Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993 -
15
Merk nýjung í starf-
semi Lánasjóðsins og
námsmannasamtaka
eftir Gunnar
Birgisson
Undanfarið hefur Lánasjóður
íslenskra námsmanna aukið mjög
þjónustu sína við námsmenn. Það
er athyglisvert að þetta hefur tek-
ist þrátt fyrir mikið álag á starfs-
fólk vegna breytinga á lögum og
reglum um sjóðinn og án þess að
starfsfólki hafí verið fjölgað. Fyrir
nokkru var auk þess gerður gagn-
kvæmur þjónustusamningur milli
námsmannasamtaka og LÍN, sem
á að auðvelda námsmönnum mjög
alla upplýsingaöflun um meðferð
mála sinna hjá sjóðnum. Þessi
samningur er merk nýjung og
markar tímamót í samskiptum
LÍN og námsmannasamtaka. Von-
ast er ennfremur til að samningur-
inn auðveldi námsmönnum alla
upplýsingaöflun um meðferð mála
sinna hjá sjóðnum.
Beinlínutenging LÍN og
námsmannasamtaka
Tölvur á skrifstofum fjögurra
námsmannasamtaka hafa verið
tengdar beint við fyrirspurnarþjón
hjá LÍN. Þessi samtök eru: Stúd-
entaráð Háskóla íslands, SHÍ,
Samband íslenskra námsmanna
erlendis, SÍNE og Bandalag ís-
Ienskra sérskólanema, BÍSN svo
og Iðnnemasamband íslands,
INSÍ. Samningurinn við þessi
námsmannasamtök felst í því að
þau skuldbinda sig til að veita
námsmönnum, sem koma á skrif-
stofu þeirra eða hringja þangað,
upplýsingar, sem hægt er að nálg-
ast með fyrrgreindum hætti, um
hvernig mál þeirra standi hjá LÍN,
hvað vanti til þess að umsókn
þeirra fái afgreiðslu o.s.frv. Náms-
mannasamtökin fá fyrir þetta
greiðslu frá LÍN af sérstakri fjár-
veitingu frá menntamálaráðu-
neyti, sem veitti fé til þess að
gera þessa tilraun á yfírstandandi
skólaári. Segja má að náms-
mannasamtökin, sem standa um-
bjóðendum sínum nær en Lána-
sjóðurinn, séu með þessum hætti
orðin verktakar sem annist þessa
þjónustu jafnt fyrir sjóðinn og
umbjóðendur sína.
Þjónustan við námsmenn aukin
Umsækjendur um lán hjá LÍN
eiga því að geta snúið sér til skrif-
stofu eigin samtaka og fengið þar
á aðgengilegan hátt upplýsingar
um afgreiðsluferil umsóknarinnar
hjá sjóðnum, hvort t.d. vanti með
henni fylgigögn o.s.frv. Með þess-
um hætti ætti álagið á síma og
afgreiðslu sjóðsins sjálfs að jafn-
ast. Sú þjónusta hefur verið stór-
aukin að undanförnu. Eftir sem
áður er það þó svo að reynslan
sýnir að á ákveðnum árstímum
vilja helst allir 8-9000 umsækjend-
ur sjóðsins fá þjónustu á tveimur
til þremur vikum! Þrátt fyrir góðan
vilja starfsfólksins hefur því álagið
í síma og afgreiðslu sjóðsins á
stundum einfaldlega verið slíkt að
ekki hefur verið hægt að veita
öllum nægilega góða þjónustu.
Spennándi reynslutími
Stjórn sjóðsins tók ákvörðun um
að gera þessa gagnkvæmu þjón-
ustusamninga við framangreind
námsmannasamtök í tilraunaskyni
skólaárið 1993-94. Það verður
spennandi að sjá hvemig til tekst.
Vonandi verður þetta til að auka
enn þjónustuna við námsmenn og
jafna álagið á starfsfólk LÍN. Þá
er tilganginum náð og verður lögð
á það rík áhersla að halda slíku
samstarfi við námsmannasamtök-
in áfram.
Gunnar Birgisson
„Umsækjendur um lán
hjá LÍN eiga því að
geta snúið sér til skrif-
stofu eigin samtaka og
fengið þar á aðgengi-
legan hátt upplýsingar
um afgreiðsluferil um-
sóknarinnar hjá sjóðn-
um, hvort t.d. vanti með
henni fylgigögn o.s.frv.
Með þessum hætti ætti
álagið á síma og af-
greiðslu sjóðsins sjálfs
að jafnast.“
Aukin ráðgjafar- og
útgáfustarfsemi
í kjölfar nýrra laga um Lána-
sjóð íslenskra námsmanna var út-
hlutunarreglum hans einnig breytt
verulega. Til þess að auðvelda
umsækjendum námslán að tileinka
sér þessar breyttu reglur hefur
ráðgjafaþjónusta verið aukin og
einnig lagt í viðamikla útgáfu-
starfsemi m.a. með ítarlegum
skýringarbæklingum, sem eiga að
auðvelda mönnum að gera sér
grein fyrir reglunum.
Nýjung í greiðslu námslána
LÍN hefur ennfremur beitt sér
fyrir því með samningum við
banka og sparisjóði að námsmenn
geti nú greitt námslán sín mánað-
arlega, þannig að þeir greiða inn
á sparireikninga mánaðarlega og
viðkomandi banki eða sparisjóður
sér síðan um að greiða til LIN á
gjalddögum, t.d. 1. mars og 1.
september. Þetta er nýjung sem
menn hafa tekið vel og á vafa-
laust eftir að vera til mikils hag-
ræðis fyrir greiðendur námslána.
Höfundur er formaður stjórnar LÍN.
■ " eldh innréttii U ús- IQG*
f HAflÐVfÐARVAL
HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SfMI 671010
NISSAN
Vindskeið á mynd
er ekki staðalbúnaður
en fæst í varahluta-
verslun Ingvars
Helgasonar kf
á aðeins kr. 25.000.-
Sunny
1400
Verð aðeins
kr. 965.000.-
Nissan
auðveldar þér
valið.
Sunny GTi
2000cc
5 dyra
5 gíra
ABS bremsur
bein innspýting
og margt, margt
fleira
Verð aðeins kr.
1.580.000.-
, - - . Ingvar
S'. 5 Helgason hf.
Sævarhöföa 2
síma 91-674000