Morgunblaðið - 05.10.1993, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 05.10.1993, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993 Aðalfundur Innbæjarsamtakanna Hámarkshraði verði lækkaður í 30 km/klst. EINAR Sveinn Olafsson var kosin formaður Innbæjarsamtakanna á aðalfundi fyrir skömmu. Helstu mál sem bar á góma á fundinum voru umferðarmál og mengun pollsins. Tilgangur félagsins er m.a. að vinna að framfara-, hagsmuna-, umhverfis- og menningarmálum hverfisins. Á fundinum var rætt um umferð- armál og vilja íbúar 'að hámarks- hraði í hverfinu verði lækkaður úr 50 í 30 kílómetra á klst., götur verði lagfærðar sem og gangstéttir víða og eins að lögð verði gangstétt í Spítalavegi. Þá kom fram á fund- inum óánægja íbúa vestan við Aðal- stræti með gróðursetningu tijáa á brekkubrún austan kirkjugarðs- hússins því þau munu taka af þeim sólskinið seinni hluta dagsins. Samtökin hafa beitt sér fyrir úrbótum varðandi skriðuhættu í Innbænum, þau hafa látið umferð- armálin til sín taka og eins stóðu samtökin fyrir undirskriftasöfnun þar sem mótmælt var staðsetningu kapellu- og líkhússbyggingar við Kirkjugarða Akureyrar vegna út- litsbreytinga á Höfðanum. Aðrir í stjórn samtakanna eru Anna Guðný Sigurgeirsdóttir, Ólöf Halblaub, Hallgrímur Indriðason og Jón Kr. Sólnes. Tónlistarskóli Eyjafjarðar Tónleikar í tilefni af fimm ára afmæli Ekið á nýrri Strandgötu innan skamms FRAMKVÆMDUM við nýja Strandgötu hefur miðað vel síðustu daga, enda veður hentað einkar vel til útivinnu. Umskipti urðu þar á í gær, nýfallin snjór á toppi Hlíðarfjalls þegar malbikunaiflokkurinn mætti til starfa í morgunsárið. En jaxlarnir á þeim bænum kalla ekki allt ömmu sína og halda sínu striki þó hann blási úr norðrinu, enda verður um- ferð hleypt á götuna um miðjan mánuðinn. í tilefni af 5 ára afmæli Tónlist- arskóla Eyjafjarðar munu kenn- arar og nemendur skólans efna til tvennra tónleika, á Grenivík og í Freyvangi. Tónlistarskóli Eyjafiarðar átti 5 ára afmæli 12. september síðastlið- inn, en starfssvæði hans er frá Fagraskógi að vestan að Grenivík að austan og var hann stofnaður af 9 sveitarfélögum til að bæta úr brýnni þörf. Aðsókn hefur alla tíð farið fram úr björtustu vonum og eru nú um 180 nemendur á aldrin- um 5-60 ára í skólanum. Fyrir rúmu ári útskrifaði skólinn fyrsta 8. stigs nemandann og nú í vetur verður í fyrsta skipti boðið upp á nám á tónlistarbraut í sam- vinnu við Menntaskólann á Akur- eyri. ■ MIÐSTÖÐ fólks í atvinnuleit verður með opið hús í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju á morg- un, miðvikudaginn 6. október kl. 15. Elín Antonsdóttir verkefnis- stjóri Iðnþróunarfélags Eyja- fjarðar ræðir um nýsköpun í at- vinnulífi, s.s. um verkefnishópa kvenna. Einnig segir hun frá at- vinnuskapandi verkefnum innan átaksverkefnisins Vaka sem tekur til Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðs- strandar-, Grýtubakka- og Háls- hreppa. Samveran sem hefst kl. 15 er öllum opin og eru kaffí og veitingar á borðum. Morgunblaðið/Rúnar Þór Til að fanga tímamótunum ætla kennarar skólans, ellefu að tölu auk nokkurra nemenda og gesta að efna tii tónleika á Grenivík annað kvöld, miðvikudagskvöldið 6. október og í Freyvangi á fímmtudagskvöld 7. október. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 bæði kvöldin og er aðgangur ókeypis. (Fréttatilkynning.) Áskoranir berast KEA um verslunarrekstur á höfuðborgarsvæðinu Engin áform um að opna verslun en ekkert útilokað FJÖLDI áskorana hefur borist forráðamönnum Kaupfélags Eyfirðinga um að félagið opni verslun í Reykjavík. Félagið hef- ur ekki uppi nein áform um verslunarrekstur á höfuðborg- arsvæðinu, en ekkert er þó útilokað í þeim efnum. Hannes Karlsson, deildarstjóri matvörudeildar Kaupfélags Ey- firðinga, sagði að fjölmargir af höfuðborgarsvæðinu hefðu skorað á félagið að opna verslun í Reykja- vík. „Umræðan er ekki frá okkur komin, eftir að Mikligarður varð gjaldþrota og fákeppnin varð meiri á matvörumarkaðnum komu þess- ar raddir upp og það er rétt að margir hafa haft sambandi við okkur og spurst fyrir um hvort við værum ekki til í að opna versl- un syðra,“ sagði Hannes. Að sögn Hannesar er ekkert sem bendir tii þess nú að félagið fari út í verslunarrekstur á höfuð- borgarsvæðinu, en hann sagði að menn vildu heldur ekki útiloka neitt í þessum efnum. Þetta mál hefði ekki verið skoðað innan fé- lagsins. Utiloka ekkert Kaupfélag Eyfirðinga rekur tíu verslanir á Eyjafjarðarsvæðinu og er að sögn Hannesar önnur stærsta verslunarkeðja landsins eftir að af sameiningu Hagkaups og Bónuss varð. „Það væri vissu- lega spennandi að fara úti í þetta, en eins og staðan er bendir ekkert til þess að við opnum verslun fyr- ir sunnan. Samt viljum við ekki útiloka neitt,“ sagði Hannes. „Baráttan á matvörumarkaðn- um er hörð, þetta er mikil harka og það má aldrei slaka á, en ég held að Akureyringar megi vel við una hvað varðar verðlag. Það er lágt hér miðað við ýmsa aðra staði,“ sagði Hannes. Morgunblaðið/Golii Lionsmenn gefa Hjálparsveitinni LIONSMENN hafa gefið Hjálparsveit skáta á Akureyri tæki af ýmsu tagi sem eflaust eiga eftir að koma sér vel í starfi sveitarinnar. Um er að ræða tvær súrefnistöskur með öllum fylgihlutum, tvö sett af hálsk- rögum, en í hveiju setti eru 5 hálskragar og tvö GPS-staðsetningar- tæki ásamt fylgihlutum. Myndin var tekin við afhendingu tækjanna. Samskipti við kínversku borg- ina verða á sviði atvinnumála SIGURÐUR J. Sigurðsson forseti bæjarstjórnar Akureyrar seg- ir að fyrirhugað vinabæjasamband við kínverska borg sé fyrst og fremst hugsað til að koma á samskiptum er snúi að atvinnu- málum. Ilalldór Jónsson bæjarstjóri er nú í Kína í fylgdarliði Halldórs Blöndal samgönguráðherra og hefur hann heimild bæjarráðs til að efna til vinabæjasambands við kínverska borg. Sigurður sagði að með heim- sókn bæjarstjóra til Kína væri verið að endurgjalda heimsókn sendinefndar þaðan til Akureyrar fyrir nokkru, en sendinefndin hefði sýnt mikinn áhuga á að koma á samskiptum milli landanna. Fyrir- hugað væri að tveir Kínveijar kæmu til Akureyrar í vetur til starfa við Háskólann á Akureyri. Þá væri einnig fyrirhugað að koma á samskiptum milli landanna á sviði sjávarútvegs og vegagerðar auk þess sem nokkrir Akureyring- ar eiga lakkrísverksmiðju í Kína, en hópurinn sem að henni stæði hefði einnig hug á að stofna annað fyrirtæki í landinu. Ekki kostnaðarsamt Að sögn Sigurðar yrði vina- bæjasambandi, sem væntanlega verður komið á í heimsókn bæjar- stjóra, annars eðlis en til að mynda vinabæjasambönd við borgir á Norðurlöndunum, sem einkum eru á sviði æskulýðs- og menningar- mála. Hann sagði að ekki væri meiningin af hálfu bæjarins að leggja út í mikinn kostnað vegna slíks sambands. Það eru einkum tvö svæði sem til greina kemur að efna til sam- bands við og hefði bæjarstjóra verið falið að velja hvor kosturinn væri vænlegri og myndi hann gera það með aðstoð þeirra Akur- eyringa sem eru með í Kínaförinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.