Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993
11
Sætur harmur
Herdís Þorvaldsdóttir og Gunnar Eyjólfsson í hlutverkum Melissu
og Andys.
________Leiklist_____________
Súsanna Svavarsdóttir
Þjóðleikhúsið - Litla sviðið
ÁSTARBRÉF
Höfundur: A.R. Gurney
Þýðing: Ulfur Hjörvar
Mynd: Þórunn S. Þorgrímsdótt-
ir
Lýsing: Ásmundur Karlsson
Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson
Því verður ekki á manneskjuna
logið að hún á bágt; alltaf að elt-
ast við það sem hún þráir, en
kann svo ekki að gefa þrá sinni
líf, þótt uppfylling hennar detti á
nefið hennar. Svo er farið með þau
Melissu og Andy, sem kynnast á
barnsaldri - þegar hún gengur
fyrsta sinni inn í bekkinn hans í
skólanum, ásamt fóstru sinni, og
það eina sem honum dettur í hug
er „týnd prinsessa".
Þau Melissa og Andy byija
strax að skrifast á - í skólanum
- en þegar þau verða aðskilin
nokkru seinna, skrifast þau á úr
sitthvorum skólanum, síðar sitt
hvoru fylkinu, sitt hvoru landinu,
sitt hvorri heimsálfunni - en þótt
þau skrifist á alla ævi, gera þau
sér ekki ljóst að þau eru í raun-
inni stödd á sitt hvorri plánetunni
- allavega ekki fyrr en langt er
liðið á ævina, bréfleiðis eltinga-
leikur þeirra hefur tæmt allt sem
hægt er að segja - en of seint;
þau eru bundin í aðstæðum sem
aðskilja þau og ekki hægt að snúa
klukkuskrattanum til baka og
byija upp á nýtt. Pláneturnar
þeirra fara einfaldlega ekki sam-
an.
„Ástarbréf“ er fyrst og fremst
textaverk - en alveg bráð-
skemmtilegt sem slíkt og afar
áheyriiegt í íslensku þýðingunni.
Það er öllum, nema Melissu og
Andy, ljóst að þau eru ástfangin
frá upphafi - en hún er lífsnaut-
namanneskja á meðan hann hugs-
ar mest um að svara skyldum sín-
um við „fjölskyktuna, ættlandið
og sjálfan sig“. Á meðan hann
byggir upp sitt líf, brýtur hún sitt
niður. Þegar Andy finnur tæki-
færi fyrir þau til að hittast, má
hún ekki vera að því, vegna eilífra
ferðalaga á milli ættingja sem eru
út um allar trissur og þegar hún
stingur upp á því að þau hittist,
eru örugglega einhver skylduverk
sem hann þarf að rækja, einmitt
þann daginn. Hún er orðhvöss og
umbúðalaus í tali, hann ákaflega
snyrtilegur og nákvæmur; ástar-
játningar þeirra eru snubbóttar,
takmarkast við að klína „ástar-
kveðjum“ í lok bréfa - og einung-
is þegar þau halda aðjiau séu að
missa hvort annað. Án þess að
ætla neitt að láta hanka sig á
afbrýðisemi, tjá þau ást sína, ör-
yggisleysi og afbrýðisemi í þessum
ævilöngu bréfaskriftum og þegar
annað þeirra þegir, skrifar hitt af
enn meiri ákafa.
Það er nánast engin hreyfing í
sýningunni og þau Melissa og
Andy lesa upp úr bréfum sínum.
Þetta form reynir því töluvert á
leikarana; þau þurfa að halda at-
hygli áhorfenda með textaflutn-
ingi, svipbrigðum og látæði á
sama punktinum. Og ég verð að
segja eins og er að mér fannst
þeim Gunnari Eyjólfssyni og Her-
dísi Þorvaldsdóttur - sem leika
hlutverk Andys og Melissu - tak-
ast það með „bravör". Herdís skil-
aði geysilega litríkri persónu, sem
ber fyrir sig kaldhæðni og beittum
skeytum þegar komið er við kaun-
in í henni; hún breytist lítið frá
unglingsárunum til elliáranna,
nema ef vera kynni að hrokinn
minnkaði stöðugt - hún brotnar
stöðugt meira og verður um leið
grimmari og harðari í vörn sinni,
svipurinn lokaðri og líkamstjáning
slappari - það er að segja, hún
sýndi stöðugt meiri uppgjöf.
