Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993
vikuna 4.-9. október.
2x9 þrepa, 4,36 m.............Kr. 9.492,00
2x11 þrepa, 5,48 m............Kr. 11.096,00
2x13 þrepa, 6,61 m............Kr. 13.115,00
2x15 þrepa, 7,45 m............Kr. 15.733,00
2x7 þrepa, gleiðfættur, 3,45 m..Kr. 8.715,00
2x9 þrepa, gleiðfættur, 4,27 m ,Kr. 13.304,00
liturina
Síðumúla 15, sími 814533
Eru hrossaþjóf-
ar enn á ferð?
Hestar
f + \
Attu von ó barni ?
SNJELDA með leikfimi og slökun. Einnig slökun í fæðingu og almenn
slökunarsnælda.
SLITOLIA einstaklega góð, róðlögð af læknum. Engin aukaefni. Einn-
ig gigtarolíur og nóttúrukrem, ofnæmisprófuð.
SáRAR VttRTUR Lansinoh gæðakremið. Einnig krem fyrir þreytta fætur.
Barnakrem og olíur ón aukaefna.
VfTAMfNDRYKXIR Sólber, slónber, birki. Styrkjandi og hressandi orkugjafi.
Floradix, blóðaukandi.
MJÚLKURAUKANDI te úr viðurkenndum þekkfum jurtum. Afar gott. Hórvatn
og shjampo OEP háflOSt.
STUÐNINGSBELTI og brjóstahöld. Innilegg úr ull og bómull. Silti 00 illlarlatnattar
fyrir mömmu og barnið.
MAR6H0TABLEIUR margar tegundir. Nóttúruvænar og ódýrari. Eitthvað fyrir
alla, m.a. BUMKINS, sem allir eru að tala um.
BLEIUBUXUR margar gerðir, ull, bómull í öllum stærðum m.a. TUFF TUFF,
sem skara framúr. Þurrbleiur, einnota, margnota.
BARNATEPPI úr lanolínborinni ull og úr bómull, margar gerðir, þykk,
þunn, margir litir.
BURBARPOKAR margar gerðir, m.a. ruggupokinn góði. Ferðafélagar og bleiu-
töskur. Vögguklæðningar um bastkörfur Blindrafélagsins.
6ÆRUP0KAR íslenskir og nýsjólenskar gærur í vögguna, rúmið, vagninn
og kerruna. Kælandi, róandi. Mó þvo í þvottavél.
MAR6T ANNAÐ svo sem: Kastaníubaðmjólk og spangarolía. Brjóstahlífar,
brjóstaglös og hjólparbrjóst. Frystipokar fyrir brjóstam jólk,
bækur um brjóstagjöf. Undirlegg í vöggur, vagna og rúm úr
ull og bómull. Teygjulök og vöggusett. Armband gegn
ógleði og fyrirburaTatnaður, o.m. fleira.
flti- 00 innioaliar í miklu úrvali.
Hýjar vörur nær daglega. Sjón er sögu ríkari. Beriö verösamanburð.
ÞUMALINA
Leifsgötu 32, s. 12136.
opið virka daga kl. 10-18., fax 626536.
Valdimar Kristinsson
GRIPAÞJÓFNAÐIR og þar með
taldir hrossaþjófnaðir þóttu hér á
öldum áður einhver versti glæpur
sem hægt var að fremja og hlutu
menn þungar refsingar fyrir. Lítið
var um þjófnað á nautpeningi
vegna þess hversu hægfara skepn-
urnar voru en þess meira um að
hrossum og svo ekki sé nú talað
um sauðfé væri stolið. Fullyrða
má að sauðaþjófnaður sé úr sög-
unni en margir telja víst að enn í
dag sé hrossum stolið, bæði full-
orðnum reiðhrossum og ungviði.
Þótt algengt sé að hross týnist
með ýmsum hætti eða séu tekin í
misgripum án þess að um sé að
ræða nokkuð misjafnt er fuil
ástæða fyrir hesteigendur til að
sýna árvekni og hafa eftirlit með
hrossum sínum því dæmin sýna
að jafnvel enn í dag. Sérstaklega
á þetta við um á haustin þegar
skyggja tekur.
