Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993 11 Sætur harmur Herdís Þorvaldsdóttir og Gunnar Eyjólfsson í hlutverkum Melissu og Andys. ________Leiklist_____________ Súsanna Svavarsdóttir Þjóðleikhúsið - Litla sviðið ÁSTARBRÉF Höfundur: A.R. Gurney Þýðing: Ulfur Hjörvar Mynd: Þórunn S. Þorgrímsdótt- ir Lýsing: Ásmundur Karlsson Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson Því verður ekki á manneskjuna logið að hún á bágt; alltaf að elt- ast við það sem hún þráir, en kann svo ekki að gefa þrá sinni líf, þótt uppfylling hennar detti á nefið hennar. Svo er farið með þau Melissu og Andy, sem kynnast á barnsaldri - þegar hún gengur fyrsta sinni inn í bekkinn hans í skólanum, ásamt fóstru sinni, og það eina sem honum dettur í hug er „týnd prinsessa". Þau Melissa og Andy byija strax að skrifast á - í skólanum - en þegar þau verða aðskilin nokkru seinna, skrifast þau á úr sitthvorum skólanum, síðar sitt hvoru fylkinu, sitt hvoru landinu, sitt hvorri heimsálfunni - en þótt þau skrifist á alla ævi, gera þau sér ekki ljóst að þau eru í raun- inni stödd á sitt hvorri plánetunni - allavega ekki fyrr en langt er liðið á ævina, bréfleiðis eltinga- leikur þeirra hefur tæmt allt sem hægt er að segja - en of seint; þau eru bundin í aðstæðum sem aðskilja þau og ekki hægt að snúa klukkuskrattanum til baka og byija upp á nýtt. Pláneturnar þeirra fara einfaldlega ekki sam- an. „Ástarbréf“ er fyrst og fremst textaverk - en alveg bráð- skemmtilegt sem slíkt og afar áheyriiegt í íslensku þýðingunni. Það er öllum, nema Melissu og Andy, ljóst að þau eru ástfangin frá upphafi - en hún er lífsnaut- namanneskja á meðan hann hugs- ar mest um að svara skyldum sín- um við „fjölskyktuna, ættlandið og sjálfan sig“. Á meðan hann byggir upp sitt líf, brýtur hún sitt niður. Þegar Andy finnur tæki- færi fyrir þau til að hittast, má hún ekki vera að því, vegna eilífra ferðalaga á milli ættingja sem eru út um allar trissur og þegar hún stingur upp á því að þau hittist, eru örugglega einhver skylduverk sem hann þarf að rækja, einmitt þann daginn. Hún er orðhvöss og umbúðalaus í tali, hann ákaflega snyrtilegur og nákvæmur; ástar- játningar þeirra eru snubbóttar, takmarkast við að klína „ástar- kveðjum“ í lok bréfa - og einung- is þegar þau halda aðjiau séu að missa hvort annað. Án þess að ætla neitt að láta hanka sig á afbrýðisemi, tjá þau ást sína, ör- yggisleysi og afbrýðisemi í þessum ævilöngu bréfaskriftum og þegar annað þeirra þegir, skrifar hitt af enn meiri ákafa. Það er nánast engin hreyfing í sýningunni og þau Melissa og Andy lesa upp úr bréfum sínum. Þetta form reynir því töluvert á leikarana; þau þurfa að halda at- hygli áhorfenda með textaflutn- ingi, svipbrigðum og látæði á sama punktinum. Og ég verð að segja eins og er að mér fannst þeim Gunnari Eyjólfssyni og Her- dísi Þorvaldsdóttur - sem leika hlutverk Andys og Melissu - tak- ast það með „bravör". Herdís skil- aði geysilega litríkri persónu, sem ber fyrir sig kaldhæðni og beittum skeytum þegar komið er við kaun- in í henni; hún breytist lítið frá unglingsárunum til elliáranna, nema ef vera kynni að hrokinn minnkaði stöðugt - hún brotnar stöðugt meira og verður um leið grimmari og harðari í vörn sinni, svipurinn lokaðri og líkamstjáning slappari - það er að segja, hún sýndi stöðugt meiri uppgjöf. Gunnar fór virkilega á kostum í hlutverki Andys og kom mjög vel til skila einfeldningshætti ungl- ingsins Andys og stolti yfir því að fá að rækja skyldur sínar við flölskylduna og föðurlandið, en . kemst dálítið seint að því að hann gieymdi þriðju skyldunni - við sjálfan sig. En þótt hann reyni að láta allt líta vel út og einblíni á að allt geri það, er