Gunnar fór virkilega á kostum í
hlutverki Andys og kom mjög vel
til skila einfeldningshætti ungl-
ingsins Andys og stolti yfir því
að fá að rækja skyldur sínar við
flölskylduna og föðurlandið, en .
kemst dálítið seint að því að hann
gieymdi þriðju skyldunni - við
sjálfan sig. En þótt hann reyni að
láta allt líta vel út og einblíni á
að allt geri það, er lífsharmur
hans engu minni en Melissu; hann
lítur bara betur út. Það er alveg
ljóst hver Andy er í meðförum
Gunnars; ungæðishátturinn hverf-
ur smám saman af honum og við
tekur furða og undrun á viðbrögð-
um og atferli Melissu. Hún er
honum stöðugt ráðgáta um leið
og hann læsist meira og meira
inni í þeirri ímynd sem hann hefur
gengist inn á. Fas hans verður
stöðugt yfirvegaðra og það er
ævintýri líkast að horfa á þessu
tvo reyndu leikara kljást á sviðinu
með þennan líka bráðskemmtilega
texta.
Þetta er verk sem byggir á ein-
faldleika og öll umgjörð sýningar-
innar er látlaus. Mér fannst leik-
myndin kannski aðeins of látlaus
og hrá ásamt lýsingunni, en bún-
ingarnir vel heppnaðir. Leikstjórn-
in er unnin af nákvæmni og vand-
virkni, laus við ýkjutilburði; um
leið og textinn segir eitt, afhjúpar
látbragð leikaranna annað og
hvergi er farið yfir strikið í þeim
efnum. Þetta er stílhrein, ljúf og
skemmtileg sýning um sætan
harm.
Kvikmynda hátíð í dag
Kl. 5. Southern Winds
—Ymsir leikstjórar.
Perumthachan —Ajayan
leikstýrir. Indland. Kl. 7. Life
is Sweet — Mike Leigh leikstýr-
ir. Bretland + Ilha das flores
Kl. 7.05. Careful -Guy
Maddin leikstýrir. Kanada.
Kl. 7.10. Zweite Heimat nr.
6. Kerinedys Kinder — Edgar
Reitz leikstýrir. Þýskaland.
Kl. 9. Leolo —Jean-Claude
Lauzon leikstýrir. Kanada. +
Revolver
Kl. 9.10. Trust - Hal Hart-
ley leikstýrir. USA
Kl. 9 Suspended Stride of
the Stork —Theo Angelopoulos
leikstýrir. Grikkland.
Kl. 11.10. Leolo — Jean-
Claude Lauzon leikstýrir.
Kanada. + Revolver.
Kl. 11.10. High Hopes
—Mike Leigh leikstýrir. Bret-
land.
KI. 11.15. Once upon a time
cinema — Moshen Makmalbaf
leikstýrir. íran. + Loves me..
Leikfélag Reykjavíkur
frumsýnir „Elín Helena“
Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir
nýtt íslenskt leikrit eftir Árna Ibs-
en, á morgun miðvikudaginn 6.
október á Litla sviði Borgarleik-
hússins. Elín Helena er verk sem
segir frá uppgjöri ungrar móður,
Elínu Helenu, við fortíðina, amer-
ískan föður, íslenska móður og
móðursystur serri býr vestanhafs.
