Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993 ExtraStarka | KARAMELLPOJKARNA | Beiskur brjóstsykur - einnig án sykurs vera án þeirra? íslenskir bændur BACKGUARD. NÝJU SANDALARNIR FRÁ SCHOLL MEÐ STUÐNINGSHÆL Back Guard sandalarnir frá Scholl eru með sérstökum stuðningspúða í hæl, svokölluðum Poron®. Poron® tekur högg af fætinum og minnkar þannig titringinn í fótum og baki. Back Guard sandalar með Poron® létta þannig álag á fætur og bak. sig vel að fœtinum Stamur sóli með góðu mynstri útsölustaðir: Akraness Apótek, Akureyrar Apótek, Apótck Austurlands, Apótek Blönduóss, Borgar Apótek, Borgarness Apótek, Dalvíkur Apótek, Egils- staða Apótek, Garðabæjar Apótek, Grindavíkur Apótek, Hafnar Apótek, Háa- leitis Apótek, Holts Apótek, Hraunbergs Apótek, Húsavíkur Apótek, Ingólfs Apótek, ísafjarðar Apótek, Keflavíkur Apótek, Kópavogs Apótek, Laugarness Apótek, Laugavegs Apótek, Lyfsala Hólmavíkur, Lyfsala Kirkjubæjarklausturs, Lyfsala Víkur, Lyfsala Vopnafjarðar, Mosfells Apótek, Nesapótek Neskaupstað, Nesapótek Seltjarnarnesi, Ólafsfjarðar útibú, Ólafsvíkur Apótek, Patreks Apó- tek, Rangár Apótek Hellu, Rangár Apótek Hvolsvelli, Sauðárkróks Apótek, Siglufjarðar Apótek, Stykkishólms Apótek, Vestmannaeyja Apótek, Vesturbæjar Apótek, Ölfus Apótek. Umboðsmaður Alþingis fjallar um ráðningu tollvarðar U ndirbúningnr og niður- staða stöðuveitingar ótæk Grundvallarregla að velja beri hæfasta umsækjandann UMBOÐSMAÐUR Alþingis átelur harðlega veitingu utanríkisráðu- neytisins á stöðu tollvarðar á Keflavíkurflugvelli í október 1990. Segir hann að stöðuveitingin hafi verið ótæk bæði um undirbúning og niðurstöðu, þar sem í veigamiklum atriðum hafi verið brotið í bága við lög og vandaða stjórnsýsluhætti. Leggur umboðsmaður áherslu á að sfjórnvald sem veiti stöðu hafi ekki frjálsar hendur um val á milli umsækjenda, jafnvel þegar svo stendur á að fleiri en einn hæfur umsækjandi sæki um. Það sé grundvallarregla í stjórnsýslu- rétti að þegar svo standi á beri að velja þann umsækjanda sem hæfastur verði talinn á grundvelli málefnalegra sjónarmiða um menntun, reynslu, skólagöngu, hæfni og aðra persónulega eiginleika er máli skipta. Kemur þetta fram í nýútkominni ársskýrslu umboðs- manns fyrir árið 1992. Hinn 9. janúar 1991 leitaði A til umboðsmanns Alþingis og kvartaði yfir því að fram hjá sér hefði verið gengið við ráðningu í fasta tollvarð- arstöðu hjá tollgæslunni á Keflavík- urflugvelli. Staðan var auglýst í dag- blöðum í ágústmánuði 1990 og sóttu tólf um. Samkvæmt reglugerð um Tollskóla ríkisins, veitingu í fastar tollstöður o.fl. eru almenn menntun- arskilyrði tollvarða að þeir hafi lokið grunnskóla og fjölbrautarskóla, menntaskóla eða sérskóla er veitir sambærilega menntun. Einungis tveir umsækjendur, A og B, upp- fylltu almenn menntunarskilyrði. Samkvæmt reglugerðinni eru hin sérstöku menntunarskilyrði þau að viðkomandi hafi lokið prófi frá Toll- skólanum. Víkja má frá því skilyrði ef sérstaklega stendur á. Enginn umsækjandi hafði lokið prófi úr Toll- skólanum. Lögreglustjórinn á Kefla- víkurflugvelli ritaði utanríkisráðu- neytinu bréf varðandi umsóknirnar og taldi hann að einungis tveir um- sækjendur, þ.e. A og B, kæmu til álita. Báðir hefðu starfað við emb- ættið =um nokkurn tíma sem laus- ráðnir afleysingamenn í tollgæslunni og væru nú í slíkum störfum. Þeir hefðu einnig getið sér gott orð hjá yfirmönnum sínum. Hinn 1. október réð utanríkisráð- herra C í hina föstu tollstöðu. Umboðsmaður ritaði utanríkis- ráðuneytinu bréf 19. febrúar 1991 og óskaði eftir öllum gögnum um málið. Eftir ítrekún bárust loks öll gögn 10. september það ár. Umboðsmaður