lífsharmur hans engu minni en Melissu; hann lítur bara betur út. Það er alveg ljóst hver Andy er í meðförum Gunnars; ungæðishátturinn hverf- ur smám saman af honum og við tekur furða og undrun á viðbrögð- um og atferli Melissu. Hún er honum stöðugt ráðgáta um leið og hann læsist meira og meira inni í þeirri ímynd sem hann hefur gengist inn á. Fas hans verður stöðugt yfirvegaðra og það er ævintýri líkast að horfa á þessu tvo reyndu leikara kljást á sviðinu með þennan líka bráðskemmtilega texta. Þetta er verk sem byggir á ein- faldleika og öll umgjörð sýningar- innar er látlaus. Mér fannst leik- myndin kannski aðeins of látlaus og hrá ásamt lýsingunni, en bún- ingarnir vel heppnaðir. Leikstjórn- in er unnin af nákvæmni og vand- virkni, laus við ýkjutilburði; um leið og textinn segir eitt, afhjúpar látbragð leikaranna annað og hvergi er farið yfir strikið í þeim efnum. Þetta er stílhrein, ljúf og skemmtileg sýning um sætan harm. Kvikmynda hátíð í dag Kl. 5. Southern Winds —Ymsir leikstjórar. Perumthachan —Ajayan leikstýrir. Indland. Kl. 7. Life is Sweet — Mike Leigh leikstýr- ir. Bretland + Ilha das flores Kl. 7.05. Careful -Guy Maddin leikstýrir. Kanada. Kl. 7.10. Zweite Heimat nr. 6. Kerinedys Kinder — Edgar Reitz leikstýrir. Þýskaland. Kl. 9. Leolo —Jean-Claude Lauzon leikstýrir. Kanada. + Revolver Kl. 9.10. Trust - Hal Hart- ley leikstýrir. USA Kl. 9 Suspended Stride of the Stork —Theo Angelopoulos leikstýrir. Grikkland. Kl. 11.10. Leolo — Jean- Claude Lauzon leikstýrir. Kanada. + Revolver. Kl. 11.10. High Hopes —Mike Leigh leikstýrir. Bret- land. KI. 11.15. Once upon a time cinema — Moshen Makmalbaf leikstýrir. íran. + Loves me.. Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir „Elín Helena“ Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir nýtt íslenskt leikrit eftir Árna Ibs- en, á morgun miðvikudaginn 6. október á Litla sviði Borgarleik- hússins. Elín Helena er verk sem segir frá uppgjöri ungrar móður, Elínu Helenu, við fortíðina, amer- ískan föður, íslenska móður og móðursystur serri býr vestanhafs. Árni Ibsen hefur verið afkasta- mikill í íslensku leikhúslífi, eftir hann hafa m.a. verið sýnd leikritin „Skjaldbakan kemst þangað líka“ Nýjar bækur ■ „Land sem auðlind“ kallast nýtt rit eftir Trausta Valsson, skipulagsfræðing um „Mótun byggðamynsturs á Suðvestur- landi“. Rit þetta má kallast hug- myndalegur grundvöllur þeirra miklu skipulagsbreytnga og sam- einingar sem nú er að verða á Reykjavíkursvæðinu og brátt einnig á Vesturlandi, Suðurnesjum og Suðurlandi, sem koma til með að hafa byltingarkennd áhrif á þjóðlíf- ið á næstunni. Davíð Oddsson for- sætisráðherra ritar formála að bók- inni og segir þar m.a.: „Ovenjulegar og ferskar hugmyndir verða oft kveikjan að frjórri umræðu. Oft var þörf en nú er nauðsyn að við íslend- ingar tökum upp öfluga og mark- vissa umræðu um þessi mál og tök- og „Afsakið hlé“. Auk eigin verka hefur Árni þýtt töluvert af leikrit- um. í aðalhlutverkum eru; Sigrún Edda Björnsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Hanna María Karls- dóttir og Þorsteinn Gunnarsson. Leikstjóri er Ingunn Ásdísardótt- ir, leikmynd og búninga gerir Guð- rún Sigríður Haraldsdóttir, tónlist er eftir Hilmar Örn Hilmnarsson og Lárus Björnsson hannar lýsingu. um á okkar byggðamálum með skynsamlegri hætti en gert hefur verið undanfarna áratugi. í fréttatilkynningu segir; í „Land sem auðlind" er tekið til meðferðar framtíðarskipulag Suðvesturhluta landsins eða allt svæðið frá Borgar- firði og austur í Mýrdal. Rætt er um það frá öllum hliðum, rakin söguleg þróun og málið krufið til mergjar eftir lögmálum formænna kerfa, fjallað um stjórnsýslukerfi, vegakerfi og samgöngur, hverskyns mat á auðlindum landsins og hvaða takmarkanir eru á landnýtingu. Helsta stef bókarinnar er: „Auðlind- ir og samgöngur móta byggðamyn- strið.