Stolið í stórum stíl
Fyrir rúmum áratug urðu nokkur
ungmenni uppvís að því að stela
hrossum í nokkrum mæli og safna
þeim saman í Víðidalnum og stund-
uðu þar margslungin viðskipti með
bæði hesta og einnig reiðtygi sem
þau höfðu stolið. Upp komst um
þessa þjófnaði þegar þau fóru með
nokkur hross á hestamót á Hellu og
voru þar með beinar sölur og skipti
eða hestakaup eins og það kallast.
Einhver glöggur bar kennsl á eitt
hrossanna sem selt var og allt komst
upp. Var hægt að rekja alla þjófnað-
ina að því er talið var. Þá voru um
svipað leyti nokkrir menn staðnir að
því að stela nokkrum fjölda hrossa
sem þeir seldu til slátrunar í slátur-
hús á Norðurlandi. Var talið að ekki
hefði fengist fullkominn botn í það
mál og hvarf nokkurra hrossa frá
þessum tíma því óupplýst. Þá er
þekkt dæmi um hross sem ekki
fannst eigandi að í hrossarétt fyrr
n
HAFRAGRIN
ff
„Pabbi segir að AXA haframjölið
sé algjört hafragrín.
Þegar hann var búinn að sannfœrast
um gœðin gerði hann nefnilega
verðsamanburð og þótti
verðið á AXA haframjölinu
svo hlœgilega lágt.
Hollur matur þarf greinilega
ekki að vera dýr,
segir hann glaður í bragði ogfœr sér
aftur í skálina.“
HAFRAMJOL
Meiri kraftur - minna verð!
■ * ■ -c • -
\
1 kg finvalsede ristede havregryn
en að undangengnum töfludrætti að
einn aðili gaf sig fram og fullyrti að
hrossið væri hans eign og fékk það
afhent. Síðar fór hann með hrossið
suður og bauð öðrum aðila til kaups
á mjög hagstæðum kjörum en fyrir
fámennissakir berast fregnir af þess-
um kaupum norður og var þá fund-
inn hinn rétti eigandi. Væntanlegur
kaupandi hafði þá ekki greitt hrossið
en tilkynnti seljenda að réttur eig-
andi væri fundinn og að hann hyggð-
ist afhenda honum hrossið sem hann
og gerði en hinn meinti þjófur sagð-
ist hafa bara tekið feii á þessu hrossi
og einhveiju öðru. Engir eftirmálar
urðu af þessu máli enda erfitt um
vik að sanna sekt og hinu að oft er
það svo að þegar hross eru komin
til réttra eigenda er ánægjan yfir
endurheimtunum meiri en þörfin fyr-
ir að þjófurinn fái makleg málagjöld.
Eru mörg dæmi til um að eigendur
stolinna hrossa eða hrossa sem
hverfa með dularfullum hætti nenni
ekki að standa í kærum og mála-
vafstri þegar hrossin koma í leitirn-
ar. En oft lendauneintir þjófar í afar
pínlegri aðstöðu þegar þeir þurfa að
bera fyrir sig þeirri margnotuðu
skýringu að þeir hafi talið að þetta
væri allt annar hestur og því um
missgrip að ræða.
Enginn ókunnur í stóðinu
Kunnur hestamaður af höfuðborg-
arsvæðinu sagðist aðspurður hafa í
tvígang sótt hesta sem horfið hefðu
á dularfullan hátt til annarra manna.
í öðru tilvikinu hafði hann haft
spurnir af hesti sem líktist mjög
hesti sem hann hafði leitað að um
hálfsárskeið. Var sá hestur sagður í
hesthúsi sunnan við Selfoss og fór
umræddur hestamaður á staðinn en
ekki í girðingunni. Að sögn Jóns
Inga var hliðið á girðingunni opið
og hrossin sem þar voru, öll komin
inn á sumarbústaðalönd í nágrenn-
inu. Seinnna kom í ljós að einnig
vantaði í hópinn tvö hross frá Agli,
rauðblesótta hryssu og rauðskjóttan
hest. Ekkert þessara hrossa hefur
fundist þrátt fyrir mjög víðtæka leit
og eftirgrennslan í tvö ár. Aður en
hrossin hurfu sást til ferða bifreiðar
af Subarugerð sem var ljósbrúnn að
lit og með hestakerru aftan í. Segist
Jón hafa fínkembt allt Hengilssvæðið
og næsta nágrenni en leitin engan
árangur borið. Auglýst var eftir
hrossunum en engin vísbending kom-
ið fram. Hryssan Jóns var ættbókar-
færð og mjög gott reiðhross og því
mikill skaði að þessum missi. Síðan
hefur verið leitað áfram á öllum
mögulegum og ómögulegum stöðum
en hrossan enn ófundinn. Grunur
beindist að ákveðnum aðilum um
þjófnað en Jóni var ráðið frá að gera
nokkuð í því nema að fyrir lægju
tryggar sannanir.
