Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993 ekki hægt að gleyma honum því það er Pési í okkur öllum, Pési sem all- ir litu upp til og elskuðu. Hans kæri vinur, Logi Unnarson Jónsson. í dag verður borinn til grafar Pétur Ingi Þorgilsson. Pétur var minn kærasti vinur og það var vissu- lega sárt að heyra það að hann hefði látist af slysförum sunnudaginn 26. september. Pétur Ingi, sem oftast var kallað- ur Pési eða Summi af vinum sínum, var óvinalaus ungur maður sem öll- um þótti vænt um. Það sást strax í barnaskóla að þar var góður maður á ferð, einnig mjög sérstakur. Pétur vildi öllum vel, það var alltaf mikið fjör í honum og hann var ávallt til í eitthvað skemmtilegt. Pétur var deliukarl sem tók hugmyndum sín- um alvarlega og varð oftast mjög góður í því sem hann tók sér fyrir hendur. Þegar Pétur gekk í Haga- skóla var fólk ekki lengi að komast að því hver drengurinn var, því að hann var ekki ragur við að gera sniðuga hluti, jafnvel ótrúlega hluti, fyrir framan hvern sem var. í kjöl- far þess vildu sumir halda því fram að drengurinn væri ruglaður, en að því hló Pétur bara og tók aðeins sem hvatningu. Hann var sífellt að koma fólki á óvart með hlægilegum uppá- tækjum sínum. Það leið ekki á löngu þar til Pétur var kominn með skemmtiatriði á hverri skemmtun skólans, en tónlistarhæfileikar hans voru einstakir. Helstu áhugamál hans voru einmitt tónlistin og einnig myndlist, en Pétur var alltaf annað hvort með blýant í hönd eða hljóð- færi. Eftir að Pétur lauk samræmdu prófunum úr Hagaskólanum ákvað hann að hefja nám við Menntaskól- ann í Reykjavík. Er í Menntaskólann kom blómstraði hann allur af ham- ingju og ekki döluðu vinsældir drengsins, þær jukust ef eitthvað var. Hann hafði nefnilega þau áhrif á fólk að engum gat verið illa við hann. Hann eignaðist góða vini á skömmum tíma og með skemmtileg- um hugmyndum sínum var hann búinn að skapa ákveðið hegðunar- mynstur innan vinahópsins. Hann var áberandi í félagslífi skólans, svo og í skólanum sjálfum. Það var svo margt sem Pétur gerði á sínum menntaskólaárum sem féll í góðan jarðveg hjá nemendum skólans, þó að það hafi kannski ekki fallið í jafn góðan jarðveg hjá kennurum og skólastjórn. Áhugi hans lá í allt öðru en skólabókunum. Það kom líka að því að Pétur ákvað að ljúka sínum menntaskóla- ferli og snúa sér að því sem hann gerði best, myndlistinni. Hann fékk inngöngu í Myndlista- og handíða- skóla íslands nú í haust, en Mennta- skólann yfirgaf hann ekki án þess að skilja eitthvað eftir sig. Pétur var búinn að semja nokkur árshátíðarlög og teikna heilan bekk í Faunu, en það er árbók útskriftarnema þeirar MR-inga. Þeim verkum skilaði hann með frábærum árangri. Þegar hann svo loks hóf myndlistarnámið var hann yfir sig ánægður, því að þá gat hann fyrst lært og unnið við það sem hann hafði áhuga á. Verkefnin hlóðust upp og hann hugðist taka þeim með mikilli alvöru og vand- virkni. En þrátt fyrir alla alvöruna sem þessu fylgdi var hann alltaf glaðvær og hress, það hress að í næstum öllum tilfellum var það smitandi. Það er ekki hægt að muna eftir einni stund þar sem einhver var gramur eða vondur út í Pétur, því að hvar sem hann steig niður fæti var alltaf stutt í hláturinn. Það er ólýsanlega sárt að missa svo elskulegan vin sem Pétur var, vin sem var mér og öllum öðrum kær og yndislegur og átti framtíðina fyrir sér. Ég votta fjölskyldu Péturs Inga mína dýpstu samúð og sam- hryggist öllum aðstandendum hans. Við höfum misst mikilfenglegan mann sem mun þó aldrei deyja úr huga okkar. Blessuð sé minning hans. Steingrímur Óli Einarsson. Fleiri minningavgreinar um Pétur Inga Þorgilsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t EINAR AÐALSTEINSSON vistmaður í Víðinesi, lést í Borgarspítalanum, Reykjavík, aðfaranótt föstudags 1. október. Vinir hins látna. t Bróðir okkar, SIGURÐUR J. SIGURÐSSON frá Skammbeinsstöðum, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands 4. október. Systkini hins látna. t Bróðir minn, REYNIR BJÖRGVINSSON, andaðist þann 21. september. Jarðarförin hefur farið fram. Gréta Björgvinsdóttir og fjölskylda. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, RICHARDT RYEL, Sölleröd Park 12,1-17, 2840 Holte, Danmörku, lést á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 2. október sl. Helga Ryel og fjölskylda. t ELÍSABET ERLENDSDÓTTIR bæjarhjúkrunarkona í Hafnarfirði lést á Sólvangi 26. september 1993. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Stjórnendum og starfsfólki á Sólvangi eru færðar sérstakar þakk- ir fyrir að búa henni þar góða dvöl síðustu árin. