Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993 FRUMVARP TIL FJARLAGA 1994 525 milljóna lækkun útgjalda lífeyristrygginga Grunnlífeyrir o g ekkjubæt ur eigna- og tekjutengdar GERT er ráð fyrir um 525 milljóna kr. lækkun útgjalda til lífeyr- istrygginga Tryggingastofnunar á næsta ári. Eru áform um tekju- og/eða eignatengingu lífeyrisgreiðslna. Dregið verður úr greiðslum ekkjulífeyris, þær greiðslur tekjutengdar og úthlutunarreglur endur- skoðaðar, og grunnlífeyrir verði tengdur fjármagnseignum, en sú aðgerð á að skila 200 millj. kr. sparnaði. Heildarútgjöld heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis verða 47,7 milljarðar á næsta ári og hækka að raungildi um 2,3% frá fjárlögum yfirstandandi árs, en í greinargerð íjárlagafrumvarpsins segir að út- gjöldin lækki um 2,4 milljarða króna frá því sem orðið hefði ef ekkert hefði verið að gert. Eingreiðslur endurskoðaðar Einnig er áformað að endurskoða fyrirkomulag eingreiðslna vegna launabóta, desember- og orlofsupp- bótar til bótaþega í samráði við fulltrúa verkalýðsfélaga og aðra hagsmunaaðila, þar sem gildandi reglugerð um þessar greiðslur renn- ur úr gildi um áramótin. Eingreiðsl- ur reiknast á tekjutengda liði lífeyr- istrygginga og er áætlað að þær kosti 720 millj. áþessu ári. Er stefnt að um 200 mitlj. kr. sparnaði með þessum ráðstöfunum. Ákveðið hefur verið að Trygg- ingastofnun bjóði öllum landsmönn- um að kaupa heilsukort sem kosti 2.000 kr. og veita afslátt á greiðslu fyrir lyf, þjónustu hjá sérfræðingum og á heilsugæslustöðvum auk þess sem handhafar kortanna fái þjón- ustu á sjúkrahúsum án endurgjalds. Þeir sem ekki greiða fyrir skírteinið þurfa hins vegar að greiða mun hærra verð fyrir læknisþjónustuna. Er áætlað að tekjur af sölu skírtein- anna verði um 400 millj. kr. á næsta ári. Framlag til Landakots lækkar um 173 millj. Framlög til ríkisspítala og ann- arra sjúkrahúsa í Reykjavík lækka að raungildi um 3,2%. Áformað er að hætta rekstri barnaheimila spít- alanna og lækka framlög af þeim sökum um rúmlega 170 millj. kr. Þá lækka framlög til áfengisdeilda ríkisspítala um 50 millj. kr. Framlag til Landakotsspítala lækkar hlutfallslega mest af ein- stökum spítölum eða samtals um rúmar 173 millj. kr. Stærstur hluti þeirrar upphæðar er vegna áforma um að flytja barnadeild spítalans til Borgarspítalans. í fjárlagafrum- varpinu er hins vegar gert ráð fyr- ir að framlag til Borgarspítala lækki einnig á næsta ári um 64 millj. kr. að raungildi. Morgunblaðið/RAX Fjárlagafrumvarpið kynnt FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp ársins 1994 fyrir fréttamönnum í gær. ■ EMBÆTTI Húsameistara rikisins verður endurskipulagt á næsta ári og veruiega dregið úr starfsemi þess, að því er kemur fram í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Undirbúningur er þegar haf- inn. Ekki er gert ráð fyrir þessari breytingu í forsendum frumvarps- ins en þó er gert ráð fyrir að kostn- aður við embættið minnki vegna minnkandi framkvæmda hins op- inbera. ■ ÞÁTTTAKA lögreglunnar í vörslu á Flugstöð Leifs Eiríks- sonar verður færð yfir á rekstur Flugstöðvarinnar á næsta ári. Við þetta lækkar framlag til embættis sýslumannsins á Keflavíkurflug- velli um 13 milljónir króna. ■ REKSTRARSTAÐA Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar hefur batnað frá fjárlögum þessa árs. Tekjur hafa orðið meiri, einkum vegna hækkunar á gengi banda- ríkjadals. Einnig hækka tekjur Flugmálastjórnar á Keflavíkur- velli af sömu ástæðu. ■ STARF eins starfsmanns við Fastanefnd íslands hjá Samein- uðu þjóðunum verður lagt niður í sparnaðarskyni frá miðju næsta ári. Þá