Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER 1993 Guy Maddin kvikmyndagerðarmaður Langar að hafa Island að bak- grunni næst MYND Guy Maddins, Varlega (Careful), sem sýnd er á Kvik- myndahátíð í Reykjavík þessa dagana, hefur eins og fyrri myndir hans hlotið góðar viðtökur gagnrýnenda. í Lundúnum standa líka yfir sýningar á Varlega og í Financial Times á fimmtudaginn birt- ist umfjöllun kvikmyndagagnrýnanda að nafni Nigel Andrew. Hann ræður sér vart af hrifningu yfir Varlega, kallar hana gimstein og veislu svo hógvær dæmi séu tekin og vill helst skipuleggja hópferð- ir í bíóið úr öðrum landshlutum og löndum álfunnar. En meðan Englendingar eru að uppgötva Maddin er hann staddur á Islandi, í fyrsta sinn, þótt héðan sé hann ættaður og hafi lengi viljað koma. Hann fer aftur til síns heima í dag og segir blaðamanni að nú viti hann hvernig sviðsmynd næstu kvikmyndar geti litið út. Hér hafi landið ennþá sál. Maddin er fæddur í Kanada 1957 og býr í Toronto. Hann segist raun- ar eiga nokkur lítil heimili, eitt þeirra í bíóborginni Los Angeles og annað á Islendingaslóðum í Gimli. Sá bær var sögusvið fyrstu myndar hans i fullri lengd, Sögum af Gimlispítala, sem gerð var 1988 og sýnd hér á kvikmyndahátíð árið eftir. Hún gerist um síðustu alda- mót þegar spítalinn var fullur af bólusóttarsjúklingum og fjallar um þá Einar og Gunnar sem beijast um hylli hjúkrunarkvenna þar. Næst, árið 1990, gerði Maddin myndina Erkiengilinn um hermenn í Rússlandi á árum fyrri heimsstyij- aldar. Þeir þjást af minnistruflun- um og fyrir flókin ástamál eins og gestir síðustu Kvikmyndahátíðar gátu kynnt sér. í nýjustu mynd Maddins, Var- lega, segir af eðli og óeðli fólks í þorpinu Tolzbad sem er einhver- staðar í þýsku ölpunum. Þar vofir stöðugt yfir ógn náttúrunnar - snjó- flóða, eldinga og ísi lagðra einstiga í brattanum. Þorpsbúar lifa þess vegna lífinu af fádæma gætni, tala lágt og gæta þess að börn og fénað- ur reki ekki upp hljóð sem ýft gæti skap hins hvíta og kalda al- mættis. En undir þessum bælda bæjarbrag krauma langanir fólks- ins og gjósa stundum afskræmdar upp. Madden segir að eins og í óperu sé efnið ólíkindalegt en alveg satt. Hann hafi viljað segja sögu úr fjöll- unum, fjalla um blóðskömm og benda á ískyggilegar afleiðingar þess að fara að ráðum Freuds og tjá hug sinn allan í orðum og gerð- um. Gagnrýnandi Financial Times, sem fyrr er getið, segir að Varlega sé meðal margs annars ljóðrænn gamanleikur um þjóðfélagshræsni, um þörfína á því að hafa aðgát í nærveru sálar til að hrasa ekki um það sem þar býr í raun. Myndin minni á þýskar kvikmyndir þriðja áratugarins um ævintýri í ölpunum og hafi áferð, með litaðri grófri filmu og rispuðu hljóði, sem hendi verðskuldað gaman að gömlum list- rænum myndum af norðlægum slóðum. Sjálfur vill Maddin ijúfa einsleitni kvikmynda, sem líkjast eiga raunveruleikanum sem mest. Hann segir að með þessari viðleitni og fullkomnum búnaði séu allir að gera það sama, breytingarnar verði frá ári til árs frekar en milli manna. Hann þurfi ekki að endursegja raunveruleikann, við lifum þar, heldur vilji hann festa á filmu ævin- týri í sama anda og þau sem við heyrðum sem börn fyrir svefninn, í sérkennilegri veröld með sterkum tilfinningum. Maddin segir að sér hafi með nokkrum hætti liðið eins og hann stigi á helga jörð þegar hann kom til íslands fyrir nokkrum dögum. Háskólobtói fimmtudaginn 7. október kl. 20.00 Hljómsveitarstjóri: Osmo Vánská Einleikari: Auður Hafsteinsdóttir EFNISSKRÁ: Þorsteinn Haraldsson: Ad Astra Carl Nielsen: Fiðlukonsert Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. Missið ekki af frumraun Auðar Hafsteinsdóttur með Sinfóníuhljómsveit íslands! Miðasala á skrifstofu hljómsveitarinnar í Háskólabíói alla virka daga kl. 9—17. Sala áskriftarskírteina stendur yfir. sdottur með O SINFONIUHLJOMSVEIT ISLANDS 7 sími 622255. Úr myndinni Varlega, sem sýnd verður á Kvikmyndahátíð í kvöld, á fimmtudag og næsta mánudag. Fundið til uppruna, sem hann hafi síðan mátt rekja fyrir næstum öll- um sem hann hitti í heimsókninni. Amma hans og afi fluttust fyrir 99 árum frá íslandi til Manitoba í Kanada og móðir Maddins talaði alltaf íslensku við systur sína og móður, sem var uppalinn á Snæ- fellsnesi. Maddin lærði hins vegar ekki málið og hefur ekki komið til íslands fyrr en nú, til að vera við- staddur frumsýningu myndar sinn- ar á Kvikmyndahátíð. Hann segist telja að koman hingað eigi eftir að hafa áhrif á verk hans, nú sé hann til dæmis að skrifa handrit að mynd sem hann langi að taka upp á íslandi í heild eða að hluta. „Ég byggi handritið á skáldsögu en þori ekki að segja strax hver hún er eða hvernig myndin verður. Nema að ég held hún verði tals- vert framfaraskref fyrir mig. Þang- að til í fyrradag var ég í vandræð- um með hvar myndin gæti gerst, en nú langar mig að reyna að fá peninga til að taka að minnsta kosti útiatriði á íslandi. Ef það reyndist of dýrt myndi ég reyna að nota myndir héðan sem bak- grunn. Annars hef ég úr meiri pen- ingum að spila með hverri kvik- mynd. Ég hef verið heppinn, mikil ósköp, hæfileikar duga skammt. Og ég held ekki að ég hafi sér- staka hæfileika, þeir Iiggja þá helst í að ég þekki eigin takmarkanir." Maddin er hagfræðimerintaður og segist hafa gerst kvikmynda- gerðarmaður smám saman. Hann hafi horft mikið á bíómyndir og kynnst mönnum sem unnu við þær. Einn þeirra hafi sagt sér að hálftíma löng mynd sem hann gerði hafi kostað 5000 dollara, sömu upphæð og Maddin átti í banka. Þá hafi hann ákveðið að taka pen- ingana út og búa sjálfur til mynd. „Hún var allt í lagi, byijendaverk,“ segir hann um Dauða föðurinn, frá 1986. „Síðan hafa myndirnar mínar breyst og munu halda því áfram. Ég er eins og hákarl stöðugt á veiðum." MENNING/LISTIR Atriði úr „Dýrunum í Hálsa- skógi“. Leiklist „Dýrin í Hálsaskógi“ Barnaleikritið „Dýrin í Hálsaskógi" sem sýnt var á síðasta leikári verður aftur tekið til sýninga í Þjóðleikhúsinu, sunnudaginn 10. október. Sýningar verða örfáar að þessu sinni þar sem nýtt barnaleikrit, „Skilaboðaskjóðan,, verður frumsýnt eftir nokkrar vikur. Yfir 25 þúsund manns sáu leikritið á síðasta leikári. Þetta er í þriðja sinn sem „Dýrin í Hálsaskógi" eru færð upp í Þjóðleikhúsinu. Það eru þeir Sigurður Siguijónsson og Örn Árnason sem leika þá Mikka ref og Lilla klifurmús, Flosi Ólafsson er Hérastubbur bakari og Hjálmar Hjálmarson er í hlutverki bakara- sveinsins. Martein skógarmús leikur Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Alls taka þátt í sýningunni 25 leikarar, böm og full- orðnir. Leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir og hljómsveitarstjóri Jóhann G. Jó- hannsson. Myndlist Ljósmyndasýning í Stöðlakoti Leifur Þorsteinsson opnaði Ijós- myndasýningu i Stöðlakoti, Bókhlöðu- stíg 6 þann 25. september sl. Leifur er fæddur 1933, hann stundaði nám í Kaupmannahöfn á árunum 1955-1962 og hefur síðan verið Ijósmyndari að atvinnu og rekið eigið fyrirtæki. Leifur hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis, m.a. voru myndir hans sýndar á heimssýningunni í Japan 1970. Myndirnar á sýningunni eru kyrra- lífsmyndir, unnar með tveim mismun- andi aðferðum, mjög ólíkum; með Pol- aroidfilmu, yfirfærðri á vatnslitapappír þannig að aðeins er eitt eintak af hverri mynd og á Ilford Color de Luxe stækk- unarpappír fyrir negatívfilmu. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-18 og lýkur sunnudaginn 10. októ- ber. „Nýjar myndir“ í Gall- erí Sævars Karls Birgir Bjömsson sýnir málverk í Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9, dagana 5.-27. október. Þetta er önnur einkasýning Birgis í Gallerí Sævars Karls og ber hún heitið „Nýjar mynd- ir“. Birgir er fæddur 1961 og stundaði nám við forskóla MHT 1981-82, við auglýsingadeild Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1982-85 og við Vest- landets Kunstakademi í Bergen 1986-88. Birgir hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Sýningin er opin á verslunartíma, á virkum dögum frá kl. 10-18 og á laug- ardögum frá kl. 10-14. Tónlist Camerarctica með tónleika í kvöld Fyrstu tónleikar þessa vetrar í tón- leikaröð Félags íslenskra hljómlistar- manna verða haldnir í sal FÍH að Rauðagerði 27, í kvöld þriðjudagskvöld kl. 20.30. Fram kemur kammerhópurinn Ca- merarctica sem skipaður er þeim Ár- manni Helgasyni klarinettuleikara, Hallfríði Ólafsdóttur flautuieikara, Hildigunni Halldórsdóttur fiðluleikara, Gretu Guðnadóttur fiðluleikara, Guð- mundi Kristmundssyni víóluleikara og Sigurði Halldórssyni sellóleikara. Tónlistarmennimir eiga menntun og reynslu að baki frá tónlistarháskólum, námskeiðum og störfum með ýmsum hljómsveitum, erlendum sem innlend- um, þ.á m. Sinfóníuhijómsveit íslands. Einnig hafa þau haldið fjölda einleiks- og kammertónleika hér á landi sem erlendis og leikið með kammersveitum Reykjavíkursvæðisins. Á efnisskrá Camerarctica! kvöld em „Kvintett fyrir flautu og strengjakvart- ett“ eftir Walter Piston, „Impresiones de la Puna“ eftir Alberto Ginastera, „Kvintett fyrir klarinettu og strengja- kvartett í A-dúr op. 146“ eftir Max Reger og frumflutt verður verk Hildi- gunnar Rúnarsdóttur, „Marr“ sem samið var sérstaklega fyrir þessa tón- leika. Páll ísólfsson. Sjöttu Og- síðustu hausttónleikar Sel- fosskirkju Tónleikar til minningar um dr. Pál ísólfsson verða í Selfosskirkju í kvöld, þriðjudaginn 5. október kl. 20.30 en þann 12. október nk. em liðin eitt hundrað ár frá fæðingu hans. Hörður Áskelsson orgelleikari og Mar- grét Bóasdóttir sópransöngkona koma fram. Ávörp flytja, sr. Tómas Guð- mundsson prófastur og Hjörtur Þórar- insson. Á efnisskránni er Forspil um sálma- lagið „Hin mæta morgunstundin“, Ostinato et fugetta, Sálmur úr Gullna hliðinu, Chaconne um upphafsstef Þor- lákstíða, Maríuvers, Forspil um sálma- lagið: „Víst ertu Jesú kóngur klár“ og Sálmurinn „Víst ertu Jesú kóngur klár“. „Guðný og Drengirn- ir“ halda útgáfutón- leika Hljómsveitin „Guðný og Drengirnir" halda sína fyrstu útgáfutónleika í til- efni af nýútkomnum geisladiski og kassettu sem heitir „Sálmur í C“ nk. miðvikudagskvöld í Bústaðakirkju kl. 20.30. Hljómsveitina skipa þau Óskar Ein- arsson píanóleikari, Páll E. Pálsson bassaleikari og Guðný Einarsdóttir söngkona. í fréttatilkynningu segir: „Sálmur í C“ hefur að geyma marga af þekktari sálmum kristinnar kirkju, nú fluttir í nýrri jazzútsetningu hljómsveitarinnar. Þeim til aðstoðar koma fram á disknum og tónleikunum þeir Einar Valur Scheving trommuleikari og Sigurður Flosason sem blæs í saxafón.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.