Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Blóðbað í Moskvu Leiðtogar harðlínuaflanna í Rússlandi, þeir Rúslan Khasbúlatov, forseti þingsins í Moskvu, og Alexander Rútskoj, varaforseti, sem þingið hafði skipað forseta, eru ábyrgir fyr- ir því, að miðborg höfuðborgar Rússlands varð að blóði drifnum vígvelli í gær og á sunnudag. Þeir hvöttu stuðningsmenn sína til óhæfuverka og öttu þeim síðan út í opinn dauðann. Borís Jeltsín, hinn lýðræðis- lega kjörni forseti Rússlands, gaf í gærmorgun út sérstaka tilskipun um að ráðist skyldi á aðsetur þingsins, Hvíta húsið, í miðborg Moskvu en þar höfðu harðlínumenn haldið til undan- farna daga. Á sunnudag hafði Alexander Rútskoj eggjað stuðningsmenn sína til að her- taka skrifstofur borgarstjórnar Moskvu og jafnframt hvatt til þess að ráðist yrði á sjónvarps- stöð í útjaðri borgarinnar. í fyrri viku höfnuðu harðlínu- kommúnistar málamiðlun sem náðst hafði fyrir tilstilli patr- íarka rússnesku réttrúnaðar- kirkjunnar. Margoft hundsuðu þeir áskorun stjórnvalda um að afhenda vopn sín og gefast upp. Loks hleyptu þeir af stað vopnaðri uppreisn gegn löglega kjörnum forseta Rússlands sem auk þess að vera kjörinn í lýð- ræðislegri atkvæðagreiðslu fékk afdráttarlausa stuðnings- yfirlýsingu við umbótastefnu sína í þjóðaratkvæðagreiðslu í aprílmánuði. Næg tækifæri gáfust til að leysa deilu þessa með friðsamlegum hætti. Þau hundsuðu þeir Khasbúlatov og Rútskoj. Nú eru þessir menn í haldi og bíða þess sem verða vill en veruleg hætta er á að margir stuðningsmanna þeirra haldi baráttunni áfram. Herafli Rúss- lands hefur hins vegar staðið með forseta landsins^ og það skipti sköpum í gær. Á þessari stundu er því ekki ástæða til að ætla að borgarastyrjöld sé 'yfirvofandi í Rússlandi. Spenna mun hins vegar ríkja áfram í landinu og þessi þjóð sem þolað hefur hörmungar, styrjaldir og kúgun kommúnista getur tæp- ast leyft sér að vona að hún fái nú notið friðar og öryggis. Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti hefur heitið því að fram fari lýðræðislegar þingkosning- ar í desember nk. Stuðningur manna á Vesturiöndum byggist á því að við þetta loforð verði staðið. Fulltrúaþingið í Moskvu var ekki kjörið með lýðræðisleg- um hætti og hefur beitt öllum brögðum til að koma í veg fyr- ir að stefna forsetans nái fram að ganga. Fyrir umheiminn all- an skiptir mestu að stöðugleiki verði tryggður í Rússlandi nú þegar vonir hafa vaknað um að unnt verði að leiða þetta milljónaþjóðfélag í átt til lýð- ræðis og hagsældar. Margir kunna að hafa efa- semdir um stjórnarhætti forset- ans og oftlega hefur verið efast um lýðræðisást hans. Borís Jeltsín hefur hins vegar hlotið skýrt umboð þjóðar sinnar, um það verður ekki efast. Mikil- vægt er að á Vesturlöndum bili menn ekki í stuðningi við for- seta Rússlands. Jafnframt er eðlilegt, að þess verði krafist að allri valdbeitingu verði stillt í hóf eins og frekast er kostur. Verkefni Jeltsíns og stjórnar hans er að sönnu risavaxið. Ætíð hefur legið fyrir að um- skipti frá kommúnískum stjórn- arháttum til lýðræðis og mark- aðshagkerfis mundu kosta miklar fórnir. Þær fórnir hefur rússneska þjóðin fært í formi versnandi lífskjara, upplausnar og öryggisleysis. Helmut Schmidt, fyrrum kanslari V-Þýzkalands, sagði á fundi Samtaka um vestræna samvinnu fyrir rúmri viku, að það mundi taka Rússland hálfa öld að ná sér á strik. Það er áreiðanlega mikið til í því. Kommúnisminn skildi eftir sig sviðna jörð í Rússlandi, fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna og leppríkjum þeirra í Austur-Evr- ópu. Helmut Schmidt spáði því, að það mundi taka Þjóðverja 10-12 ár að byggja upp austur- hluta landsins. Ef það reynist rétt er ekki ólíklegt að það taki hálfa öld að byggja upp nútíma- legt iðnaðarveldi í Rússlandi. í Rússlandi er engin hefð fyrir lýðræðislegum stjórnar- háttum. Þess vegna má búast við, að það taki Rússa nokkurn tíma