Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER 1993
47
SKEMMTUN
Leikhúskj allarinn
opnaður á ný
Morgunblaðið/Þorkell
Nýju eigendur Leikhúskjallarans, Björn Leifsson og Hafdís Jóns-
dóttir.
Leikhúskjallarinn opnaði um
síðustu helgi eftir gagnger-
ar breytingar með nýjum eigend-
um, Birni Leifssyni og Hafdísi
Jónsdóttur. Björn á einnig lík-
amsræktarstöðina World Class
og skemmtistaðinn Ingólfs Café.
Frumsýningargestir Þjóðleik-
hússins voru gestir Leikhúskjall-
arans á föstudagskvöldið, en
formleg opnun var á laugardags-
kvöldið. Leikhúskjallarinn verður
opinn alla daga í vetur nema
mánudaga og er aldurstakmark
23 ár.
í tilefni opnunarinnar var
stofnuð hljómsveitin Leikhús-
bandið og mun hún að öllum lík-
indum spila fyrir matar- og dans-
gesti fram að áramótum. Auk
kvöldverðar fyrir leiksýningu verður boðið upp á létt-
ar veitingar eftir sýningar.
„Við erum búin að endurnýja nánast allt nema
veggina," sagði Björn í spjalli við Morgunblaðið.
„Hugmyndin var að breyta húsnæðinu þannig að það
nálgaðist upprunalegt útlit. Fengum við því lánaðar
myndir hjá Þorvaldi í Síld og fisk sem var fyrsti
rekstraraðili Leikhúskjallarans. Mér heyrist að þeir
leikarar og aðrir sem muna eftir staðnum frá þeim
tíma séu nrjög ánægðir með breytinguna."
Söngkonan Þuríður Pálsdóttir og Svava Þor-
bjarnardóttir voru meðal gesta. Svava hefur
starfað við Þjóðleikhúsið frá árinu 1953, fyrst í
Þjóðleikhúskórnum og á skrifstofunni frá 1967.
Alli hárgreiðslumeistari í Kompanii ásamt vin-
konu sinni Sísí.
HJÓNABAND
Luke Perry í
það heilaga
Leikarinn Luke Perry, sem er í
hlutverki Dylans í sjónvarps-
þáttunum 90210, og kærasta hans,
Minnie Rachel Sharp, hafa ákveðið
brúðkaupsdaginn. „Þetta verður
rómantískt aprílbrúðkaup," sögðu
skötuhjúin við forvitna íjölmiðla-
menn.
Bónorðið var borið fram á róman-
tískan og gamaldags hátt eftir því
sem heimildir segja. Luke og Minnie
voru á veitingahúsi þegar Luke féll
á hné og bað Minnie. Þegar hún
hafði játast honum setti hann Tiffany
demantshring á fingur hennar. Haft
er eftir vinkonu Minnie að hún sé í
sjöunda himni og sé sífellt að tala
um þegar Luke bað hennar.
Luke Perry er sagður vera kyn-
þokkafyllsti karlleikarinn í sjón-
varpsþáttunum Beverly Hills, en nú
hefur hann einnig nýlokið við að leika
í kvikmynd, þar sem hann er í hlut-
verki kúreka.
Þrátt fyrir að Mijinie sé aðeins 160
sm á hæð starfaði hún áður sem
sýningardama og leikari. Þá vann
hún um tíma í antíkbúð í Santa
Monica. Hún segist geta hugsað sér
að verða heimavinnandi húsmóðir.
Luke
og
Minnie
eru
alsæl.
Br% r" i “T" i i iv i
R E I T L1 N
1884
TÆKI FYRIR ATVINNUMENN
„CHRONO SHARK“
ÁreiðanlEgur og harðgerður hágæða tímamælir
SEM MÆLIR ALLT NIÐUR í EINN TÍUNDA ÚR SEKÚNDU AUK
ÞESS AÐ SÝNA MILLITÍMA. ElNSTAKLEGA AUÐVELT AÐ LESA
Á ÚRIÐ JAFNVEL AÐ NÓTTU TIL. HRAÐBREYTING Á MILLI TÍMASVÆÐA.
Mælir SÝNIR ER RAFHLAÐA er að verða búin. Skrúfulokað úrshús.
VATNSÞÉTT NIÐUR Á lOO METRA. SNÚANLEG BRÚN.
o
5
BORGARKRINGLUNNI, SÍMI 677230
Vinningsnúmer í
sumarhappdrætti Grillsins:
1252 1884 319) 54)2 '5810
Hver vinningur er glœsilegt Kampavínskvöld
með kvöldverði fyrir tvo og gistingu eina nótt í
forsetasvítunni, auk morgunverðar.
Vinningshafar framvísi korti með
vinningsnúmeri til söludeildar Hótels Sögu.
Hótel Saga þakkar landsmönnum góða þátttöku
-lofar góðu!
Dinner oij jass
i fljfllta sal
Oll fimmtudagskvöld í október býður
Hótel Borg upp á jazzhljómleika meá
kvöldverðinum í gyllta sal.
Það er hljómsveit Þóris Baldurssonar
ásamt söngvaranum Bergþóri Pálssyni
sem flytur létt jazzlög í hæsta gæðaflokki.
Boðið er upp á þriggja rétta matseðil
Forréttir
Blandað salat með appelsínu „?ous-cous“ og avocado
Ferskmarineraður lax í heitri krv'ddjurtasósu
Osta „QUESADILIA“ m/ salati, avocado og tómötum
Aðalréttir
Ofnbakaður lax rneð safransósu og sykurbaunum
Grilluð kalkúnabringa m/ rauövínsperum og fennelsósu
Sveppahjúpaður lambahryggur með zuccliini
E/tirréttir
Súkkulaði mousse með appelsínu- og ávaxtasósu.
Heitar súkkulaði pecanhnetu bökur með vanillusósu.
Appelsínu ostakaka með sólberjasósu og ferskum berjimi.
Verá kr. 2.490.
Húsiá opnar kl. 19.30, hljómleikar byrja kl. 21.00.
Borðapantanir í símum 11247 og 11440 .
Húsið opið til kl. 1.00.
<
C/5
<