sem þingið setti for- seta, gáfust upp í gær. Lögregla og her reyndu í gær að hafa uppi á Ieyniskyttunum, sem voru m.a. við Novíj Arbat-stræti. Meðal þeirra sem urðu fyrir skotum leyniskyttna voru forvitnir borgarar sem hættu sér nærri átökunum. Á myndinni hleypur ungur maður á átt að særðum félaga sínum en þeir voru einir af fjölmörgum vegfarendum sem urðu fyrir skothríð skyttnanna. „Ég er viss um, að það var ekki um annað að ræða,“ sagði Willy Claes, forsætisráðherra Belgíu, sem nú er í forsvari fyrir EB, þeg- ar hann kynnti stuðningsyfirlýs- ingu bandalagsins við Jeltsín og Bill Clinton Bandaríkjaforseti kvaðst viss um, að Jeltsín bæri sigur úr býtum í baráttunni við ■harðlínuöflin. „Bandaríkjamenn styðja hann svo lengi sem hann heldur á loft fána lýðræðisins í Rússlandi,“ sagði Clinton og tals- maður Hvíta hússins, Dee Dee Myers, sagði, að lýræðisleg stjórn- völd yrðu að geta varið sig þegar á þau væru ráðist. „Það er ein- mitt það, sem Jeltsín hefur gert,“ sagði hún. Fylkingarnar eru eins og hvítt og svart John Major, forsætisráðherra Bretlands; Alain Juppe, utanríkis- ráðherra Frakklands; Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, og fleiri frammámenn í Evrópu og víðar sögðu mikilvægt fyrir frið og fram- farir, að Jeltsín tækist að bijóta afturhaldsöflin á bak aftur og Vaclav Havel, forseti Tékklands, sagði, að fylkingarnar, sem nú tækj- ust á í Rússlandi, væru eins og hvítt og svart. „Annars vegar eru þeir, sem vilja lýðræði, og hins vegar þeir, sem vilja úthella blóði og beij- ast undir rauðum fána fyrir gamla kúgunarkerfinu,“ sagði hann í gær- dag. Ríkisstjórnir á Norðurlöndum hafa allar lýst einhuga stuðningi við Borís Jeltsín, forseta Rússlands þótt Finnar hafi að vísu farið varlega í sakirnar fyrst í stað. í yfirlýsingu íslensku ríkisstjórnarinnar sagði, að hún styddi lýðræðislega kjörinn leið- toga rússnesku þjóðarinnar og látin var í ljós von um, að þjóðinni auðn- aðist að sameinast um framkvæmd umbóta á grundvelli lýðræðislegra kosninga. Kirkjan tekur afstöðu \ með Jeltsín Rússneska rétttrúnaðarkirkjan, sem reyndi að miðla málum í deilu Jeltsíns og þingsins, hefur tekið afstöðu með Jeltsín eftir atburði helgarinnar. Erkibiskupinn af Kírov, þriðji æðsti maður kirkjunn- ar, sem nú er staddur í Englandi, sagði, að Jeltsín hefði gert allt, sem hann gat, til að komast hjá átökum. „Rússneska þjóðin vill frelsi og lýðræði og mun styðja þá, sem að því vinna. Hún hefur fundið hina nýju vinda blása um sig og mun aldrei framar loka sig inni,“ sagði erkibiskupinn. Lítil áhrif á fjárfestingar á Vesturlöndum Ríkisstjórnir næstum allra sovétlýðveldanna fyrrverandi lýstu í gær yfir stuðningi við Borís Jelts- ín og stuðningsyfirlýsing við hann var samþykkt á RÓSE, Ráðstefn- unni um öryggi og samvinnu í Evrópu. Á óvissutímum í heimsmálunum hafa fjárfestar jafnan flúið á náð- ir dollara og gulls en sú hefur raunin ekki verið nú. Er ástæðan sögð vera skilningur á því, að at- burðirnir í Rússlandi hafi lítil, bein áhrif á Vesturlöndum. Fjárfestar höfðu því meiri áhuga á þýsku marki en dollara og gullverð fór niður undir 350 dollarar únsan. ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.