Árni Ibsen hefur verið afkasta-
mikill í íslensku leikhúslífi, eftir
hann hafa m.a. verið sýnd leikritin
„Skjaldbakan kemst þangað líka“
Nýjar bækur
■ „Land sem auðlind“ kallast
nýtt rit eftir Trausta Valsson,
skipulagsfræðing um „Mótun
byggðamynsturs á Suðvestur-
landi“. Rit þetta má kallast hug-
myndalegur grundvöllur þeirra
miklu skipulagsbreytnga og sam-
einingar sem nú er að verða á
Reykjavíkursvæðinu og brátt einnig
á Vesturlandi, Suðurnesjum og
Suðurlandi, sem koma til með að
hafa byltingarkennd áhrif á þjóðlíf-
ið á næstunni. Davíð Oddsson for-
sætisráðherra ritar formála að bók-
inni og segir þar m.a.: „Ovenjulegar
og ferskar hugmyndir verða oft
kveikjan að frjórri umræðu. Oft var
þörf en nú er nauðsyn að við íslend-
ingar tökum upp öfluga og mark-
vissa umræðu um þessi mál og tök-
og „Afsakið hlé“. Auk eigin verka
hefur Árni þýtt töluvert af leikrit-
um.
í aðalhlutverkum eru; Sigrún
Edda Björnsdóttir, Margrét Helga
Jóhannsdóttir, Hanna María Karls-
dóttir og Þorsteinn Gunnarsson.
Leikstjóri er Ingunn Ásdísardótt-
ir, leikmynd og búninga gerir Guð-
rún Sigríður Haraldsdóttir, tónlist
er eftir Hilmar Örn Hilmnarsson
og Lárus Björnsson hannar lýsingu.
um á okkar byggðamálum með
skynsamlegri hætti en gert hefur
verið undanfarna áratugi.
í fréttatilkynningu segir; í „Land
sem auðlind" er tekið til meðferðar
framtíðarskipulag Suðvesturhluta
landsins eða allt svæðið frá Borgar-
firði og austur í Mýrdal. Rætt er
um það frá öllum hliðum, rakin
söguleg þróun og málið krufið til
mergjar eftir lögmálum formænna
kerfa, fjallað um stjórnsýslukerfi,
vegakerfi og samgöngur, hverskyns
mat á auðlindum landsins og hvaða
takmarkanir eru á landnýtingu.
Helsta stef bókarinnar er: „Auðlind-
ir og samgöngur móta byggðamyn-
strið.“
Bókin Land sem auðlind er í
stóru broti, 108 bls., mikið mynd-
skreytt. Hún er gefin út af
Fjölva, kápugerð vann Koi'pus,
en prentun og band annaðist G
Ben prentstofa. Verð kr. 2280.
Fasteignasalan
EIGNABORG sf.
- 641500 -
Opið virka daga
frá kl. 9-17.30
Til leigu
Höfum fjársterkan leigjanda að raðhúsi eða
einbýli í Kópavogi. Langtíma leiga kemur til
greina.
Eignir i Reykjavík
Tjarnarmýri — 2ja
53 fm ný íb. Ljósar innr. Dúkur á gólfum.
Stæði í bílhúsi. Til afh. strax.
Kleppsvegur - 3ja
83 fm á 7. hæð i lyftuhúsi. Mikið út-
sýni. Verð 7.1 millj.
Skipasund — tvíb.
96 fm, hæð og kj. Stór lóð. Laus strax.
Stóragerði - 4ra
95 fm á 4. hæð. Endurn. etdhúa.
Laus samkomulag.
Engjasel — 4ra
93 fm á 1. hæð. Vandaðar innr. Stæði í
bílhúsi. Verð 7,5 millj. Lyklar á skrifst.
Miðtún — einb.
160 fm kj., hæð og ris. Húsið er mikið end-
urn. utan sem innan. Ýmis skipti mögul.
Klapparberg - einb. Um 205 fm á tveimur hæðum. 4 svefnherb., nýtt eldh. 30 fm bflsk. Glæsil. útsýni yfir Elliðaárdal.
Neshamrar — einbýli 204 fm auk 30 fm bílskúrs. Mikið útsýni. Nánast fullfrágengið. Áhv. húsbréf 7 millj.