“ Bókin Land sem auðlind er í stóru broti, 108 bls., mikið mynd- skreytt. Hún er gefin út af Fjölva, kápugerð vann Koi'pus, en prentun og band annaðist G Ben prentstofa. Verð kr. 2280. Fasteignasalan EIGNABORG sf. - 641500 - Opið virka daga frá kl. 9-17.30 Til leigu Höfum fjársterkan leigjanda að raðhúsi eða einbýli í Kópavogi. Langtíma leiga kemur til greina. Eignir i Reykjavík Tjarnarmýri — 2ja 53 fm ný íb. Ljósar innr. Dúkur á gólfum. Stæði í bílhúsi. Til afh. strax. Kleppsvegur - 3ja 83 fm á 7. hæð i lyftuhúsi. Mikið út- sýni. Verð 7.1 millj. Skipasund — tvíb. 96 fm, hæð og kj. Stór lóð. Laus strax. Stóragerði - 4ra 95 fm á 4. hæð. Endurn. etdhúa. Laus samkomulag. Engjasel — 4ra 93 fm á 1. hæð. Vandaðar innr. Stæði í bílhúsi. Verð 7,5 millj. Lyklar á skrifst. Miðtún — einb. 160 fm kj., hæð og ris. Húsið er mikið end- urn. utan sem innan. Ýmis skipti mögul. Klapparberg - einb. Um 205 fm á tveimur hæðum. 4 svefnherb., nýtt eldh. 30 fm bflsk. Glæsil. útsýni yfir Elliðaárdal. Neshamrar — einbýli 204 fm auk 30 fm bílskúrs. Mikið útsýni. Nánast fullfrágengið. Áhv. húsbréf 7 millj. Hrfsrimi - parh. 137 fm nýbyggt parh. Afh. fullfrág. að utan án máln. 28 fm btlsk. BHsk- plata vélslipuð, stigi steyptur. Verð 8,4 millj. AtvinnuHúsnæði í Reykjavík Bfldshöfði atvinnuhúsn. Um 98 fm jarðh. auk kj. Stórar innkdyr. Eignir j Kópavogi 1 —2ja herb. Ásbraut - einstaklíb. 36 fm á 2. hæð. Eldhkrókur, Setlaug á baði. Parket á góllum. Laus strax. Borgarholtsbraut — 2ja 76 fm m/sérinng. Rúmg. aukaherb. í kj. Hamraborg — 2ja 58 fm á 1. hæð I lyftuhúsi. Ýmis skipti á stærri eign æskil. Laus e. samkomul. Fannborg - 2ja á 3. hæð. Suðursv. Áhv. voðd. 1,5 millj. Laus fljótl. Öldugata — Hafn. 2ja herb. íb. í kj. Laus strax. Verð 3,4 millj. Álfhólsvegur - 3ja Vönduð íb. á 1. hæð I 2ja hæða húsi auk kj. Parket á gólfum. Áhv. 3,6 millj. veðd. Verð 6,1 millj. Laus fljótl. Hlíðarhjall! - 3ja 92 fm á 2. hæð. Flísar og parket. Stór svefnherb. (b. er fullfrág. 25 fm bilsk. Áhv. veðd. 4,6 millj. Engihjalli — 3ja 85 fm á 6. hæð. Vandaðar innr. Vestursvalir. Hamraborg - 3ja 90 fm á 2. hæð í lyftuhúsi. Vestursvalir. Nýmáluð. Ný teppi. Laus strax. Furugrund - 3ja 80 fm á 1. hæð i 2ja hæða húsí. Suðursvallr. 13 fm aukáherb. t <j. m. aðg. að snyrtingu. Einkasala. 4ra herb. Kjarrhólmi - 4ra 95 fm á 3. hæð. Párkat á stofu. Ljós- ar innr. Laus strax. Engihjalli — 4ra 108 fm á 2. hæð. Vandaðar innr. Laus fljót- lega. Verð 6,9 millj. Sérhæðir — raðhús Kársnesbraut — raðh. 136 fm á tveimur hæðum. Rúmg. 3 svefnh. Stór sólverönd. 23 fm bílsk. Byggt 1989. Borgarholtsbraut — parh. 79 fm ainnar hæðar hiaðið hús. Mögul. að byggja ofaná. V. 7,5 mlllj. Selbrekka — raðhús 240 fm 2ja hæða hús. Mikið endurn. Lftil einstaklíb. á jarðhæð. Áhv. veðdeild 2,3 millj. Skipti á minni eign mögul. Vallartröð - endaraðh. 179 fm 2 hæðir og kj. auk 30 fm bflsk. Verð 12,5 millj. Skipti á 3ja herb. íbúð möguleg. Huldubraut - parhús 146 fm á tveimúr hæðum ásamt 28 fm bflsk. Að mestu fullfrág. Álfhólsvegur — sérhæð 134 fm miðhæð. 4 svefnh. Hús ný- klætt að utan meö Stenl. 23 fm bilsk. Reynigrund — raðhús 126 fm á tveimur hæðum. 3 svefnherb. Parket á herbergjum. Nýjar flísar á baði. Suðurlóð. Laus fljótl. Stekkjarhvammur — raðhús 205 fm endaraðhús í Hafnarfiröi á tveimur hæðum. Vandaöar innr. Rúmg. bílsk. Einb. — Kópavogi Birkigrund — einb. 293 fm alls. Á efri hæð, 3 svefnherb., arinn og rúmg. stofur. Á neðri hæð er 3ja herb. samþ. ib. og bilsk. Ýmis eignaskipti mögul.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.