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Sólvang og/eða aðrar líknarstofnanir. Aðstandendur. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA INGIBJÖRG ÞORGILSDÓTTIR frá Þórshamri í Sandgerði, Eskihlíð 12bj Reykjavík, lést í Landspítalanum laugardaginn 2. október. Oddný Jónasdóttir, Þorgils Jónasson, Vilborg Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞURÍÐUR FINNSDÓTTIR, Dunhaga11, Reykjavik, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 6. október kl. 13.30. Margrét Snorradóttir, Hallgrímur Snorrason, Gunnar Snorrason, Auður Snorradóttir, Finnur Snorrason, Halldór Baldursson, Ruth Snorrason, Ólafur Siemsen, Lise Bratlie Snorrason og barnabörn. t Hjartkær eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, MARINÓ L. STEFÁNSSON kennari, Brautarlandi 19, Reykjavik, andaðist 3. október í Hátúni 10B. Útförin verður auglýst síðar. Guðbjörg Bergsveinsdóttir, Þorbjörg L. Marinósdóttir, Sigfríður L. Marinósdóttir, Grétar L. Marinósson, Svava Guðmundsdóttir, Karl L. Marinósson, Dóra S. Jiiliussen, barnabörn og barnabarnabörn. mni og vorum að reyna að radda. Ég var hálffeiminn við það fyrst, en loks tókst það auðvitað. Þú keyrðir mig áfram og að lokum sungum við heillengi í mismunandi tóntegundum. Minningarnar um þig eru óendan- lega margar. Síðustu daga hafa þær þotið gegnum huga minn og huga okkar allra sem þekktum þig. Munið þið þegar við vorum í Melaskóla, ungir og saklausir. Við gerðum allt vitlaust í kringum okk- ur. Það var alltaf svo mikil gleði og gauragangur. Það sem okkur datt'í hug var ótrúlegt. Þá var Pét- ur oft í aðalhlutverki með sinn ótrú- lega húmor sem var svo innilega sprottinn upp úr hans eigin hugar- heimi. Þessum látum linnti ekkert í Hagaskóla. Þvert á móti. Þar hóf Pétur að haida tónleika og taka þátt í hæfileikakeppnum. Sköpun- argleðin var algjör. Hann var sann- kallaður listamaður á öllum sviðum, óhemju hraustur bæði á sál og lík- ama. Keppnisskapið var ótrúlegt og einu skiptin sem þú varðst fúll var þegar þú tapaðir, enda kepptir þú við okkur í ótrúlegustu hlutum eins og t.d. átkeppninni í afmælinu þínu þegar allir urðu fárveikir um nóttina og gubbuðu. Upp frá því hef ég aldrei getað borðað kokteilpylsur. Þetta var í ellefu ára afmælinu þínu. Einmitt á þeim tíma þegar „break“- tímabilið stóð sem hæst. Þar lést þú ekki þitt eftir liggja og 12 ára gamall varstu farinn að gera ótrú- legustu hluti. Þú gerðir vindmyll- una, snerir þér á hausnum og fórst 10-12 hringi á bakinu. Það var unun að horfa á þig. Við allir vinirnir vorum langt á eftir þér í þessu sem öðru. Það er endalaust hægt að rifja upp ógleymanlegar minningar af Pésa. Þær munu iifa með okkur sem eigum þær. Við munum geyma þær í hásæti hjartans og höll hugans. Aldrei mun ég gleyma honum því ég elska hann af öllu hjarta og mun alltaf gera. Elsku Áslaug, Rakel, Didda og Þorgils. Megi guð styrkja ykkur öll í þessari miklu sorg. Við strákarnir munum halda merki Péturs á lofti, hann mun aldrei gleymast, það er t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærr- ar eiginkonu minnar, móður og dóttur, SVANHILDAR BJARKAR JÓNASDÓTTUR frá Vogum, Birkihrauni 11, Mývatnssveit. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 11-E, Landspítalans og Sjúkahúsi Húsavíkur fyrir hlýlegt viðmót og góð kynni. Stefán Þórhallsson, Þórir S. Þórisson, Kristinn A. Stefánsson, Þórhallur R. Stefánsson, Kristi'n Jónasdóttir. t Hjartkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG BJARNADÓTTIR, Vi'filsgötu 15, Reykjavík, lést 1. október sl. í öldrunardeild Borg- arspítalans. Jarðarförin verður auglýst síðar. Álfheiður Bjarnadóttir, Sævar Guðmundsson, Ari Eyberg Sævarsson, Guðleif Sunna Sævarsdóttir, Jóhanna Bjarndís Sævarsdóttir, Sólveig Birna Sigurðardóttir, Þór Þorgeirsson, Alfheiður Þórsdóttir, Bjarni Sævar Þórsson. t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og sonar, SIGURÐAR VIGGÓS BERNÓDUSSONAR, Völusteinsstræti 2, Bolungarvík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabbameinsdeildar 11E, Landsspítala- num fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Halldóra Kristjánsdóttir, Guðrún Jóna Sigurðardóttir, Jens Þór Sigurðarson, Dómhildur Klemenzdóttir, Bernódus Halldórsson. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, SVERRIR ÞÓRISSON, Núpasíðu 4H, Akureyri, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju mið- vikudaginn 6. október kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar. Kristín Þórsdóttir, Þór Sverrisson, Rut Sverrisdóttir, Sif Sverrisdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.