spurði ráðuneytið svo hvaða kröfur það hefði lagt áherslu á að umsækjendur uppfylltu og hvað hefði ráðið vali þess. Jafn- framt spurði hann hvers vegna ráðu- neytið hefði ekki gert þeim umsækj- endum sem hafnað var grein fyrir niðurstöðunni. Svör varnarmálaskrifstofu í svari varnaiTnálaskrifstofu ráðu- neytisins segir að miklu hafí ráðið að C hafi ætlað að starfa til frambúð- ar hjá embætti lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli. Segir skrifstof- an að hún hafi fengið upplýsingar um að þeim sem ekki voru ráðnir hafi verið tilkynnt um þá ákvörðun en skrifstofunni sé ekki kunnugt um að henni sé skylt að skýra fyrir umsækjendum hvers vegna þeir hafi ekki fengið stöður sem sótt var um. A gafst kostur á að tjá sig um svar varnarmálaskrifstofunnar og sagði hann að það ætti að vera öllum auðskilið að umsókn um fasta stöðu hjá ríkisstofnun fæli í sér að sótt væri um starf til frambúðar. Umboðsmaður óskaði upplýsinga um það á hveiju ráðuneytið hefði byggt þá skoðun að A hafi ekki ætlað að starfa til frambúðar hjá embætti lögreglustjórans. Dráttur varð á svari af hálfu ráðuneytisins en í skýrslu umboðsmanns segir að hann hafi átt viðræður við skrif- stofustjóra varnarmáladeildar hinn 12. mars 1992 og þar hafi komið fram að frekari skýringa væri ekki að vænta. Margskonar annmarkar I áliti umboðsmanns er fjallað um stöðuveitinguna út frá fímm sjónar- i hornum: Sá annmarki var á auglýsingu tollstöðunnar að ekki var auglýst í i Lögbirtingablaðinu eins og mælt er fyrir um í 1. nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. j Verulegur annmarki var á undir- búningi málsins að öðru leyti. Þau gögn og upplýsingar sem fylgdu umsóknunum tólf voru í flestum til- vikum ófullnægjandi. Ekki varð á grundvelli þeirra gengið úr skugga um hvort umsækjendur uppfylltu lögboðin hæfnisskilyrði. Samt gerði ráðuneytið ekkert til að upplýsa málið betur eins og því var þó skylt að mati umboðsmanns. Samkvæmt reglugerð ber við ráðningu að leggja sérstaka áherslu á góða kunnáttu í íslensku. Mjög fáir umsækjendur skiluðu prófskírteinum og ekki var haldið hæfnispróf í íslensku og vél- ritun eins og veitingarvaldinu var þó heimilt. Ekki var heldur kannað 1 hvort umsækjendur ætluðu að starfa til frambúðar hjá embættinu enda voru þeir ekki kallaðir í viðtöl. Um ákvörðun um veitingu stöð- unnar segir að hún hafi verið ótæk bæði um undirbúning og niðurstöðu, j þar sem þar hafi í veigamiklum at- riðum verið brotið í bág við lög og vandaða stjórnsýsluhætti. C var ráð- inn þótt einungis A og B uppfylltu almenn menntunarskilyrði. Þetta hafi ekki verið réttlætt með neinum rökum eða gögnum. Auk þess hafi verið gengið fram hjá B sem komst næst því að uppfylla hin sérstöku menntunarskilyrði þar sem hann hafði lokið fyrri önn Tollskólans. Umboðsmaður telur að ganga verði út frá þeirri meginreglu að hver sá sem ber upp skriflegt erindi við stjórnvöld eigi rétt á skriflegu svari hlutaðeigandi stjórnvalds. í samræmi við vandaða stjórnsýslu- hætti hefði átt að gera þeim sem ] ekki fengu stöðuna grein fyrir því bréflega hvað. réði vali stjórnvalds. Vantar heimild til að bæta miska Loks varð þetta mál umboðs- • manni tilefni til að benda Alþingi og fjármálaráðherra á að í lög vant- aði heimild til að bæta miska þegar gengið væri framhjá þeim umsækj- anda sem hæfastur er. Einungis væri heimild til að bæta fjártjón en sá bótaréttur væri næsta haldlítill þar sem iðulega væri aðeins um miska að ræða. Happdrætti Hjartaverndar DRÖGUM 8. OKT. Þú geturgreitt miðan þinn með greiðslukorti É SÍMI813947 E8 ingólfsstræti 8 - s. 1 61 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.