verður ekki skipaður sendi- herra hjá Fastanefnd íslands í Genf til ársloka 1994. Á síðasta ári var ákveðið að láta sendiherra íslands í Bandaríkjunum gegna jafnframt starfi fastafulltrúa ís- lands hjá Sameinuðu þjóðunum en þegar til kom var ekki talið stætt á að standa við þessa ákvörðun allt yfirstandandi ár m.a. vegna þess að ísland var kosið til þátttöku í umhverfisnefnd SÞ og hefur því nýr sendiherra hjá SÞ með aðsetur í New York verið skipaður. ■ FRAMLAG til Þróunarsam- vinnustofnunar íslands verður lækkað um 14 milljónir króna á næsta ári. Ekki er enn ljóst á hvem hátt þessi lækkun kemur niður á þróunarverkefnum þeim sem ísland stendur að en þau eru nú unnin á Grænhöfðaeyjum, í Namibíu og Malaví. ■ ÍSLAND greiðir um 92 milljónir króna vegna friðargæslu- verkefna Sameinuðu þjóðanna. Samtals er um 10 verkefni að ræða. Á Kýpur, fyrir botni Mið- jarðarhafs, í Líbanon.fyrir botni Persaflóa, á Balkanskaga, í E1 Salvador, Angólu, Sómalíu, Kambódiu og Mósambík. 39. leikvika ,2.-3. okL 1993 | Nr. Leikur: Röðin: 1. AIK - Degerfoss 1 - - 2. Göteborg - Malmö 1 - - 3. Halmstad - Brage 1 - - 4. Helsingborg - Örgryte 1 - - 5. Trelleborg - Hiicken 1 - - 6. Frölunda - Norrköping 1 - - 7. Örebro - Öster 1 - - 8. Liverpool - Arsenal - X - 9. Norwich - Coventry 1 - - 10. QPR - Ipswich 1 - - 11. Sheff. Wed. - Man. Utd. - - 2 12. Svvindon - Blackbum - - 2 13. Wcst Ham - Chelsea 1 - - 12 réttir: 1.340 | kr. 11 réttir: 0 j kr. 10 réttir: 0 jkr. Heildarvinningsupphæðin: 89 milljón krónur 13 i réttir: | 3S. 690 kr. Löggæsla á höfuðborg- arsvæðinu sameinuð ÁFORMAÐ er að allt höfuðborg- arsvæðið verði gert að einu lög- gæslusvæði á næsta ári, þ.e. Sel- tjarnarnes, Reykjavík, Kópavog- ur, Garðabær, Hafnarfjörður, Bessastaðahreppur, Mosfells- bær, Kjalarneshreppur og Kjós- arhreppur. Með sameiningunni er ætlað að ná fram rekstrarhagræðingu með tímanum, auka skilvirkni og bæta árangur. Dragast fjárveitingar til þessara embætta saman um 4% á milli ára skv. fjárlagafrumvarpinu. Einnig stendur til að sameina sýslumannsembætti og fækka þeim úr 27 í 18. Á sú aðgerð að hafa verulegan sparnað í för með sér á næsta ári en þá lækka útgjöld til yfirstjórna sýslumannsembætta um 7,8% frá fjárlögum þessa árs. Er áformað að sameining sýslumanns- embættanna taki gildi 1. mars, nema á Austfjörðum 1. maí og á höfuðborgarsvæðinu 1. júlí. Fjármálaráðherra um markmið fjárlagafrumvarpsins Dregið úr halla án skattahækkana FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra lagði frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1994 fram á Alþingi í gær. Rekstrarhalli ríkissjóðs skv. frumvarpinu verður 9,8 miiyarðar kr. samanborið við áætlaðan 12,3 milljarða halla á þessu ári. Fjármálaráðherra sagði á fundi með fréttamönnum í gær að þó þetta væri mesti fjárlagahalli sem gert væri ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi væri þetta frumvarp raun- hæfara en oft áður og því ættu markmiðin að standast, en það byggðist m.a. á því að gengið væri út frá að kjarasamningarnir giltu út næsta ár. Sagði hann að boðskapurinn væri skýr; þrátt fyrir erfiðar efnahagsaðstæður verði að draga úr hallarekstri ríkis- sjóðs án þess að hækka skatta og það verði aðeins gert með því að lækka ríkisútgjöld. Friðrik sagði að skatttekjur rík- issjóðs myndu lækka að raungildi á næsta ári, þriðja árið í röð, um 1,5 milljarða kr. og hafí ekki verið lægri í sjö ár. Sagði hann að erfiðar efnahags- aðstæður þrengdu mjög svigrúm ríkisstjórnarinnar til aðgerða í rík- isfjármálum. Samdrátturinn hefði haft í för með sér aukin ríkisút- gjöld og hefðu t.d. útgjöld til