að byggja upp .slíkt stjórn- arfar. Ganga má út frá því sem vísu, að hinn menntaði hluti þjóðarinnar, sem horfír til Vest- urlanda sem fyrirmyndar um þá þjóðfélagshætti, sem koma eigi á í Rússlandi, beijist fyrir lýðræði að vestrænni fyrir- mynd. En innan Rússlands eru áreiðanlega sterk öfl, sem telja, að vestrænar lýðræðishug- myndir eigi ekkert erindi við Rússa. Átökum á milli þessara tveggja gerólíku sjónarmiða er ekki lokið. Sennilega eru þau rétt að byrja. Það mun fara mjög eftir því hver stuðningur Vesturlanda verður við lýðræð- isöflin í Rússlandi hver niður- staðan verður. Það var áhrifamikið og tákn- rænt að sjá harðlínumennina rífa niður rússneska fánann. Draumur þeirra er framhald Sovétríkjanna undir hamri og sigð eða einhverju öðru merki alræðis og harðstjórnar. 4 JELTSIN BRYTUR A BAK AFTUR UPPI 'IM'Í ■I 1 $ ■. Reuter Skriðdrekar á vettvang SKRIÐDREKAR beina fallbyssuhlaupum sínum að Hvíta húsinu í gær, eldtungur og reykjarbólstrar sjást teygja sig út um glugga á þinghúsinu sem er 19 hæð- ir. Oflug sprengikúla eins drekans gerði gat á útvegg hússins. Hvíta húsið er íburðarmikið, byggt á valda- skeiði Leoníds Brezhnevs og eru þar fjölmargir salir, herbergi og kimar, stigar eru einnig fjölmargir og því var taiið erfitt að taka húsið. Sjálfboðavarðlið þingsins mun hafa safnað miklum vopnabirgðum undanfarna daga en það var undir stjórn lettneska harðlínukomm- únistans Viktors Alsknis, sem gengur undir nafninu Svarti ofurstinn. Skothríð nærri sendiráðinu DRUNUR og skothríð heyrðust greinilega í gær og fyrradag í ísl- enska sendiráðinu í Moskvu en það er um einn km frá Hvíta hús- inu, þar sem barist var. Ólafur Egilsson sendiherra segir skothríð- ina um tíma hafa virst vera í næstu götum við sendiráðið og var starfsfólki í sendiráðinu ráðlagt að halda sig heima, m.a. vegna þess að talið var að leyniskyttur væru í húsum nálægt þinghúsinu. Ólafur fór í gærmorgun á fund varautanríkisráðherra Rússlands en ók ekki nálægt þinghúsinu þar sem götum í nágrenni þess var lokað. Andrej Kozyrev utanríkisráðherra Rússlands er í New York og því kallaði varautanríkisráðherrann, Ko- lokolow, sendiherra erlendra ríkja í Moskvu á sinn' fund. Gerði hann þeim grein fyrir atburðarásinni og sagði Jelstín ekki hafa átt neins annars úrkosti en að gera árás á þinghúsið. „Línurnar hafa skýrst og Ijóst er hvað fyrir andstæðingum Jeltsíns vakir. Stór hluti þeirra sem styðja þá, vilja hverfa aftur til gamla tímans,“ sagði Ólafur. „Þeir sem hófu átökin sögðust með því vera að vernda stjórnarskrána. Sú barátta hefur nú snúist upp í harðskeytta og blóðuga andstöðu við forsetann." Ólafur sagði óvenju marga vera á ferli í gær. „Fléstir virtust vera á leið í og úr vinnu en svo voru einnig margir hópar manna sem virtust til alls líklegir, litu ævintýralega út. Þeir virtust ekki vera vopnaðir en voru með skjóður, eins tíðkast hér, og ekki veit ég hvað var í þeim.“ ólafur sagði almenning hafa verið orðinn langþreyttan á þrátefli þings og forseta og flestir vonuðu að nú fengjust lyktir á þessari deilu. Kom- ið hefði fram í kosningum í apríl að meirihluti styddi Jeltsín og sú væri væntanlega raunin enn. ém * 1 Reuter I valnum LÍK rússnesks lögreglumanns sem vopnaðir stuðnings- menn Alexanders Rútskojs og Rúslans Khasbúlatovs' felldu er þeir brutust gegnum fylkingar lögreglunnar að þinghúsinu á sunnudag. Fulltrúar Itar-Tass og RIA- fréttastofanna sögðu að vopnaðir stuðningsmenn þings- ins hefðu reynt að taka þar völdin en horfið frá eftir fortölur manna úr sveitum innanríkisráðuneytisins. Ráðist á Hvíta húsið HERMENN ríkisstjórnar Jeltsíns forseta skýla sér bak við brynvarinn vagn framan við Hvíta húsið. Særður félagi þeirra liggur á jörðunni. Er áhlaupið hófst í gærmorgun dundi á húsinu hörð skothríð úr fallbyssum og vélbyssum áður en sérþjálfaðar sveitir réðust til inngöngu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.