Hrfsrimi - parh. 137 fm nýbyggt parh. Afh. fullfrág. að utan án máln. 28 fm btlsk. BHsk- plata vélslipuð, stigi steyptur. Verð 8,4 millj.
AtvinnuHúsnæði í Reykjavík
Bfldshöfði atvinnuhúsn.
Um 98 fm jarðh. auk kj. Stórar innkdyr.
Eignir j Kópavogi
1 —2ja herb.
Ásbraut - einstaklíb.
36 fm á 2. hæð. Eldhkrókur, Setlaug
á baði. Parket á góllum. Laus strax.
Borgarholtsbraut — 2ja
76 fm m/sérinng. Rúmg. aukaherb. í kj.
Hamraborg — 2ja
58 fm á 1. hæð I lyftuhúsi. Ýmis skipti á
stærri eign æskil. Laus e. samkomul.
Fannborg - 2ja
á 3. hæð. Suðursv. Áhv. voðd. 1,5
millj. Laus fljótl.
Öldugata — Hafn.
2ja herb. íb. í kj. Laus strax. Verð 3,4 millj.
Álfhólsvegur - 3ja
Vönduð íb. á 1. hæð I 2ja hæða húsi auk
kj. Parket á gólfum. Áhv. 3,6 millj. veðd.
Verð 6,1 millj. Laus fljótl.
Hlíðarhjall! - 3ja
92 fm á 2. hæð. Flísar og parket.
Stór svefnherb. (b. er fullfrág. 25 fm
bilsk. Áhv. veðd. 4,6 millj.
Engihjalli — 3ja
85 fm á 6. hæð. Vandaðar innr. Vestursvalir.
Hamraborg - 3ja
90 fm á 2. hæð í lyftuhúsi. Vestursvalir.
Nýmáluð. Ný teppi. Laus strax.
Furugrund - 3ja
80 fm á 1. hæð i 2ja hæða húsí.
Suðursvallr. 13 fm aukáherb. t <j. m.
aðg. að snyrtingu. Einkasala.
4ra herb.
Kjarrhólmi - 4ra
95 fm á 3. hæð. Párkat á stofu. Ljós-
ar innr. Laus strax.
Engihjalli — 4ra
108 fm á 2. hæð. Vandaðar innr. Laus fljót-
lega. Verð 6,9 millj.
Sérhæðir — raðhús
Kársnesbraut — raðh.
136 fm á tveimur hæðum. Rúmg. 3 svefnh.
Stór sólverönd. 23 fm bílsk. Byggt 1989.
Borgarholtsbraut —
parh.
79 fm ainnar hæðar hiaðið hús.
Mögul. að byggja ofaná. V. 7,5 mlllj.
Selbrekka — raðhús
240 fm 2ja hæða hús. Mikið endurn. Lftil
einstaklíb. á jarðhæð. Áhv. veðdeild 2,3
millj. Skipti á minni eign mögul.
Vallartröð - endaraðh.
179 fm 2 hæðir og kj. auk 30 fm
bflsk. Verð 12,5 millj. Skipti á 3ja
herb. íbúð möguleg.
Huldubraut - parhús
146 fm á tveimúr hæðum ásamt 28 fm bflsk.
Að mestu fullfrág.
Álfhólsvegur — sérhæð
134 fm miðhæð. 4 svefnh. Hús ný-
klætt að utan meö Stenl. 23 fm bilsk.
Reynigrund — raðhús
126 fm á tveimur hæðum. 3 svefnherb.
Parket á herbergjum. Nýjar flísar á baði.
Suðurlóð. Laus fljótl.
Stekkjarhvammur — raðhús
205 fm endaraðhús í Hafnarfiröi á tveimur
hæðum. Vandaöar innr. Rúmg. bílsk.
Einb. — Kópavogi
Birkigrund — einb.
293 fm alls. Á efri hæð, 3 svefnherb., arinn
og rúmg. stofur. Á neðri hæð er 3ja herb.
samþ. ib. og bilsk. Ýmis eignaskipti mögul.