Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993 27 13 hermenn SÞ falla í átökum í Mogadishu Mogadishu. Reuter. ÞRETTÁN hermenn a.m.k., 12 bandarískir og einn malasískur, féllu og 75 særðust i bardögum við skæruliða sómalska stríðsherranns Mohameds Farah Aideeds i Mogadishu i fyrrinótt. Starfsinenn er- lendra hjálparstofnana áætla að um 300 Sómalir hafi beðið bana í aðgerðunum og um 500 særst. k „Oraun- veruleg sjón en áhrifa- mikir4 „ÁTÖKIN við þinghúsið eru áhrifamikil sjón en jafnframt óraunveruleg," sagði Svavar Jónatansson, stjórnarformað- ur Virkis-Orkint, í gær en hann var þá staddur á hótel- herbergi sínu, steinsnar frá Hvíta húsinu í Moskvu. Hótelið og þinghúsið standa sitt hvoru megin Moskvu-ár og eru um 300 metrar á milli. Svavar hefur getað sótt þá fundi sem ætlunin var en honum hefur gengið erfiðlega að komast til og frá hótelinu, þar sem flest- ar götur í nágrenni þess eru lokaðar og bílstjórar ófáan- legir til að aka um þá borgar- hluta sem teljast hættulegir. „Það er í raun erfitt að átta sig á því sem er að gerast,“ sagði Svavar en í þann mund sem Morgunblaðið náði sambandi við hann, gekk fjöldi manna Út Svavar Jónatans- Úl' þinghúsinu son, Virki-Orkint. með hendur upp yfir höfði. Skothríðin drundi enn en Svavar sagði ómögulegt að átta sig á hvaðan hún kæmi. Herbergi hans er á 22. hæð hótelsins og snýr að Hvíta húsinu, aðsetri þingsins. Sagði Svavar freistandi að líta út um gluggann þrátt fyrir að hann hefði verið varaður við því af ótta við leyniskyttur. Sæi hann mest eftir því að hafa ekki tekið með sér myndavél. Einn hót- elgestur var skotinn er hann beindi myndbandsupptökuvél sinni út um glugga sinn. Skotið var á manninn frá Hvíta húsinu. Forvitnir vegfarendur fóru of nærri þinghúsinu Svavar segir fjölda fólks hafa safnast saman þeim megin fljóts- ins sem hótelið er. Fólk sé ákaf- lega forvitið og hafi verið rekið burt er það kom of nærri þinghús- inu. „Mér heyrist mikill meirihluti vera á bandi Jeltsíns. Maður er alveg rólegur, enda eru hermenn Jeltsíns á hverju strái og hafa greinilega stjórn á öllu. Eg held að fullyrðingar um mannfall hljóti að vera orðum auknar.“ Erfitt að komast leiðar sinnar í miðborginni Svavar kom til Moskvu á laug- ardagskvöld. Á sunnudag hófst skothríð um þinghúsið sem stóð fram á kvöld. Aðfararnótt mánu- dags var róleg en skömmu fyrir kl. sjö í gærmorgun réðust menn Jeltsíns til atlögu. Svavar ætlaði að ná flugi frá Moskvu í gær en útilokað var að fá bíl að hótelinu. „Eg lenti einnig í vandræðum þeg- ar ég ætlaði að komast af fundi og í sendiráðið. Bílstjórinn neitaði að keyra mig þangað þar sem hverfið þar í kring væri of hættu- legt. Eg bað hann þá að aka mér á hótelið en hann þvertók fyrir það. Ég tók því neðanjarðarlestina áleiðis og gekk síðasta spölinn." Átök blossuðu upp á Bakhara- markaðssvæðinu í Mogadishu síð- degis á sunnudag er gæsluliðar hugðust handtaka nána aðstoðar- menn Aideeds sem þar höfðust við.- Voru 24 samverkamenn stríðsher- ranns teknir fastir en hermt er að hann hafi sjálfur farið af fundi með mönnunum rétt áður en áhlaup var gert á fundarstaðinn. Átök brutust út er skæruliðar skutu niður tvær bandarískar Black Gamsakhurdia kom til heima- lands síns úr útlegð í síðustu viku er vopnað herlið aðskilnaðarsinna í héraðinu Abkhazíu var að hrekja stjórnarherinn á brott frá héraðs- höfuðborginni Sukhumi. Liðsmenn Gamsakhurdia sögðust ætla að hjálpa til við að veijast Abkhözum en munu hafa notað tækifærið, hrifsað til sín þungavopn stjórnar- hersins og nota þau nú gegn þjóð- bræðrum sínum. Nær helmingur íbúa Abkhaziu er Georgíumenn og tugþúsundir manna flýja nú héraðið undan Hawk-þyrlur sem tóku þátt í áhlaupinu á stöðvar manna Aide- eds. Um 70 bandarískir sérsveitar- menn voru sendir á vettvang til að bjarga áhöfnum þyrlanna úr klóm skæruliða sem svöruðu með skot- hríð. Var þá aukinn liðsafli sendur á vettvang og stóðu bardagar enn yfír um hádegisbilið í gær. Átökin voru sögð þau hörðustu og umfangsmestu frá því Aideed var sagt stríð á hendur 5. júní. uppreisnarmönnum Abkhaza. Shevardnadze segir að flestir í herliði aðskilnaðarsinna séu Rúss- ar og aðrir útlendingar frá ná- grannalöndunum sem berjist fyrir fé,;forsetinn og fleiri georgískir ráðamenn saka rússneska harð- línumenn um að róa undir upp- reisninni. Stjórnvöld í Moskvu, sem