Reglulegt eftirlit á
haustdögum
Ástæðan fyrir því að þetta efni
er valið nú til umfjöllunar í hesta-
þættinum er sú að þegar haustar eru
hross sett í hausthaga þar sem eftir-
lit með þeim er oftast minna en á
sumrin þegar hestafólk notar þau til
útreiða. Er því full ástæða til að
vara fólk við og hvetja til að vera á
verði og hafa reglulegt eftirlit með
hrossunum ef hægt er að koma því
við. Einnig er gott að biðja þá sem
búa í nágrenni við beitargirðingar
eða sem eiga þar oft leið um að líta
eftir mannaferðum og jafnvel kasta
tölu á hrossin öðru hvoru ef það er
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Hryssan Nótt frá Gauksmýri sem týndist 1990, eigandinn Jón Ingi
Haraldsson situr hana. Grunur leikur á að henni hafi verið stolið ásamt
tveimur öðrum hrossum úr girðingu í Grafningi.
þar sem enginn var á staðnum fór
hann í hesthúsið og viti menn þar
var hesturinn lifandi kominn á járn-
um og með hnakkfar á baki. Hafði
hann engar vöfflur á og tók hestinn
á stundinni en hafði síðan samband
við umráðamann hesthússins og til-
kynnti honum að hann hefði tekið
hestinn sinn. Var engin athugasemd
gerð við þá aðgerð. í hinu dæminu
sótti hann „týndá' hestinn í stóð
austur í Rangárvallasýslu eftir
ábendingu frá glöggum hestamanni
úr sýslunni. Bóndinn hafði aðspurður
fullyrt að enginn ókunnur hestur
væri í stóðinu en þegar hestamaður-
inn keyrir frá bænum sér hann stóð-
ið álengdar og lítur yfir hópinn og
sér hinn týnda hest þar á meðal.
Þá er að nefna tiltölulega nýtt
dæmi þar sem Jón Ingi Haraldsson
hestamaður í Reykjavík var á ferð
ásamt konu sinni Ónnu Skúladóttur
um Grafningin 1990 nánar tiltekið
laugardaginn 19. júní á leið austur
í Landeyjar þegar gert var nokkurra
daga hlé á ferðinni og þau fengu að
geyma tvö hross í girðingu hjá Agli
Guðmundssyni að Króki þar ! sveit.
Þegar til átti að taka fannst annað
hrossið hryssan Nótt frá Gauskmýri
hægt með góðu móti. Mörg dæmi
eru um að hross hafi horfið úr högum
á haustin. Yfirleitt eru þau spakari
á haustin og auðveldara að hand-
sama þau en á sumrin. Á undanförn-
um árum hefur færst í vöxt að menn
láti frostmerkja hross sín sem ætti
að tryggja að þeim verði ekki stolið.
Eftir því sem næst verður komist er
varla um að ræða að hrossum sé
stolið til slátrunar. Þótt ekki sé um
skipulegt eftirlit að ræða í sláturhús-
um um eignarhald hrossa sem færð
eru til slátrunar er nokkuð fylgst
með því. Bæði er litið á mörk og
frostmerkingar skráðar. í sumum
sláturhúsum er jafnvel kannað hver
sé skráður eigandi séu hrossin frost-
merkt. Mögulegt er að stolin hross
geti verið seld úr landi en slíkt er
útilokað séu þau frostmerkt. Þótt
allt bendi til þess að þjófnaður á
hrossum fari minnkandi er ekkert
sem segir að slíkt geti ekki gerst og
sjálfsagt fyrir hesteigendur að vera
á verði.
Ormerking útrýmir
hrossaþjófum
Fyrir tæpum tveimur árum var
sagt frá örmerkingum gæludýra og