at- vinnuleysisbóta aukist um 1,5-2 milljarða frá árinu 1991. Þrátt fyrir þessar aðstæður hefði ríkis- stjórninni tekist að stöðva útgjald- avöxt ríkisins og heildarútgjöld þess hefðu verið lækkuð um 10 milljarða kr. frá 1991. Þar af hefðu greiðslur til landbúnaðarmála lækkað um 4,5 milljarða og sparn- aður í menntamálum næmi um 2 milljörðum. Vaxtaskattur talinn skila 100-150 millj. Friðrik sagði einnig að yfirlýst áform ríkisstjórnar vegna kjara- samninga sl. vor um að lækka virð- isaukaskatt af matvælum frá næstu áramótum fæli í sér um 2,5 milljarða kr. skattalækkun á næsta ári. Því tekjutapi verði að hluta mætt með álagningu skatts á fjármagnstekjur sem talið er að skili 100-150 millj., eða með breikkun eignarskattsstofnsins, sem nú væri til umræðu milli for- ystumanna stjórnarflokkanna, og hins vegar með innheimtu atvinnu- tryggingagjalds af launþegum og atvinnurekendum. Samanlagt lækkuðu skatttekjur af þessum ástæðum um 700-800 millj. kr. á næsta ári og sagði fjármálaráð- herra að skattbyrði einstaklinga myndi minnka. Rætt um viðbótarniðurskurð Friðrik tók einnig fram að frum- varpið væri lagt fram af ríkis- stjórninni og nyti stuðnings henn- ar. Þótt Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefði fyrir- vara við viss atriði í frumvarpinu þá hefði henni verið sagt að stuðn- ingur við frumvarpið væri for- senda fyrir áframhaldandi setu í ríkisstjórninni og hún sæti þar áfram. Kvaðst Friðrik gera ráð fyrir að hún myndi greiða því at- kvæði sitt. Friðrik sagði að eftir að fjár- lagafrumvarpið hefði verið af- greitt úr ríkisstjórn hefði verið ákveðið að fjármálaráðherra og utanríkisráðherra mótuðu frekari hugmyndir um viðbótarniðurskurð til að draga enn frekar úr halla ríkissjóðs, sem gætu nýst ríkis- stjórninni á síðari stigum. Það breytti engu um það að fjárlaga- frumvarpið stæði eins og það væri nú úr garði gert. „Ef það á að skera niður um nokkra milljarða í viðbót, sem ég ætla ekki að úti- loka að sé hægt, þýðir það veruleg- ar breytingar. Það þyrfti að ræða það við fleiri aðila í þjóðfélaginu, eins og aðila vinnumarkaðarins. Þessi vinna á sér stað en hún breytir ekkert stöðu þessa frum- varps,“ sagði Friðrik. Spáð er 5% atvinnuleysi í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 5% atvinnuleysi á næsta ári samanborið við 4,5% af vinnuafli í ár. Spáð er minnkandi verð- bólgu og að verðhækkanir verði um eða undir 3% á milli áranna samanborið við 4% verðbólgu sem spáð er á þessu ári. Einnig er gert ráð fyrir frekari samdrætti í kaupmætti ráðstöfunartekna á 'næsta ári eða um 4% að meðaltali. Á yfirstandandi ári er búist við að landsframleiðsla aukist lítillega, eða um 0,5%, en á næsta ári er hins vegar spáð 2,5% samdrætti landsframleiðslunnar. Gengið er út frá því að einkaneysla dragist sam- an um 2,6% og samneysla um 1%. Á árunum 1992 og 1993 dróst fjárfesting saman um fimmtung og er búist við að á næsta ári dragist fjárfesting enn frekar saman, eða um 4,1%. Við þetta fer fjárfesting niður í 15,5% sem hlutfall af lands- framleiðslu, en það er lægsta fjár- festingarhlutfall sem mælst hefur frá lokum seinni heimsstyijaldar. Talið er að viðskiptahallinn verði 5,5 milljarðar kr. á þessu ári en hann hefur farið ört minnkandi að undanförnu, eða úr 18 milljörðum kr. árið 1991, og er spáð óbreyttum viðskiptajöfnuði á næsta ári, sem jafngildir um 1,4% af landsfram- leiðslu. Er búist við 3,5% sam- drætti í útflutningi vöru og þjón- ustu á næsta ári, aðallega vegna minnkandi framleiðslu sjávaraf- urða, og að innflutningur vöru og þjónustu minnki um 3,5%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.