annars hafa næg verkefni þessa dagana, hafa boðist til að senda friðargæslulið á vettvang en Rússar voru gestgjafar samn- ingaviðræðna Abkhaza og Georg- íustjórnar. Þær enduðu með Vegna mannfallsins í fyrrinótt eru bandarísk stjórnvöld sögð íhuga að senda liðsafla og þungavopn til Sómalíu. Hermt var að skæruliðar hefðu tekið einn bandarískan hermann til fanga og væri honum haldið í gísl- ingu. Þá urðu vestrænir fréttamenn vitni að því er hópur mann gekk sigri hrósandi um götur með lík tveggja bandarískra hermanns á börum. Frá því Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) tóku við stjórn fjölþjóðlegs herliðs, sem kom fyrir ári til Sómalíu til að tryggja að neyðarhjálp bærist sveltandi íbúum, hafa 63 gæsluliðar fallið í átökum við skæruliðahópa. vopnahléi sem Abkhazar rufu síð- an fyrirvaralaust. Shevardnadze hvatti á sunnu- dag menn Gamsakhurdia til að gera hlé á bardögum við stjórnar- herinn svo að hægt yrði að lið- sinna flóttafólkinu sem víða á í miklum erfiðleikum vegna snjó- komu og skorts á brýnum nauð- synjum. Rússar hafa heitið að verða við bón Shevardnadze um að þyrlur verði sendar til hjálpar fólkinu. Súltan Sosnalíev, varnarmála- ráðherra ríkisstjórnar sem Abk- liazar hafa sett á laggirnar, sagði í gær að Georgíuher gæti ekki sent fjölmennt herlið til héraðsins eins og gert var í fyrra til að reyna að kveða niður uppreisnina. „Landsvæði hins fullvalda lýðveld- is Abkhaziu er vel varið," sagði hann. Fannst lif- andi eftir 104 tíma undir urð Kiliari, Indlandi. Reuter. NÍTJÁN mánaða stúlkubarn fannst í gær á lífi í húsarústum í þorpinu Killari á skjálftasvæð- Unum í Indlandi. Hafði hún legið undir grjóthrúgu í 104 klukku- stundir er hún fannst. Það var stúlkunni til happs að rúmið hennar valt um koll er heim- ili hennar hrundi. Varð hún undir rúminu og hafði þar olnbogarými undir meters þykku urðarlagi. Stúlkan fannst er faðir hennar, sem komst lífs af, hugðist gera ráðstafanir til að brenna lík fjölskyl- dufólks sem grafist hafði í rústum hússins. Það fyrsta sem hún sagði við hermenn sem fundu hana var að hún væri þyrst. Bað hún um vatn og spurði um móður sína sem komst lífs af en slasaðist og er á batavegi á sjúkrahúsi. Herlæknar sögðu að stúlkan þjáðist af vökvatapi og kraftaverk væri að hún skyldi hafa komist lífs af. Nú er talið að 22.000 manns hafí týnt lífi í skjálftunum sl. fimmtudag og 150.000 manns hafi misst heimili sitt. ----».■».♦—-- Sprengju- herferð í London London. Reuter. FIMM sprengjur írska lýðveldis- hersins sprungu í London I gær- morgun og á sunnudagskvöld sprakk öflug sprengja á hóteli bænum Newtonabbey á Norður- írlandi. Tjón varð á mannvirkj- um en minniháttar slys á fólki. Umferðaröngþveiti varð í norður- hluta London af völdum sprengj- anna fimm sem sprungu í hverfun- um Highgate og Árchway. Sprengj- urnar sprungu á sjöunda tímanum eða rétt áður en mestur umferðar- þungi verður .vegna ferða fólks til vinnu. ----»--♦.»--- • • Ofgamenn styðja Heitmann Mlinchen. Reuter. HÆGRI öfgamenn í.Þýskalandi lýstu í gær stuðningi við framboð Steffens Heitmanns, frambjóð- anda Kristilegra demókrata (CDU), flokks Helmuts Kohls kanslara, við forsetakosningarn- ar í maí nk. Heitmann var formlega útnefnd- ur forsetaefni CDU um helgina. Á fundi flokks öfgamanna (NPD) var samþykkt stuðningsyfirlýsing við hann. Þar sagði að þó svo mikið vantaði á að Heitmann gæti talist raunverulegur þjóðernissinni væri hann þó illskársti kosturinn. Upplýsingalína Flugleiða Upplýsingar um brottfarar- og komutíma Flugleiðavéla í millilanda- og innanlandsflugi. Alltaf nýjustu upplýsingar. Sjálfvirk símsvörun ailan FLUGLEIÐIR W0 sólarhringinn alla daga. TmwturíslemkurferiiaféLigi “ Liðsmenn Gamsakhurdia stöðvaðir nálægt Tbilisi Tbilisi. Reuter. UPPREISNARMENN úr liði Zviads Gamsakhurdia, fyrrverandi for- seta Georgíu, hafa sótt fram undanfarna daga og að sögn útvarpsins í landinu ógnuðu þeir höfuðborginni, Tbilisi, á sunnudag. Her lands- ins, sem er trúr Edúard Shevardnadze forseta, tókst í gær að endur- heimta eitthvað af svæðinu sem tapast, hafði. Talsmenn innanríkis- ráðuneytisins í Tbilisi sögðu að stjórnarhermenn hefðu tekið á ný borgina Khoni, sem er í aðeins 25 km fjarlægð frá einu járnbraut- inni er tengir höfuðborgina við strönd Svartahafs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.